Bændablaðið - 13.01.2022, Síða 36

Bændablaðið - 13.01.2022, Síða 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. janúar 202236 Ræktun á vínviði og vínframleiðsla á Bretlandseyjum hefur aukist mikið undanfarin ár og er sú grein landbúnaðar sem vex hvað hraðast í landinu um þessar mundir. Mikil bjartsýni ríkir meðal vínviðarræktenda og vínframleið­ enda á Suður­Englandi og til stendur að auka framleiðsluna á næsta ári með því að planta út yfir milljón vínviðarplöntum. Ber ræktuð í Suður­Englandi þykja góð til vínframleiðslu og hafa meðal annarra franskir vínframleið­ endur hoppað á vagninn og hafið ræktun á vínviði Bretlandsmegin við Ermarsund. Í Frakklandi er útlitið aftur á móti ekki eins gott og uppskera á síðasta ári sú minnsta frá árinu 1957. Á það jafnt við um þrúgur, hvort sem þær eru ræktaðar til framleiðslu á hvít­ , rauð­ eða freyðivíni. Hlýnun jarðar Helsta ástæða þess að hægt er að rækta vínvið með góðum árangri í suðurhéruðum Englands er hlýnun jarðar og hækkandi lofthiti í Kent og Wales. Aukinn lofthiti hefur leitt til þess að yrki sem áður þrifust vel í Frakklandi gera það ekki lengur og nú er svo komið að yrkin þrífast betur í suðurhéruðum Bretlands og jafnvel á Skáni í Svíþjóð. Vegna þess eru vínviðarbændur í Frakklandi norðanverðu farnir að leita að yrkjum sunnar í Evrópu til ræktunar. Fylgifiskur aukins hita í Frakk landi eru óværur eins og skordýr og sveppir sem herja á plönturnar og draga úr uppskeru og gæðum vínanna. Framræktun vínviðaryrkja og betri tækni til að ákvarða sykurinnihald vínþrúga og hvenær best er að tína þær hefur einnig mikið að segja um aukinn árangur Breta við vínframleiðslu. Breskt freyðivín á markaði frá 2018 Stærstu vínekrur Bretlandseyja í dag eru rúmir 160 hektarar að stærð og kom fyrsta freyðivínið frá þeirri ræktun á markað 2018. Miklar vonir eru bundnar við freyðivínið og að það verði næsti tískudrykkur á Bretlandseyjum og að útflutningur á öðrum vínum aukist. Vínframleiðsla í Bretlandi jókst úr 1,34 milljón flöskum árið 2009 í 1,56 milljón flöskur árið 2018. Í dag selja breskir vínframleiðendur freyðivín til um 30 landa og er talið að í lok þessa áratugar verði léttvínsframleiðsla, hvítt, rautt og freyðandi, í landinu komin í um 20 milljón flöskur á ári. /VH UTAN ÚR HEIMI Ræktun á vínvið og vínframleiðsla á Bretlandseyjum hefur aukist mikið undanfarin ár og er sú grein landbúnaðar sem vex hvað hraðast í landinu. Mynd / theenglishvine.co.uk Bretland: Mikil aukning í ræktun á vínviði og vínframleiðslu Breskir vínframleiðendur selja freyðivín til um 30 landa og er talið að í lok þessa áratugar verði léttvínsframleiðsla, hvítt, rautt og freyðandi, í landinu komin í um 20 milljón flöskur á ári. Mynd / www.winealchemy.co.uk. Í Bandaríkjunum á sjötta og sjö- unda áratug síðustu aldar blómstr- uðu auglýsingar ætluðum sjálfstæði kvenna, meðal annars þegar eig- inmenn voru hvattir til að kaupa bifreiðir í samstæðum lit við spari- dress sinnar heittelskuðu svo hún liti sem best út í bílferðum sínum og þá notið sín hvað best við akstur. Bílar urðu á margan hátt framlenging á persónuleika manna og vinsælt varð að panta á þeim breytingar sem gerðu bifreiðirnar persónulegri, oft meira áberandi og jafnvel eftirsóknarverðari. Dekkjafyrirtækið Goodyear Tire & Rubber Co., sem var stofnað í Ohio árið 1898, fór ekki varhluta af þessum áhuga fólks og hóf í kjölfarið, árið 1962, að gera tilraunir með lituð bíldekk – sem eðlilega snertu við mörgum er vildu vera áberandi. Hálfgagnsæ dekk Einn helsti efnafræðingur Goodyear á þessum tíma, William Larsson, í samstarfi við félaga sinn, Anthony Finelli, fann upp efnasamband (Neothane) sem gerði mögulega framleiðslu hálfgagnsærra dekkja sem hægt var að fá í flóru af litum. Samkvæmt John J. Hartz, þróunarstjóra Goodyear, var í raun hægt að framleiða dekkin í þeim lit er fólk kaus, hvort sem væri þá til að hafa þau í stíl við spariklæðnað kaupenda eða annars. Lét hann hafa eftir sér að „... einhvern tíma gæti eiginkona sagt við mann sinn: „Charlie, farðu út og skiptu um dekk. Ég er í bláa kjólnum mínum í kvöld.“ En í raun það sem gerði hjólbarðana hvað mest töfrandi var að með ítarlegri hönnun og vinnslu gátu verkfræðingar tengt átján stykki af ljósaperum í miðju dekksins sem mynduðu skæran ljóma gegnum gegnsætt litað gúmmíið. Dekk Goodyear vöktu mikinn áhuga almennings og er talsmenn fyrirtækisins settu rauðan lýsandi umgang dekkja á Dodge Polara bifreið sem þeir óku um miðbæ Miami ráku gangandi vegfarendur upp stór augu. Sömu auglýsingataktík héldu þeir til streitu á Manhattan þar sem Chrysler Silver 300 var ekið um göturnar, almenningi til mikillar undrunar og einlægs áhuga. Golden Sahara II En dekkin fóru aldrei formlega í sölu. Hins vegar var bílahönnuði nokkrum, Jim „Street“ Skonzakes að nafni, gefið leyfi til að eiga sett af dekkjunum. Hann setti þau á smíð sína, bíl af tegundinni Golden Sahara II, sem var bæði framúrstefnulegur og yfirdrifinn að öllu leyti. Til gamans má geta að í honum voru titrandi nuddsæti, gylltur snúrusími (auk þess sem 24 karata gylling fannst á öllum mögulegum stöðum, sjálflokandi skott, vínbar …. auk þess að vera bryddaður minkaskinni að innanverðu – en þetta var á sjöunda áratugnum þar sem áður upptaldir hlutir þykja ekki jafn sjálfsagðir og í dag. Nú, almenningur elskaði bílinn og dekkin. En eins og áður sagði fóru dekkin aldrei í almenna framleiðslu. Sérsniðna raflögn hefði þurft í þá bíla sem óskuðu eftir ásetningu slíkra dekkja, auk þess sem þau voru afar óhagkvæm. Efni þeirra veitti hvorki nægjanlegt grip við almennan akstur, ekki var hægt að bremsa skyndilega vegna þess að við slíkt myndaðist hiti sem fór illa með gerviefni dekkjanna, auk þess sem eftir nokkurra km akstur myndi draga úr lýsingunni vegna slits dekkja og mögulegra óhreininda á þeim. Eftir stendur þó lýsandi dæmi þess hugvits og framsækni hönnuða er voru óhræddir að standa skrefi framar. /SP Bílinn Golden Sahara II mátti m.a. sjá í kvikmyndinni Cinderfella þar sem Jerry Lewis fór á kostum. Mynd / Úr myndbandi Dekkjafyrirtækið Goodyear er ávallt með puttann á púlsinum: Kitlandi uppfinningar fyrri áratuga Þrátt fyrir allt tal stjórnvalda í Brasilíu um verndun skóga sýna loftmyndir að skógareyðing er enn að aukast og að eyðing þeirra er helsta uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda þar í landi. Skógareyðing í Brasilíu á árinu sem var að líða er sú mesta frá árinu 2015. Mest er eyðingin á hitabeltisgresjum eða savanna­svæðum sem eru sambland af trjám og graslendi. Samkvæmt náttúruverndarsamtökunum World Wildlife Fund eru hitabeltisgresjur Brasilíu með þeim villtu svæðum í heiminum sem njóta minnstu verndar gegn eyðingu til að búa til ræktunarland. Orsök eyðingarinnar er að það er verið að búa til ræktunarland fyrir soja. Gríðarleg eyðing Cerrado hitabeltisgresjan, sem þekur um 20% af Brasilíu, er ekki eins þekkt og Amasonskógurinn, en eyðing hennar er talin vera rúmir 8,5 þúsund ferkílómetrar. Vist­ og náttúrufræðingar í Brasilíu segja eyðinguna mikið áhyggjuefni þar sem náttúra svæðisins sé viðkvæm og með eyðingunni sé verið að losa mikið magn gróðurhúsalofttegunda sem ýti enn frekar undir hækkun lofthita á jörðinni. Bolsonaro skógardólgur Heldur dró úr eyðingu Cerrado hitabeltisgresjunnar upp úr 2000 en hún jókst hratt aftur eftir að umhverfissóðinn og skógardólgurinn Jair Bolsonaro tók við embætti forseta Brasilíu. Bolsonaro hefur leynt og ljóst hvatt til aukinnar matvælaframleiðslu og á sama tíma stutt við aukna skógareyðingu og dregið úr náttúruvernd í landinu. Viðkvæmt vistkerfi Svæðið er einnig búsvæði fyrir mikinn fjölda dýra og plöntutegunda sem sumar finnast ekki annars staðar í heiminum. Verði ekkert að gert verður búið að eyða um 1/3 Cerrado hitabeltisgresjunnar árið 2050. /VH Skógareyðing. Cerrado hitabeltisgresjan. Mynd / www.worldwildlife.org Hitabeltisgresjur Brasilíu: Stjórnlaus skógareyðing

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.