Bændablaðið - 13.01.2022, Síða 54

Bændablaðið - 13.01.2022, Síða 54
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. janúar 202254 Flest undanfarin ár hef ég farið yfir bíla og tækjaprófanir frá árinu á undan hér í fyrsta Bændablaði ársins og kosið út frá mínu mati eigulegasta bílinn eða tæki ársins. Á síðasta ári voru óvenju mörg ýmiss konar tæki og tól prófuð, allt frá reiðhjólum til báta. Að prófa bát var svolítið út fyrir „kassann“, en nýlunda og tilbreyting. Óvenju mörg fjórhjól voru prófuð, en á heildina litið er það verð hvers fjórhjóls sem raðar þeim í sæti, dýrasta best, en það ódýrasta verst. Umhverfisvænsta farartækið var að mínu mati rafmagnsreiðhjólið með farangurskörfuna fyrir framan ökumanninn (tiltölulega ódýrt og notadrjúgt). Stutt prófun á vinnubíl sérpöntuðum af Vegagerðinni Um áramót fékk Vegagerðin afhentan vörubíl sem var sérútbúinn samkvæmt útboði og sérþörfum fyrir Vegagerðina. Þegar ég sá þennan bíl fyrir utan Kraft H/F sem flytur inn MAN vörubíla falaðist ég eftir því við Guðmund Bjarnason sölumann að fá að taka stuttan hring á bílnum áður en bíllinn yrði afhentur. Við Guðmundur fórum stuttan „rúnt“ á bílnum á gamlársdag. Vissulega hefði ég viljað prófa flest aukatækin sem í bílinn höfðu verið sett, s.s. krana, snjótannarfestingu, glussakerfi fyrir ýmis tæki og fleira, en það var ekki í boði og læt ég hér duga að telja upp að neðan hvað er í bílnum aukalega. Verðið á bílnum (um áramót) er 18.600.000 með vsk, verð á aukabúnaðinum er mjög nálægt öðru eins. 290 hp. vél sem togar 1150 Newtonmetra (Nm). Parabolic framfjaðrir og loftfjöðrun að aftan. Framdrif með sídrifi, afturdrif með driflæsingu. Tólf gíra sjálfskiptur gírkassi og hátt og lágt drif í millikassa. Fjögurra dyra stýrishús með sætum fyrir 5 farþega og olíumiðstöð sem hitar kælivatnið. Bakkmyndavél, dráttarkrókur og 50 mm kúlutengi. Þá er 3000W straumbreytir í bílnum sem breytir 24V í 230V til að hlaða borvélar o.fl. Á bílnum er 7 tonnmetra (tm) krani frá Hiab með fjarstýringu. Sturtupallur frá Zetterbergs. Tengingar fyrir snjó- tönn, saltkasssa og umferðar stiku- þvottavél til að þvo umferðar skilti. Stuttur rúntur á misgóðum vegum Þótt ökuferðin hafi ekki verið löng var farið á holóttan malar- veg, upp bratta brekku og langan beinan kafla þar sem bíllinn fór á hámarks hraða. Eiginþyngd bílsins er 10.200 kg., en heildarþyngd með hlassi er 15.000 kg (sem sagt fyrir þá sem eru með gamla ökuprófið þá mega þeir keyra þennan bíl og þurfa ekki aukin ökuréttindi til að keyra bílinn). Sjálfskiptingin er 12 þrepa og eftir að vélin og skiptingin eru búin að ná vinnuhita, er bíllinn að skipta sér svipað og hver annar fólksbíll. Upp brekkuna skipti hann sér eðli- lega niður. Fjöðrunin er frekar stíf að framan, en loftpúðafjöðrunin að aftan glettilega mjúk þrátt fyrir að aðeins hafi verið um 100-150 kg á pallinum. Í lága drifinu fer bíllinn mjög hægt (mældi það ekki, en vel innan við gönguhraða minn). Hef lengi séð fyrir mér svipaðan bíl við viðhald helstu hálendisvega Það eina sem ég gat sett út á bílinn er að 22,5 tommu felgurnar eru 8 gata, en ekki 10 gata eins og á öðrum vörubílum og passa því ekki felgur af öðrum vörubílum á þennan bíl ef dekk gefur sig og þarf að skipta og því nauðsynlegt að eiga varadekk á bílinn. Ég hefði haldið að ef svona bíll er mikið í viðgerðum og viðhaldi á hálendisvegum væri betra að vera á einföldu að aftan í stað tvöfaldra dekkja og það á 20 tommu felgum með breiðum dekkjum. Frá því að ég sá svona svipað útbúinn bíl fyrst hef ég séð fyrir mér að einn til tveir menn gætu viðhaldið umferðarþyngstu hálendisvegum yfir sumarmánuðina með stöðugri og reglulegri yfirferð um vegi eins og Kjalveg og Sprengisandsleið. Eitthvað sem mætti hugsa um í framtíðinni, en samt sem áður eru vegir á hálendinu sem eiga bara að vera vondir áfram og ekki laga fyrir bíla sem ekkert erindi eiga um þá. Meira er hægt að fræðast um MAN vörubíla á vefsíðunni www.kraftur.is. VÉLABÁSINN Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Vel útbúinn, fjórhjóladrifinn og tilbúinn í vegavinnu. Myndir / HLJ Fullt af vinnuljósum og festing fyrir snjótönn. Á milli framsætanna er öflugur spennibreytir fyrir 220w rafmagn. Pláss fyrir fjóra farþega, eða að breyta í svefnaðstöðu. Loftpúðarnir fyrir framan og aftan afturhásinguna gefa bílnum mjúka og góða afturfjöðrun. Flestir vörubílar eru með 10 gata felgur sem passa á milli allra bíla, en þessi er með 8 gata felgur og því varadekk nauðsynlegt. Þetta tel ég umhverfisvænsta tækið sem prófað var á síðasta ári.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.