Bændablaðið - 24.02.2022, Síða 65

Bændablaðið - 24.02.2022, Síða 65
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 2022 65 Hekluð húfa fyrir börn úr DROPS Wish. Stykkið er heklað með stuðlakrókum og hálfum stuðlum. DROPS Design: Mynstur wi-002-bn Stærðir: 2 (3/5) 6/9 (10/12) ára Höfuðmál: 48/50 (50/52) 52/54 (54/56) cm Garn: DROPS WISH (fæst í Handverkskúnst) - 100 (100) 100 (100) g litur á mynd: 02, hvít þoka Heklunál: nr 6. Heklfesta: 12 hálfstuðlar á breidd og 9 umferðir á hæðina = 10x10 cm Heklleiðbeiningar fyrir loftlykkju: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á einum hálfstuðuli (hst). Heklleiðbeiningar: Í byrjun á hverri umferð með hálfstuðli, heklið 2 loftlykkjur sem koma í stað fyrsta hálfstuðul þ.e.a.s. hoppið yfir 1. hálfstuðulinn / loftlykkju frá fyrri umferð. Umferðin endar með 1 keðjulykkju í 2. loftlykkju í byrjun á umferð. Þegar heklað er eftir mynsturteikningu A.1 er fyrstu lykkju skipt út í fyrstu endurtekningu alveg eins. Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1. HÚFA – stutt útskýring á stykki: Stykkið er heklað í hring ofan frá og niður. Kanturinn neðst á húfu er heklaður eftir mynsturteikningu. hst = hálfstuðull HÚFA: Með heklunál nr 6 og DROPS Wish. Heklið 5 loftlykkjur, tengið þær saman í hring með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju. Sjá heklleiðbeiningar fyrir loftlykkju og heklleiðbeiningar hér að ofan. Umferð 1: Heklið 8 hálfstuðla (hst) um hringinn. Umferð 2: Heklið 2 hst í hvern hst umferðina hringinn = 16 hst. Umferð 3: Heklið 1 hst í fyrsta hst, *2 hst í næsta hst, 1 hst í næsta hst*, heklið frá *-* hringinn og endið með 2 hst í síðasta hst = 24 hst. Umferð 4: Heklið * 1 hst í hvorn af fyrstu/næstu 2 hst, 2 hst í næsta hst*, heklið frá *-* hringinn og endið með 2 hst í síðasta hst = 32 hst. Umferð 5: Heklið *1 hst í hvern og einn af fyrstu/ næstu 3 hst, 2 hst í næsta hst*, heklið frá *-* hringinn og endið með 2 hst í síðasta hst = 40 hst. Umferð 6: Heklið *1 hst í hvern og einn af fyrstu/ næstu 4 hst, 2 hst í næsta hst*, heklið frá *-* hringinn og endið með 2 hst í síðasta hst = 48 hst. Aukið síðan út mismunandi eftir stærðum þannig: Stærðir: 2 og (3/5) ára: Umferð 7: Heklið 1 hst í hvern hst. JAFNFRAMT eru auknir út jafnt yfir 4 (8) hst í umferð = 52 (56) hst. Stærðir: 6/9 og (10/12) ára: Umferð 7: Heklið 1 hst í hvern og einn af fyrstu 3 (2) hst *2 hst í næsta hst, 1 hst í hvern og einn af 3 (2) næstu hst*, heklið frá *-* hringinn og endið með 2 hst í síðasta hst = 60 (64) hst. Allar stærðir: Þegar allar útaukningar hafa verið gerðar til loka í öllum stærðum eru 52 (56) 60 (64) hst í umferð. Heklið hringinn með hálfstuðlum þar til stykkið mælist 13 (14) 15 (16) cm frá toppi á húfu (það eru eftir 6 cm til loka). Heklið nú eftir mynstur- teikningu A.1 hringinn (= 13 (14) 15 (16) mynstu- reiningar með 4 lykkjum). Heklið mynsturteikningu A.1 þar til húfan mælist 19 (20) 21 (22) cm frá toppi á húfu. Klippið þráðinn og festið. Heklkveðja, mæðgurnar í Handverkskúnst, www.garn.is Húfan Gríptu tunglið HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 7 6 3 5 7 4 3 2 3 6 8 9 5 9 2 7 4 2 8 1 3 6 4 8 1 9 5 7 6 3 1 2 8 4 8 2 Þyngst 5 8 6 4 8 9 3 5 1 3 1 6 6 8 9 2 3 5 2 9 5 4 2 9 7 3 4 7 1 6 4 8 3 9 7 4 8 3 7 5 1 2 6 9 4 7 9 6 5 3 1 9 2 6 5 6 3 8 7 7 5 1 9 5 1 4 7 3 1 4 9 2 6 8 8 9 3 6 Ferðalag um Vestfirði FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Kristleifur Óli er fimm ára og hann heldur upp á Stuðmenn. Nafn: Kristleifur Óli Kristleifsson. Aldur: 5 ára. Stjörnumerki: Ljón. Búseta: Sturlu, Reykjum 3. Skóli: Hnoðraból. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Perla. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Krókódíll, ljón og risaeðla. Uppáhaldsmatur: Grjónagrautur og ís og súkkulaði. Uppáhaldshljómsveit: Stuðmenn (Úfó og Sigurjón digri). Uppáhaldskvikmynd: Sigla Himinfley og Löggulíf. Fyrsta minning þín? Þegar við fórum í ferðalag á Vestfirði síðasta sumar. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég er alltaf að æfa mig að spila á hljóðfæri með pabba mínum. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Vinnumaður og gröfu- maður. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Labbaði upp síðustu brekkuna á Strút (fjall í Kalmanstungu hjá afa). Gerir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Smíða hús, stofna banka, grænmetisbúð og nammibúð. Byrja í skóla í haust. Næst » Kristleifur skorar á Árna Viggó að svara næst. Smáauglýsingar 56-30-300

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.