Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 6
VIÐTAL
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Jón Gunnarsson dómsmálaráð-
herra hefur að undanförnu ferðast
um landið í því skyni að kynna fyr-
irhugaðar breytingar á embættum
sýslumanna, en samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins hafa þær
mælst misjafnlega fyrir. Stefnt er
að því að sam-
eina embættin
undir einn hatt
og að aðalskrif-
stofa þess emb-
ættis verði á
landsbyggðinni.
Í dag eru emb-
ættin níu, með
jafn mörgum
sýslumönnum.
Starfsstöðvarnar
eru þó fleiri, eða 24 – jafn margar
og embættin voru fyrir árið 2015 –
og hjá embættunum starfa um 250
manns.
Í samtali við Morgunblaðið segir
Jón gríðarlegar breytingar hafa
orðið á starfsemi sýslumanna, með
auknum rafrænum samskiptum.
Þær breytingar séu langt því frá
yfirstaðnar. „Ráðuneytið hefur ver-
ið mjög framarlega í stjórnsýsl-
unni, í þessum innleiðingum, og allt
mun þetta leiða af sér miklar
breytingar í starfsumhverfi þess-
ara embætta. Fólk þarf þjálfun og
að tileinka sér nýja tækni. En
grundvallaratriðið í breytingunum,
sem birtist almenningi, er hraðari
og betri þjónusta.“
Þrjú markmið sett í desember
Kveðst hann hafa sett sér þrjú
markmið varðandi embætti sýslu-
manna þegar hann kom í ráðu-
neytið í desember: „Í fyrsta lagi að
gera þjónustuna enn betri og eins
góða og hægt er gagnvart almenn-
ingi. Í öðru lagi að hámarksnýta
það fjármagn sem okkur er ráð-
stafað í rekstur málaflokkanna. Og
í þriðja lagi að uppfylla þau mark-
mið, sem hafa birst okkur í
byggðaáætlunum og ríkisstjórnar-
sáttmálanum, að fjölga opinberum
störfum úti á landi.“
Spurður út í viðtökurnar á ferð
sinni um landið segir Jón þær hafa
verið góðar. Hann segir það
ríkjandi viðhorf sveitarstjórna úti á
landi, að áðurnefnt markmið um
fjölgun opinberra starfa á lands-
byggðinni hafi ekki gengið eftir,
miðað við þau fyrirheit sem gefin
hafi verið.
„Þess vegna setjum við þetta
sem markmið, og raunar sem for-
sendu þessara breytinga,“ segir
hann og bætir við að þetta sé einn-
ig forsenda þess að pólitísk sátt
geti náðst um þær breytingar sem
nú er unnið að.
Vegna breytts starfsumhverfis
ríði nú á að ryðja í burtu
umdæmismörkum sýslumanna og
þannig geti hver og ein starfsstöð
unnið í meira mæli verkefni á
landsvísu. Tekur Jón sem dæmi
lagabreytingu sem nú liggur fyrir
Alþingi, sem snýr að könnun hjú-
skaparskilyrða, en hann hefur tekið
ákvörðun um að skrifstofa sýslu-
manns í Vestmannaeyjum muni
annast það starf, í stað þess að
hvert og eitt embætti sýslumanns
sjái um það fyrir sitt umdæmi.
En eru öll verkefni sýslumanna
þess eðlis að hægt sé að annast þau
með þessum hætti, þ.e. á lands-
vísu?
„Alls ekki,“ svarar ráðherra. „En
það verða mjög mörg verkefni
þannig, og við horfum ekki bara til
þeirra verkefna sem sýslumenn eru
að vinna í dag, heldur lítum við inn
á við í okkar ráðuneyti og í öðrum
stofnunum og spyrjum hvaða verk
geta verið unnin og eiga jafnvel í
raun heima hjá sýslumannsskrif-
stofunum. Þannig að við erum líka
að horfa til fjölgunar verkefna.“
Auk þess sem horft er til ann-
arra stofnana innan dómsmálaráðu-
neytisins þá er líka litið til mála-
flokka annarra ráðuneyta. „Við
eigum í samræðum við önnur ráðu-
neyti um mjög áhugaverð verkefni,
sem við teljum að eigi heima á
þessum sýslumannsskrifstofum. Þá
má sem dæmi nefna alls konar inn-
heimtumál og málefni sem snúa að
þjónustu við almenning, sem eru
hjá öðrum ráðuneytum, og geta
verið unnin á þessum skrifstofum.“
Heimsóknum fækki töluvert
Markmiðið sé að skrifstofur
sýslumanna verði eins konar
stjórnsýslustöðvar í héraði, eins og
hann orðar það. Fólk eigi að geta
komið þar í ýmsum erindum án
þess að þurfa að leita langt yfir
skammt.
„Við erum áfram með ákveðna
málaflokka, sem augljóslega verða
aldrei rafrænir, en það eru við-
kvæm mál eins og ýmis fjölskyldu-
og sifjamál. Fullnustumál sömu-
leiðis. Þetta eru mál sem verða
aldrei unnin nema það sé þjónusta
á staðnum. Þannig verður alltaf hin
staðbundna nærþjónusta til staðar.
En það er augljóst, með þessari
breyttu tækni, að þá mun heim-
sóknum fólks til sýslumanns fækka
umtalsvert.“
Til þess að koma þessu til leiðar
segir Jón að setja þurfi sýslu-
mannsembættin undir einn hatt, til
að þau verði öll að einu embætti.
„Og við höfum tekið ákvörðun um
það, að það embætti verður stað-
sett úti á landi. Það verður ekki í
höfuðborginni,“ greinir hann frá.
Og hvað mun nýja embættið
heita? Sýslumaðurinn?
„Já, væntanlega mun það bara
heita sýslumaðurinn eða eitthvað
slíkt. En ég legg mikla áherslu á
það, og hef alls staðar sagt á þeim
skrifstofum sem við höfum verið að
heimsækja, að þetta verður ekki
endilega fjölmennasta skrifstofan.
Alls ekki. Við erum að þessu til
þess að dreifa störfum um landið
og til að efla öll starfssvæði sýslu-
manna í dag.“
Áfram sýslumenn í héraði
Jón segist enn fremur munu
festa í lög þær 24 starfsstöðvar
embættanna sem nú er haldið úti.
„Þannig að ef einhver vill loka ein-
hverri þeirra, þá verður það að
fara í gegnum þingið.“
Athygli vakti fyrr í mánuðinum,
þegar héraðsmiðillinn Eyjafréttir
hafði eftir ráðherranum að áfram
yrði sýslumannsembætti í Vest-
mannaeyjum. Þótti þetta skjóta
skökku við í ljósi þess að Jón hafði
þegar lýst áformum sínum um að
sameina öll embættin í eitt. Spurð-
ur út í þetta segir Jón:
„Þetta verður jú eitt embætti,
sem verður staðsett úti á landi, en
það verða áfram það sem við höfum
kallað sýslumenn í héraði. Áfram
verða starfsstöðvarnar þær sömu,
og valdheimildirnar í héraði verða
mjög svipaðar því sem er í dag, en
aðalatriðið er að við erum að ná
hérna ákveðinni einföldun í rekstri
og samræmingu í vinnubrögðum.“
Sameinað embætti á landsbyggðinni
- Umdæmamörk sýslumanna verða afmáð, verði fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra að lögum
- Nýtt og sameinað embætti verði á landsbyggðinni - Frumvarpið verður lagt fyrir Alþingi í haust
Umdæmi sýslumanna og starfsstöðvar
Lo
ft
m
yn
d
ir
eh
f.
Heimild: island.is
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Kópavogur
VESTFIRÐIR
Aðalskrifstofa
á Patreksfirði
Ísafjörður
Hólmavík
NORÐURLAND VESTRA
Aðalskrifstofa á Blönduósi
Sauðárkrókur
AUSTURLAND
Aðalskrifstofa
á Seyðisfirði
Eskifjörður
Egilsstaðir
Vopnafjörður
SUÐURLAND
Aðalskrifstofa á Selfossi
Hvolsvöllur Vík Höfn
Aðalskrifstofa
Starfsstöð
Mörk umdæma
VESTMANNAEYJAR
Vestmannaeyjar
SUÐURNES
Aðalskrifstofa
í Reykjanesbæ
Grindavík
VESTURLAND
Aðalskrifstofa
í Stykkishólmi
Snæfellsbær
Borgarnes
Akranes
Búðardalur
NORÐURLAND EYSTRA
Aðalskrifstofa á
Húsavík
Akureyri
Siglufjörður
Dalvík
Langanesbyggð
Jón
Gunnarsson
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2022
Ferðafélag Íslands | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S. 568 2533 | www.fi.is
Sumarleyfisferðir
Ferðafélags Íslands
Gísli Freyr Valdórsson
gislifreyr@mbl.is
Það er mikilvægt að kjaraviðræður í
haust tryggi að samræmi sé á milli
verðmætasköpunar og launaþróunar
hér á landi, í þeim tilgangi að
tryggja samkeppnishæfni og fjöl-
breyttara efnahagslíf.
Þetta segir Iva Petrova, yfir-
maður sendinefndar Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins (AGS), í samtali við
Morgunblaðið, en sendinefndin hef-
ur á undanförnum dögum dvalið hér
á landi til að leggja mat á stöðu mála
í hagkerfinu.
Í samantekt AGS er pattstaða í
viðræðum um nýja kjarasamninga,
sem valdið gæti átökum á vinnu-
markaði og truflunum í efnahagslíf-
inu, nefnd sem innlendur áhættu-
þáttur í hagkerfinu.
„Síðasti samningur [Lífskjara-
samningurinn] kynnti leið til þessa
samræmis. Þetta þarf að rýna betur
í aðdraganda næstu samninga. Það
þarf að skapa aukið svigrúm og
kjarasamningarnir ættu að færa fyr-
irtækjum og launþegum aukinn
sveigjanleika til að semja um kjör
sem endurspegla aðstæður á vinnu-
markaði,“ segir Petrova.
Seðlabankinn nýti tæki sín
Sendinefnd AGS er almennt já-
kvæð í garð stöðu mála í hagkerfinu
og segir efnahagshorfur bjartar þó
þær séu háðar töluverðri óvissu, t.d.
vegna stríðsins í Úkraínu, aðstæðna
á fjármálamörkuðum og verðbólgu-
þrýstings. Á hinn bóginn telur AGS
að ferðaþjónusta og nýir atvinnu-
vegir tengdir nýsköpun geti stutt við
hraðari efnahagsbata.
Sendinefndin gerir ráð fyrir
7,4% verðbólgu að meðaltali í ár.
„Verðbólga er há víða um heim
og það endurspeglast að einhverju
leyti hér á landi. Aftur á móti eru
líka undirliggjandi þættir á Íslandi
sem geta haft áhrif, svo sem þróun á
vinnumarkaði. Seðlabankinn þarf að
bregðast við því með viðeigandi að-
gerðum,“ segir Petrova og svarar
því játandi þegar spurt er hvort
hækka þurfi stýrivexti enn frekar.
Kjarasamningar taki mið
af verðmætasköpun
- Sendinefnd AGS gerir ráð fyrir enn hærri stýrivöxtum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sendinefnd AGS hefur á undanförnum dögum unnið að úttekt á stöðu og
horfum í íslenska hagkerfinu og kynnti niðurstöður sínar í gær.