Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2022 Brátt mun ný og glæsileg leikskólabygg- ing rísa á Seltjarn- arnesi, ef áætlanir Sjálfstæðismanna ganga eftir. Hún bygg- ist á vinningstillögu Andrúms arkitekta en verður smærri í sniðum og hagkvæmari í út- færslu en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Leik- skólabyggingin mun rísa á horni Nes- vegar og Suðurstrandar á svokölluð- um Ráðhúsreit. Þar standa nú smá- hýsi sem kölluð eru Fagrabrekka og hafa hýst hluta af leikskólastarfsem- inni síðustu árin ásamt leikskóla- byggingunum Mánabrekku og Sól- brekku. Einnig eru á þessum stað bílastæði sem brátt munu verða hluti af endurnýjaðri leikskólalóð. Undirbúningur framkvæmda er þegar hafinn og hefur Seltjarnarnes- kirkja samþykkt að lána tímabundið norðurhluta kirkjulóðar sinnar undir smáhýsi Fögrubrekku meðan á fram- kvæmdum við nýju leikskólabygg- inguna stendur. Þar er einnig fyrir ein leikskóladeild, í svonefndu Holti ásamt útileiksvæði fyrir börnin. Þeg- ar hin nýja leikskólabygging hefur verið reist verða allar leikskóladeildir Leikskóla Seltjarnarness á einum reit og munu þær rúma um 300 börn. Náið samráð verður haft við fagfólkið á hönnunarstiginu svo aðbúnaður og að- staða bæði barna og starfsfólks verði í takt við nútímakennslu- og starfs- hætti. Fólk flyst á Seltjarnarnes því þar er ekki aðeins falleg náttúra heldur einn- ig gott mannlíf. Nú, þegar komið er að því að byggja nýjan leikskóla, stendur samfélagið á Nesinu saman um að framkvæmdir við nýjan leikskóla tak- ist vel. Á næstunni reynir á samstarf bæjaryfirvalda við leikskólastjórn- endur og kirkjuna en mikilvægt er að traust og skilningur ríki milli aðila. Sjálfstæðisflokkurinn á Seltjarn- arnesi hefur gert leikskólamál bæj- arins að forgangsmáli í komandi kosn- ingum. Fulltrúar hans munu starfa af heilindum með öllum hlutaðeigandi aðilum til að framkvæmdin takist vel og að henni ljúki á tilsettum tíma, eða á haustmánuðum 2024. Eftir Ragnhildi Jónsdóttur og Svönu Helen Björnsdóttur » Þegar hin nýja leik- skólabygging hefur verið reist verða allar leikskóladeildir Leik- skóla Seltjarnarness á einum reit og munu þær rúma um 300 börn. Svana Helen Björnsdóttir Höfundar skipa 2. og 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi sveit- arstjórnarkosningum. ragnhildurj@gmail.com, svanahelen@gmail.com Ragnhildur Jónsdóttir Leikskólamálin eru forgangsmál á Seltjarnarnesi Ef fram heldur sem horfir munu vinstri- flokkarnir í Reykjavík enn treysta völd sín í borginni. Ekki skortir nýja vonbiðla til að hlaupa í skarðið og halda meirihlutanum gangandi sem fyrr. Það er því aukin hætta á að meirihlutinn undir for- ystu Samfylkingar- innar færist enn í aukana. Met- skuldasöfnun muni enn aukast, enn fleiri verði ráðnir til að vinna að stefnu Samfylkingarinnar (starfs- mönnum borgarinnar fjölgað meira 2.000 á einu kjörtímabili) og enn verði bætt við þá tugi upplýsingafulltrúa sem fyrir eru til að flytja boðskapinn. Áfram verði haldið með áform um að þrengja að umferðinni til að neyða sem flesta upp í óendanlega dýra Borgarlínu (sem ríkisstjórnin tók að sér að fjármagna), enn verði þrengt að flugvellinum til að hrekja hann á brott og enn verði byggt fyrir glugga fólks í grónum hverfum í stað þess að byggja ný og falleg hverfi fyrir alla aldurs- og tekjuhópa. Hvernig gat þetta gerst? Vandi Sjálfstæðis- flokksins (á landsvísu) hefur verið sá að hann hefur í allt of miklum mæli reynt að rétta sinn hlut með því að hverfa frá grunngildum sínum og reyna að vera eins mikill vinstriflokkur og vinstriflokkarnir. Reynt að vera eins Samfylking- arlegur og Samfylkingin og eins Viðreisnarlegur og Viðreisn. Þetta á augljóslega ekki við um alla sjálfstæðismenn en „gamla góða íhaldið“ hefur orðið að gefa eftir gagnvart „nýaldarsinnunum“ í pólitík- inni. Þegar flestir flokkar eru meira og minna orðnir eins og síaukið kerfis- ræði bætist við fara atkvæði kjósenda að hafa sífellt minni áhrif. Þeir fá allt- af sömu niðurstöðuna og kerfið heldur áfram að fylgja sinni (borgar)línu. Þetta er því í raun ólýðræðisleg þró- un. Andspyrnan verður að lifa Allt þetta kjörtímabil hefur Vigdís Hauksdóttir haldið uppi nauðsynlegri gagnrýni og lagt sig fram við að benda á skaðlega og oft á tíðum glórulausa framgöngu meirihlutans. Reykvík- ingar mega ekki við því að raunveruleg gagnrýni þagni, gagnrýni byggð á þeim gildum sem skópu gott samfélag. Ómar Már Jónsson var mikils met- inn sveitarstjóri í 12 ár og hefur stofnað og rekið nokkur nýsköpunar- fyrirtæki með góðum árangri. Hann er nú tilbúinn til að taka við keflinu af Vigdísi, veita nauðsynlegt aðhald, sýna hvernig megi taka til í rekstri borgarinnar og vera málsvari heil- brigðrar skynsemi. Mér þótti gríðarlegur fengur í því að Ómar skyldi vera til í að bjóða sig fram til borgarstjórnar. Ég hvet Reykvíkinga til að þiggja það góða boð og tryggja að þau borgaralegu gildi sem byggðu Reykjavík eigi áfram sterka rödd. Rauða Reykjavík Eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson »Mér þótti gríðar- legur fengur í því að Ómar skyldi vera til í að bjóða sig fram til borgarstjórnar. Ég hvet Reykvíkinga til að þiggja það góða boð. Höfundur er formaður Miðflokksins. Reykvíkingar eiga skýra valkosti í borg- arstjórnarkosning- unum nú á laugardag. Að kjósa Sjálfstæð- isflokkinn og eiga þess kost að fá nýjan meiri- hluta í borginni, eða kjósa einhvern hinna flokkanna og hætta á fjögur ár í viðbót af bútasaumi undir stjórn núverandi borgarstjóra. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú ver- ið utan meirihluta í 25 af síðustu 28 ár- um – jafnvel þótt ágætir kosninga- sigrar hafi unnist inn á milli á þeim tíma. Sitjandi borgarstjóra, og for- verum hans, hefur hins vegar ávallt tekist að fá ný hjól undir vagninn þeg- ar á hefur þurft að halda. Auðvitað er það til marks um pólitísk klók- indi, en rekstur borg- arinnar ber þess því miður merki að allt of langt er síðan sjónarmið um ábyrgan rekstur og áherslu á grunnþjónustu við borgarbúa fengu að heyrast í Ráðhúsinu. Reykvíkingar hafa sögu- legt tækifæri til að rétta kúrsinn nú á laugardag- inn. Oft er sagt að nýir vendir sópi best. Ekki er vanþörf á í borginni. Við verðum að treysta fjár- haginn: lækka skuldir og sjá til þess að borgarsjóður verði sjálfbær að nýju. Við þurfum sömuleiðis að tryggja börnum raunverulega leik- skólapláss við tólf mánaða aldur, og að sjá til þess að hér sé nægjanlegt fram- boð af húsnæði fyrir alla aldurshópa. Lífsnauðsynlegt er að lækka skatta í borginni og búa fólki og fyrirtækjum betra umhverfi til að elta sína drauma. Þetta er allt hægt, en til þess þurfa sjónarmið okkar sjálfstæðismanna að heyrast í borginni. Reykjavík má ekki við því að vakna enn einu sinni upp við vondan draum á sunnudaginn næstkomandi. Þess vegna þarf Sjálfstæðisflokkurinn þinn stuðning. Atkvæði greitt Sjálfstæðis- flokknum er eini valkostur þeirra sem ekki vilja meira af því sama í Reykja- vík. Skýr valkostur í Reykjavík Eftir Hildi Björnsdóttur Hildur Björnsdóttir »Reykvíkingar hafa sögulegt tækifæri til að rétta kúrsinn nú á laugardaginn. Höfundur er oddviti Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Salan á Íslands- banka misheppn- aðist hrapallega. Fyrir vikið hafa margir stjórn- málamenn á hægri vængnum vart þorað að nefna einkavæð- ingu og einkarekst- ur á nafn í kosninga- baráttunni. Það er viðkvæmni sem kjósendur hafa ekki efni á. Hinn frjálsi markaður er enn góð hug- mynd þótt fjármálaráðherra hafi klúðrað hlutafjárútboði. Í rekstri borgarinnar er af nógu að taka í þeim efnum. Borgin á til dæmis enn malbik- unarstöð. Það er engin þörf á því að borgin reki fyrirtæki á samkeppn- ismarkaði. Við í Viðreisn settum sölu hennar á dagskrá. Búið er að finna stöðinni nýjan stað í samræmi við sáttmála meirihlutans og skoð- un á mögulegri sölu er hafin. Rétt- ast væri að fara svipaða leið og gert var þegar Vélamiðstöðin var seld. Þá voru sett almenn ákvæði um réttindi starfsfólks við söluna en fyrirtækið svo selt hæstbjóðanda gegn staðgreiðslu. Akstur strætó mætti bjóða út í miklu meira mæli. Það er gert víða um heim og reynist vel. Bílastæða- húsin mætti sömuleiðis selja eða bjóða út. Tæknibyltingar í inn- heimtu bílastæðagjalda eru miklar og innheimtan víða orðin sjálfvirk með hjálp myndavéla. Réttast væri að bjóða út innheimtu bílastæða- gjalda. Það gæti aukið skilvirkni og skapað auknar tekjur. Loks verður að nefna sorpmálin. Það stefnir í að á höfuðborgarsvæð- inu þurfi sorpbrennslu- stöð. Það er ekkert lög- mál að það þurfi að vera gert af skattgreið- endum. Hér myndi svo- kallað PPP-fyrirkomu- lag henta vel að mati okkar í Viðreisn. Í því fyrirkomulagi myndu einkaaðilar reisa stöðina og reka hana svo í ein- hverja áratugi með sérstökum þjónustusamningi. Það eru til al- þjóðlegir aðilar sem kunna til verka í þessum efnum. Kosturinn við þessa leið er að áhættan lendir þá ekki á íbúum sveitarfélaganna. Frjáls markaður skilar oft góð- um, frumlegum og hagkvæmum lausnum. Full ástæða er til að hafa einkarekstur áfram á dagskrá í Reykjavík. Það verður best gert með því að tryggja sterka kosningu Viðreisnar í kosningunum 14. maí. Einkarekstur áfram góð hugmynd Eftir Pawel Bartoszek Pawel Bartoszek » Frjáls markaður skilar oft góðum, frumlegum og hag- kvæmum lausnum. Full ástæða er til að hafa einkarekstur áfram á dagskrá í Reykjavík. Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Vorverkin Útlit er fyrir að sumarið verði litríkt og líflegt í miðbænum. Eggert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.