Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2022 www.danco.is Heildsöludreifing Tempura rækja Kjúklingaspjót Vorrúllur-Grænmetis. 15 gr. Makkarónur Vatnsdeigsbollur Pizza - Mini 30 g. Grænmetisbollur Hamborgarar - Mini 22 gr. Kleinuhringir - Mini 22 gr. Danco hefur allt til að auðvelda veitingarnar hvort sem er í veisluna, mötuneytið, kokteilboðið, skólaeldhúsið, alls staðar. Forréttir, pizzur, smáréttir, forskornar tertur og fleira. Ljúffengt... ...hagkvæmt og fljótlegt Fjölbreytt úrval af Einungis sala til fyrirtækja og verslana – Engin sala til einstaklinga veisluréttum og fingramat LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Við Silva höfðum verið að spila og syngja saman djass og koma fram á Bryggjunni, Kexinu og ýmsum mannamótum þegar covid skall á. Þegar samkomubann kom í veg fyrir slíka viðburði þá ákváðum við að gera plötu saman, enda höfðum við alveg talað um að það væri gaman að skrásetja það sem við værum að gera,“ segir píanistinn og söngvar- inn Steingrímur Teague en plata hans og Silvu Þórðardóttur, More Than You Know, kom út á stafrænu formi s.l. föstudag. Platan sú inni- heldur sex gömul djasslög og eitt ný- legt. „Þetta var allt mjög smátt í snið- um og að þessari plötu koma mjög fáir. Við Silva vorum bara tvö að pukrast og við ætluðum fyrst að hafa aðeins eitt hljómborð og eina rödd, en þetta þróaðist út í tvö hljómborð og svolítinn söng frá mér. Síðan fengum við Rögnu Kjartans til að sjá um stjórn á upptökum með okkur, Styrmi Hauksson til að hljóðblanda og Jóel Pálsson til að blása í bassa- klarinett í lokalaginu. Þar fyrir utan eru á plötunni aðeins tvær manns- raddir, okkar Silvu, wurlitzerhljóm- borð og dempað píanó.“ Melankólískur tónn Steingrímur segir að platan þeirra Silvu hafi ekki verið hugsuð sem neitt sérstaklega aðgengileg. „Við spiluðum bara lögin og út- settum eins og okkur fannst flott, þetta er því heimabruggað og sér- viskulega útsett, allt gert á okkar eigin forsendum, en það virðist virka vel, því hlustunartölur eru strax margfalt hærri en við bjuggumst við og búið er að bæta nánast öllum lög- um plötunnar á ýmsa spilunarlista undir stjórn efnisveitunnar Spotify. Ástæðan fyrir að platan lendir á þessum listum er kannski sú að tónninn í heild sinni er mjög melan- kólískur, bæði í tónlistinni og útsetn- ingunum. Hljómurinn í röddum okk- ar Silvu tónar vel með þessu öllu og textarnir eru sumir mjög drama- tískir. Við erum með sameiginlegan smekk fyrir þessum hljóm sem ein- kennir lögin á plötunni, sem er líka ástæðan fyrir því að okkur finnst gaman að skapa tónlist saman. Við gerðum þessa plötu og nutum þess, þetta virkaði og var gaman. Þetta er okkar innlegg í djasshefðina,“ segir Steingrímur og bætir við að vínil- útgáfa plötunnar komi út hjá Reykjavík Record Shop snemma í júní, og þá ætli þau Silva að vera með útgáfutónleika í Mengi. Sony Music Denmark sér um stafræna dreifingu plötunnar. Silva er mikill djasshaus Steingrímur segir að síðan Skuggabaldur opnaði þá hafi þau Silva komið mikið fram þar. „Oft erum við bara tvö, en stund- um fleiri. Þótt ég hafi á sínum tíma lært djass þá fór ég að gera annað í tónlistinni og leit aldrei á mig sem djasskarl. Silva er aftur á móti mikill djasshaus og hefur leikið með mörg- um helstu djassspilurum landsins, hún hefur hlustað mikið á djass og er rosalega örugg í því hvernig hún ferðast um innan djassformsins. Hún setur sig ekki í neinar stell- ingar, djassinn er orðinn hluti af henni. Hún er með rosalega rödd og líka hvernig hún skynjar og skilur tónlistina, þessi mikla og djúpa til- finning. Þegar hún hafði samband við mig fyrir fjórum árum, þá fór ég loksins að spila djass og þessi nýja plata okkar er fyrsta alvörudjass- platan sem ég tek þátt í, þótt ég hafi alveg oft spilað á djasshátíðum og viðburðum. Ég komst inn í það dæmi aftur með Silvu,“ segir Steingrímur sem er liðsmaður í hljómsveitinni Moses Hightower. „Við í Moses Hightower vorum líka að gefa út nýtt lag með Prins Póló sem kom út rétt fyrir helgi. Við munum spila á tónleikum með Prins Póló í Stapa í Hljómahöllinni á fimmtudagskvöldið,“ sem er sem- sagt í kvöld. Heimabruggað og sérviskulega útsett Silva og Steingrímur „Þetta er allt gert á okkar eigin forsendum,“ segir Steingrímur um nýju plötuna þeirra Silvu, More Than You Know. Ljósmynd/Jón Mýrdal - Ný plata með Steingrími Teague og Silvu Þórðardóttur Þessa dagana sýna nemendur á alþjóðlegri samtímadansbraut við Listaháskóla Ís- lands útskriftarverk sín í húsnæði skólans í Laugarnesi. Sýningar eru í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20, á sama tíma ann- að kvöld, föstudagskvöld, kl. 16 á laug- ardag og kl. 20 á sunnudagskvöld. Útskriftarnemendurnir eru 10 að þessu sinni og eru nú að ljúka þriggja ára námi í samtímadansi. Útskriftarverk danshöfunda sýnd Danshöfundarnir sem útskrifast. Bandaríski leikarinn, framleiðand- inn og leikstjórinn James Hong var í vikunni heiðraður með gullstjörnu á Frægðarslóð Hollywood. Hann er 2.723. einstaklingurinn úr kvik- myndabransanum til að hljóta gull- stjörnu og jafnframt sá elsti, en Hong er 93 ára gamall. Frá því hann hóf feril sinn á sjötta áratug síðustu aldar hefur Hong leikið í yfir 650 sjónvarpsþáttum og kvik- myndum, m.a. Blade Runner (1982). AFP Á Frægðarslóð Daniel Dae Kim, James Hong og Jamie Lee Curtis. James Hong fékk stjörnu Feima kammerklúbbur heldur sína fyrstu tónleika í Flóa Hörpu í kvöld kl. 20. „Feima sprettur upp úr starfi Elju kammersveitar sem skipuð er ungu íslensku klassísku tónlistarfólki sem allt á feril sem einleikarar eða hljómsveitarspil- arar og hefur sveitin haldið fjölda tónleika síðustu ár. Elja heldur utan um mönnun og listræna stjórnun kammerklúbbsins, og heldur tónleikaröð undir nafninu Feima í Flóa. Þar mætast klassísk kammertónlist og önnur tónlistar- form. Feima er hugsuð sem vett- vangur þar sem kvenkyns tónskáld og flytjendur eru í forgrunni og munu frábærar tónlistarkonur slást í hóp með klassískum hljóðfæra- leikurum Elju. Flutt er fjölbreytt dagskrá ýmissa kventónskálda. Nafn klúbbsins, Feima, er samheiti orðsins kona og tilvísun í stefnu klúbbsins að rétta af hlutföll kynja sem oft sjást á efnisskrám og ann- ars staðar í tónlistarlífinu,“ segir í kynningu. Á fyrstu tónleikum þess- arar tónleikaraðar kemur fram djasspíanóleikarinn Anna Gréta Sigurðardóttir og leikur úrval eigin laga ásamt því að flutt verða kammer- og sólóverk eftir tón- skáldin Kaiju Saraaiaho, Mel Bonis og Judith Weir. Flytjendur ásamt Önnu Grétu eru Elena Postumi, Jóna G. Kolbrúnardóttir, Pétur Björnsson, Steiney Sigurðardóttir og Steinunn Vala Pálsdóttir. Fyrstu tónleikar kammerklúbbsins Feimu Ljósmynd/Birna Ketilsdóttir Schram Djass Anna Gréta Sigurðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.