Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 55
MINNINGAR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2022 ✝ Helga Vallý Björgvins- dóttir, fæddist 20. september 1945 á Þingeyri við Dýra- fjörð. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi, 30. apríl 2022. Foreldrar henn- ar voru Sigurlaug Kristín Guðmunds- dóttir húsfreyja, f. 17.6. 1926 á Ísafirði, d. 9.10. 1956, og Björgvin Ólafsson stýrimaður, f. 4.8. 1924 á Borð- eyri við Hrútafjörð, d. 3.3. 2017. Móðurforeldrar hennar voru þau Guðlaug Runólfsdóttir hús- freyja frá Sjöundaá á Rauða- sandi, f. 5.12. 1889, d. 19.9. 1984, og Jón Guðmundur Jónsson vél- stjóri frá Tungu í Skutulsfirði, f. 14.9. 1891, d. 1.12. 1946. Föð- urforeldrar hennar voru Ólafur Jónsson húsasmíðameistari, f. 12.5. 1892, d. 30.12. 1967, og El- Helga bjó með foreldrum sín- um á Reynimel þar til móðir hennar lést. Við fráfall hennar fluttist hún með föður sínum í Granaskjól 6, til móðurömmu sinnar Guðlaugar Runólfsdótt- ur. Þau Helga og Sverrir gengu í hjónaband 14. desember 1968. Þau höfðu átt samleið í 55 ár þegar Helga lést. Þau hófu bú- skap í íbúð Helgu, á Kaplaskjóls- vegi 31, en frá árinu 1972 áttu þau heimili á Seltjarnarnesi, fyrst í Tjarnarbóli 10 en síðan á Miðbraut 27 þar sem þau bjuggu lengst af. Árið 2019 fluttu þau í Eiðismýri 30 á Seltjarnarnesi. Helga gekk í Melaskóla og Hagaskóla og varð gagnfræð- ingur frá Gagnfræðaskóla verk- náms í Brautarholti. Eftir það fór hún að starfa á endurskoð- unarskrifstofu N. Mancher & Co. Helga hóf störf á bæjarskrif- stofunni á Seltjarnarnesi árið 1979, þar vann hún í 35 ár sem ritari bæjarstjóra og við önnur störf. Hún lauk störfum þegar hún varð 70 ára. Jarðsett verður frá Seltjarn- arneskirkju í dag, 12. maí 2022, klukkan 13. ínborg Katrín Sveinsdóttir, sím- stöðvarstjóri á Þingeyri, f. 12.10. 1897, d. 11.5. 1955. Helga var eina barn foreldra sinna. Seinni kona föður hennar er Þórdís Berta Lúð- víksdóttir, f. 25.9. 1940. Hálfsystkini Helgu eru Lúðvík, f. 4.7. 1960, Íris Sigurlaug, f. 14.2. 1963, og Björgvin Þór, f. 27.6. 1972. Helga giftist Sverri Jóhann- esi Hannessyni, skipstjóra, f. 13.8. 1944. Börn þeirra eru: 1) Hannes vélaverkfræðingur, f. 10.6. 1969. Hann er giftur Alex- ander Illarionov lækni. 2) Sig- urlaug viðskiptafræðingur, f. 1.3. 1973, gift Halldóri Haf- steinssyni viðskiptafræðingi, f. 20.4. 1970. Þau eiga eina dóttur, Alexíu Helgu, f. 21.8. 2010. Mig langar að kveðja þig elsku Helga mín. Við Helga höfum verið saman alla tíð. Við erum systkinabörn. Við ólumst nánast upp saman og vorum eins og systur. Við bjugg- um í Granaskjólinu hjá ömmu okkar. Samgangur okkar var alltaf mikill og ferðuðumst við mikið. Minnisstæðar eru allar sumarbú- staðarferðir okkar hjóna saman. Allar langar helgar voru teknar frá og farið saman í sumarbústað og veiði. Við hlógum oft að því að potturinn var aldrei nógu heitur fyrir þig né kaffið nógu sterkt fyr- ir Sverri. Mér er minnisstæð ferð- in sem við fórum saman til Sviss og nutum vel. Síðasta árið var erfitt hjá þér en það stoppaði þig þó aldrei í að fara í bústaðinn þinn, sem þér leið svo vel í. Og ekki má gleyma prjónunum þínum sem fylgdu þér hvert sem þú fórst og eru ófáir sem eiga ekki flík eftir þig. Elsku Helga, takk fyrir sam- fylgdina í gegn um tíðina og kveð ég þig að sinni. Ég vil votta Sverri, Hannesi, Sigurlaugu og fjölskyldu mína dýpstu samúð. Sofðu nú blundinum væra, blessuð sé sálin þín hrein. Minningin, milda og tæra, merluð, í minningar stein. Man ég þig ástkæra meyja, meðan að lifi ég hér. Minning sem aldrei skal deyja samverustundin með þér. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir) Þín frænka, Erla Linda. Látin er mín kæra vinkona, Helga Vallý Björgvinsdóttir. Hún var glæsileg og mikill höfðingi heim að sækja. Það var gleði hjá þeim hjónum þegar barnabarn þeirra Alexía Helga fæddist. Listakona var Helga, hef ekki séð fallegri peysur en hún hann- aði og prjónaði. Helga og Sverrir áttu sumar- hús í Brekkuskógi og nutu þess að dvelja þar. Að leiðarlokum kveð ég kæra vinkonu og þakka fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman með ljóði eftir ömmu mína. Ég kem bæði fagnandi frjáls, ég er ferðbúin indæla vor. Ég vil fljúga yfir fjöll yfir háls, ég vil finna mín æskunnar spor. (Sigríður Björnsdóttir frá Miklabæ) Innilegar samúðarkveðjur kæri Sverrir, Hannes, Sigurlaug, Halldór og elsku Alexía Helga. Minningin lifir. María Guðmundsdóttir og Guðmundur G. Vigfússon. Helga Vallý, fv. ritari minn, hefur nú skyndilega kvatt þenn- an heim og farið á vit nýrra heim- kynna. Ég kynntist Helgu Vallý þegar ég tók við starfi bæjarstjóra 2009 en þá bað ég hana að aðstoða mig með ýmis mál, þá sérstaklega skipulagsmálin sem hún þekkti svo vel en hún var með þrjátíu ára reynslu í skipulagsdeild bæj- arins. Helga Vallý og eiginmaður hennar, Sverrir, bjuggu sér glæsilegt heimili á Miðbraut en 2018 fluttu þau að Eiðismýri 30. Helga Vallý var gegnheill Sel- tirningur og lagði sitt af mörkum til að gera góðan bæ enn betri. Helga Vallý reyndist mér góður vinur og ráðgjafi – persónuein- kenni hennar voru góðmennska og ekki síst umhyggja. Helga Vallý var glæsileg kona, svo eftir var tekið. Hún hafði list- ræna hæfileika; hún var mikill hönnuður hún hannaði m.a. mjög falleg mynstur á lopapeysurnar sem hún prjónaði. Ég var svo heppin að hún prjónaði á mig fjór- ar peysur hverja annarri fallegri. Helga Vallý varð fyrir því áfalli fyrir rúmum tveimur árum að veikjast en lét það ekki aftra sér að fara í fallega sumarbústaðinn þeirra hjóna í Brekkuskógi þar sem þau dvöldu eins oft og þau gátu. Helga Vallý útbjó sumar- húsið þeirra að algjörum sælureit þar sem rómuð smekkvísi hennar nánast skein af öllu. Hún hafði yndi af að spjalla og ræða málin: hún var ákaflega stolt af börnum sínum og barna- barninu, Alexíu Helgu, sem fór svo oft í sund með ömmu sinni og afa þegar hún var yngri. Ég hitti þau stundum í sundi og það fór ekki á milli mála hvað hvern hug hún bar til ömmu sinnar og afa. Það er ekki langt síðan hún leit við á skrifstofunni kát og hress eins og alltaf. Þá nefndi ég við hana að nú myndum við hjónin heimsækja þau í sumarbústaðinn í sumar og bauð hún mig hjart- anlega velkomna. Starfshópurinn á bæjarskrifstofunni er ekki stór og Helga Vallý var ávallt tilbúin að aðstoða okkur öll. Ósjaldan kom hún okkur félögum sínum á óvart með ljúffengum vöflum með kaffinu. Hún var útsjónarsöm og kímin, og skemmtilegt er að minnast þess hvernig hún taldi hágæða vöfflujárn vera mikil- vægt verkfæri á skrifstofunni en það gerði henni kleift að baka margar vöfflur á skömmum tíma. Elsku Helga Vallý, nú er komið að leiðarlokum ég vil þakka þér fyrir allar okkar samverustundir og bið Guð að styrkja Sverri og börnin ykkar á þessari erfiðu stundu. Nú þegar Helga Vallý er kom- in að leiðarlokum þökkum við henni fyrir allt sem hún lagði af mörkum og hugsum til hennar með hlýju og þeirri gæsku sem hún hafði svo gott lag á að deila með öðrum. Eiginmanni hennar, Sverri, og afkomendum sendum við hugheilar óskir um varðveislu Guðs ykkur til handa á þessum erfiðu tímum. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri. Elsku mamma mín. Það er með tárum og trega sem ég reyni að koma þessum orðum á blað. Allt virðist svo óraunveru- legt og fjarlægt. Eins og tíminn standi í stað en samt þýtur hann áfram. Minningarnar streyma um hugann og ég fyllist gleði og sorg á sama augnabliki. Mig langar að segja svo margt en ég finn engin orð. Endar nú dagur, en nótt er nær, náð þinni lof ég segi, að þú hefur mér, Herra kær, hjálp veitt á þessum degi. Verkin mín öll og vinnulag velþóknan hjá þér finni, en vonskan sú, sem vann ég í dag, veri gleymd miskunn þinni. Þó augun sofni aftur hér í þér mín sálin vaki. Guðs son, Jesús, haf gát á mér, geym mín svo ekkert saki. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Í bernsku okkar systkina fórstu ávallt með bænir á hverju kvöldi. Seinasta erindið í þessu ljóði er mér sérstaklega minnis- stætt. Í minni barnatrú sá ég englana fyrir mér ljóslifandi sitj- andi við rúmið mitt þegar ég fór að sofa. Þetta var einstaklega ljúft og róandi fyrir myrkfælið barnið. Þú hafðir lag á að láta mér líða vel. Það var festa og einfaldleiki á heimilinu. Hrefnukjöt á mánu- dögum, gellur á miðvikudögum, kjúklingur, sem þá var hátíðar- matur, á föstudögum og lamba- læri kl. 18 á sunnudögum. Við sát- um alla sunnudaga og hekluðum eða prjónuðum þegar Húsið á Sléttunni var í sjónvarpinu. Á Evróvision-kvöldum var heim- ilinu snúið á hvolf, sjónvarpið fært inn í stofu þar sem hátalara- kerfið var tengt við. Snakk og ídýfa ásamt sykruðu gosi eins og maður gat í sig látið. Þú starfaðir á sama vinnustað í 35 ár, fluttum einu sinni þegar ég var barn og þá aðeins innan Sel- tjarnarness. Þegar ég hugsa til þín finnst mér standa uppúr hversu innilega þú samgladdist og sýndir öðrum áhuga. Hvort sem það var fim- leikakeppni eða skólapróf varstu alltaf svo stolt og glöð með árang- urinn. Í seinni tíð hreinlega lifð- irðu upplifanir og áfanga okkar systkina og ekki síður vina okkar. Þú fylgdist alltaf vel með öllum og varst mjög frændrækin og áhuga- söm um annað fólk. Þetta speglar óeigingirni þína og gæsku. Þessi óeigingirni kom ekki síð- ur fram í lok lífsbaráttu þinnar. Eftir langa dvöl á Landspítalan- um var orðið ljóst að barátta lífs- ins var töpuð. Nú skyldi svokölluð lífslokameðferð hefjast á líknar- deild Landspítalans. Það dundi yfir okkur sorg og sársauki en þú tókst þessu með yfirvegun og æðruleysi. Þú kenndir okkur að njóta seinustu daganna saman en þar urðu til margar fallegar minningar og samræður við rúm- stokkinn þinn. Ég mun ávallt eiga þessar stundir og muna hversu fallegt það var að eiga þennan tíma saman. Við grétum og hlóg- um og þú fylgdist með öllu. Loks kom værð yfir þig og þú kvaddir í faðmi fjölskyldunnar. Með klökkum huga þig ég kveð, ég þakka allt sem liðið er, Guð okkur verndi og blessi. Það er sárt að kveðjast við dauðans dyr. En svona er lífið og dauðinn ei spyr, hvort finnist oss rétti tíminn til, dauðinn hann engum sleppir. (Ingimar Guðmundsson.) Sigurlaug Sverrisdóttir. Helga Vallý Björgvinsdóttir HINSTA KVEÐJA Svo segir bros þitt, besta systir mín. Nú beinist aftur kveðja mín til þín, og brennheitt höfuð hneigi ég í tárum, mín hjartans vina frá svo mörgum árum. (Hannes Hafstein) Þín systir, Íris Sigurlaug. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Ernu Mar- gréti þegar ég hóf störf í Þorraseli, dagvist aldraðra, á haustdögum 2016. Við urðum strax góðar vin- konur. Hún var einstaklega góð- ur hlustandi, fylgin sér og ráða- góð; nokkurs konar sálfræðingur vinnustaðarins. Erna hafði tengsl innan tónlistargeirans sem varð til þess að margt frábært tónlist- arfólk kom í Þorrasel til þess að skemmta gestum. Þar voru haldnar glæsilegar veislur, t.d. litlu jólin, þorrablót og góugleði sem hún var öflug að skipuleggja og lagði sitt af mörkum í eldhús- inu. Einnig voru skemmtilegar vor- og haustferðir hjá okkur í Þorraseli. Hún hafði unnið mörg ár á Vesturgötunni þegar hús- næðið var nýtt undir félagsheim- ✝ Erna Margrét Laugdal Ott- ósdóttir fæddist 1. apríl 1954. Hún lést 20. apríl 2022. Út- för hennar fór fram 11. maí 2022. ili fyrir aldraða, og var mikill reynslu- bolti. Erna var mjög lífsreynd kona sem hafði komið víða við á ferli sínum. Unnið t.d. við landbúnað, á Sólheimum í Gríms- nesi, á Vogi, Útvarpi Sögu og með heim- ilislausum, svo fátt eitt sé nefnt. Ég held m.a.s. að hún hafi þekkt alla róna bæjarins með nafni! Þekkti ótrúlega margt fólk og úr öllum stigum þjóðfélagsins. Hjá henni voru allir jafnir og eng- inn öðrum fremri. Erna var al- gjör töffari og laus við alla tilfinn- ingasemi. Bjó samt yfir mikilli manngæsku og djúpri visku um mannlegt eðli. Á þessum tíma hafði sambýlismaður Ernu, Gunnar Þorsteinsson, greinst með hinn skelfilega sjúkdóm Alz- heimer og ég horfði á hann vesl- ast upp fyrir augunum á mér. Það var gríðarlegt álag á Ernu en aldrei kvartaði hún. Sagðist vera þakklát fyrir áratuginn sem þau áttu saman áður en hann veiktist. Hann hafði unnið á togara og ver- ið með góðar tekjur og gátu þau því ferðast mikið erlendis. Þetta hafði verið skemmtilegur tími. Gunnar fór á hjúkrunarheimili langt fyrir aldur fram en lést í desember í fyrra. Ég náði aðeins að kynnast einum öðrum fjöl- skyldumeðlim, en það var hún Natalía, barnabarn Ernu. Þær voru ótrúlega líkir persónuleikar. Sálufélaga kallaði Erna þær. Ég sendi innilega samúðarkveðju til fjölskyldunnar. Það er mikill sjónarsviptir að henni Ernu Mar- gréti. Ég mun geyma minn- inguna í hjarta mér. Svava Gunnarsdóttir. Einhvern tíma þegar á móti blés í lífinu, eins og stundum gerðist, sagði Erna Margrét Ott- ósdóttir Laugdal: „Þá er bara að gefa í og greiða aftur.“ Og þetta gerði hún, aftur og aftur. Okkar kæra vinkona, sem nú er fallin frá allt of snemma, fékk sinn skammt af mótvindi, en aldrei lét hún deigan síga. Hún reis upp, gaf í og greiddi aftur. Erna var sérstakur persónuleiki á svo margvíslegan hátt, en það sem einkenndi hana umfram allt var hversu mjög hún lagði á sig að hjálpa þeim sem áttu undir högg að sækja, þeim sem fengu mótvindinn í fangið. Þeir voru margir, en Erna taldi aldrei eftir sér að rétta þeim hjálparhönd. Lengst af, meðan við þekktum hana, vann hún við umönnunar- störf, ekki vegna þess að launin væru há eða umbunin opinber. Erna leit einfaldlega svo á að hlutverk sitt í lífinu væri að gera fólki gott. Það gerði hún hávaða- laust. Vinátta okkar mótaðist ekki síst á nokkrum sumrum sem við áttum saman í Barcelona, þar sem Erna Margrét var eins og guðmóðir okkar, sífelldur gleði- gjafi, hnyttin og hittin, með sterka réttlætiskennd og sér- stakan húmor, lét sér oft annt um fólk sem var henni alls óviðkom- andi og mátti í rauninni ekkert aumt sjá. Ernu Margréti var ein- staklega lagið að gera gott úr öllu. Þegar hún kynntist manni sín- um, Gunnari Þorsteinssyni, hófst gleðitímabil í lífi vinkonu okkar. Þau Gunnar gerðu svo margt skemmtilegt saman, skipulögðu m.a. hópferðir til útlanda, þar sem Erna Margrét naut fé- lagsfærni sinnar til hins ýtrasta. Og það var ævinlega glatt á hjalla þegar þau buðu vinum sínum heim, enda var Erna sérlega gestrisin og bjó þeim notaleg heimili. Það var henni mikill missir þegar Gunnar veiktist og féll frá, ekki mörgum mánuðum áður en kona hans fylgdi. Ernu Margréti Ottósdóttur Laugdal var margt til lista lagt. Það var yfir henni myndugleiki. Hún gaf jafnan í og greiddi aftur. Við söknum hennar óendanlega. Árni Þórarinsson Valgerður Þ. Jónsdóttir Þórunn Stefánsdóttir. Erna Margrét Laugdal Ottósdóttir Sólskinsdögum síst má gleyma. Elsku Heimir, þakklæti er mér efst í huga. Þakklæti fyrir að þú gekkst mér í föðurstað, ég þá aðeins tveggja ára. Þakklæti fyrir hlýjuna, góðvild- ina og þolinmæðina. Þakklæti fyrir umhyggjusem- ina. Þakklæti fyrir allt sem þú kenndir mér. Þakklæti fyrir að þú varst alltaf til staðar fyrir mig og fjölskyld- una, þú varst svo traustur. Þakklæti fyrir góðar góðar samverustundir og gönguferðir í náttúrunni. Ljúfar minningar munu ylja og kalla fram bros á sól- skinsdögum. Þakklæti fyrir að hlusta. Þér tókst með æðruleysi að lifa með kjarki, dugnaði og aðlagast veikindum þínum og skertri færni. Mikið sem ég var stolt af að mæta þér á vespunni með bakpok- ann á leið í sund eða búðaferð. Út- sjónarsemin, sjálfstæðið, þolin- Heimir Sveinsson ✝ Heimir Sveins- son fæddist 15. apríl 1947. Hann lést á 30. apríl 2022. Útför Heimis fór fram 7. maí 2022. mæðin og húmorinn fylgdi þér fram á síð- asta dag. Þú gafst aldrei upp, fannst þínar leiðir og lausn- ir. Þú varst alltaf svo geðgóður, þakklát- ur, hafðir svo góða nærveru. Svo góðhjartaður, vildir öllum vel. Dýravinur og nátt- úruunnandi. Þú gafst svo mikið af þér. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig og fjölskylduna. Það var gott að geta verið til staðar fyrir þig þegar þú þurftir á mér og okkur að halda. Þú ert okkur mikill missir, það er sár söknuður og mikill tómleiki. Ég mun ávallt sakna daglegra símtala okkar og að sjá þig koma röltandi með stafina, banka í gluggann, þiggja kaffibolla og kíkja á drengina. Hafðu þökk fyrir allt elsku pabbi. Minning þín er ljós í lífi okkar. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Linda E. Heimisdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.