Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 40
40 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2022
Eftir tólf ára
óstjórn vinstri manna
er sannarlega kominn
tími á breytingar í
borgarstjórn. Reykja-
víkurborg hefur á
mörgum sviðum glat-
að því forystuhlut-
verki, sem hún hafði
lengi meðal íslenskra
sveitarfélaga. Gildir
þá einu hvort litið er
til fjárhagsstöðu, lóðaframboðs eða
margvíslegrar grunnþjónustu. Ný-
lega birtist enn ein könnunin (þjóð-
málakönnun Félagsvísindastofn-
unar HÍ), sem staðfestir að meðal
Reykvíkinga mælist mun minni
ánægja með þjónustu sveitar-
félagsins en hjá íbúum annarra
sveitarfélaga.
Stíflustefna í samgöngumálum
Umferðarmál eru í ólestri í
Reykjavík vegna þess að núverandi
borgarstjóri beitir sér markvisst
gegn samgönguframkvæmdum,
sem auka myndu umferðaröryggi
og greiða fyrir umferð. Dæmi um
þetta er viðleitni meirihlutans til að
leggja stein í götu Sundabrautar og
andstaða við löngu tímabærar úr-
bætur á fjölförnum gatnamótum í
borginni.
Í umferðarmálum þarf að reisa
ný og nútímaleg umferðarmann-
virki, sem auka umferðaröryggi og
greiða fyrir umferð. Þá þarf að efla
strætisvagnaþjónustu að nýju í
Reykjavík eftir umfangsmikla þjón-
ustuskerðingu vinstri meirihlutans
á kjörtímabilinu.
Stóraukum lóðaframboð
Í húsnæðismálum vill Sjálf-
stæðisflokkurinn m.a. tryggja nægt
framboð lóða fyrir fólk á öllum
aldri, hvort sem það vill búa í eigin
húsnæði eða vera á heilbrigðum
leigumarkaði. Auka þarf þjónustu
við eldri borgara og fjölga bú-
setukostum, t.d. í samstarfi við
byggingarfélög þeirra.
Ábyrgðarleysi í fjármálum
Þrátt fyrir að skattheimta sé í
hámarki á Reykjavíkurborg við al-
varlegan fjárhagsvanda að stríða.
Skuldir borgarinnar nema nú um
407 milljörðum króna og munu skv.
áætlunum fara yfir 420 milljarða í
árslok 2022. Stöðva þarf skulda-
söfnunina og stórbæta reksturinn
með sparnaði og hagræðingu.
Börnin eiga betra skilið
Skólamál borgarinnar eru í
kreppu undir forystu Samfylking-
arinnar. Ekki hefur verið staðið við
margítrekuð loforð borgarstjóra
um framboð leikskólarýma og
lestrarkunnátta grunnskólabarna
er óviðunadi. Vanhugsaðar breyt-
ingar meirihlutans í
skólamálum hafa engum
árangri skilað en valdið
mikilli ólgu meðal for-
eldra og starfsmanna.
Vegna vanrækslu á við-
haldi hefur mygla mynd-
ast í mörgum skólum og
fjölmargir nemendur
þurfa nú að sækja skóla
utan heimahverfis vegna
hennar.
Bæta þarf grunn-
skólamenntun, m.a. með
því að notast við ný og mælanleg
markmið og upplýsa foreldra sem
best um námsframvindu barna
sinna. Leita þarf nýrra leiða til að
manna leikskólana og efla dagfor-
eldrakerfið.
Ný forysta – nýjar lausnir
Eftir kosningar mun Dagur B.
Eggertsson borgarstjóri láta einsk-
is ófreistað við að halda völdum
með hinum ýmsum smáflokkum.
Nauðsynlegar breytingar á rekstri
Reykjavíkurborgar verða hins veg-
ar ekki gerðar undir stjórn Sam-
fylkingar eða þeirra vinstri flokka,
sem styðja hana: VG, Viðreisnar
og Pírata.
Um leið og Framsóknarflokkur-
inn boðar breytingar, segist nýr
oddviti hans jafnt geta unnið til
vinstri sem hægri. Kjósendur
Framsóknar vita því ekki í raun
hvort þeir eru að kjósa breytingar
eða vinstri meirihlutann áfram
undir forystu núverandi borgar-
stjóra.
Það er fullreynt að stefna núver-
andi meirihlutaflokka leysir ekki
þann vanda, sem Reykvíkingar
standa frammi fyrir, hvort sem lit-
ið er til húsnæðismála, samgöngu-
mála, skólamála, fjármála eða um-
hirðu í borginni.
Skýrir kostir á laugardaginn!
Þeir kjósendur, sem vilja raun-
verulegar breytingar í Reykjavík,
standa frammi fyrir skýrum kost-
um í borgarstjórnarkosningunum
14. maí.
Annars vegar er hægt að kjósa
áframhaldandi stöðnun undir
stjórn Samfylkingarinnar og fylgi-
flokka hennar.
Hins vegar er hægt að kjósa
raunverulegar breytingar með því
að styðja Sjálfstæðisflokkinn, X-D.
Breytum til
batnaðar – X-D
Eftir Kjartan
Magnússon
»Eina leiðin til að velja
raunverulegar breyt-
ingar í borgarstjórn og
umbætur á þjónustu
borgarinnar er að kjósa
Sjálfstæðisflokkinn.
Kjartan Magnússon
Höfundur er í 3. sæti á framboðslista
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Það er með þakklæti
sem þessi orð eru skrif-
uð. Það er með þakk-
læti til allra þeirra fjöl-
mörgu sem nú bjóða sig
fram í komandi sveit-
arstjórnarkosningum,
hvar í flokki sem fólk
finnur sig. Það er mik-
ilvægt að til sé fólk sem
er tilbúið að sinna okk-
ar sameiginlegu málum
í nærsamfélaginu. Ekki er það alltaf
auðvelt, umræðan getur verið erfið,
snúin og stundum persónuleg og
óvægin.
Vald eða þjónusta?
Á vettvangi sveitarstjórna eru
teknar ákvarðanir sem varða okkar
sameiginlegu mál. Skóla-, íþrótta- og
æskulýðsmál, málefni fatlaðra, skipu-
lagsmálin og húsnæðismálin og þann-
ig mætti áfram telja.
Hversu vel tekst til á
hinu pólitíska sviði litar
gjarnan gæði sam-
félagsins og félagsauð.
Að hlusta á íbúana,
hafa hag heildarinnar
að leiðarljósi, sinna hin-
um þurfandi, tryggja
mannréttindi allra og
mannsæmandi líf eru
verkefnin. Aðalatriðið
er því ekki hver ræður
eða hver fær bestu hug-
myndirnar heldur hvort
okkur lánist að vinna verkin í þjón-
ustu við aðra. Það má kannski segja
að það sé aðalverkefni þeirra sem um
helgina munu hljóta umboð okkar
allra á vettvangi sveitarstjórna til að
leiða okkar sameiginlegu mál til
lykta, þ.e. þjónustuhlutverkið.
Að mæta á kjörstað
Og svo er það verkefni okkar allra
og skylda, að mæta á kjörstað. Kosn-
ingarrétturinn er ein af grunnstoðum
okkar lýðræðislega samfélags. Mik-
ilvægt er því að við öxlum okkar
ábyrgð, mætum á kjörstað og nýtum
kosningaréttinn. Lýðræðið er besta
og skilvirkasta verkfærið sem mað-
urinn á til að tryggja velferð, sam-
vinnu, samkennd og náungakærleika.
Allt grunnatriði sem Kristur stóð fyr-
ir.
Okkar sameiginlegu mál
Eftir Þorvald
Víðisson » Aðalatriðið er
því ekki hver
ræður eða hver fær
bestu hugmyndirnar
heldur hvort okkur
lánist að vinna verkin
í þjónustu við aðra.
Þorvaldur Víðisson
Höfundur er sóknarprestur
Fossvogsprestakalls.
„Get tekið að mér
yngri en 35 ára ein-
hleypa konu, væri gott
ef hún kynni að dansa
salsa.“ Þetta voru
skilaboð sem aðgerða-
stjóri teymisins, sem
skipuleggur móttöku
flóttamanna frá Úkra-
ínu, fékk frá íslenzkum
karlmanni.
Þetta er klárlega
ekki aðstoðin, sem flóttamenn frá
Úkraínu þurfa á að halda – og von-
andi alls ekki einkennandi fyrir við-
brögð íslenzkra karlmanna. Sýnir
okkur samt inn í veruleika, sem er
miður geðslegur.
Talið er að átta milljónir Úkra-
ínumanna séu nú á flótta, um 90%
þeirra konur og börn. Vitað er að
konur á flótta eru í margfaldri hættu
á að verða fyrir kynferðislegu og
kynbundnu ofbeldi, að vera seldar
mansali eða þvingaðar í vændi til að
endurgjalda aðstoð og
nauðsynjar.
UN Women, stofnun
Sameinuðu þjóðanna
um jafnrétti og valdefl-
ingu kvenna, starfar á
átakasvæðum víða um
heim og rekur marg-
víslega starfsemi til að
aðstoða þær milljónir
kvenna, sem eru á
flótta í Evrópu vegna
stríðsins í Úkraínu.
UN Women hefur með-
al annars unnið að því
að veita kvenmiðaða neyðaraðstoð
til flóttakvenna í Moldóvu, einu fá-
tækasta ríki Evrópu, sem þarf nú að
taka á móti tugum þúsunda flótta-
manna. Á meðal verkefnanna þar í
landi er að koma upp neyðarskýlum
sem taka mið af þörfum kvenna og
tryggja öryggi þeirra.
Hver sá sem á móður, systur,
kærustu, eiginkonu eða dóttur getur
reynt að gera sér í hugarlund hvað
hann vildi að stæði henni til boða ef
stríð eða hamfarir yrðu þess
valdandi að hún yrði að flýja heimili
sitt. Vildi hann að það væru glæpa-
samtök eða einstaklingar sem
reyndu að nýta sér neyð hennar eða
að það væru alþjóðlegar mann-
úðarstofnanir og –samtök sem hefðu
fagþekkingu og bolmagn til að að-
stoða hana við að halda sæmd sinni
og lifa mannsæmandi lífi á nýjum
stað? Þú getur hjálpað – með því að
senda SMS-ið KONUR í 1900 (1.900
kr.) leggur þú þitt af mörkum til
starfs UN Women.
Þú getur líka gerzt ljósberi, mán-
aðarlegur stuðningsmaður UN
Women, á unwomen.is.
Vertu maður – leggðu þitt af
mörkum til að hjálpa flóttakonum að
halda mennsku sinni og reisn.
Vertu maður – hjálpaðu
konum á flótta
Eftir Ólaf
Stephensen »Hjálpaðu flótta-
konum að halda
mennsku sinni og reisn.
Ólafur Stephensen
Höfundur situr í stjórn Lands-
nefndar UN Women á Íslandi.
Það dylst engum að
aðstæður til reksturs
Seltjarnarnesbæjar
eru sérstakar. Þrátt
fyrir að útsvarið á
Seltjarnarnesi hafi á
síðasta ári verið hlut-
fallslega með því
lægsta á landinu, eða
13,7%, þá er útsvarið
á hvern íbúa það
fjórða hæsta á landinu. Skýringin
liggur auðvitað í því að meðaltekjur
íbúa á Seltjarnarnesi eru háar. Í
meðfylgjandi töflu má sjá útsvar á
hvern íbúa á Seltjarnarnesi í sam-
anburði við sveitarfélögin á höfuð-
borgarsvæðinu á árinu 2021.
Hér má sjá að útsvarið á Seltjarn-
arnesi var 768 þúsund kr. á hvern
íbúa með 13,7% útsvari. Til saman-
burðar var útsvarið 704 þúsund kr. á
hvern íbúa í Reykjavík, en þar er
álagningarprósenta útsvars í leyfi-
legu hámarki eða 14,52%.
Skýrt val um lækkun
eða hækkun útsvars
á Seltjarnarnesi
Um síðustu áramót hækkaði
minnihlutinn í bæjarstjórn Sel-
tjarnarnesbæjar með fulltingi svo-
kallaðs óháðs bæjarfulltrúa útsvar á
Seltjarnarnesi úr 13,7% í 14,09%,
þrátt fyrir að fyrirliggjandi áætlanir
með 13,7% útsvari sýndu jafnvægi í
rekstri bæjarins á árinu 2022. Sjálf-
stæðismenn á Seltjarnarnesi hafa
talað skýrt um það að lækka útsvarið
aftur í 13,7% strax árið 2023 á meðan
önnur framboð á Seltjarnarnesi boða
enn frekari hækkun þess í 14,48%.
Bjartir tímar og lágir skattar
Fram undan eru bjartari tímar á
Seltjarnesi. Atvinnuleysi stóð í 9,6%
í upphafi síðasta árs, var liðlega 6%
um miðbik ársins en var komið í 3,4%
á Seltjarnarnesi í árslok. Samfara
litlu atvinnuleysi, fólksfjölgun og
hagvexti munu útsvarstekjur styrkj-
ast verulega á komandi misserum.
Íbúum mun fjölga á næstu árum og
munu tekjur bæjarins aukast með
tilkomu Gróttubyggðar um 300-400
m.kr.
Tekjustoðir bæjarins standa því
traustum fótum þrátt fyrir lágar
álögur og tækifæri liggja í að gera
reksturinn skilvirkari. Hækkun
skatta leysir engan vanda og hefur
aldrei gert. Hækkun skatta getur
hins vegar búið til vanda og leitt
sjónar af öðru en grunnrekstri yfir í
gæluverkefni og of mikla yfir-
byggingu. Þetta sýna dæmin í
Reykjavík, þar sem flokkar minni-
hlutans á Seltjarnarnesi ráða för og
það fordæmi ber að varast.
Eftir Magnús Örn
Guðmundsson
og Örn Viðar
Skúlason
» Sjálfstæðismenn á
Seltjarnarnesi hafa
talað skýrt um það að
lækka útsvarið aftur í
13,7% á meðan önnur
framboð á Seltjarnar-
nesi boða hækkun
þess í 14,48%.
Magnús Örn
Guðmundsson
Magnús Örn er formaður bæjarráðs
og skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðis-
flokksins á Seltjarnarnesi. Örn Viðar
er formaður Sjálfstæðisfélags
Seltirninga, skipar 7. sæti listans.
Örn Viðar
Skúlason
Forsendur fyrir lágu útsvari á Seltjarnarnesi
Greitt útsvar á íbúa samkvæmt
Árbók sveitarfélaga 2021
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinuog álagningarprósenta útsvars.
Seltjarnarnes
13,7%
Garðabær
13,7%
Kópavogur
14,48%
Reykjavík
14,52%
Hafnarfjörður
14,48%
Mosfellsbær
14,48%
768.256
745.389 736.921
706.222 703.593
681.486