Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 66
66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2022 ,,Ég kynntist gagnsemi rauðrófunnar í gegnumængafélaga mína í þríþrautinni. Ég ákvað að prófa rauðrófusafa en færði mig jótt yr í rauðrófuhylkin frá Natures Aid þau veita mér aukinn kraft, mér nnst ég vera orkumeiri og afkasta mun meira á ængum samhliða notkun hylkjanna. Hylkin eru frábær lausn fyrir mig ég mæli hiklaust með þeim fyrir alla, sérstaklega íþróttafólk‘‘. Hjálpar þér að skara fram úr 100% náttúruleg rauðrófa í hylkjum sannkölluð ofurfæða tafólk sækist í vegna eflandi eiginleika hennar. HLAUPTU LENGRA! Útsölustaðir: Apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. , sem íþrót heilsu Bjarni Jakob Gunnarsson þríþrautakappi, mælir með Rauðrófudufti í hylkjum frá Natures Aid. N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARST með og án rafmagns lyftibú Komið og skoðið úrvalið ÓLUM naði Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Lakkplatan er eitt elsta og merki- legasta form hljómplötunnar og það er eitthvað við hljóminn í þessum plötum sem er alveg einstakt. Fram til ársins 1926 var sungið beint inn í lúður við upptökurnar og því er varla hægt að komast nær lista- manninum en þegar hlustað er á þær plötur. Eina sem er á milli okk- ar og fortíðarinnar er nál, það er engin rafuppmögnun, hún kom til sögunnar seinna,“ segir Ingi Garðar Erlendsson sem leiðir viðburð á Borgarbókasafninu í Grófinni í dag undir heitinu Vínilkaffi, Týndar perlur og leyndardómsfull lög. „Hver einasta plata geymir ein- hverja sögu og það sem ég ætla að gera í dag er að mæta á bókasafnið með nokkrar gamlar 78 snúninga lakkplötur úr safni mínu, leyfa fólki að heyra tóndæmi og segja sögurnar á bak við þessa týndu tónlist. Mikið af því efni sem er á þessum plötum hefur ekki verið endurútgefið, þótt tekin hafi verið afrit af mörgum á bæði Þjóðarbókhlöðu og Ríkisút- varpinu. Sumar plötur hafa ekki rat- að þangað, til dæmis plötur með ís- lenskum listamönnum sem gefnar voru út í útlöndum,“ segir Ingi Garðar sem byrjaði fyrir fimm árum að leita að og safna 78 snúninga plöt- um með íslenskri tónlist. „Ég er alltaf að uppgötva nýja og nýja hluti, oft liggur þetta hjá fólki og það veit ekki hvað það á að gera við það. Lakkplöturnar eru þjóð- legur arfur sem mér finnst að við ættum að passa betur upp á. Þetta er stór hluti af íslenskri tónlistar- sögu, en elsta platan er tekin upp árið 1910. Hún geymir íslenskt lag með Pétri Á. Jónssyni óperu- söngvara. Upptakan var gerð í Kaupmannahöfn en ekki er vitað hver leikur með á píanóið. Gefnar voru út þrjár upptökur þar sem prentað var aðeins á aðra hlið platn- anna. Af þessum þremur plötum hafa aðeins fundist Dalvísur og prufupressa af Augun bláu, en þriðja platan, Gígjan, hefur ekki enn fundist,“ segir Ingi Garðar og bætir við að margar lakkplötur hafi ekki fundist sem vitað er að voru hljóðrit- aðar. „Einnig eru til það sem ég kalla draugaplötur, plötur sem koma á lista um útgefnar plötur en hafa af einhverjum ástæðum aldrei farið í sölu.“ Rokk og ról með Ragga Bjarna Þegar Ingi Garðar er spurður hvar hann leiti fanga í sögunum á bak við plöturnar segist hann tala við fólk, lesa ævisögur, skoða Tíma- rit.is og svo framvegis. „Ég hef tekið eftir hversu mikið er til af skráningum sem eru ekki rétt- ar, því það hefur ekki verið gerð al- mennileg rannsókn á þessum plöt- um, en það varð einmitt til þess að ég fór inn í þetta. Ég er líka að at- huga hversu stór upplögin hafa ver- ið, hversu margar útgáfur af hverri plötu. Til dæmis var Stefán Íslandi gefinn út tuttugu sinnum. Ég skoða allar íslenskar plötur sem eru 78 snúninga, öll afbrigðin, en síðustu lakkplöturnar voru gefnar út 1958. Þær plötur geyma rokk og ról, tón- list með Ragga Bjarna og fleirum af hans kynslóð.“ Ingi Garðar segir að fyrstu upp- tökur á lakkplötur á Íslandi hafi ver- ið gerðar árið 1930. „Þá komu upptökumenn frá Col- umbia hingað til að taka upp Alþing- ishátíðina, en það fór ekki vel, því erfitt var að taka upp úti. Samt náðu þeir að taka upp ræðuhöld á Þing- völlum en tónlistaratriðin frá hátíð- inni voru tekin upp eftir á í bænum, í Bárunni, húsi sem stóð á svipuðum stað og Ráðhúsið í dag. Í Bárunni voru teknar upp fjörutíu lakkplötur sem geyma þá áttatíu til hundrað lög, eða hliðar. Þetta voru mikið kóraplötur en einhverjir einsöngv- arar og líka Hljómsveit Reykjavíkur sem spilaði á hátíðinni. Einnig er þarna rímnakveðskapur,“ segir Ingi Garðar og tekur fram að til séu vax- hólkar með upptökum sem eru eldri, en þær upptökur voru ekki til útgáfu heldur til varðveislu og eru geymdar á Árnastofnun. Einar Hjaltested óperusöngvari Ingi Garðar segir að sumar lakk- plöturnar séu gríðarlega sjaldgæfar. „Þetta á sérstaklega við um lakk- plötur sem gefnar voru út á árnum 1911 til 1930, sumar þeirra eru afar sjaldgæfar, til dæmis plötur sem teknar voru upp með söng Einars Hjaltested í Bandaríkjunum 1918. Við héldum lengi að aðeins væru til tvær plötur skráðar, teknar upp fyr- ir Columbia og gert sérstaklega fyr- ir innflytjendur í Bandaríkjunum, en svo birtist ein plata í viðbót í skrán- ingu núna á þessu ári, frá Barbara University. Einar var tenór og rosa- lega efnilegur og sagan í kringum hann er mjög merkileg, hann lenti í ógæfu og varði síðustu æviárunum í að rölta sem hálfgerður útigangs- maður um götur Reykjavíkur.“ Inga Garðari finnst við ekki hafa hirt nógu vel um þennan tónlistararf okkar Íslendinga, lakkplöturnar. „Ég veit þau eru að reyna sitt besta í tónlistarsafninu í Þjóðar- bókhlöðu og á Ríkisútvarpinu, og eins hefur Trausti veðurfræðingur líka hjálpað mikið til, en það vantar alltaf fjármagn til að gera betur. Fólkið sem spilaði og söng á þessum 78 snúninga lakkplötum er að deyja og hverfa sem lifandi heimildir. Við vitum ekki hverjir spila á öllum þessum plötum, en Jónatan Garð- arsson hefur tekið viðtöl og skráð eitthvað af slíkum upplýsingum. Mér líður svolítið eins og þessar plötur séu skinnhandrit sem birtast hér og þar og að ekki sé búið að at- huga þetta nógu vel. Til dæmis er til hellingur af 78 snúninga plötum á byggðasöfnum út um allt land, en kannski skráð sem gamlar plötur í kassa, ekkert nánar. Það þarf að skoða þetta betur, fá fjármagn til þess. Vekja athygli á þessari sögu okkar þar sem ekki er búið að gera grein fyrir öllu.“ Vínilkaffið verður í Menningar- húsi Borgarbókasafnsins Grófinni við Tryggvagötu í dag fimmtudag kl. 17.30-19.00. Þema dagsins er: Fá- gætir leyndardómar úr fortíðinni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ingi Garðar „Þetta er stór hluti af íslenskri tónlistarsögu, elsta platan er tekin upp árið 1910.“ Sögurnar á bak við týndu tónlistina - „Mér líður eins og þessar plötur séu skinnhandrit,“ segir Ingi Garðar Erlendsson sem ætlar að fjalla um týndar perlur og leyndardómsfull lög á Vínilkaffi í dag - Lakkplötur eru þjóðlegur arfur Bjarni Hinriksson, teiknari og myndasagnahöfundur, er í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20 með leiksögn um sýn- inguna Erró: Sprengikraftur mynda sem er í öllum söl- um Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúss. Leiðsögn sína kallar Bjarni „Sprengikraft myndasagna“. Bjarni er myndasagnahöfundur og stofnfélagi í (gisp!). Frá 1985-89 nam hann í École régionale des beaux-arts í Angoulême og hefur síðan fengist við myndasagnagerð, kennslu og þýðingar. Hann vinnur nú að grafísku skáldsögunni „Myrkva“. Leiðsögn Bjarna um sýningu Errós Bjarni Hinriksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.