Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 16
DAGMÁL
Karítas Ríkharðsdóttir
karitas@mbl.is
„Ég held að ég geti sagt að ég sé
máladrottningin í borginni og ekki
nóg með það, heldur sé ég líka með
bestu mætinguna,“ segir Kolbrún
Baldursdóttir, oddviti Flokks fólks-
ins í Reykjavík.
Flestöllu vísað frá
Kolbrún hefur verið iðin við að
bóka afstöðu sína gagnvart ýmsum
málum á vettvangi borgarstjórnar
þrátt fyrir að vera eini fulltrúi
Flokks fólksins. Spurð hvort það
hafi verið til nokkurs segir Kolbrún
að hún trúi því að dropinn holi stein-
inn. Hún sé vön að fylgja málum sín-
um eftir með greinum, segir það
hafa skilað sér vel í umræðuna.
Hún segir að málin sem hafi hlotið
almennilega afgreiðslu frá henni séu
teljandi á fingrum annarrar handar.
„Já ég held að það séu kannski fjög-
ur eða fimm mál af hundruðum
mála. Þannig að við erum að tala um
að kannski 99 prósent eru í rauninni
felld eða vísað frá.“
Vill vinna í teymi
Kolbrún segist vonast til þess að
geta bætt við sig manni og unnið í
teymi á næsta kjörtímabili en næst á
eftir henni er Helga Þórðardóttir,
kennari á Barnaspítala Hringsins.
Helst vill hún þó vinna í teymi í
meirihlutasamstarfi. „Ég sé fyrir
mér allt mögulegt,“ svarar Kolbrún
spurð að því hvers konar meirihluta-
samstarf hún sjái fyrir sér. Að allir
flokkar sem eru tilbúnir að fallast á
áherslumál hennar komi til greina í
samstarfi.
Áherslumálin sem um ræðir eru
að einbeita sér að fólkinu fyrst – að
öllum fjármunum borgarinnar verði
forgangsraðað í þágu þjónustu við
fólk en dauðir hlutir látnir bíða. „Við
viljum til dæmis taka utan um þær
fjölskyldur sem eru fátækastar og
þau börn sem tilheyra þeim fjöl-
skyldum eru á milli sjö og átta þús-
und. Við viljum að þau fái frítt í allt;
skólamáltíðir, frístund og hvaðeina.
Þetta er fólk sem á ekkert afgangs.“
Annað helsta áherslumál Flokks
fólksins fyrir komandi kosningar er
útrýming biðlista barna í skólakerf-
inu. Þar er átt við biðlista til sálfræð-
inga, talmeinafræðinga og annars
fagfólks skólaþjónustunnar.
1.000 bíði eftir sálfræðingum
„Biðlistarnir voru fjögur hundruð
börn þegar ég byrjaði í borginni fyr-
ir fjórum árum og eru núna um átján
hundruð og eitthvað börn,“ segir
Kolbrún og bætir við að yfir þúsund
börn bíði bara eftir sálfræðiþjón-
ustu.
Hún segir sérstakt að hlusta á
kosningaloforð meirihlutaflokkanna
og segir þau kostnaðarsöm miðað
við þeirra loforð. „Maður spyr sig:
Af hverju gerðu þau ekki neitt af
þessu á kjörtímabilinu?“
Flokkur fólksins boðar að fargjöld
í strætó verði felld niður, fyrst fyrir
öryrkja og eldri borgara. Hún segir
það nauðsynlegt þrátt fyirr nokkurn
afslátt enda hafi árskortin þeirra
hækkað um sextíu prósent. „Þarna
er hópur sem á klárlega að fá frítt í
strætó.“ Til þess að allir geti fengið
frítt í strætó segir Kolbrún að taka
þurfi utan um rekstur félagsins.
Bruðlið megi bíða
Kolbrún segir að mikið bruðl og
sóun þrífist í rekstri borgarinnar.
„Ég vil bíða með hvort heldur sem
eru skreytingar torga eða þreng-
ingar gatna eða fegrun borgarinnar.
Ég vil taka af þessu – og mér finnst
allt í lagi þó að Lækjatorg verði ekki
gert upp á morgun með einhverjum
geislabaug – og ég vil fá fjármagnið
inn í þjónustu við fólkið.
Ég er líka mjög ósátt við alla
þessa upphæð sem er búin að fara i
ekki bara stafræna umbreytingu
heldur verkefni innan stafrænnar
umbreytingar sem hefðu bara mátt
bíða. Frekar að setja stafrænar
lausnir sem virkilega er beðið eftir í
forgang.“
Börn efnaminni fjölskyldna
greiði ekki fyrir þjónustuna
Morgunblaðið/Ágúst Óliver
Oddviti Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, vill útrýma biðlistum barna í skólakerfinu.
- Flokkur fólksins segir biðlistum barna stríð á hendur - Vill frítt í strætó
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2022
2022 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
Á sjöunda tímanum í gærkvöldi
höfðu alls 16.136 manns greitt at-
kvæði utan kjörfundar í sveitar-
stjórnarkosningum sem fara fram á
laugardaginn næsta. Þar af voru
2.940 þeirra greidd í gær.
Tæplega 10.300 atkvæðanna
höfðu verið greidd á höfuðborgar-
svæðinu en 1.663 atkvæði voru
greidd þar í gær.
Þetta segir Sigríður Kristins-
dóttir, sýslumaðurinn á höfuðborg-
arsvæðinu, í samtali við Morgun-
blaðið.
Sigríður sagðist búast við því að
að minnsta kosti 11.000 yrðu búnir
að greiða atkvæði á höfuðborgar-
svæðinu þegar kjörstöðum yrði lok-
að klukkan 22.00 í gærkvöldi.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla
á höfuðborgarsvæðinu er í Holta-
görðum á 2. hæð. Opið er frá 10-22
í dag á morgun, en frá 10-17 á
kjördag.
Frekari upplýsingar um at-
kvæðagreiðslu utan kjörfundar víðs
vegar um landið má finna á vefsíðu
Stjórnarráðs Íslands og á island.is.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Utankjörfundarkosning Hægt er að kjósa utan kjörfundar í Holtagörðum.
Annir á kjörstað
- 2.940 kusu utan kjörfundar í gær
- 10.300 kosið á höfuðborgarsvæðinu
Sveinn Óskar Sigurðsson, oddviti
Miðflokksins í Mosfellsbæ, gagn-
rýndi skipulagsmálin í bænum í
Dagmálum. Hann telur ekki gæta
jafnræðis í því við hverja bærinn
semur um byggingarframkvæmdir.
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri
Mosfellsbæjar, segir í samtali við
mbl.is að ummæli Sveins séu alröng
„Þessi tímabil sem ég hef verið í
Mosfellsbæ hafa aðallega gengið út
á það að skipuleggja land tveggja
bæjarstjóra. Leirvogstungu fyrir
Ragnheiði Ríkharðsdóttur og
Hulduhólana fyrir bæjarstjórann.“
Þreytt á „þvættingnum“
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri
Mosfellsbæjar, segir í samtali við
mbl.is að ummæli Sveins séu alröng
og nefnir að móðir hans hafi á þeim
tíma mótmælt fyrirhuguðum breyt-
ingum á aðalskipulagi sem sneri að
Hulduhólum, en hún vildi fá að hafa
land sitt í friði fyrir íbúðabyggð.
Hann bendir á að þegar þessi
ákvörðun var tekin hafi hann verið
varabæjarfulltrúi sem og að Sjálf-
stæðisflokkurinn hafi verið í minni-
hluta í bæjarstjórn. Það var meiri-
hluti Framsóknar og G-lista sem
kynnti þessar breytingar á aðal-
skipulagi.
„Hann er búinn að tala um þetta
fyrir hverjar einustu kosningar, að
reyna að koma einhverju höggi á
mig og mína fjölskyldu og núna
meira að segja þegar ég er ekki í
framboði. Móðir mín, hún er reynd-
ar orðin öldruð kona, er orðin frekar
uppgefin á þessum þvættingi.“
Vísar um-
mælum
Sveins á bug
- Haraldur svarar
Sveini Óskari
Haraldur
Sverrisson
Sveinn Óskar
Sigurðsson
SPORTÍS
K U L D I
NÝ SENDING AF HJÓLUM FRÁ GIANT
FULLDEMPUÐ RAFMAGNS FJALLAHJÓL - BARNAHJÓL - FJALLAHJÓL
HJÁLMAR - FJALLAHJÓLASKÓR - AUKAHLUTIR
VERIÐ VELKOMIN Í KULDA
NÝ HJÓLADEILD Í SPORTÍS!
SKE I FAN 1 1 // 1 08 REYKJAV ÍK // KULDI .NET // S.520-1000