Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 16
DAGMÁL Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is „Ég held að ég geti sagt að ég sé máladrottningin í borginni og ekki nóg með það, heldur sé ég líka með bestu mætinguna,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólks- ins í Reykjavík. Flestöllu vísað frá Kolbrún hefur verið iðin við að bóka afstöðu sína gagnvart ýmsum málum á vettvangi borgarstjórnar þrátt fyrir að vera eini fulltrúi Flokks fólksins. Spurð hvort það hafi verið til nokkurs segir Kolbrún að hún trúi því að dropinn holi stein- inn. Hún sé vön að fylgja málum sín- um eftir með greinum, segir það hafa skilað sér vel í umræðuna. Hún segir að málin sem hafi hlotið almennilega afgreiðslu frá henni séu teljandi á fingrum annarrar handar. „Já ég held að það séu kannski fjög- ur eða fimm mál af hundruðum mála. Þannig að við erum að tala um að kannski 99 prósent eru í rauninni felld eða vísað frá.“ Vill vinna í teymi Kolbrún segist vonast til þess að geta bætt við sig manni og unnið í teymi á næsta kjörtímabili en næst á eftir henni er Helga Þórðardóttir, kennari á Barnaspítala Hringsins. Helst vill hún þó vinna í teymi í meirihlutasamstarfi. „Ég sé fyrir mér allt mögulegt,“ svarar Kolbrún spurð að því hvers konar meirihluta- samstarf hún sjái fyrir sér. Að allir flokkar sem eru tilbúnir að fallast á áherslumál hennar komi til greina í samstarfi. Áherslumálin sem um ræðir eru að einbeita sér að fólkinu fyrst – að öllum fjármunum borgarinnar verði forgangsraðað í þágu þjónustu við fólk en dauðir hlutir látnir bíða. „Við viljum til dæmis taka utan um þær fjölskyldur sem eru fátækastar og þau börn sem tilheyra þeim fjöl- skyldum eru á milli sjö og átta þús- und. Við viljum að þau fái frítt í allt; skólamáltíðir, frístund og hvaðeina. Þetta er fólk sem á ekkert afgangs.“ Annað helsta áherslumál Flokks fólksins fyrir komandi kosningar er útrýming biðlista barna í skólakerf- inu. Þar er átt við biðlista til sálfræð- inga, talmeinafræðinga og annars fagfólks skólaþjónustunnar. 1.000 bíði eftir sálfræðingum „Biðlistarnir voru fjögur hundruð börn þegar ég byrjaði í borginni fyr- ir fjórum árum og eru núna um átján hundruð og eitthvað börn,“ segir Kolbrún og bætir við að yfir þúsund börn bíði bara eftir sálfræðiþjón- ustu. Hún segir sérstakt að hlusta á kosningaloforð meirihlutaflokkanna og segir þau kostnaðarsöm miðað við þeirra loforð. „Maður spyr sig: Af hverju gerðu þau ekki neitt af þessu á kjörtímabilinu?“ Flokkur fólksins boðar að fargjöld í strætó verði felld niður, fyrst fyrir öryrkja og eldri borgara. Hún segir það nauðsynlegt þrátt fyirr nokkurn afslátt enda hafi árskortin þeirra hækkað um sextíu prósent. „Þarna er hópur sem á klárlega að fá frítt í strætó.“ Til þess að allir geti fengið frítt í strætó segir Kolbrún að taka þurfi utan um rekstur félagsins. Bruðlið megi bíða Kolbrún segir að mikið bruðl og sóun þrífist í rekstri borgarinnar. „Ég vil bíða með hvort heldur sem eru skreytingar torga eða þreng- ingar gatna eða fegrun borgarinnar. Ég vil taka af þessu – og mér finnst allt í lagi þó að Lækjatorg verði ekki gert upp á morgun með einhverjum geislabaug – og ég vil fá fjármagnið inn í þjónustu við fólkið. Ég er líka mjög ósátt við alla þessa upphæð sem er búin að fara i ekki bara stafræna umbreytingu heldur verkefni innan stafrænnar umbreytingar sem hefðu bara mátt bíða. Frekar að setja stafrænar lausnir sem virkilega er beðið eftir í forgang.“ Börn efnaminni fjölskyldna greiði ekki fyrir þjónustuna Morgunblaðið/Ágúst Óliver Oddviti Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, vill útrýma biðlistum barna í skólakerfinu. - Flokkur fólksins segir biðlistum barna stríð á hendur - Vill frítt í strætó 16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2022 2022 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Á sjöunda tímanum í gærkvöldi höfðu alls 16.136 manns greitt at- kvæði utan kjörfundar í sveitar- stjórnarkosningum sem fara fram á laugardaginn næsta. Þar af voru 2.940 þeirra greidd í gær. Tæplega 10.300 atkvæðanna höfðu verið greidd á höfuðborgar- svæðinu en 1.663 atkvæði voru greidd þar í gær. Þetta segir Sigríður Kristins- dóttir, sýslumaðurinn á höfuðborg- arsvæðinu, í samtali við Morgun- blaðið. Sigríður sagðist búast við því að að minnsta kosti 11.000 yrðu búnir að greiða atkvæði á höfuðborgar- svæðinu þegar kjörstöðum yrði lok- að klukkan 22.00 í gærkvöldi. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á höfuðborgarsvæðinu er í Holta- görðum á 2. hæð. Opið er frá 10-22 í dag á morgun, en frá 10-17 á kjördag. Frekari upplýsingar um at- kvæðagreiðslu utan kjörfundar víðs vegar um landið má finna á vefsíðu Stjórnarráðs Íslands og á island.is. Morgunblaðið/Árni Sæberg Utankjörfundarkosning Hægt er að kjósa utan kjörfundar í Holtagörðum. Annir á kjörstað - 2.940 kusu utan kjörfundar í gær - 10.300 kosið á höfuðborgarsvæðinu Sveinn Óskar Sigurðsson, oddviti Miðflokksins í Mosfellsbæ, gagn- rýndi skipulagsmálin í bænum í Dagmálum. Hann telur ekki gæta jafnræðis í því við hverja bærinn semur um byggingarframkvæmdir. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir í samtali við mbl.is að ummæli Sveins séu alröng „Þessi tímabil sem ég hef verið í Mosfellsbæ hafa aðallega gengið út á það að skipuleggja land tveggja bæjarstjóra. Leirvogstungu fyrir Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Hulduhólana fyrir bæjarstjórann.“ Þreytt á „þvættingnum“ Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir í samtali við mbl.is að ummæli Sveins séu alröng og nefnir að móðir hans hafi á þeim tíma mótmælt fyrirhuguðum breyt- ingum á aðalskipulagi sem sneri að Hulduhólum, en hún vildi fá að hafa land sitt í friði fyrir íbúðabyggð. Hann bendir á að þegar þessi ákvörðun var tekin hafi hann verið varabæjarfulltrúi sem og að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi verið í minni- hluta í bæjarstjórn. Það var meiri- hluti Framsóknar og G-lista sem kynnti þessar breytingar á aðal- skipulagi. „Hann er búinn að tala um þetta fyrir hverjar einustu kosningar, að reyna að koma einhverju höggi á mig og mína fjölskyldu og núna meira að segja þegar ég er ekki í framboði. Móðir mín, hún er reynd- ar orðin öldruð kona, er orðin frekar uppgefin á þessum þvættingi.“ Vísar um- mælum Sveins á bug - Haraldur svarar Sveini Óskari Haraldur Sverrisson Sveinn Óskar Sigurðsson SPORTÍS K U L D I NÝ SENDING AF HJÓLUM FRÁ GIANT FULLDEMPUÐ RAFMAGNS FJALLAHJÓL - BARNAHJÓL - FJALLAHJÓL HJÁLMAR - FJALLAHJÓLASKÓR - AUKAHLUTIR VERIÐ VELKOMIN Í KULDA NÝ HJÓLADEILD Í SPORTÍS! SKE I FAN 1 1 // 1 08 REYKJAV ÍK // KULDI .NET // S.520-1000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.