Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 24
www.gilbert.is GÆÐA ARMBANDSÚR FYRIR DÖMUR OG HERRA KLASSÍSK ÍSLENSK 24 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2022 VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fyrsta húsið í nýrri íbúðahverfi í Litla-Tunguskógi í Húsafelli í Borgarfirði verður afhent eiganda einhvern næstu daga. Um 30 smiðir og aðrir iðnaðarmenn hafa verið að byggja fyrstu 14 húsin í hverfinu og verða áfram en framkvæmdir hafa aðeins riðlast í vetur vegna veðurs, kórónuveirufaraldursins og erf- iðleika við að útvega efni vegna stríðsins í Úkraínu. Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar hefur lagt til við sveitarstjórn að aðal- og deiliskipu- lagi verið breytt þannig að 40 lóðir í hverfinu verði skilgreindar sem lóðir undir íbúðarhús í stað frí- stundahúsa en 14 lóðir austast á svæðinu verði áfram frístundalóðir. Lagt er til að skipulagsbreytingin verði auglýst. Eigendur Húsafells byggja sjálf- ir hús á þessum 40 lóðum og af- henda kaupendum á ýmsum byggingarstigum. Flest verða þó afhent fullbúin. Búið er að selja meginhluta húsanna. 14 lóðir aust- ast á svæðinu eru seldar ein- staklingum og verða hluti af frí- stundabyggðinni í Húsafelli. Bergþór Kristleifsson segir að fyrstu húsin séu að verða tilbúin fyrir innréttingar. Byrjað sé að mála og einhver húsanna sem seld eru á því byggingarstigi verði af- hent á næstunni. Erfitt að fá efni í byggingar Hverfið byggist upp í áföngum. Nú er verið að ganga frá fyrstu fjórtán húsunum og verið að und- irbúa næsta áfanga. Hermann Her- mannsson byggingarstjóri segir að einingarnar séu smíðaðar inni á verkstæði í Húsafelli og síðan reist- ar á steyptum undirstöðum og gengið frá þeim á staðnum. Hann segir að vonast hafi verið eftir hagstæðu veðri til fram- kvæmda í vetur, eins og verið hafi síðustu árin. Veður hafi hins vegar verið vond auk þess sem faraldur og stríð hafi sett strik í reikning- inn, eins og margar aðrar fram- kvæmdir í landinu. Reynt hafi verið að skrapa saman efni til að eiga nóg því ekki sé vitað hvenær næsta sending komi. Mesta röskunin hef- ur orðið vegna seinkunar á afhend- ingu glugga og hurða því erfitt er að reisa hús nema vitað sé fyrir víst hvenær gluggarnir koma. Her- mann segir að það hafi skapað erf- iðleika við skipulagningu vinnunn- ar. Hermann segir að ekki séu margir að leita sér að vinnu um þessar mundir en tekur fram að gengið hafi þokkalega að manna vinnuflokkana. Margir smiðir úr Borgarfirði eru við verkið en einnig hafa verið ráðnir menn frá öðrum löndum. Hann segir að kaupendur hafi sýnt þessum aðstæðum skilning. Þeir átti sig á því að verið sé að gera allt sem hægt er til að halda verkunum áfram. Samhliða byggingu húsanna er unnið að innviðum, svo sem lagn- ingu vega, rafmagns, hitaveitu, vatnsveitu og ljósleiðara. Mikið af innviðunum er á vegum eigenda jarðarinnar. Þeir framleiða raf- magnið og reka veitur og ljósleið- arakerfi. Styrkir þann rekstur sem er „Þetta gerir mikið fyrir Húsafell, bæði þau 40 hús sem við reisum sjálfir og 14 hús sem einstaklingar byggja. Mér sýnist að við séum að fá til okkar hóp af frábæru fólki. Það styður við uppbyggingu inn- viða og þarna kemur nýtt fólk inn í mannlífsflóruna og styrkir þann rekstur sem fyrir er, svo sem hótel, verslun og golfvöll. Það eykur einn- ig aðdráttarafl staðarins því eftir því sem fleiri eru hér er auðveldara að bæta utan á boltann,“ segir Bergþór. Húsin eru byggð samkvæmt gildandi stöðlum fyrir íbúðarhús. Eigendurnir geta flutt lögheimili þangað, ef þeir svo kjósa, og notið þeirrar þjónustu sem íbúar sveit- arinnar fá. Telur Bergþór að ein- hverjir muni dvelja meira þar en í núverandi íbúðarhúsum sínum eða flytji jafnvel alfarið í Húsafell. 200 sumarhús eru fyrir í Húsa- felli og 20 eru í undirbúningi á gamla svæðinu sem þá er að verða uppselt. Með viðbótinni sem nú er unnið að verða komin hátt í 300 hús. Áætla má að í þeim dvelji um 1.200 manns á vinsælustu helgum sumarsins auk 100 gesta á Hótel Húsafelli og 400-500 manns á tjald- svæðum auk starfsmanna. Þá verð- ur þetta orðin hátt í tvö þúsund manna byggð um helgar á sumrin. Vitaskuld eru færri í annan tíma, sérstaklega að vetrinum. Bjartsýnn um framhaldið Auk framkvæmdanna við nýju húsin er verið að endurnýja sund- laugina. Það er ærið verkefni. Bergþór er síðan með hugmyndir um að stækka nýja hverfið og ein- hvern tímann komi að því að hótelið verði stækkað. Hann er einnig með hugmyndir um frekari virkjanir. Hann er allavega bjartsýnn á framhaldið. „Það er allt að fara í gang eftir faraldurinn. Mig grunar að sumarið verði betra en margir hafa haldið,“ segir Bergþór. Nærri tvö þúsund manna byggð - Íbúðabyggð rís í Húsafelli og sumarhúsahverfin stækka - Verið að ganga frá fyrstu íbúðarhús- unum fyrir afhendingu - Um 300 hús verða komin á næstu árum - Um 30 iðnaðarmenn að störfum Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Íbúðarhús Fjörutíu vegleg einbýlishús af ýmsum stærðum og gerðum verða í fallegu umhverfi á Hraunlóðunum í Litla-Tunguskógi í Húsafelli. Uppbygging Mikið mæðir á þeim Bergþóri Kristleifssyni, eiganda Húsa- fells, og Hermanns Hermannssonar byggingarstjóra við framkvæmdirnar. Kapp Góður gangur er í byggingarframkvæmdum og erfiðleikar vegna veðurs, kórónuveirufaraldurs og stríðs í Úkraínu hafa verið yfirstignir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.