Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 44
44 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2022 Stærðir: 22-36 Verð: 6.995.- Vnr. BIS-92007 Stærðir: 24-36 Verð: 6.995.- Vnr. BIS-92007 Stærðir: 21-37 Verð: 6.995.- Vnr. BIS-92001 Stærðir: 21-35 Verð: 6.995.- Vnr. BIS-92001 Stærðir: 20-30 Verð: 6.995.- / 4 litir Vnr. BIS-92010 - vönduð og falleg stígvél STEINAR WAAGE KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS Um daginn sat ég fund þar sem einn fund- armannanna tók dæmi um hvernig viðhorfið væri á stundum gagn- vart bændum. Líkti hún tilveru bænda við líf Línu, vinnukonunnar í Kattholti sem oft og iðulega var send út í fjós að mjólka kýrnar ef heimilisfólkinu þótti nóg um hennar skoð- anir og athugasemdir. Þegar Lína sneri síðan úr fjósinu hváði heim- ilisfólkið gjarnan yfir óþefnum af henni og skipaði henni að fara í bað. Ágæt samlíking að því leytinu til að í raunveruleikanum er það ekki ein- göngu heimilisfólkið í Kattholti sem kvartar yfir óþef bústarfanna, því nú eru það heilu og hálfu íbúðarbyggð- irnar í þéttbýlinu sem kvarta sáran undan því sem nefnt er „óþefur frá landbúnaðarstarfsemi“, og því er jafnvel haldið fram að slíkur óþefur samræmist ekki hugmyndum um „vistvæna byggð“. En hvað er vist- væn byggð? Tökum sem dæmi, í aðal- og deili- skipulagi Reykjavíkurborgar er hún skilgreind sem svo að um sé að ræða hverfi sem bjóða upp á kjöraðstæður til að iðka bíllausan lífs- stíl, hvar græn þök á byggingum leiða regn- vatn í ræsi gegnum náttúrulega ferla, notk- un vistvænna orkugjafa og svo framvegis. Í sannleika sagt er hug- takið ekki nægjanlega skilgreint en eitt er víst, að angan af landbún- aðarstarfsemi sem þó taldist hluti dreifbýlis aðeins tveimur áratug- um fyrr, telst nú ekki hluti af vistvænni byggð. Skipulagsskylda sveitarfélaga Gengið verður til kosninga þann 14. maí næstkomandi. Því miður er það svo að fæst framboð á suðvest- urhorni landsins fjalla um landbún- aðarmál í sínum stefnum. Aftur á móti eru það skólamálin og skipu- lagsmálin sem verða á oddinum í að- draganda sveitarstjórnarkosninga. Það er sveitarstjórn sem tekur al- mennt ákvörðun um hvort fram- kvæmd, sem háð er framkvæmda- leyfi eða byggingarleyfi samkvæmt skipulagslögum eða lögum um mann- virki, skuli háð mati á umhverfis- áhrifum. Þá annast sveitarstjórnir gerð svæðis-, aðal- og deiliskipulags- áætlana, veita framkvæmdaleyfi og hafa eftirlit með framkvæmd skipu- lagsáætlana og framkvæmdaleyf- isskyldum framkvæmdum. Í hverju sveitarfélagi skal því starfa skipu- lagsnefnd sem sinnir þessum skyld- um. Hvar á að framleiða matinn? Á meðan stjórnvöld hafa í stjórn- arsáttmála ákveðið að efla innlenda matvælaframleiðslu, sætir það furðu andvaraleysi nokkurra sveitarstjórna í málefnum landbúnaðarins. Fjar- lægðarmörk á milli íbúðarbyggða og landbúnaðarstarfsemi er á sumum stöðum í uppnámi og það er líkt og að enginn vilji eða viti a.m.k. ekki hvar eigi að framleiða matinn. Á meðfylgjandi mynd, sem er byggð á upplýsingum frá Hag- fræðistofnun, má sjá að störf í land- búnaði dreifast á alla landshluta en ætla má að um 9.000 störf á Íslandi tengist landbúnaði með einum eða öðrum hætti. Þetta er milli 4 og 5% af heildarvinnuafli landsins. Flokkun landbúnaðarlands er hluti af skipulagsgerð sveitarfélaga þó hún sé háð stefnu stjórnvalda. Skylda sveitarfélaga til þess að skipuleggja landbúnaðarland til matvælafram- leiðslu og annarrar landbún- aðartengdrar starfsemi er augljós. En þrátt fyrir það er hún ekki svo augljós í hugum margra sveitar- stjórna þar sem sveitarstjórnir hafa jafnvel ekki markað stefnu um land- notkun og það dugar ekki til fyrir sveitarfélögin að skilgreina eingöngu landbúnaðarsvæði heldur á sérhvert sveitarfélag að flokka allt ræktanlegt land innan síns lögsagnarumdæmis – land sem nýtist til ræktunar á mat- vælum og fóðri í ljósi markmiða jarðalaga og sjónarmiða um fæðu- öryggi. Eflaust eru fæstir kjósendur, nú eða jafnvel frambjóðendur til sveit- arstjórna sem átta sig á því að það er ekki einvörðungu verið að kjósa um vistvænar íbúðarbyggðir, græn svæði, frístundabyggðir og iðnaðar- svæði í skipulagsmálum. Það er líka verið að kjósa um innlenda matvæla- framleiðslu, hvar eigi að framleiða matinn. En á meðan aumingja Lína skrúbbar af sér fjósaþefinn kann það að vera álitamál, á meðan sveitar- félögin eru ekki að sinna skipulags- skyldum sínum í samræmi við stefnu stjórnvalda, hvort flokkun landbún- aðarlands til framtíðar litið m.t.t. ræktunarmöguleika sé best fyrir komið hjá sveitarfélögunum sé það markmið stjórnvalda að tryggja fæðuöryggi þjóðar til framtíðar. En Lína er auðvitað ekki í framboði. Eftir Vigdísi Häsler » Sérhvert sveitar- félag á að flokka allt ræktanlegt land sem nýtist til ræktunar á matvælum og fóðri á grundvelli sjónarmiða um fæðuöryggi. Vigdís Häsler Höfundur er framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Skipting starfa í landbúnaði/Hagfræðistofnun Ekki í framboði Í ár eru 30 ár síðan vefjagigt var formlega skilgreind sem sjálf- stæður sjúkdómur af Alþjóðaheilbrigðis- málastofnununni (The World Health Org- anization, WHO) og fékk alþjóðlegan sjúk- dómskóða (ICD code), M79.7. Það var félag bandarískra gigtlækna sem barðist ötullega fyrir að setja upp greiningarskilmerki (ACR 1990 ) fyrir vefjagigt sem vó þungt í að fá vefjagigt viðurkennda á alþjóða vísu. Síðan hafa greiningarskilmerki fyrir vefjagigt verið uppfærð reglulega. Það tók þó töluverðan tíma eftir það fyrir sjúkdóminn að öðlast við- urkenningu innan læknasamfélags- ins. Deilur um orsök og eðli vefja- gigtar byggðust að hluta til að þeirri staðreynd að vefjagigt sést ekki í blóðprufum eða myndgreiningu. Á þessum 30 árum hefur mikið vatn runnið til sjávar og þekkingu á vefjagigt fleytt fram og meðvitund heilbrigðiskerfisins sem og sam- félagsins aukist á tilurð og alvarleika vefjagigt- ar. Það hefur verið afar þýðingarmikið fyrir einstaklinga með vefja- gigt að fá viðurkenn- ingu á sjúkdómi sínum og viðhlítandi meðferð. Einkennin eru nógu íþyngjandi með skerð- ingu á virkni og lífs- gæðum svo ekki þurfi í ofanálag að burðast með skömm yfir að vera með sjúkdóm sem er ekki al- mennt viðurkenndur. Hvers konar sjúkdómur er vefjagigt? Vefjagigt er krónískur fjölkerfa sjúkdómur. Birtingarmynd einkenna stafar af truflunum í stjórn og starf- semi heila og miðtaugakerfisins þ.m.t. ósjálfráða taugakerfisins, stjórnun á hormónabúskap og fram- leiðslu taugaboðefna sem veldur auknu næmi fyrir hvers kyns boðum og áreiti á taugakerfið. Þessi sjúk- leiki getur svo valdið truflun í nær hvaða líffærakerfi sem er og því geta einkenni verið mismunandi milli ein- staklinga. Sjúkdómurinn á sér því margvíslegar birtingarmyndir og til- brigði sem hefur líklega haft áhrif á að tefja viðurkenningu hans. Helstu einkenni eru langvinnir og útbreiddir verkir frá stoðkerfi, óeðli- leg þreyta, svefntruflanir með mjög slakri svefnhvíld, stirðleiki, kraft- minnkun, úthaldsleysi, jafnvægis- leysi, heilaþoka/minnisleysi/ einbeitingarskortur, kvíði/depurð, kuldanæmi svo mætti lengi telja. Í vefjagigt eru sjúkdómar eins og iðra- ólga (IBS), ofurnæmi í þvagblöðru (IC), síþreyta/ME/CFS, mígreni, legslímuflakk og fótaóeirð (RLS) einnig mjög algengir. Vefjagigt þróast oft á löngum tíma en hún getur komið fram strax í barnæsku eða á unglingsárum, en al- gengara er að fólk veikist á ungfull- orðinsárum eða síðar á ævinni. Vísindarannsóknir hafa endur- tekið sýnt að lífsgæði einstaklinga með vefjagigt eru oft mjög slök, eða talsvert fyrir neðan það sem almennt gerist í samfélaginu. Viðvarandi dag- legir stoðkerfisverkir, stirðleiki, hamlandi orkuleysi og slakur svefn leiða oft til skertrar færni til dag- legra athafna og vinnu, andlegrar vanlíðanar og slakra lífsgæða. Rétt úrræði á réttum tíma Talið er að vefjagigt hrjái 2-5% fólks á hverjum tíma. Áætla má að allt að 18 þúsund manns á Íslandi séu með vefjagigt og samkvæmt bók- haldi lífeyrissjóða er vefjagigt ein af þremur algengustu ástæðum örorku hér á landi. Verið er að veita fólki með vefja- gigt þjónustu á ýmsum stöðum í heil- brigðiskerfinu en Þraut ehf. – mið- stöð vefjagigtar og tengdra sjúkdóma er eina heilbrigðisstofn- unin sem hefur eingöngu sérhæft sig í greiningu og meðferð á vefjagigt. Þraut hefur starfað á samningi við SÍ frá 2011. Starfsemi Þrautar var þró- uð á nokkrum árum áður en formleg starfsemi hófst og var hún grundvöll- uð á bestu vísindalegu þekkingu í meðferð við vefjagigt. EULAR – evr- ópsku gigtlæknasamtökin hafa gefið út reglulega leiðbeiningar varðandi meðferð við vefjagigt (Evidence ba- sed recommendation) og voru þau síðast uppfærð 2017. Þau tilmæli voru byggð á 143 vísindagreinum sem uppfylltu skilmerki um að vera vísindalega gagnreyndar rannsóknir. Þraut metur árangur af endurhæf- ingu með fjölmörgum mælitækjum og eitt af þeim alþjóðlegu mælitækj- um er FIQ-spurningalisti. Sam- kvæmt því mælitæki og fleirum telst árangur af endurhæfingu hjá Þraut allgóður og talsvert umfram það sem vænta má miðað við erlendar rann- sóknir. Árlega berast yfir 300 beiðnir til Þrautar, sem eru mun fleiri en Þraut hefur samning um að framkvæma og því er biðlistinn hjá Þraut með þeim allra lengsta sem þekkist í heilbrigð- isþjónustu hér á landi, rúmlega þrjú ár, og verður sú staða að teljast með öllu óviðunandi. Í nýlegri skýrslu stjórnvalda „Heilbrigðisstefna til ársins 2030“ er stefnt að „réttu úrræði á réttum stað“ og að „biðtími eftir heilbrigð- isþjónustu skuli byggjast á faglegu mati og vera innan þeirra marka sem kveðið er á um í samningum við þjón- ustuveitendur“. Því er það von Þrautar að skurkur verði gerður í að vinna niður biðlista og bæta þjónustu við þennan sjúklingahóp því snemm- tæk greining og íhlutun skiptir höf- uðmáli til að ná árangri í að ná tökum á vefjagigtarferlinu. Ef gripið er of seint inn í þá er er voðinn vís eins og örorkutölur vegna vefjagigtar end- urspegla. 30 ár síðan vefjagigt var samþykkt sem sjúkdómur Eftir Sigrúnu Baldursdóttur » Áætla má að allt að 18 þúsund manns á Íslandi séu með vefja- gigt og samkvæmt bók- haldi lífeyrissjóða er vefjagigt ein af þremur algengustu ástæðum örorku hér á landi. Sigrún Baldursdóttir Höfundur er sjúkraþjálfari og sérfræðingur í vefjagigt hjá Þraut ehf., Miðstöð um vefjagigt og tengda sjúkdóma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.