Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 34
er stærsta fjárfestingarverkefni
sem Samherji hefur ráðist í frá upp-
hafi, en félagið hefur starfað í tæp
40 ár.
Spurður um tilgang hlutafjár-
aukningarinnar nú og því hvað felst
í næstu skrefum segir Þorsteinn
Már að hlutafjáraukningin muni
nýtast í framangreind verkefni og
tekur fram að uppbygging fiskeld-
isstöðva feli í sér umtalsverðan
kostnað.
„Starfsfólk Samherja býr yfir
þeirri þekkingu sem til þarf til að
taka næstu skref í þessari uppbygg-
ingu en þar mun koma að félagið
þarf að sækja sér aukið fjármagn.
Það verður gert með aðkomu nýrra
BAKSVIÐ
Gísli Freyr Valdórsson
gislifreyr@mbl.is
Hlutafé Samherja fiskeldis ehf. hef-
ur verið aukið um 3.500 milljónir
króna. Þá hefur Norðmaðurinn Alf-
Helge Aarskog, fyrrverandi for-
stjóri Mowi og einn af reyndustu
sérfræðingum heims á sviði fiskeld-
is, fjárfest í félaginu og mun í fram-
haldinu taka sæti í stjórn.
Þorsteinn Már Baldvinsson, for-
stjóri Samherja, segir í samtali við
Morgunblaðið að fjármagnið verði
nýtt til uppbyggingar í Öxarfirði
auk hönnunar og framkvæmda við
eldisgarð á Reykjanesi.
„Við erum mjög ánægð með að fá
Alf-Helge Aarskog til liðs við okkur
og teljum að þekking hans og
reynsla muni nýtast til frekari upp-
byggingar á þessari mikilvægu
atvinnugrein,“ segir Þorsteinn Már.
„Það er mikill vöxtur að eiga sér
stað í fiskeldi í heiminum og við
höfum því fulla trú á þessu verk-
efni.“
Horfa til skráningar á markað
Þess má geta að sú uppbygging
sem Samherji fiskeldi stendur nú að
fjárfesta og við horfum einnig til
þess mögulega að skrá félagið á
markað,“ segir Þorsteinn Már.
Mikil uppbygging í fiskeldi
Samherji fiskeldi hefur um árabil
starfrækt eldi á bleikju og laxi. Þá
hefur það vakið athygli að félagið
rekur einungis eldi á landi, en ekki í
sjókvíum. Um 1.500 tonn af laxi eru
framleidd af í Silfurstjörnunni í
Öxarfirði í dag en stefnt er að því að
auka framleiðsluna upp í 3.000 tonn
á ári. Áform félagsins við uppbygg-
ingu landeldis á Reykjanesi hafa
áður verið kynnt, en þar er stefnt að
framleiðslu á 40 þúsund tonnum af
laxi á ári. Eldisgarðurinn er stað-
settur við Reykjanesvirkjun og er
heildarfjárfesting hans um 45 millj-
arðar króna.
Til samanburðar má geta þess að
í fyrra voru framleidd um 53 þúsund
tonn af eldisfiski af öllum tegund-
um, þar af einungis rétt rúmlega
8.000 tonn í landeldi, og jókst um
12.500 tonn á milli ára. Framleiðsla
á laxi nam um 46.500 tonnum og á
bleikju um 5.400 tonnum.
Stórt nafn í greininni
Alf-Helge Aarskog lét af störfum
sem forstjóri Mowi síðla árs 2019,
eftir að hafa gegnt því starfi í tíu ár
og þar áður sem forstjóri Lerøy
Seafood Group um árabil. Nafn
hans er nokkuð þekkt meðal alþjóð-
legra sjávarútvegsfyrirtækja og
hann hefur skapað sér gott orð í
greininni.
Mowi er eitt stærsta fiskeldis-
fyrirtæki heims en hann sat í stjórn
félagsins í eitt ár eftir að hann lét af
störfum sem forstjóri. Í janúar á
þessu ári tók hann jafnframt sæti í
stjórn norska fiskeldisfyrirtækisins
Steinvik Fiskefarm, sem stefnir
einnig að aukningu á landeldi, og í
mars tók hann sæti í stjórn franska
líftæknifélagsins InnovaFeed.
Aarskog hefur ekki fjárfest sjálf-
ur í fyrirtækjum fram til þessa, en
sem fyrr segir hefur hann nú fjár-
fest í Samherja fiskeldi.
Samherji fiskeldi stígur næstu skref
Fiskeldi Tölvugerð mynd af framleiðslunni í Öxarfirði. Þar er stefnt að því að framleiða 3.000 tonn af laxi á ári.
Í hnotskurn
» Alf-Helge Aarskog er þekkt
nafn í sjávarútvegi á heims-
vísu.
» Uppbygging á fiskeldi Sam-
herja er stærsta fjárfesting í
tæplega 40 ára sögu félagsins.
» Verkefnið mun kalla á frek-
ara fjármagn til frekari upp-
byggingar.
» Flest af stærri fiskeldis-
fyrirtækjum heims eru skráð á
markað.
- Hlutafé Samherja fiskeldis aukið um 3,5 milljarða - Reyndur aðili tekur sæti í stjórn - Stærsta
fjárfesting Samherja frá upphafi - Mögulega verður horft til þess að skrá félagið á markað
Þorsteinn Már
Baldvinsson
Alf-Helge
Aarskog
34 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2022
NeauviaOrganic
Gelísprautun
Hreinasta fylliefnið
í varir og hrukkur.
Sléttir húðina.
Gelísprautun er tilvalin í djúpar
hrukkur og til aðmóta varir, kinnbein
eða kjálkalínu.
Sníðamámeðferð að þörfum
hvers viðskiptavinar.
Ve
13
Við to réttu
Pe
21 re
Við
ta 13
12. maí 2022
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 132.18
Sterlingspund 162.98
Kanadadalur 101.77
Dönsk króna 18.754
Norsk króna 13.634
Sænsk króna 13.151
Svissn. franki 133.12
Japanskt jen 1.0154
SDR 177.03
Evra 139.5
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 171.8642
Breska orkufyrirtækið ATOME,
sem er 75% eigandi Green Fuel,
sem sagt var frá í Morgunblaðinu á
dögunum í tengslum við uppbygg-
ingu á fyrstu stórskalarafeldsneyt-
isverksmiðju landsins á Bakka við
Húsavík, gekk á dögunum frá nýj-
um langtíma 60 megavatta
orkukaupasamningi vegna fram-
leiðslu á vetni og ammoníaki í Para-
gvæ.
Stærsti samningurinn
Eins og fram kemur í tilkynningu
frá ATOME er þetta stærsti orku-
kaupasamningur sem hið ríkisrekna
raforkufyrirtæki ANDE hefur gert
við framleiðsluaðila.
Orkan sem er 100% endurnýjan-
leg er aðgengileg samstundis og
verður veitt í gegnum nýja raforku-
virkjun ANDE í Villeta við hina
skipgengu Paragvæ-á (e. River
Paraguay).
Í tilkynningunni segir að ATOME
hyggist nú hraða uppbyggingu raf-
eldsneytisverksmiðjunnar og hefja
framleiðslu innan þriggja ára.
Ekki er langt síðan ATOME
kynnti 250 mw áætlun um fram-
leiðslu eldsneytis á farartæki í Para-
gvæ. Er það verkefni, ásamt því
sem nú er sagt frá, fyrsta stórskala-
verkefni fyrirtækisins í Paragvæ.
Í tilkynningunni segir einnig að
verkefnin tvö þýði að Paragvæ skipi
sér nú í fremstu röð í heiminum í
þróun græns rafeldsneytis og
áburðar úr endurnýjanlegri orku.
Olivier Mussat, forstjóri ATOME,
segist í tilkynningunni spenntur að
halda áfram með hin framsæknu
markmið ATOME sem sett voru við
skráningu félagsins á markað í des-
ember á síðasta ári.
Orka Frá undirritun samningsins
milli ATOME og ANDE.
Eigandi Green
Fuel fær rafmagn
- 60 mw fyrir verksmiðju í Paragvæ