Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2022
Eigendur Þróunarfélags Grundar-
tanga og fyrirtækin sem starfa á
svæðinu skrifuðu í gær undir vilja-
yfirlýsingu um uppbyggingu græns
iðngarðs með svonefndri hringrásar-
hugsun. Að félaginu standa Hval-
fjarðarsveit, Akraneskaupstaður,
Reykjavík, Borgarbyggð, Skorra-
dalshreppur og Faxaflóahafnir.
Guðlaugur Þór Þórðarson, um-
hverfis-, orku- og loftslagsráðherra,
var viðstaddur undirritunina en
hann er verndari verkefnisins.
Við undirritunina í gær var kynnt
greining KPMG á tækifærum á
Grundartanga sem græns iðngarðs.
Áætlað er að ávinningurinn verði
margþættur fyrir fyrirtækin á svæð-
inu og muni m.a. skila sér í lágmörk-
un umhverfisáhrifa og betri nýtingu
hráefna. Til greina hefur t.d. komið
að nýta betur varmann frá Elkem og
Norðuráli með stofnun hitaveitu.
Á Grundartanga starfa að jafnaði
um 1.100 manns og afleidd störf eru
um þúsund talsins.
Grænir iðngarðar
á Grundartanga
- Varmi frá Elkem og Norðuráli verði nýttur
Morgunblaðið/Eggert
Grundartangi Ólafur Adolfsson, bæjarfulltrúi á Akranesi, og Guðlaugur
Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, voru kátir í gær.
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Hjólhýsabyggð Yndislundur við
Laugarvatn en framhaldið óljóst.
Sveitarstjórn
Bláskógabyggðar
ákvað í vikunni að
fresta ákvörðun
um framtíð hjól-
hýsasvæðsins við
Laugarvatn. Um-
ræða hefur verið
að undanförnu
um framtíð svæð-
isins, sem er í
skógarlundi rétt
fyrir innan Laugarvatn. Til skamms
tíma voru áform um að rýma svæðið,
meðal annars vegna eldhættu og
ófullnægjandi brunavarna. Vegna
þessa hefur verið kurr meðal eig-
enda hýsanna, sem vilja málamiðlun
af hálfu Bláskógabyggðar. Eigend-
urnir hafa með sér hagsmunasamtök
og fulltrúar þeirra kynntu sveitar-
stjórn nú í vikunni breytingar á
byggingarreglugerð, en nú þarf ekki
lengur að sækja um og fá bygging-
arleyfi fyrir hjóla- og stöðuhýsum sé
staðsetning í samræmi við deili-
skipulag. Einnig voru reifaðir mögu-
leikar sveitarfélagsins á að þekkjast
boð eigenda hýsanna um að kosta
úrbætur á svæðinu gegn því að fá að
vera áfram í lundinum við Laugar-
vatn. Um 200 hýsi voru á svæðinu
þegar mest var, en um fjórðungur
þeirra er nú farinn.
„Nú er ný sveitarstjórn að taka
við. Okkur finnst því rétt að hún taki
ákvörðun í þessu máli, faglega, út
frá öllum þeim gögnum sem borist
hafa að undanförnu,“ segir Helgi
Kjartansson, oddviti í Bláskóga-
byggð. sbs@mbl.is
Hjólhýsin
fá frestinn
- Bið á Laugarvatni
Helgi
Kjartansson
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Foreldrar í Hlíðaskóla og Háteigs-
skóla hafa lýst yfir áhyggjum af fyr-
irætlunum borgarinnar um að sam-
eina unglingastig Hlíða-, Háteigs-
og Austurbæjarskóla í einn safn-
skóla, í Vörðuskóla á Skólavörðu-
holti.
Foreldrafélög Hlíða- og Háteigs-
skóla hafa skilað sinni umsögninni
hvort um skýrslu skóla- og frí-
stundasviðs um framtíðarskipan
skóla- og frístundastarfs í Austur-
bæjarskóla, Háteigsskóla, Hlíða-
skóla og Vörðuskóla.
Þar kemur fram að meirihluti for-
eldra í skólunum er alfarið á móti
fyrirætlununum. Hjá foreldrafélagi
Háteigsskóla var lögð fram könnun
meðal foreldra og bárust 142 svör.
„Svörin sem við fengum frá for-
eldrum voru mjög afgerandi. Þessar
hugmyndir um að setja þennan
Vörðuskóla á laggirnar og hafa í
honum krakka úr Háteigsskóla féllu
alls ekki í kramið. Andstaða var al-
gjörlega yfirgnæfandi,“ segir Atli
Viðar Thorstensen hjá foreldrafélagi
Háteigsskóla.
83,8% vilja frekar hverfisskóla
„Foreldrar og forráðamenn sem
svöruðu könnuninni voru í 90% til-
vika búnir að kynna sér skýrsluna,
þar sem gerð var grein fyrir þessum
tillögum, svo þetta er ígrunduð af-
staða.“
Í könnuninni kom fram að 83,8%
svarenda segja að þau vilji að barn
þeirra geti verið í 1.-10. bekk í sama
grunnskólanum innan hverfis, en
16,2% svarenda segjast vilja að barn
þeirra útskrifist úr hverfisskólanum
eftir 7. bekk og sæki nám í 8.-10.
bekk í safnskóla.
Það sama er upp á teningnum í
könnun sem lögð var fyrir forráða-
menn í Hlíðaskóla. Þar bárust 174
svör. „Helsta niðurstaða þessarar
könnunar er sú að foreldrar Hlíða-
skóla eru afdráttarlaust mótfallnir
hugmyndum sem kynntar eru um
flutning unglingadeildar í Vörðu-
skóla og einnig eru flestir almennt
mótfallnir hugmyndum um safn-
skóla,“ segir í umsögninni.
Ástæðurnar eru að sögn Atla helst
tvær: „Við höfum áhyggjur af um-
ferðaröryggi og að þetta sé ekki í
flútti við tillögur borgarinnar um
græn og sjálfbær hverfi. Svo finnst
okkur óvarlegt að vera að senda
börn sem einhver tilraunadýr inn í
þessa skólabyggingu þar sem ljóst
er að þarf að gera endurbætur
vegna myglu. Það hræðir okkur dá-
lítið.“
Í umsögn foreldranna í Hlíðaskóla
er vísað í uppkast að skýrslu Mann-
vits frá mars 2019 þar sem fram kom
að vísbendingar væru um myglu í
húsinu og sem ástæða þætti til að
skoða betur.
Þórey Björk Sigurðardóttir, hjá
foreldrafélagi Hlíðaskóla, segir
þetta tal um safnskóla í Vörðuskóla
„glórulaust“, sem og allur tíminn og
peningurinn sem hafi farið í það mál,
þegar ekki sé vitað í hvaða ástandi
húsnæðið er og vísar þar til mygl-
unnar sem fundist hefur. „Það er
bara allt rangt við þetta.“
Hún lýsir, eins og Atli, einnig yfir
áhyggjum af fjarlægðinni og um-
ferðaróöryggi.
Ekki fengið nein viðbrögð
„Við erum óánægð með að það
hafi ekki verið skoðaðir neinir aðrir
möguleikar en Vörðuskóli.“ Hún
nefnir sem dæmi húsnæðið sem
kennt er í við Kennaraháskólann í
Stakkahlíð. Atli tekur undir það og
nefnir einnig möguleika á viðbygg-
ingu við Háteigsskóla.
Borgin festi kaup á Vörðuskóla
árið 2020 og borgarráð heimilaði
umhverfis- og skipulagssviði nýverið
að bjóða út framkvæmdir vegna
endurbóta og viðgerða á gluggum,
útihurðum og þaki, loftræstikerfi og
raflögnum. Kostnaðaráætlun er 370
milljónir króna.
Nú er skýrsla SFS um framtíð
Vörðuskólans í umsagnarferli hjá
borginni svo foreldrafélögin bíða
svara.
„Við höfum til þessa ekki fengið
nein viðbrögð við okkar umsögn.
Það var haldinn fundur þar sem við
komum þessu munnlega á framfæri
líka en við höfum ekkert heyrt meira
frá borginni um hvort til standi að
halda þessum fyrirætlunum til
streitu í andstöðu við foreldra-
samfélagið eða hver næstu skref
verða í framhaldinu,“ segir Atli.
Þá var settur af stað vinnuhópur
með unglingum í hverfinu þar sem
þessi mál voru rædd. Þar segir Þór-
ey að varpað hafi verið fram „glans-
myndum af stærra skólastarfi“.
Andstaða foreldra við Vörðu-
skólahugmynd afdráttarlaus
- Foreldrafélög Hlíðaskóla og Háteigsskóla lýsa yfir áhyggjum í umsögnum
Morgunblaðið/sisi
Vörðuskóli „Svo finnst okkur óvarlegt að vera að senda börn, sem einhver tilraunadýr, inn í þessa skólabyggingu
þar sem ljóst er að þarf að gera endurbætur vegna myglu. Það hræðir okkur dálítið,“ segir faðir í Háteigsskóla.
249 g
AV
747
JAST