Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2022
Orkídean
Samkeppni um bestu erótísku skáldsöguna 2024
Hringaná auglýsir eftir handritum í samkeppni um bestu erótísku
skáldsöguna árið 2024. Þeim sem vilja taka þátt er bent á að
senda handrit í rafrænu formi. Netfangið er: ari@hringana.is.
Öllum nema áður útgefnum höfundum hjá Hringaná
er heimil þátttaka.
Frumsömdum handritum á íslensku skal skilað inn í
samkeppnina fyrir 1. júlí 2023.
Í verðlaun er útgáfusamningur við Hringaná og mun
verðlaunahandritið verða gefið út á bók snemma árs 2024.
Byrjið því að skrifa!
Dómnefndina skipa:
Ari Blöndal Eggertsson,
Hlíf Una Bárudóttir og
Ragnar H. Blöndal.
Nánari upplýsingar er að finna á
www.hringana.is/frettir
Undirbúningur fyrir hvalveiðar
sumarsins eru í fullum gangi.
Hvalur 8 og Hvalur 9 hafa verið
teknir upp í Slippinn í Reykjavík
þar sem bátarnir voru botnhreins-
aðir og málaðir. Þeir eru núna
eins og nýir. Ekki veitti af, því
þeir hafa legið óhreyfðir í höfn
síðan 2018.
Hvalvertíðin hefst í júní og
stendur fram í september, allt eft-
ir því sem birta leyfir. Reiknað er
með að um 150 manns starfi á
hvalveiðibátunum, í hvalstöðinni í
Hvalfirði og í vinnslu fyrirtækisins
í Hafnarfirði.
Samkvæmt ráðgjöf Hafrann-
sóknastofnunar má veiða 161 lang-
reyði á ári frá 2018 til 2025 á
veiðisvæðinu
Austur-Grænland/Vestur- Ísland
og 48 langreyðar á svæðinu Aust-
ur-Ísland/Færeyjar. Samtals 209
hvali. Flytja má 20% af óveiddum
kvóta fyrra árs til yfirstandandi
árs. Ekkert var veitt í fyrra og því
má bæta við samtals 42 hvölum
fyrir bæði veiðisvæðin.
Hvalur hf. sendi skip sín síðast
til veiða sumarið 2018. Það ár hóf-
ust veiðarnar 19. júní og stóðu til
23. september. Alls veiddust 146
langreyðar á vertíðinni það ár, en
af þeim greindust tveir blendingar
langreyðar og steypireyðar.
Stærsti hluti afurðanna fer á
markað í Japan. sisi@mbl.is
Hvalbátarnir halda brátt til veiða
- Hvalur 8 og
Hvalur 9 komnir úr
slipp og bíða þess að
vertíðin hefjist í júní
Morgunblaðið/sisi
Bíða vertíðar Hvalbátarnir liggja nú við Ægisgarð eftir slipptökuna. Lokaundirbúningur veiðanna er eftir, svo sem að koma fyrir skutulbyssunum fremst.
Starfsmenn Reykjavíkurborgar og
undirverktaka hafa verið önnum
kafnir við hreinsun gatna og
göngustíga síðustu daga og vikur.
Enn má sjá stíga sem eru þaktir
sandi eftir hálkuvarnir vetrarins.
Meðal þeirra er stígur í Grafarvogi,
samanber meðfylgjandi mynd, sem
tekin var við götuna Hamravík.
Þegar leitað var upplýsinga hjá
borginni fengust þau svör að Vík-
urhverfið ætti að vera búið að taka,
samkvæmt verkáætlun. Þarna hefði
verktakinn greinilega ekki komist
yfir allt svæðið á réttum tíma og
ekki verið tekið út af eftirliti borg-
arinnar.
„Enn er unnið í Grafarvogi og
verður unnið í því hverfi út þessa
viku. Að öðru leyti er áætlað að
vorhreinsun ljúki í Reykjavík í
fyrstu viku júnímánaðar,“ segir í
svörum til blaðsins frá umhverfis-
og skipulagssviði borgarinnar.
Morgunblaðið/Ingó
Grafarvogur Göngustígur við
Hamravík hlaðinn sandi.
Sandur
enn á
stígunum
- Vorhreinsun á að
ljúka í byrjun júní