Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 54
54 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2022
Elsku afi okkar.
Takk fyrir allar þær
minningar og
stundir sem við átt-
um saman.
Þú varst alltaf svo góður og
gjafmildur við okkur systkinin og
við nutum þess að verja tíma með
þér. Þú varst mikill brandarakarl
og sagðir okkur marga fyndna og
skemmtilega brandara sem við
hlógum öll saman að. Við eigum
margar minningar frá tímunum
okkar saman eins og þegar við
fórum saman í Húsdýragarðinn
og þú sagðir okkur að þú hefðir
smíðað stóra víkingaskipið sem
okkur þótti stórmerkilegt. Það
var alltaf gaman að koma í heim-
sókn til þín, þú varst ekki lengi að
stökkva niður að sækja nýbakaða
pizzu fyrir okkur krakkana sem
við gæddum okkur saman á.
Minningarnar frá jólunum
standa ekki síður upp úr. Þú
komst alltaf til okkar á aðfanga-
dag og fórst í þitt fínasta púss og
settir á þig jólasveinabindið góða.
Þú varst alltaf jafn þakklátur og
ánægður með jólamatinn. Jóla-
gjafirnar sem þú gafst okkur
slógu alltaf í gegn hjá okkur
krökkunum og koma þær okkur
að góðum notum enn þann dag í
dag. Ein jólin gafstu okkur snjó-
sleða sem við vorum afskaplega
ánægð með. Við hugsuðum okkur
ekki tvisvar um heldur drifum
Árni Björn
Finnsson
✝
Árni Björn
Finnsson fædd-
ist 1. september
1945. Hann lést 23.
apríl 2022. Útför
hans fór fram 11.
maí 2022.
okkur út með þér í
næstu brekku til að
prófa sleðann og
skemmtum okkur
konunglega. Þú
gafst okkur líka
upplýstan plastjóla-
svein sem ber nafn-
ið Vinkill. Vinkill er
glaðlegur eins og þú
varst og tekur alltaf
hlýlega á móti
manni í kringum jól-
in. Þín verður sárt saknað og við
munum hugsa fallega til þín á
hverjum jólum.
Þú hafðir gaman af því að sýna
okkur galdrabragð sem þú kall-
aðir spottagaldurinn. Við systk-
inin höfðum alltaf jafn gaman af
því og hlökkuðum til að hitta þig
svo þú gætir sýnt okkur galdur-
inn sem þú varst afar montinn af.
Einn daginn ákvaðst þú að kenna
okkur galdurinn, við vorum í
vandræðum að læra hann en þú
varst þolinmóður og gafst ekki
upp fyrr en við höfðum lært gald-
urinn. Þá varst þú afar stoltur af
okkur en ekki síður af þér sjálf-
um.
Því verður seint gleymt þegar
þú komst einn páskadagsmorgun
í heimsókn með tólf stór páska-
egg fyrir okkur fjölskylduna,
sem sló rækilega í gegn hjá okk-
ur systkinunum. Þú sagðir okkur
að þú hefðir keypt öll páskaeggin
sem voru til í búðinni og við urð-
um agndofa, okkur fannst það
stórmerkilegt og höfðinglegt.
Þegar þú áttir afmæli hafðir
þú gaman af því að bjóða okkur
fjölskyldunni út að borða á fínan
veitingastað. Þar var mikið hleg-
ið á meðan við gæddum okkur á
dýrindis kræsingum og margar
góðar minningar sköpuðust með
þér.
Það verður tómlegt án þín á
jólunum og í veislum sem þú
hafðir svo gaman af en við vitum
að þú verður með okkur í anda.
Elsku besti afi okkar, takk fyrir
allar stundirnar okkar saman, við
munum sakna þín.
Brynjar Atli, Arndís og
Kjartan Freyr Hafþórsbörn.
Árni Björn Finnsson hefur
kvatt þennan heim. Hann fékk
hægt andlát þar sem hann lést í
svefni. Það hæfði honum vel,
þessum prúða og hægláta
manni.
Árni Björn var kvæntur
Helgu systur okkar um langt
skeið og féll vel inn í fjölskyld-
una. Hann var aufúsugestur á
Hjalla og raunar hvar sem hann
kom. Hann var ólatur að grípa í
ýmis verk í sveitinni, ekki síst ef
þau hentuðu laghentum smiði
eins og hann var. Þegar þau
Helga hófu búskap átti hún litla
stúlku sem heitir Inga Dóra og
síðan eignuðust þau synina Haf-
þór og Heiðar.
Þau bjuggu alla tíð í Reykja-
vík en komu mjög oft að Hjalla
og voru einnig mjög dugleg að
ferðast um landið. Þau höfðu
gaman af tjaldútilegum og
kynntust landinu okkar vel á
þann hátt. Við eigum margar
góðar minningar úr ferðalögum
með þeim víða um landið, ekki
síst um hálendið. Árni var góður
ferðafélagi og þetta voru gæða-
stundir. Þau voru líka dugleg að
heimsækja systkinin sem
bjuggu erlendis eða úti á landi
og voru sannarlega eftirsóknar-
verðir gestir.
Árni átti við vanheilsu að
stríða árum saman. Það var mik-
il barátta og reyndi á fjölskyld-
una. Engu að síður var hann
gæfumaður á margan hátt og
börn og barnabörn voru hans
stolt og gleði. Hann naut þess að
hitta stóru fjölskylduna sína og
kunni að meta þennan mann-
vænlega hóp.
Nú er hann farinn í sumar-
landið og við biðjum honum
blessunar og sendum fjölskyldu
hans innilegar samúðarkveðjur.
Guðrún, Ragnheiður,
Hermann, Högni, Sigurður
Örn, Erlingur og Vigdís frá
Hjalla í Kjós.
Við áttum samleið með Árna í
félagsmiðstöð Bólstaðahlíðar,
ekkert mjög langa, en eftir-
minnilega! Árni stundaði fé-
lagslífið af kappi og naut þess að
vera innan um aðra. Hann sló
um sig í orði – og á borði, sagði
sögur og var mikill meistari í
gamanmálum og útúrsnúning-
um. Hann hafði gaman af að
sýna hluti og segja frá og dró þá
úr pússi sínu í tíma og ótíma.
Hjá honum leyndist allur fjand-
inn, ævagömul og falleg verk-
færi, bækur um allt mögulegt,
úrklippur og líka gripir úr hans
eigin smiðju. Hann átti það til að
skjótast burt í miðri umræðu og
birtast aftur eftir andartak með
eitthvað sem tengja mátti efn-
inu, bara si svona, eins og að hjá
honum mætti finna allt milli
himins og jarðar. Já, þannig var
hann, alltaf á ferðinni, til í að
spjalla og grínast í þeim sem
áttu leið hjá.
Okkur er sérstaklega minnis-
stæð þátttaka Árna í stofnun
smíðastofu í félagsmiðstöðinni.
Þá naut hann sín og lagði til ýmis
verkfæri, m.a. standbor, tifsög,
forláta vinkilþvingu og gamlan
úrsnarara svo eitthvað sé nefnt.
Okkur þótti við hæfi að stofan
fengi nafnið Árnastofnun, en það
leist Árna ekki á, bara alls ekki!
Nú, eins og búast mátti við mætti
hann galvaskur daginn eftir með
lausnina. „Eigum við ekki bara
að kalla hana Hosiló?“
Kæri vinur, takk fyrir sam-
fylgdina og góða ferð í þína Ho-
siló!
Albert og Bryndís.
Kveðja frá Klúbbnum Geysi
Árni Björn Finnsson gerðist
félagi í Klúbbnum Geysi um mitt
ár 2003. Árni Björn hafði strax
ákveðnar skoðanir á því hvernig
hann gæti orðið klúbbnum að liði.
Kom sér þá vel menntun hans,
þekking og reynsla við smíðar.
Hann var liðtækur félagi í við-
haldsdeildinni og kom oft með
snjallar og góðar lausnir á ýms-
um verkum sem heyrðu undir
deildina. Hann var og mjög óspar
á góð ráð og leiðbeiningar. Hann
var alltaf kátur og ágætur gleði-
gjafi. Eitt dæmi um hvernig hann
náði tengslum við fólk var að á
tímabili var hann með band-
spotta í vasanum og bauð fólki í
fuglafit. Góð leið til þess að efla
samskipti á hans einstaka gam-
ansama hátt. Árni var og glað-
sinna og ævinlega þegar hann
mætti í veislur og við tímamót
ýmiss konar í klúbbnum klæddi
hann sig upp og var hrókur alls
fagnaðar. Þó að komum hans í
Geysi hafi fækkað síðustu miss-
eri var hann ætíð léttur á fæti og
kankvís í viðmóti. Við vottum
fjölskyldu Árna Björns samúð og
óskum velfarnaðar á nýjum vett-
vangi.
Þórunn Ósk Sölvadóttir
framkvæmdastjóri
Klúbbsins Geysis.
Félagar og starfsfólk
Klúbbsins Geysis.
Endar nú dagur, en
nótt er nær,
náð þinni lof ég segi,
að þú hefur mér, Herra
kær,
hjálp veitt á þessum
degi.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Elsku amma, við þökkum fyrir
allar góðu stundirnar sem við
áttum með þér. Það er gott að
hugsa til þess að nú eruð þið afi
aftur saman. Þín verður sárt
saknað.
Þín barnabörn,
Aron Ingi, Daníel Orri,
Davíð Már, Logi Freyr,
Dagný Alda, Jón Bjartur,
Leifur, og Birta.
Amma var falleg og góð kona,
hún tók alltaf svo hlýlega á móti
manni og talaði svo fallega um
alla, en hún virtist hafa þann eig-
inleika að sjá það fallega og góða
í öllum.
Við eldri barnabörnin eigum
óteljandi minningar úr sumarbú-
staðnum, en amma og afi voru
dugleg að taka okkur með þang-
að. Við vorum alltaf að hjálpa til í
garðinum, gera beðin fín, spiluð-
Guðrún Alda
Jónsdóttir
✝
Alda fæddist
11. janúar
1942. Hún lést 24.
apríl 2022. Útförin
fór fram 11. maí
2022.
um vist eða ólsen-
ólsen og hlustuðum
á rás 1, fengum svo
heitt kakó og fóta-
bað áður en við fór-
um í háttinn.
Amma var ótrú-
lega dugleg í hönd-
unum, en hún
kenndi mér að
hekla og prjóna og
svo stytti hún buxur
eða lagaði þegar
þess þurfti, alltaf boðin og búin.
Mér fannst líka ekkert skemmti-
legra en þegar hún kom færandi
hendi með eitthvað sem hún
hafði prjónað á barnabarnabörn-
in sín.
Maður gat alltaf komið svang-
ur í heimsókn til ömmu því það
var bókað mál að ef hún væri
ekki búin að baka vöfflur, þá
myndi hún bjóða upp á a.m.k.
þrjár sortir af smákökum, ein-
hverja köku og diet-kók. Svo
laumaði hún alltaf aur í lófann og
sagði manni að kaupa sér eitt-
hvað fallegt áður en maður fór.
Amma bakaði langbestu
pönnukökurnar og var með
leyniuppskrift að rækjusalati.
Amma og afi áttu flottasta
myndaherbergi landsins – en
amma var dugleg að óska eftir
myndum af öllum í fjölskyldunni,
ég held ég hafi farið þangað inn í
hverri einustu heimsókn bara til
að sjá og rifja upp góðar minn-
ingar.
Elsku dásamlega amma mín,
ég kveð þig nú með söknuði og
ég er þakklát fyrir að hafa átt þig
sem ömmu.
Hvíldu í friði.
Eva Rut.
✝
Sigrún Hall-
grímsdóttir
fæddist í Reykjavík
26. desember 1948.
Hún lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi
23. apríl 2022.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Snæ-
rún Halldórsdóttir,
f. 9. janúar 1922, d.
4. október 1970, og
Hallgrímur Halldórsson, f. 19.
maí 1910, d. 30. júní 1996.
Systir hennar er Valgerður, f.
8. ágúst 1961, gift Torfa Dan
Sævarssyni.
Eiginmaður Sigrúnar var
unum með fyrrverandi eig-
inmanni sínum. Á sínum yngri
árum dvaldi hún einnig töluvert
í Noregi við nám og störf. Hún
lauk kennaraprófi frá Kenn-
araskóla Íslands 1972 og kenndi
m.a. við Austurbæjarskóla,
Barnaspítala Hringsins og
Heyrnleysingjaskólann og starf-
aði einnig hjá Styrktarfélagi
lamaðra og fatlaðra, sérdeild
Múlaborgar, sumarbúðum
KFUM og KFUK og við leik-
skóla og heimilishjálp.
Í fjölda ára átti hún við van-
heilsu að stríða en með þraut-
seigju, jákvæðni og lífsgleði
naut hún lífsins eins og hægt
var.
Útför Sigrúnar fer fram frá
Digraneskirkju í dag, 12. maí
2022, klukkan 13.
Hlekkir á streymi:
https://tinyurl.com/2hj2upfn
https://www.mbl.is/andlat
Bryan A. Smith Jr.,
f. 29. maí 1954.
Börn þeirra eru: 1)
Bryan Allen, f. 6.
júní 1982, kvæntur
Nelly Nguyen, dótt-
ir þeirra er El-
isabeth Rökkurdís
Mai, f. 4. júní 2020.
2) Halla Marie, f.
24. janúar 1984,
gift Antoni Rafni
Ásmundssyni, dótt-
ir þeirra er Sigrún Rós, f. 4.
febrúar 2022. Sigrún og Bryan
skildu.
Sigrún bjó mestan hluta ævi
sinnar í Reykjavík en bjó um
nokkurra ára skeið í Bandaríkj-
Litfríð og ljóshærð
og létt undir brún,
handsmá og hýreyg
og heitir Sigrún.
(Jón Thoroddsen)
Þegar ég var lítil stelpa þá
fannst mér að þetta ljóð hlyti að
hafa vera samið um Sigrúnu
systur mína og fannst alveg ótrú-
lega flott að eiga svona ljóð með
nafninu sínu. Ljóðið lýsir líka lít-
illi telpu sem í mínum huga var
alveg eins og litla stelpan sem ég
dáðist svo oft að á stóru handlit-
uðu ljósmyndinni sem hékk upp
á vegg heima á Grettisgötunni,
litlu fínlegu og fallegu ljóshærðu
stúlkuna í pífukjólnum með stóru
slaufuna í hárinu – Sigrúnu stóru
systur mína.
Á milli okkar systra voru tæp
13 ár og með komu minni rættist
langþráður draumur hennar um
systkini. Aðeins ríflega tvítug
stóð hún hins vegar frammi fyrir
því hlutskipti að verða að ein-
hverju leyti uppalandi minn, litlu
9 ára systur sinnar, þegar móðir
okkar dó og pabbi okkar veiktist
alvarlega. Sigrún sem alltaf hafði
verið lítil og barnsleg var þar
komin í fullorðinshlutverk sem
hún hafði ekki óskað eftir að taka
að sér. Hún minnkaði við sig
námið í Kennaraskólanum og
gerði heiðarlega tilraun til að líta
fullorðinslega út til að mæta á
foreldrafundi – túperaði hárið,
setti á sig varalit og fór í poplín
kápu. Næstu árin var litla systir
ansi oft í fylgd með stóru systur.
Hvert sem hún fór var hún tilbú-
in að hafa mig með, hvort sem
það var að hitta vini eða annað
og aldrei gat ég fundið annað en
hún gerði það með glöðu geði.
Hún var stolt og hreykin af litlu
systur – ást hennar til mín var
skilyrðislaus og þannig var það
alla tíð. Í henni átti ég einn minn
albesta stuðningsmann og aðdá-
anda. Alltaf var hún til staðar
fyrir mig og mína og ávallt tilbú-
in að rétta fram hjálparhönd og
aðstoð þegar þörf var á. Alltaf
hvatti hún mig og mína til dáða
og dáðist að og gladdist innilega
með okkur á gleðistundum – öf-
undaði aldrei. Þessi litla kona var
þarna alltaf; kjörkuð, keik og
tilbúin fyrir mig og mína þó lífið
og heilsan hafi oft gert tilraun til
að brjóta hana niður.
Sigrún systir mín var sann-
kölluð hvunndagshetja og hefði
sannarlega átt skilið orðu fyrir
hvernig hún tókst á við lífið. Hví-
lík seigla sem einkenndi þessa
lágvöxnu elsku. Í gegnum árin
fékk hún mikið magn af lífsins
þrautum til að glíma við – erf-
iðleika sem flestir myndu hafa
guggnað undan. Bjartsýni henn-
ar, lífsgleði, þrjóska og þraut-
seigja og að ég tali nú ekki um
hennar sterkustu bandamenn og
mestu auðæfi, börnin hennar tvö
Bryan Allen og Halla Marie,
voru lykill að því að finna lausnir
þannig að henni tókst að standa
keik og berjast við hverja þraut-
ina á fætur annarri. Þessi litla
kona var í raun ótrúlega stór og
sterk og magnað hvernig henni
tókst alla tíð að halda í jákvæðni
og andlega reisn. Hún elskaði líf-
ið og fólkið sitt og naut þess
smáa og fallega. Umvafin fólkinu
sínu sofnaði elsku systir mín
svefninum langa þrotin kröftum
en þakklát og full tilhlökkunar
þess að fara á fund Guðs síns.
Sofðu, mín Sigrún,
og sofðu nú rótt;
guð faðir gefi
góða þér nótt!
(Jón Thoroddsen)
Valgerður Hallgrímsdóttir.
Mörg látlaus ævin lífsglaum fjær,
sér leynir einatt, góð og fögur,
en Guði er hún allt eins kær,
þótt engar fari af henni sögur.
(Steingrímur Thorsteinsson)
Elskuleg frænka mín Sigrún
Hallgrímsdóttir er fallin frá.
Við Sigrún vorum bundnar
traustum fjölskylduböndum í
móðurætt. Ömmur okkar, þær
Jóhanna og Valgerður, voru ætt-
aðar frá Tálknafirði. Þegar Jó-
hanna lést frá fjórum ungum
börnum opnuðu systur hennar,
sem voru fátækar ekkjur með
full hús barna, faðminn og heim-
ili sín fyrir systurbörnum sínum.
Þannig æxlaðist það að Halldóra
móðir mín var yfir vetrartímann
fram á fullorðinsár til heimilis
hjá Valgerði móðursystur sinni. Í
æsku tengdust þær systradætur,
Halldóra og Snærún, móðir Sig-
rúnar, því ævarandi vináttubönd-
um.
Þegar ég man fyrst eftir mér
þá var mikill samgangur milli
fjölskyldna okkar Sigrúnar. Hún
bjó með foreldrum sínum og Val-
gerði litlu systur sinni á Grett-
isgötunni og mín fjölskylda bjó á
Leifsgötu. Sigrún var fimm árum
eldri en ég og mikil fyrirmynd
fyrir litla frænku. Ég leit mjög
upp til hennar og fannst hún
bera af öðrum stúlkum, bæði fal-
leg og góð, heiðarleg og sann-
gjörn.
Þrátt fyrir að mestan hluta
fullorðinsáranna hafi Sigrún átt
við heilsubrest að stríða þá átti
hún gott og kærleiksríkt líf.
Hennar lán voru börnin hennar
Bryan Allen og Halla Marie sem
voru stolt hennar og yndi. Þegar
Sigrún lést höfðu tvær litlar
stúlkur bæst við fjölskylduna.
Þær munu alast upp við sögur af
æðruleysi og ástríki ömmu sinn-
ar. Sigrún hafði einlæga trúar-
sannfæringu og lifði lífi sínu
samkvæmt boðskap kristninnar.
Hún var hreinlynd og sönn
manneskja sem veitti samferð-
armönnum sínum ljós og birtu.
Ég votta aðstandendum Sig-
rúnar, þeim Bryan, Höllu, Val-
gerði og fjölskyldum, innilega
samúð mína.
Guð blessi minningu Sigrúnar
Hallgrímsdóttur.
Jóhanna Einarsdóttir.
Sigrún
Hallgrímsdóttir