Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 62
62 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2022
Ítalski stórtenórinn Andrea Bocelli
heldur tónleika í Kórnum í Kópavogi
21. maí næstkomandi og verða það
fjölmennustu sitjandi tónleikar sem
haldnir hafa verið hér á landi. Með
Bocelli kemur fram 70 manna sin-
fónuhljómsveit SinfoniaNord, kór frá
Söngsveitinni Fílharmóníu og sér-
stakir gestir, þeirra á meðal söng-
konan Jóhanna Guðrún.
Morgunblaðið sendi af því tilefni
nokkrar spurningar til Bocellis og
svaraði hann þeim góðfúslega.
Rétti tíminn runninn upp
– Hvernig hafa Covid-árin verið
fyrir þig með öllum sínum aflýs-
ingum og samkomuhömlum? Tón-
leikunum á Íslandi hefur til dæmis
verið frestað oftar en einu sinni …
„Í hvert sinn sem ég hugsa um það
ónæði sem þetta ástand hefur orsak-
að þá hef ég orðið miður mín, sér-
staklega vegna áheyrenda sem hafa
fylgt mér með velvild sinni og eru til-
búnir að eyða tíma og peningum í að
koma á tónleika hjá mér. En núna er
rétti tíminn runninn upp, ég er
hrærður og mun reyna að gera mitt
besta til að standa undir væntingum.
Eins og svo margir aðrir hef ég fund-
ið mikið fyrir því langa hléi sem varð
vegna neyðarráðstafananna. Ég
saknaði þessa beina sambands sem
myndast þegar maður stendur
frammi fyrir áheyrendum, ég sakn-
aði faðmlaga frá fólki, líkamlegs
raunveruleika sem er sannur – eins
og ég segi alltaf – það er ekki hægt
að upplifa sömu tilfinningu í gegnum
tölvuskjá. Tengingin við áheyrendur
er grundvallaratriði fyrir mig, og ég
nota hana líka til að þakka beint öll-
um þeim, um allan heim, sem hafa
fylgt mér af tryggð og væntumþykju
í mörg ár. Það sem gerðist í byrjun
2020 framkallaði sár sem skilja eftir
ör sem við munum bera lengi. Heim-
urinn hefur þörf fyrir að byrja aftur
að áforma, að skapa menningu og að
sækja listviðburði, finna aftur traust-
ið, vonina og sjálfsvitundina. Þetta
eru skilaboðin sem mig langar til að
koma á framfæri í gegnum sönginn,“
svarar Bocelli.
Dæmigerð fyrir ítalska tenóra
– Gætirðu sagt lesendum frá efnis-
skránni sem þú munt flytja á Íslandi,
lagavalinu og hvers vegna þú valdir
lögin og hvað geri þau sérstök fyrir
þér?
„Þetta verða tónleikar sem taka
mið af rödd minni (efnisskráin er
dæmigerð fyrir ítalska tenóra) en ég
mun einnig flytja vinsælar ballöður
og lög af nýjustu plötunum mínum. Í
fyrri hlutanum munum við flytja arí-
ur og dúetta úr sinfóníum og kór-
verkum sem eru sótt í meistaraverk
óperunnar eftir Vincenzo Bellini,
Giuseppe Verdi, Giacomo Puccini en
einnig eftir Charles Gounod,
Georges Bizet og fleiri […] mjög
fræg verk sem mér þykir afar vænt
um eins og „La donna é mobile“ úr
Rigoletto, „Di quella pira“ úr Il
Trovatore og drykkjulagið úr La
Traviata. Í síðari hluta dagskrár-
innar verða flutt nokkur napólísk
sönglög, sem hlýja öllum um hjarta-
rætur óháð því á hvaða breiddar-
gráðu við erum en einnig verður flutt
popptónlist sem almenningur tengir
við mig og býst við að heyra flutta af
mér (og það verður ánægjulegt að
verða við því).“
Fjöldi laga af Believe
– Muntu líka kynna lög sem þú
hefur hljóðritað á síðastliðnum árum
eða mánuðum, er kannski plata
væntanleg?
„Á tónleikunum verður enginn
skortur á lögum af nýjustu plötunni
minni Believe sem er uppskera þess-
ara flóknu ára: mig langaði til að búa
til tilfinningalegt ferðalag í gegnum
margvíslega tónlist án landamæra,
tíma eða tegundar, en sem getur,
óháð trúarskoðunum, gefið æðru-
leyssistund og áminningu um tilvist
sálarinnar. Hvað varðar komandi
plötur, þá eru þrjár óperuuppfærslur
að koma út á stafrænu formi hjá
UMG (Universal Music Group) á
næstu vikum. Lucia di Lammer-
moor, La forza del destino, Óþelló …
þetta eru ódauðleg meistaraverk
ítalskrar óperu sem ég hef viljað
reyna við síðustu ár, þetta eru sann-
færandi frásagnir sem segja frá hinni
eilífu baráttu milli góðs og ills, sem
sigra og vekja spennu þökk sé hinum
forna og mjög nútímalega upphafna
„veruleika“ sem lýrísk ópera er.
Hvað poppið varðar þá er plata í
smíðum með ýmsu sem ekki hefur
heyrst áður og kemur á óvart en hún
ætti að koma út 2023,“ svarar Bocelli.
Ekkert varir að eilífu
– Að vera klassískur söngvari er
bæði krefjandi líkamlega og andlega,
að syngja í stórum sölum eða tón-
leikahöllum. Hver er lykillinn að því
að endast svo lengi sem einn fremsti
tenórsöngvari heims?
„Ekkert varir að eilífu: ég hugsa
alvarlega um þann möguleika að dag
einn þegar ég vakna muni ég ekki
lengur vera með þau raddgæði sem
ég hef þjálfað og haldið við í mörg ár.
Það væri þá rétti tíminn til að hætta.
En ég held áfram á meðan ég hef
nægan styrk og Guð leyfir. Vænt-
ingar áhorfenda aukast með árunum
og þá vex líka spennan hjá mér, sem
er knúin áfram af viljanum til að
standa mig vel. Ég held að það séu
lögmæt viðhorf, þegar maður ber
virðingu fyrir tónlistinni og áheyr-
endunum. Það hefur bjargað mér að
hafa alltaf hreina samvisku og gera
það sem á mínu valdi stendur til að
vera tilbúinn, bæði líkamlega og
raddlega á hverjum tónleikum. Til að
stilla röddina þarf aga, stjórn og
þrautseigju. Það er ekki til neitt
leyndarmál: söngurinn krefst mjög
mikils aga, í líkingu við það sem
íþróttafólk þarf að gera til að ná
árangri. Í upphafi ferils bætir ungur
aldur yfirleitt fyrir reynsluleysið.
Með auknum þroska verður áhættan
smám saman meiri, því án virkilega
traustrar tækni þá er það röddin
sjálf sem er í hættu. Ég menntaði
mig, ég æfði mig og ég hef reynt að
nýta mér þau dýrmætu ráð sem
Luciano Pavarotti gaf mér, og ég
verð að segja að það hefur virkað
hingað til; ég hef meira að segja á
auðveldan hátt náð háu tónunum,
sem ég gerði ekki þegar ég var
yngri.“
Hver dagur og hver áskorun
minnisstæð og einstök
– Þegar þú lítur yfir ferilinn hverj-
ir myndirðu þá segja að hafi verið há-
punktarnir og minnisstæðustu
augnablikin?
„Án þess að ætla að verða til-
gerðarlegur þá ítreka ég sannfær-
ingu mína um það að hver dagur og
hver áskorun sé á sinn hátt minnis-
stæð og einstök. Allir tónleikar eru
mikilvægir, hvert svið heillar mig
hvort sem það er í stóru leikhúsi, í
tónleikahöll með tuttugu þúsund
sætum, á sjúkradeild á spítala eða í
leikfimisal í skóla. Auðvitað eru at-
burðir og aðstæður sem vega þyngra
en aðrir – líka í fjölmiðlum, eins og
þegar ég kom fyrst fram í Metropo-
litan í New York eða tónleikarnir í
Central Park. En ég er sannfærður
um að hver starfsferill sé eins og hús,
búinn til úr mörgum múrsteinum,
þar sem hver og einn hefur eitthvað
ákveðið hlutverk. Ómissandi og svo
sannarlega eftirminnilegt.“
Spenntur og hamingjusamur
– Hlakkarðu til þess að heimsækja
Ísland aftur og syngja með íslensku
söngkonunni, Jóhönnu?
„Ég er mjög hrifinn af því að koma
fram á sviði á Íslandi með mikil-
vægum gestum eins og popp-
söngkonunni Jóhönnu, sópran-
söngkonunni Mariu Aleida og
fiðluleikaranum Anastasiyu Petr-
ishak. Eftir nokkra daga hittumst við
í Reykjavík og höldum upp á feg-
urðina, mátt ástarinnar og sjálft lífið
í gegnum tónlistina, sem er falleg-
asta og mesta gjöfin.“
Bjó til tilfinningalegt ferðalag
- Hinn heimskunni tenórsöngvari Andrea Bocelli heldur tónleika í Kórnum eftir rúma viku, 21. maí
- „Allir tónleikar eru mikilvægir, hvert svið heillar mig hvort sem það er í stóru leikhúsi, í tónleika-
höll með tuttugu þúsund sætum, á sjúkradeild á spítala eða í leikfimisal í skóla,“ segir Bocelli
Ljósmynd/Giovanni De Sandre
Eftirvænting „Ég er spenntur og hamingjusamur og hef beðið eftir þessum viðburði með eftirvæntingu,“ segir Andrea Bocelli um tónleika sína á Íslandi.
SÉRBLAÐ
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
Fjallað er um
tískuna 2022
í förðun, snyrtingu,
útliti og fatnaði auk
umhirðu húðarinnar,
heilsu, dekur o.fl.
SMARTLAND
BLAÐIÐ
Kemur út 20. maí
– meira fyrir lesendur
AUGLÝSENDUR ATHUGIÐ