Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 58
58 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2022
40 ÁRA Egill er fæddur í Düsseldorf í Þýska-
landi en kom heim til Íslands átta ára og ólst
upp í Hafnarfirði. Hann er sjúkraþjálfari að
mennt og vinnur hjá Sjúkraþjálfun Garða-
bæjar. Hann sinnir einnig sjúkraþjálfun hjá
kvennaliði Þróttar í knattspyrnu og verkefnum
á vegum Golfsambands Íslands.
FJÖLSKYLDA Maki Egils er Björk Gunnars-
dóttir, f. 1986, lyfjafræðingur hjá Teva. Synir
þeirra eru Emil, f. 2014, Leó, f. 2017, og Nói, f.
2019. Foreldrar Egils eru Atli Eðvaldsson, f.
1957, d. 2019, knattspyrnumaður og þjálfari, og Steinunn Guðnadóttir, f.
1955, íþróttakennari og rithöfundur. Hún er búsett í Hafnarfirði.
Egill Atlason
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Rómantíkin ræður ríkjum þessa
dagana og þú ert í sjöunda himni því allt
virðist ætla að ganga upp hjá þér. Þú
stendur traustum fótum í tilverunni.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þú átt margan greiðann inni og þeir
eru margir sem eru boðnir og búnir til að
rétta þér hjálparhönd. Það gengur hvorki
né rekur í ástarmálunum, en um mitt sum-
ar dregur til tíðinda.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þig langar til að kaupa þér eitt-
hvað sérstakt. Ekki gleyma að hlaða batt-
eríin, þér veitir ekki af því. Fram undan er
fjörugt sumar.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Smá hlé á þéttri dagskrá þinni gef-
ur þér tíma til að dreyma, hugsa og plana
uppákomu í náinni framtíð. Margar hendur
vinna létt verk.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú einbeitir þér að stóru myndinni í
stað þess að tapa þér í smáatriðunum –
svona eins og þroskað fólk gerir. Einhver er
á biðilsbuxunum í kringum þig.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Það er nú einu sinni svo að stund-
um þarf að gera fleira en gott þykir. Skipu-
lagning er lykilorðið í þínu lífi fram á haust.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Græddur er geymdur eyrir, það veist
þú manna best. Margt smátt gerir nefni-
lega eitt stórt. Einhverjar glæður leynast í
gömlu ástarsambandi.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Stundum getur reynst erfitt
að taka ákvörðun þótt mikið magn upplýs-
inga liggi fyrir. Það kemur dagur eftir þenn-
an dag, taktu það rólega.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Þú verður fyrir vonbrigðum
með náinn vin. Þú færð grænt ljós á fram-
kvæmdir og lætur ekki segja þér það tvisv-
ar.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Samskipti við vinnufélaga batna
umtalsvert á næstunni. Leyfðu rómantík-
inni að blómstra í lífi þínu. Vertu bjart-
sýn/n, það fer allt vel.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Tímabundnir erfiðleikar í einka-
lífinu reyna á styrk þinn og staðfestu. Léttu
á hjarta þínu við vin sem þú getur treyst.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Það er allt í lagi að vera stundum á
alvarlegu nótunum en of mikið má af öllu
gera. Einhver vefur þér um fingur sér.
bókmenntasögu, bæði í greinum og
bókum. Landnám – Ævisaga Gunn-
ars Gunnarssonar er helsta verkið,
en það kom út árið 2011. Hann var
ari og aðjúnkt við hugvísindasvið til
ársins 2015 þegar hann var ráðinn
lektor í íslenskum bókmenntum.
Jón Yngvi hefur skrifað mikið um
J
ón Yngvi Jóhannsson fædd-
ist 12. maí 1972 á Selfossi,
en móðir hans var þá til
heimilis hjá foreldrum sín-
um í Vorsabæ á Skeiðum.
„Fyrstu árin var ég heilmikið þar,
en aðalheimili okkar mæðgina var
þó Húsmæðraskólinn á Varmalandi
þar sem ég bjó fyrstu fjögur ár æv-
innar. Það voru nokkuð sérkenni-
legar aðstæður fyrir ungan dreng að
alast þannig upp í algerum kvenna-
heimi.“
Þegar Jón Yngvi var fjögurra ára
fluttust mæðginin vestur til Bolung-
arvíkur og nokkrum árum seinna til
Ísafjarðar. Þar bjó Jón Yngvi að
mestu til tvítugs. „Mamma var þá
komin í sambúð við Einar Val Krist-
jánsson yfirkennara og æskuheim-
ilið var á Hjallavegi 1 þar sem við
bjuggum ásamt börnum hans. Á
sumrin var ég þó alltaf í sveit hjá
ömmu og afa í Vorsabæ.“
Á Ísafirði var Jón Yngvi virkur í
margvíslegu félagsstarfi og íþrótt-
um. „Ég var sæmilega efnilegur
skákmaður, en hætti að stunda það
sport um tólf ára aldurinn og hefur
ekki farið fram síðan. Ég var líka
mjög virkur í skátunum og lærði
margt um kennslu þegar ég varð
sveitarforingi 15 ára gamall. Það má
eiginlega segja að ég hafi verið að
kenna síðan. Eftir skátana tók við
þjálfun ræðuliða, bæði fyrir grunn-
skóla og framhaldsskóla, og síðan
kennsla í háskóla.“
Jón Yngvi gekk í Barnaskólann á
Ísafirði og byrjaði nám í Mennta-
skólanum á Ísafirði en söðlaði um
eftir eitt og hálft ár og fór í Mennta-
skólann við Hamrahlíð. Þaðan út-
skrifaðist hann sem stúdent vorið
1992. Hann hóf nám í almennri bók-
menntafræði og íslensku við Há-
skóla Íslands haustið 1992 og síðan
hefur skólinn verið hans vettvangur
með stuttum hléum.
Samhliða meistaranáminu hóf Jón
Yngvi störf við Háskóla Íslands á
Stofnun Sigurðar Nordals árið 1997.
Tveimur árum seinna lá leiðin til
Kaupmannahafnar í framhaldsnám.
Hann kenndi í fyrsta sinn við Há-
skóla Íslands meðan hann var enn í
meistaranámi, var svo stundakenn-
líka einn af höfundum Íslenskrar
bókmenntasögu IV og V sem komu
út árið 2006 og verksins Íslenskar
bókmenntir – Saga og samhengi
sem kom út árið 2021. „Sem rithöf-
undur tók ég hliðarspor árið 2017 og
gaf út matreiðslubókina Hjálp,
barnið mitt er grænmetisæta! Mat-
argerð hefur verið áhugamál og
ástríða frá því ég var unglingur.
Það áhugamál sem hefur fylgt
mér lengst er þó golfið. Föðurafi
minn var frábær kylfingur og
kenndi mér að halda á golfkylfu. Ég
spilaði keppnisgolf á unglingsárum,
með litlum árangri en af töluverðum
áhuga. Golfsettið fór inn í geymslu
þegar ég byrjaði í háskóla og þar var
það í tólf ár. Núna er ég félagi í Golf-
klúbbnum Setbergi, sem er
skemmtilegasti golfklúbburinn á
höfuðborgarsvæðinu. Fyrir nokkr-
um árum tókst mér að draga konuna
mína með mér í golf og við spilum
mikið saman. Ég tek líka virkan þátt
í karlastarfi klúbbsins og einn
stærsti kosturinn við að verða fimm-
tugur er að verða tækur í +50 sveit
klúbbsins í Íslandsmóti golfklúbba.
Forgjöfinni reyni ég að halda í eins
stafs tölu!“
Jón Yngvi Jóhannsson, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands – 50 ára
Fjölskyldan Frá vinstri: Jón Yngvi, Silja, Vala, Steinunn og Sigþrúður.
Frá húsmæðraskóla í HÍ
Golfarinn Jón Yngvi staddur
á heimavelli í Setbergi.
Strákarnir Jón Yngvi með
afastrákinn Eyvind Yngva.
Guðbjörg Hólmfríður
Harðardóttir, Guðrún
Vala Rúnarsdóttir,
Snædís Unnur
Sigurpálsdóttir og
Hreindís Anna
Stefánsdóttir söfn-
uðu dósum til styrkt-
ar Úkraínu og afhentu
Rauða krossinum við
Eyjafjörð afrakstur-
inn, 22.720 krónur.
Rauði krossinn þakk-
ar þeim kærlega fyrir
þetta framlag í þágu
mannúðar.
Tombóla
Til hamingju með daginn
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
stalogstansar.is
VARAHLUTIR Í
KERRUR
2012
2021