Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 52
52 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2022
✝
Benedikt Þór
Valsson þjóð-
hagfræðingur
fæddist í Reykjavík
22. september
1952. Hann lést á
heimili sínu 28. apr-
íl 2022.
Foreldrar hans
voru Valur Jónsson
sjómaður, f. 6.
ágúst 1923, d. 16.
des. 1979 og Jónína
Vilborg Þorbjörnsdóttir, f. 15.
sept. 1927, d. 23. feb. 2009.
Systkini Benedikts: Þórdís
Hildur, f. 1 mars 1946; Friðlín, f.
25. júlí 1951; Jóna Vala, f. 2 maí
1954; Jón Haukur, f. 9. júní
1955; Eyjólfur, f. 5. jan. 1957;
Sverrir, f. 22. nóv. 1957; Örn, f.
21 jan. 1963; Ína, f. 19 des. 1965;
Ída, f. 19 des. 1965; Edvarð Þór,
f. 29 jan. 1967.
Hólmgrímsdóttir, f. 17.6. 1978,
sonur þeirra er Birkir Þór. Son-
ur Inga og Hönnu Láru Schev-
ing er Lárus. 4. Eydís, f. 28.8.
1984, heilbrigðisritari, sam-
býlismaður Þorvaldur Örn
Valdimarsson, f. 15.12. 1981,
synir þeirra eru Benedikt Freyr
og Valdimar Ingi.
Benedikt fæddist í Reykjavík
og ólst þar upp. Hann lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum
við Hamrahlíð 1979. Þá stundaði
hann nám við Háskólann í
Gautaborg í Svíþjóð og útskrif-
aðist þaðan með M.Sc. í þjóð-
hagfræði 1985. Hann vann sem
hagfræðingur hjá Þjóðhags-
stofnun, framkvæmdastjóri Far-
manna- og fiskimannasam-
bandsins, hjá
fjármálaráðuneytinu, Icebank
og að lokum hjá Sambandi ís-
lenskra sveitarfélaga. Hann var
í stjórnum ýmissa félaga jafn-
framt því að vinna sem hagfræð-
ingur. Auk þess skrifaði hann
greinar í blöð og tímarit.
Útför Benedikts fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 12. maí
2022, klukkan 13.
Benedikt giftist
19. mars 1974 Þur-
íði Ingunni Niku-
lásdóttur, f. 31. des.
1951, lífeindafræð-
ingi. Foreldrar
hennar voru Niku-
lás Einarsson, f. 11.
mars 1908, d. 4. júlí
1973 og Inga Dag-
mar Karlsdóttir, f.
15. apríl 1913, d.
25. feb. 2018. Þur-
íður og Benedikt skildu að borði
og sæng 2016.
Börn Benedikts og Þuríðar
eru: 1. Eyþór, f. 30.4. 1971, hag-
fræðingur, sambýliskona Guð-
rún Finnborg Guðmundsdóttir,
f. 20.4. 1972. Dóttir þeirra er
Hildur Lilja. 2. Brynjar Nikulás,
f. 21.12. 1973, viðskiptafræð-
ingur. 3. Ingi Valur, f. 2.4. 1978,
kerfisstjóri, maki Guðrún Edda
Elsku pabbi minn. Ég kveð
þig með miklum söknuði en
einnig með þakklæti í hjarta
fyrir allt sem þú hefur gert fyr-
ir mig og allar góðu minning-
arnar sem því fylgja. Sem elsti
sonurinn í stórum systkinahópi
lærðir þú fljótt að koma þér
áfram í lífinu, að standa á eigin
fótum með dugnaði og áræði.
Þú varst ekki orðinn tvítugur
þegar ég kom í heiminn. Fjöl-
skylda þín stækkaði og það var
í nógu að snúast. En þrátt fyrir
það, með mömmu til stuðnings,
gastu klárað háskólanám með
bestu einkunn. Þú áttir farsæl-
an starfsferil og starfaðir sem
hagfræðingur allt til dauða-
dags. Þú varst ekki bara pabbi
minn heldur líka góður félagi.
Það var alltaf hægt að leita til
þín og fá góðar ráðleggingar
eða bara fyrir skemmtilegt
spjall. Það er margt sem þú
hefur kennt mér um lífið, sem
mun alltaf fylgja mér. Við fór-
um saman í nokkur ferðlög sem
ég mun geyma í minningum
mínum. Það var mér mjög dýr-
mætt að hafa þig með til Te-
nerife um sl. jól þar sem þú
naust þín svo vel. Ekki hafði þá
hvarflað að mér hvað þú ættir
stutt eftir af þessu lífi. Hvíl í
friði, elsku pabbi minn. Minn-
ing þín lifir.
Þinn sonur,
Eyþór.
Síðastliðin þrettán ár var
Benedikt hluti af sex manna
samhentum hópi á kjarasviði
Sambands íslenskra sveitarfé-
laga. Í krefjandi verkefnum
sviðsins er góð samvinna, sam-
heldni og vinátta starfsmanna
lykilatriði. Í þeirri samvinnu
var Benedikt ekki endilega sá
sem hafði hæst í hópnum, en
þegar hann talaði þá hlustuðu
allir og hans framlag í vinnu
hópsins var alltaf mikils metið.
Áratuga reynsla hans, yfir-
burða þekking og fagmennska
einkenndi öll hans vinnubrögð
og var ómetanleg inn í starf
sviðsins. Benedikt hafði einnig
einstaklega skemmtilegan húm-
or og átti til að lauma út úr sér
gullkornum með bliki í auga
þegar minnst varði.
Vegna aldurs voru starfslok
Benedikts fyrirhuguð seinna á
þessu ári. Hann var fullur eft-
irvæntingar að ná þeim tíma-
mótum og talaði um að hann
hlakkaði mikið til að geta eytt
meiri tíma með fjölskyldu sinni
og í önnur hugðarefni.
Búið er að ráða eftirmann
Benedikts og var ætlunin að
þeir næðu að vinna saman í
nokkra mánuði áður hann léti
af störfum. Benedikt lagði
mikla áherslu á að setja nýjan
mann vel inn í starfið sitt og
var að undirbúa móttöku hans
af jákvæðni og áhuga.
Það var okkur mikið áfall
þegar við fengum fréttir af and-
láti Benedikts. Við sitjum eftir
með þungt hjarta og syrgjum
góðan vin og starfsfélaga.
Við vottum fjölskyldu hans
okkar dýpstu og innilegustu
samúð á þessari erfiðu stundu.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(úr Hávamálum)
Inga Rún Ólafsdóttir,
Berglind Eva Ólafsdóttir,
Bjarni Ómar Haraldsson,
Ellisif Tinna Víðisdóttir og
Margrét Sigurðardóttir.
Starfsfólk Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga og Lána-
sjóðs sveitarfélaga ákvað að
fara í utanferð til samveru og
skemmtunar. Borgin Split í
Króatíu var valin. Farið var 28.
apríl sl. Benedikt ætlaði að taka
þátt en skömmu fyrir brottför
tilkynnti hann um forföll vegna
veikinda. Að kvöldi næsta dags
bárust okkur svo þau sorgartíð-
indi að Benedikt hefði fallið frá.
Það var mikið áfall fyrir okkur
samstarfsfélaga hans.
Benedikt tók við starfi hag-
fræðings á kjarasviði sambands-
ins árið 2009. Hann hafði mikla
þekkingu á sviði fjármála og
hagfræði og sinnti vinnu sinni af
alúð og fagmennsku. Hann var
raunsær, hlutlægur, réttsýnn og
nákvæmur. Hann hafði góða
nærveru, var hlýlegur og vina-
legur. Í kjölfar bankahrunsins
þurfti sambandið að vera í mikl-
um samskiptum við erlenda sér-
fræðinga, sérstaklega frá Al-
þjóðagjaldeyrissjóðnum. Þá kom
sér svo sannarlega vel að geta
notið þekkingar og þátttöku
Benedikts í umræðunni. Hann
var alltaf vel undirbúinn og
ótrúlegt var hvað hann hafði
náð að kynna sér af innlendu
sem erlendu efni fyrir fundina.
Eins og samstarfsfólk Bene-
dikts veit var hann almennt
mjög hæglátur og ræddi lítið
sín persónulegu málefni. En
Benedikt var tilbúinn að ræða
ýmislegt annað. Ég kynntist
þeirri hlið hans vel. Þannig hef-
ur málum verið háttað að Bene-
dikt, ég og Jóhannes Jóhann-
esson, vinnufélagi okkar,
höfðum þá ófrávíkjanlegu reglu
að mæta í morgunkaffi ná-
kvæmlega klukkan tíu. Sam-
starfsfólk okkar hefur getað
stillt klukkuna eftir því. Við
settumst alltaf við sama borð
og hófum að spjalla um lands-
ins gagn og nauðsynjar. Bene-
dikt var ótrúlega fróður á
mörgum sviðum. Hann var víð-
lesinn og það kom varla upp
það umræðuefni sem Benedikt
hafði ekki góða þekkingu á.
Hann var þó sérstaklega vel að
sér í heimssögunni, stjórn-
málaþróuninni, landafræði, hag-
fræði og listum. Í samtölunum
hafði hann oftast svörin og út-
skýringarnar á reiðum höndum.
Ef ekki sendi hann okkur upp-
lýsingar um málin í tölvupósti
stuttu eftir kaffitímann og
bætti þá oft við einhverju
spaugilegu er tengdist um-
ræðunni. Benedikt var nefni-
lega lymskulega glettinn og í
honum leyndist lítill stríðnis-
púki.
Við samstarfsfólk Benedikts
munum sakna hans mikið. Lífið
er oft svo skemmtilegt en
stundum svo sorglegt. Guð gef-
ur og Guð tekur. Við vitum það
öll og fáum litlu um það ráðið.
Stundum erum við tilbúin, en
aldrei þegar kallið kemur svona
óvænt. Þannig er það með
Benedikt okkar góða vinnu-
félaga sem svo skyndilega var
tekinn frá okkur. Falleg minn-
ing um hann mun ylja okkur
um hjartarætur. Minning um
sterkgáfaðan, velviljaðan sóma-
mann. Ég er þakklátur fyrir að
hafa notið þeirrar gæfu að hafa
kynnst Benedikt Valssyni. Fyr-
ir hönd okkar allra vinnufélag-
anna votta ég fjölskyldu Bene-
dikts okkar innilegustu samúð.
Karl Björnsson, fram-
kvæmdastjóri Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga.
Benedikt Þór
Valsson
✝
Jóna Lilja
Marteinsdóttir,
áður húsmóðir í
Holtsmúla, fæddist
á Herríðarhóli í
Ásahreppi 20.
september 1931.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu Ási
27. apríl 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Marteinn
Stefánsson og
Halldóra Sæunn Salóme Jóns-
dóttir.
Jóna giftist 10.
apríl 1955 Ásgeiri
Ósmann Valde-
marssyni frá Æg-
issíðu á Vatnsnesi.
Þau eignuðust
fjögur börn; Hall-
dóru, f. 26. nóv-
ember 1954; Hjör-
dísi, f. 16. janúar
1957; Ernu Hrönn,
f. 30. júlí 1962, og
Valdemar, f. 21.
apríl 1965.
Útför fór fram í kyrrþey.
Minningarnar streyma fram
í hugann, hver einasta svo dýr-
mæt. Amma Jóna var gull-
falleg, jafnt að innan sem ut-
an. Hún hugsaði alltaf um alla
aðra áður en henni datt í hug
að huga kannski að sjálfri sér.
Hún var einstök kona eins og
allir vita sem hafa verið svo
heppnir að kynnast henni.
Hún var sterkur persónuleiki,
ákveðin og umhyggjusöm.
Vinátta okkar var mikil og
falleg og þótt hún gangi ekki á
vegi jarðar með mér lengur þá
á hún sitt pláss í hjarta mínu
og er því með mér hvert ein-
asta skref sem ég tek. Ég kveð
ömmu mína með miklum sökn-
uði í hjarta en er um leið glöð
og þakklát yfir því að hafa
fengið að njóta vináttu og
tryggðar þessarar einstöku
konu. Ég er þakklát fyrir það
veganesti sem hún færði mér
fyrir lífið. Það er alltaf jafn
notalegt þegar ég tek eftir
töktum hjá sjálfri mér sem ég
tók að öllum líkindum upp eftir
ömmu, enda hefur hún verið
stórstjarna í bláu augunum
mínum frá því ég man eftir
mér.
Ljúfar minningar um ein-
staka konu munu lifa að eilífu.
Elsku hjartans amma, hvíldu í
friði og sofðu rótt. Guð geymi
þig.
Sandra Ósk
Valdemarsdóttir.
Elskuleg tengdamóðir mín,
Jóna Lilja, hefur nú fengið
hvíldina fallegu.
Þegar við Valdemar sonur
hennar fórum að vera saman
ung að árum vorum við mikið
hjá tengdaforeldrum mínum.
Jóna og Geiri tóku mér stelput-
rippinu einstaklega vel og
kenndu mér margt. Verð ég
þeim ávallt þakklát.
Við Jóna urðum miklar og
góðar vinkonur með árunum.
Ég gat talað um allt við hana.
Hún hlustaði, hughreysti ef
þurfti, gaf ráð en reyndi aldrei
að stjórna mér.
Þegar árin liðu og börnin
okkar Valdemars fæddust var
stuðningur hennar og hjálp
ómetanleg. Við hjónin fluttum
norður í land og varði Jóna
miklum tíma hjá okkur sem var
ómetanlegt fyrir okkur öll.
Börnin kynntust ömmu vel, hún
kenndi þeim bænir og falleg
orð. Gaf sér tíma til að lesa
bækur, spila og segja sögur.
Hló að fíflalátunum og þurrkaði
tár. Prjónaði sokka og vettlinga
og lagaði fatnað. Börnin biðu
alltaf eftir ömmu með götin
sem þurfti að laga. Treystu
henni best.
Það er svo margt sem fer um
hugann þegar ég er að skrifa
þessi orð en erfiðara að koma
þeim á blað.
Ég hugsa t.d. um pönnukök-
urnar og hvíta kremið. Hugsa
um samverustundir okkar með
prjónana. Hugsa um þegar við
lituðum á okkur augnhárin.
Hugsa um hið góða samband
Jónu og Valdemars sonar
hennar. Hugsa um þegar hún
sló á lær sér og hló. Hugsa um
þegar „álfkonan“ kom í heim-
sókn til mín. Skápar hreinir,
fallega brotinn þvottur. Blóm-
in orðin hressari. „Heldurðu
að álfkonan hafi ekki komið í
heimsókn!“ sagði Jóna yfir-
leitt og hló þegar hún var búin
að taka til hendinni. Það lék
allt í höndunum á Jónu og það
var alltaf eins og hún hefði
ekkert fyrir því sem hún
gerði.
Alltaf þegar Jóna kom í
sveitina fór hún að hitta hross-
in. Hafði brauð með sér og kall-
aði á þau. Gömlu merarnar
þekktu hana og komu. Falleg
sjón.
Jóna hafði yndi af að vinna í
garðinum sínum. Hvort sem
það var í Holtsmúla eða á Hóla-
vanginum. Hún var svo natin
og iðin sem sást vel á hversu
garðarnir hennar voru fallegir.
Hún Jóna Lilja var góð kona.
Hugsaði ævinlega um aðra en
sig fyrst.
Ég veit að Jóna heldur
áfram að gera góða hluti á
himnum. Hún mun gæta sinna
þar og gefa Gránu gömlu eitt-
hvað gott.
Þegar hún ferðaðist með
Söndru dóttur minni þá vildi
hún hlusta sérstaklega á tvö
lög. Voru það Íslenska konan
og Söngur um lífið. Þau óma í
höfði mér þessa dagana.
Syngjum þau eða hlustum á
þau til minningar um tengda-
móður mína Jónu Lilju Mar-
teinsdóttur.
Elsku Jónu kveð ég með
djúpum söknuði, kærleik og
virðingu.
Hallfríður Ósk
Óladóttir.
Jóna Lilja
Marteinsdóttir
✝
Sigríður Fann-
ey Liljudóttir
fæddist 19. júní
1930 í Reykjavík.
Hún lést 6. apríl
2022.
Móðir hennar
var Lilja Sigurð-
ardóttir, faðir
hennar Vilberg
Helgason. Hún var
ættleidd af Huldu
Valdimarsdóttur
Þór, Sigurð og Huldu Kristínu.
2) Hulda, f. 28. maí 1950, d. 7.
júlí 2017. Eiginmaður hennar
var Gunnar Levý Gissurarson,
d. 14. júlí 2010. Þeirra börn eru
Kristinn Már, Gissur Örn, d. 23.
nóvember 2019, Anna Lilja og
Eva Björk. 3) Guðjón Gunnars,
f. 8. júlí 1952, d. 19. september
2017. Eftirlifandi eiginkona
hans er Helga Björk Ed-
vardsdóttir. Þeirra börn eru
Gunnar, Kristinn og Helgi Þór.
4) Margrét, f. 15. september
1962, gift Sigurði Kristni
Björnssyni. Þau eiga börnin
Andra Kristin, Björn Róbert og
Kristínu Lilju.
Útför fór fram 26. apríl
2022.
og Guðmundi Run-
ólfssyni.
Eiginmaður
hennar var Krist-
inn Malmquist
Gunnarsson, f. 12.
júlí 1929, d. 15.
október 1977. Börn
þeirra eru: 1) Unn-
ur, f. 3. mars 1946,
gift Magnúsi Boga
Péturssyni. Þau
eiga börnin Pétur,
þráðir svo lengi. Við systkinin
erum þakklát fyrir að hafa haft
þig svo lengi í lífi okkar. Þú
varst alltaf til staðar fyrir okk-
ur og þótt veikindin í lokin hafi
verið erfið þá lifa góðu minn-
ingarnar. Þú fórst einu sinni til
miðils og hann sagði að þú yrð-
ir 105 ára en það varstu nú
ekki par sátt við. Hann var ref-
ur eins og þú kallaðir ýmsa
ótuktarmenn.
Þú varst einhver ákveðnasta
og duglegasta kona sem við
höfum kynnst. Ef þú varst búin
Kæra amma Sigga okkar. Nú
hefurðu fengið þá hvíld sem þú
að ákveða eitthvað þá kom ekki
annað til greina en að þú gerðir
það, enda held ég að það séu
ekki margar níræðar konur
sem ákveða að breyta um nafn
á þeim aldri og kenna sig við
móður sína. Okkur er efst í
huga þegar þú tókst þá ákvörð-
un að endurnýja ökuprófið um
nírætt og fara og kaupa þér bíl.
Það reyndist þér ekki auðvelt
enda leist fjölskyldunni ekki vel
á það og vildi enginn keyra þig
á bílasölu að kaupa þér nýjan
bíl. Þá ákvaðstu að segja við
okkur að þú þyrftir endilega að
komast í búð í Garðabæ, sem
við auðvitað keyrðum þig í.
Þessi búð í Garðabæ reyndist
svo bílaumboð Toyota í Kaup-
túni þar sem þú labbaðir út
með nýlegan Aygo.
Þú kenndir okkur að maður
á ávallt að hafa bein í nefinu
og láta engan vaða yfir sig.
Okkur er minnisstætt þegar þú
bjóst í Bryggjuhverfinu og
fyrirtæki í nágrenninu hélt
fyrir þér vöku með fram-
kvæmdum á nóttunni. Þá
tókstu upp á því að hringja
heim til forstjóra fyrirtækisins
um miðja nótt og tjá honum að
ef þú fengir ekki að sofa á
nóttinni fengi hann það heldur
ekki.
Þú varst sannkölluð lista-
kona hvað viðkom handavinnu,
nákvæmisvinna var þér leikur í
hendi og því flóknara, því
betra. Það var alltaf stutt í
húmorinn hjá þér og góðar
minningar um þig munu lifa
áfram hjá okkur í fjölskyldunni.
Þar til við sjáumst næst.
Þín barnabörn,
Andri Kristinn
Sigurðarson, Björn
Róbert Sigurðarson,
Kristín Lilja
Sigurðardóttir.
Sigríður Fanney
Liljudóttir
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744