Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2022
Nú styttist í að bílaumferð verði
hleypt að nýju á vestari akrein
Lækjargötu en hún hefur verið lok-
uð í þrjú ár vegna byggingar hótels
á lóðinni Lækjargata 12, sem heita
mun Hótel Reykjavík Saga.
Nýlega voru boðnar út fram-
kvæmdir vegna lagfæringa á göt-
um og gönguleiðum við Lækjargötu
10-12, en framkvæmdir við hótelið
eru á lokastigi.
Lögð verður snjóbræðsla í stétt-
ar, gangstéttar breikkaðar og bíla-
stæði í Lækjargötu felld niður. Gert
verður sleppistæði framan við hót-
elið að Lækjargötu 12 og komið
fyrir bekkjum, hjólagrindum og
trjám við götuna.
Verkefnið er samstarfsverkefni
með byggingaraðila, sem kostar
framkvæmdir innan lóðar .Um-
hverfis- og skipulagssvið Reykja-
víkurborgar ákvað að ganga að til-
boði Garðyrkjuþjónustunnar ehf.,
að upphæð 44,3 milljónir króna.
Hlutur byggingaraðila verður 15
milljónir.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins,
Vigdís Hauksdóttir, bókaði um mál-
ið við afgreislu þess í borgarráði.
Benti hún á að Lækjargötu hafi
verið haldið lokaðri í þrjú ár, eða
frá mars 2019, og verktakar hafi-
einungis greitt 23.000 krónur á ári
fyrir lokunina og öll bílastæðin sem
þar eru. Í verklok, sem áætluð séu í
júní, verði gatan opnuð á ný og
verði þá einungis ein akgrein. Öll
bílastæði við götuna hverfi.
„Það er forkastanlegt hvað borg-
arstjóri og meirihlutinn hefur
þrengt að miðbænum sem felur í
sér mikla mengun. Lækjargatan er
Strætóleið og því má bóka að mikl-
ar tafir verða á svæðinu. Hér er enn
einu sinni verið að fremja skemmd-
arverk á þessu svæði,“ segir Vigdís
m.a. í bókuninni . sisi@mbl.is
Lækjargatan verður lagfærð
Morgunblaðið/sisi
Lækjargata Bygging hótelsins er á lokastigi og næst er að lagfæra götuna.
Borgarráð samþykkti á síðasta
fundi sínum að úthluta Hoos 1 ehf.,
Lágmúla 5, lóð og byggingarrétti
fyrir allt að 140 íbúðir við Einars-
nes 130. Hámarksbyggingarmagn
er samtals 11.392 fermetrar. Út-
hlutun þessi byggist á lóðarvilyrði
sem borgarráð staðfesti 11. apríl
2019. Íbúðirnar eru ætlaðar ungu
fólki og „fyrstu“ kaupendum.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins greiddu atkvæði á móti og
bentu á í bókun að uppbygging í
„Nýja Skerjafirði“ sé í algeru upp-
námi. Isavia og innviðaráðherra
telji að nýtt íbúðahverfi í Skerja-
firði skerði rekstraröryggi Reykja-
víkurflugvallar.
„Það er því fráleitt að hægt sé að
úthluta byggingarlóðum einmitt á
því svæði sem deilt er um.“ Málið
fer til endanlegrar afgreiðslu í
borgarstjórn. sisi@mbl.is
Borgin úthlutar lóð
fyrir 140 íbúðir í
„Nýja Skerjafirði“
Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri
Vegagerðarinnar og Óskar Sig-
valdason framkvæmdastjóri Borg-
arverks skrifuðu á þriðjudag undir
verksamning í húsakynnum Vega-
gerðarinnar. Verkið snýst um veg-
arlagningu frá þverun Þorska-
fjarðar að vegamótum við Djúpa-
fjörð, m.a. um Teigsskóg. Kaflinn
er um 10 kílómetrar og verkinu á
að vera lokið í október 2023.
Borgarverk átti lægsta tilboðið
sem hljóðaði upp á 1.235 milljónir
króna eða ríflega 86% af kostnaðar-
áætlun. Borgarverk ætlar að hefj-
ast handa við verkið hinn 24. maí.
Vegurinn verður alfarið byggður
í nýju vegstæði en tengist núver-
andi Vestfjarðavegi í annan end-
ann. Í verkinu felst einnig nýbygg-
ing Djúpadalsvegar á um 0,2
kílómetra kafla.
Bergþóra Þorkelsdóttir sagði við
þetta tækifæri að það væri mikill
áfangi að koma verkinu af stað því
vegarkaflinn í Gufudalssveitinni
hefði verið flöskuháls fyrir byggð-
arlögin á sunnanverðum Vest-
fjörðum. sisi@mbl.is
Vegarlagning um
Teigsskóg hefst síð-
ar í þessum mánuði
Ljósmynd/Vegagerðin
2022 ÁRGERÐIR
KOMNAR ÍVERSLUN
EITTMESTA ÚRVAL LANDSINS AF REIÐ- OG RAFHJÓLUM
FLEIRI LITIR Í BOÐI
ME I R I H R E Y F I NG - ME I R I ÁNÆG JA
Frábært fjölnota hjól
Álstell, 16 gírar
Vökvabremsur
Lithium Grey Chrome
104.990 kr.
MARLIN5
Frábært fjölnota hjól
Álstell - 24 gírar
Vökva diskabremsur
Læsanlegur dempari
Gunmetal
TREK Black
124.990 kr.
DS2
Frábært fjölnota hjól
Álstell - 24 gírar
Vökva diskabremsur
Matte Dnister Black
109.990 kr.
FX2Disc
Skoðaðu úrvalið á www.orninn.is
Sendum hvert á land sem er fyrir 2.990 (verð fyrir eitt reiðhjól) FAXAFEN 8 - SÍMI 588 9890