Morgunblaðið - 12.05.2022, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 12.05.2022, Qupperneq 25
FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2022 Nú styttist í að bílaumferð verði hleypt að nýju á vestari akrein Lækjargötu en hún hefur verið lok- uð í þrjú ár vegna byggingar hótels á lóðinni Lækjargata 12, sem heita mun Hótel Reykjavík Saga. Nýlega voru boðnar út fram- kvæmdir vegna lagfæringa á göt- um og gönguleiðum við Lækjargötu 10-12, en framkvæmdir við hótelið eru á lokastigi. Lögð verður snjóbræðsla í stétt- ar, gangstéttar breikkaðar og bíla- stæði í Lækjargötu felld niður. Gert verður sleppistæði framan við hót- elið að Lækjargötu 12 og komið fyrir bekkjum, hjólagrindum og trjám við götuna. Verkefnið er samstarfsverkefni með byggingaraðila, sem kostar framkvæmdir innan lóðar .Um- hverfis- og skipulagssvið Reykja- víkurborgar ákvað að ganga að til- boði Garðyrkjuþjónustunnar ehf., að upphæð 44,3 milljónir króna. Hlutur byggingaraðila verður 15 milljónir. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins, Vigdís Hauksdóttir, bókaði um mál- ið við afgreislu þess í borgarráði. Benti hún á að Lækjargötu hafi verið haldið lokaðri í þrjú ár, eða frá mars 2019, og verktakar hafi- einungis greitt 23.000 krónur á ári fyrir lokunina og öll bílastæðin sem þar eru. Í verklok, sem áætluð séu í júní, verði gatan opnuð á ný og verði þá einungis ein akgrein. Öll bílastæði við götuna hverfi. „Það er forkastanlegt hvað borg- arstjóri og meirihlutinn hefur þrengt að miðbænum sem felur í sér mikla mengun. Lækjargatan er Strætóleið og því má bóka að mikl- ar tafir verða á svæðinu. Hér er enn einu sinni verið að fremja skemmd- arverk á þessu svæði,“ segir Vigdís m.a. í bókuninni . sisi@mbl.is Lækjargatan verður lagfærð Morgunblaðið/sisi Lækjargata Bygging hótelsins er á lokastigi og næst er að lagfæra götuna. Borgarráð samþykkti á síðasta fundi sínum að úthluta Hoos 1 ehf., Lágmúla 5, lóð og byggingarrétti fyrir allt að 140 íbúðir við Einars- nes 130. Hámarksbyggingarmagn er samtals 11.392 fermetrar. Út- hlutun þessi byggist á lóðarvilyrði sem borgarráð staðfesti 11. apríl 2019. Íbúðirnar eru ætlaðar ungu fólki og „fyrstu“ kaupendum. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins greiddu atkvæði á móti og bentu á í bókun að uppbygging í „Nýja Skerjafirði“ sé í algeru upp- námi. Isavia og innviðaráðherra telji að nýtt íbúðahverfi í Skerja- firði skerði rekstraröryggi Reykja- víkurflugvallar. „Það er því fráleitt að hægt sé að úthluta byggingarlóðum einmitt á því svæði sem deilt er um.“ Málið fer til endanlegrar afgreiðslu í borgarstjórn. sisi@mbl.is Borgin úthlutar lóð fyrir 140 íbúðir í „Nýja Skerjafirði“ Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar og Óskar Sig- valdason framkvæmdastjóri Borg- arverks skrifuðu á þriðjudag undir verksamning í húsakynnum Vega- gerðarinnar. Verkið snýst um veg- arlagningu frá þverun Þorska- fjarðar að vegamótum við Djúpa- fjörð, m.a. um Teigsskóg. Kaflinn er um 10 kílómetrar og verkinu á að vera lokið í október 2023. Borgarverk átti lægsta tilboðið sem hljóðaði upp á 1.235 milljónir króna eða ríflega 86% af kostnaðar- áætlun. Borgarverk ætlar að hefj- ast handa við verkið hinn 24. maí. Vegurinn verður alfarið byggður í nýju vegstæði en tengist núver- andi Vestfjarðavegi í annan end- ann. Í verkinu felst einnig nýbygg- ing Djúpadalsvegar á um 0,2 kílómetra kafla. Bergþóra Þorkelsdóttir sagði við þetta tækifæri að það væri mikill áfangi að koma verkinu af stað því vegarkaflinn í Gufudalssveitinni hefði verið flöskuháls fyrir byggð- arlögin á sunnanverðum Vest- fjörðum. sisi@mbl.is Vegarlagning um Teigsskóg hefst síð- ar í þessum mánuði Ljósmynd/Vegagerðin 2022 ÁRGERÐIR KOMNAR ÍVERSLUN EITTMESTA ÚRVAL LANDSINS AF REIÐ- OG RAFHJÓLUM FLEIRI LITIR Í BOÐI ME I R I H R E Y F I NG - ME I R I ÁNÆG JA Frábært fjölnota hjól Álstell, 16 gírar Vökvabremsur Lithium Grey Chrome 104.990 kr. MARLIN5 Frábært fjölnota hjól Álstell - 24 gírar Vökva diskabremsur Læsanlegur dempari Gunmetal TREK Black 124.990 kr. DS2 Frábært fjölnota hjól Álstell - 24 gírar Vökva diskabremsur Matte Dnister Black 109.990 kr. FX2Disc Skoðaðu úrvalið á www.orninn.is Sendum hvert á land sem er fyrir 2.990 (verð fyrir eitt reiðhjól) FAXAFEN 8 - SÍMI 588 9890
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.