Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2022 Í dag, 12. maí, er al- þjóðlegur dagur hjúkr- unarfræðinga og er honum fagnað um heim allan. Þessi dagur hvetur hjúkrunarfræð- inga til að vekja athygli á framlagi sínu og sér- þekkingu til að veita framúrskarandi heil- brigðisþjónustu. Við hjúkrunarfræðingar erum hjartað í heilbrigðiskerfinu. Starf hjúkrunarfræðinga er ótrú- lega fjölbreytt og lærdómsríkt og fylgir því mikil ábyrgð. Landsmenn vita upp á hár hvað starfið er óeig- ingjarnt og fagmannlegt. Það sáu það allir í heimsfaraldrinum hvað starfið hefur mikla þýðingu fyrir heilbrigði þjóðarinnar og öll erum við sammála um að vilja heilbrigð- iskerfi í hæsta gæðaflokki. Í dag er afmælisdagur Florence Nightingale sem lagði grunninn að hjúkrunarfræði sem fræðigrein með mikilli framsýni og frumkvæði. Í dag beina Alþjóðasamtök hjúkr- unarfræðinga kastljósi sínu að fjárfestingu í hjúkrun, ein besta fjár- festing sem hver þjóð getur gert til langs tíma. Það hefur verið vitað lengi að það þarf að fjölga í okkar röðum og það ríflega ef ekki á illa að fara. Það er hollt að líta út fyrir landsteinana og sjá að Ísland er ekki eitt á báti. Í desember gaf Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunin, WHO, út vegvísi fyrir ríkisstjórnir Evrópu þar sem lögð var sérstök áhersla á hjúkr- unarfræðinga og ljósmæður sem bráðnauðsynlegan lið í að koma heil- brigðiskerfum álfunnar í rétt horf eftir Covid-19-faraldurinn. Það er alltaf fagnaðarefni þegar erlendir hjúkrunarfræðingar koma hingað til starfa en það verður aldrei framtíðarlausn á mönnun að yf- irbjóða aðrar þjóðir, hvað þá þjóðir þar sem neyðin er mest. Þá getum við allt eins farið réttu leiðina og tryggt að hjúkrunarfræði verði sam- keppnishæft starf þar sem kjör og starfsaðstæður eru í samræmi við ábyrgð og álag. Hjúkrunarfræðingar eru fjöl- mennasta heilbrigðisstéttin á land- inu og á hverri einustu kaffistofu er einhver sem þekkir hjúkrunarfræð- ing. Hjúkrunarfræðing sem notar sína fagþekkingu til að stuðla að heilbrigði landsmanna, sem gekk úr skugga um að bólusetningarnar gengju greiðlega og hljóp í skarðið þegar heimsfaraldurinn reið yfir. Ég skora á alla landsmenn að sýna þakklæti sitt í verki með því að óska hjúkrunarfræðingum til ham- ingju með daginn. Til hamingju með daginn kæru hjúkrunarfræðingar, þið eruð hjart- að í heilbrigðiskerfinu! Til hamingju hjúkrunarfræðingar Eftir Guðbjörgu Pálsdóttur » Í dag, 12. maí, er alþjóðlegur dagur hjúkrunarfræðinga og er honum fagnað um heim allan. Guðbjörg Pálsdóttir Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Undanfarnar vikur höfum við frambjóð- endur Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík verið í samtali við borgarbúa og heimsótt ýmis félagasamtök og atvinnufyrirtæki. Hvort sem um er að ræða lítil eða stór fyrirtæki þá vantar mikið upp á samskipti Reykjavíkurborgar við starfsfólk og stjórnendur fyrirtækjanna og frum- kvæði borgarinnar er lítið. Reykvíkingar hafa liðið fyrir ára- tuga frestun Sundabrautar, síversn- andi umferðarástand og óviðunandi almenningssamgöngur. Sundabraut ætti að vera komin og myndi auð- velda alla fólksflutninga og vöru- flutninga og jafnframt greiða fyrir þróun byggingarmöguleika á Geld- inganesi, Álfsnesi og Kjalarnesi, bæði fyrir íbúðarhúsnæði af ýmsum gerðum og atvinnuhúsnæði. Álag um Ártúnsbrekku væri verulega minna en í dag. Stórbæta þarf tengsl við atvinnulífið í borginni Þegar stjórnkerfi borgarinnar er skoðað, þá er því skipt upp í átta svið og sviðsstjórar fara með stjórn sviðanna í umboði borgarstjóra; fjármála- og áhættustýringarsvið, íþrótta- og tómstundasvið, mann- auðs- og umhverfissvið, menningar- og ferðamálasvið, skóla- og frí- stundasvið, umhverfis- og skipu- lagssvið, velferðarsvið og að lokum þjónustu- og nýsköpunarsvið. Þrátt fyrir að enginn hörgull sé á starfsfólki hjá borginni virðist ekk- ert svið eða deild hafa það hlutverk að sjá um samskipti og þjónustu við atvinnufyrirtækin í Reykjavík og þeirra þarfir og framtíðarsýn. Þetta sést bersýnilega á því að borginni hefur mistekist að standa vörð um velferð og þróun atvinnufyrirtækja i borginni og marka stefnu í þjónustu og lóðaframboði fyrir atvinnulífið. Stöðvum flótta fyrirtækja frá borginni Regluleg samskipti og samstarf við fyrirtækin er grundvallaratriði við þróun borgarinnar. Núverandi meirihluti borg- arstjórnar í Reykjavík hefur vanrækt þessi at- vinnulífstengsl. Lítið hefur verið gert til að koma í veg fyrir að fyrirtæki hverfi úr borginni eða að laða ný fyrirtæki til borgarinnar, s.s. með því að bjóða fyr- irtækjum utan Reykja- víkur áhugaverðar lóð- ir eða húsnæði í borginni. Það var af- drifaríkt þegar Marel fór frá Höfða- bakka 9 árið 2002 í Garðabæ. Nú er það verðmætasta almenningshluta- félag landsins með mörg hundruð starfsmenn hér á landi og um 7.000 víða um heim. Sýslumaður höf- uðborgarsvæðisins flutti til Kópa- vogs árið 2016, höfuðstöðvar Ís- landsbanka fluttu til Kópavogs í lok sama árs og Tryggingastofnun rík- isins til Kópavogs árið 2019. Starf- semin í Orkuhúsinu við Suðurlands- braut flutti einnig í Kópavog árið 2019. Hafrannsóknastofnun fór 2020 til Hafnarfjarðar, ýmis heilbrigð- isfyrirtæki í Urðarhvarf í Kópavogi árin 2019-2021 og Vegagerðin til Garðabæjar 2021. Þá fyrirhugar Tækniskólinn nú flutning til Hafnarfjarðar svo og Icelandair. Víkingbátar, öflugt og ört vaxandi fyrirtæki sem framleiðir litla og allt upp í 30 tonna smábáta úr trefjaplasti, er að fara til Hafnar- fjarðar. ILVA fór af Korputorgi í Kauptún í Garðabæ og Sólar ræst- ingar, næststærsta ræstingafyr- irtæki landsins með um 400 starfs- menn, flutti nýlega til Hafnarfjarðar, en það stærsta, Dag- ar, er í Garðabæ. Bara nokkur dæmi. Auðvitað eiga sumir flutn- ingar sér eðlilegar skýringar, en flótti fyrirtækja er orðinn óþægilega mikill. Samráðsleysi um samgöngumál Góðar samgöngur skipta fyrir- tækin miklu máli, bæði hvað varðar aðkomu og bílastæði fyrir við- skiptavini og síðan aðstöðu til að keyra út vörur. Tafir í umferðinni og erfið aðkoma víða að versl- unarhúsnæði m.a. vegna breytinga á gatnakerfi veldur miklum erf- iðleikum og aukakostnaði. Borgaryfirvöld þurfa að hlusta á eigendur og starfsmenn fyrirtækj- anna. Fyrirtækin í borginni hafa ekki verið mikið spurð um sam- göngusáttmálann eða borgarlínu. Ekki kæmi á óvart að sumar versl- anir og fyrirtæki við Suðurlands- braut fari að hugsa sér til hreyfings, nái fyrirætlanir vinstri meirihlutans fram að ganga að rífa upp þá götu með ærnum tilkostnaði og setja borgarlínu á rauðan dregil á miðj- una. Við það mun akreinum fyrir al- menna umferð fækka um helming eða úr fjórum í tvær og vinstri beygjur verða bannaðar sökum for- gangsakreinarinnar í miðjunni. Ljósastýringu þarf svo að setja við gangbrautir fólks sem þarf að kom- ast yfir götuna að stoppistöð borg- arlínunnar, sem er á miðri götunni, með tilheyrandi umferðartöfum. Framkvæmdir af þessu tagi taka jafnframt mörg ár með töfum og tjóni fyrir íbúa jafnt sem atvinnu- lífið á svæðinu. Suðurlandsbraut er í fyrsta áfanga borgarlínu og þessi útfærsla verður ekki samþykkt af Sjálfstæðisflokknum frekar en aðr- ar slæmar útfærslur vinstri meiri- hlutans sem eiga eftir að dúkka upp. Þetta er bara byrjunin, vísir að því sem koma skal. Það eru aðrar leiðir færar. Svona aðför að einum samgöngumáta setur eðlilega bíla- umferð og atvinnulíf á svæðinu úr skorðum. Það eru aðallega þrír hópar við- skiptavina sem skipta borgina mestu máli og hún á að þjóna. Það er fólkið í borginni, fyrirtækin og ferðamennirnir. Sjálfstæðisflokk- urinn vill að borgin virki fyrir alla þessa hópa og kallar eftir stuðningi frá þér, kjósandi góður, næstkom- andi laugardag, hinn 14. maí. Eftir Þorkel Sigurlaugsson » Langvarandi frestun Sunda- brautar, miklar um- ferðartafir, slæmar almenningssamgöngur, samráðsleysi um sam- göngumál og flótti fyr- irtækja frá borginni. Þorkell Sigurlaugsson Höfundur á sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Vinstri meirihlutinn vanrækir þarfir fyrirtækja í Reykjavík Skoðanakönnun sem birt var fyrir tveimur dögum og sýndi fylgi Sjálfstæðisflokksins á niðurleið að nálgast 16% er brýning til allra þeirra sem vilja sjá breytingar í Reykja- vík. Enginn sem vill sjá nýjan meirihluta getur setið hjá og látið kosningarnar á laug- ardag afskiptalausar. Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn er lykilatriði því að hver og einn hinna minni- hlutaflokkanna gæti með varasöm- um málamiðlunum verið tilbúinn til að skjóta nýrri stoð undir meirihlut- ann. Aðeins atkvæði greitt Sjálf- stæðisflokknum er fullur stuðningur við breytingar. Núverandi meirihluti hefur verið svo lengi við völd að hann er orðinn ónæmur gagnvart því sem miður fer hjá borginni og heldur til streitu stefnu sem getur ekki verið annað en til óþurftar fyrir borgarbúa. Því skiptir máli að gera breytingar og mynda nýjan meirihluta með Sjálf- stæðisflokkinn í fararbroddi. Íbúum í Reykjavík hefur fjölgað mun hægar en í nágrannasveit- arfélögum á síðustu áratugum. Frá 1998 hefur íbúum Reykjavíkur fjölg- að um 26%. Íbúum annarra sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði á sama tíma um 84% og íbúum í ytri hringnum, þ.e. Akranesi, Árborg- arsvæðinu og Suðurnesjum, um 80%. Á landinu öllu fjölgaði íbúum um 38% og fjölgun í Reykjavík því vel undir landsmeðaltali sveitarfélaga enda vöxtur talinn eitt helsta vandamál borgarbúa af meirihlutanum. Ekki hefur verið hugað að upp- byggingu nýrra hverfa svo máli skipti en einblínt á þéttingu byggðar og byggingu nýrra dýrra íbúða. Vissulega þurfa allar borgir að endurnýja sig og breytast en aðferð Reykjavíkur hefur ekki verið til góðs þar sem hún kallar fram aukna stéttaskiptingu og fé- lagslega aðgreiningu. Að óbreyttu munu atvinnu- tækifæri í auknum mæli byggjast upp utan Reykjavíkur. Borgarlínan er fyr- irferðarmikil í um- ræðunni. Meirihlutinn vill m.a. fækka akreinum á Suðurlandsbraut- inni fyrir almenna umferð. Á sama tíma er tilkynnt um nýja þjóðarhöll í Laugardalnum sem kallar á aukið og betra aðgengi fyrir bíla inn á svæðið og fleiri bílastæði. Á kannski að- alspennan að vera í umferðartepp- unum en ekki í nýju höllinni? Þjónusta borgarinnar hefur sótt í far aukinnar miðstýringar og upp- byggingar kerfis sem snýst of mikið um sjálft sig. Kraftar öflugs starfs- fólks nýtast því ekki sem skyldi. Færa þarf meira vald og ábyrgð til framlínunnar í þjónustunni og af- greiðslu erinda borgarbúa. Breytinga er sannarlega þörf við stjórn borgarinnar og breytta fram- tíðarsýn þarf til að Reykjavík haldi stöðu sinni sem höfuðborg Íslend- inga. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að komast á ný í leiðandi hlutverk við stjórn borgarinnar til að breytingar verði til batnaðar. Til þess þarf að kjósa flokkinn á laugardag. X-D – fullur stuðn- ingur við breytingar Eftir Vilhjálmur Egilsson Vilhjálmur Egilsson »Aðeins atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum er fullur stuðningur við breytingar. Höfundur er á eftirlaunum og sjálfstætt starfandi. Reykjavík er lang- stærsta sveitarfélag landsins en skilar þó einungis um 370 millj- óna veltufé frá rekstri borgarsjóðs. Veltu- fjárhlutfall borg- arinnar er með því lægsta sem gerist, jafnvel þótt Reykja- víkurborg sé í alger- um sérflokki þegar kemur að innheimtum tekjum. Orsökin er einföld – slæ- legur rekstur og furðuleg for- gangsröðun. Innviðir sitja á hakanum Því er engin furða að fjárfesting í innviðum og nauðsynlegu viðhaldi hafi setið á hakanum hjá núverandi meirihluta. Reksturinn stendur einfaldlega ekki undir því. Stærsti einstaki þátturinn fyrir því að grunnrekstur borgarinnar skilar ekki meiru en raun ber vitni er aukið umfang í mannahaldi hjá Reykjavíkurborg. Starfsfólki fjölg- aði um 20% á kjörtímabilinu sem er að líða, og launakostnaður sam- hliða því. Vekur þetta sérstaka at- hygli. Borgarstjóri forgangsraðar því að ráða inn skrifstofufólk á meðan illa gengur að manna stöður í grunnþjónustu svo sem á leik- skólum eða við félagslega þjónustu. Áframhaldandi skuldasöfnun Reykjavíkurborg skuldar nú ríf- lega 400 milljarða og hafa skuldir aukist um þriðjung á kjör- tímabilinu. Þessa þróun verður að stöðva, og það verður einungis gert með því að bæta rekstur borg- arinnar. Borgarstjóri hefur því miður freist- ast til þess að bæta skuldum á borgina til þess að stoppa í götin vegna þess að grunn- reksturinn stendur ekki undir sér. Þetta er auðvitað full- komlega ósjálfbært til lengri tíma. Nýir vendir sópa best Við þurfum að taka fjármál borgarinnar í gegn. Sýna aga og aðhald í rekstri. Lækka skuldir. Forgangsraða fjármunum í grunnþjónustuna, og löngu tíma- bæra uppbyggingu innviða, t.d. íþróttamannvirkja. Löngu er kom- inn tími á nýja vendi í borginni. Borgarbúar hafa skýra valkosti. Áframhaldandi óráðsíu Samfylk- ingar og fylgitungla hennar, eða nýja nálgun á rekstur borgarinnar undir stjórn Sjálfstæðisflokks. At- kvæði greitt öðrum en Sjálfstæð- isflokki er atkvæði greitt sitjandi borgarstjóra. Fáum nýja vendi í borgina og sópum betur. Kjósum Sjálfstæð- isflokkinn á laugardag. Nýja vendi í borgina Eftir Björn Gíslason Björn Gíslason » Atkvæði greitt öðrum en Sjálfstæðisflokki er atkvæði greitt sitjandi borgarstjóra. Höfundur er í 5. sæti á lista Sjálf- stæðisflokks fyrir borgarstjórn- arkosningarnar 14. maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.