Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 32
telur að fækkunin sé aðallega vegna þess að dagróðrarbátum á línu hafi fækkað á síðustu árum. Heimildir hafi færst yfir á stærri báta, sem séu nánast allir með beitningarvél um borð og landi ekki allir daglega. Þeir fá ekki ívilnun. Hann telur að breytingin sé ekki vegna launakostnaðar við beitningu í landi. Hefur ekki runnið sitt skeið Örn er ekki þeirrar skoðunar að línuívilnun hafi runnið sitt skeið. Þvert á móti eigi að auka heimildir vegna línubáta í dagróðrum þannig að þeir njóti allir ívilnunar og fleiri taki þátt í verkefninu. Máli sínu til stuðnings segir hann að veiðar línubáta séu umhverfisvænar og vill tala um umhverfisívilnun frek- ar en línuívilnun. Því til viðbótar sé alþekkt að línufiskur sé gæðavara. „Línan er kyrrstætt veiðarfæri og þessar veiðar eru umhverf- isvænar og hagkvæmar með tilliti til orkuskipta,“ segir Örn. Í álykt- un smábátasjómanna frá því á síð- asta ári segir: „Aðalfundur skorar á sjávarútvegsráðherra að breyta ákvæði laga um línuívilnun (sem framvegis myndi kallast umhverf- isívilnun) þannig að hún gildi fyrir alla dagróðrarbáta minni en 30 brúttótonn. Verði 30% við landbeit- ingu, 20% sé lína stokkuð upp í landi og 10% til vélabáta.“ Bolungarvík og Snæfellsbær Mest voru 3500 tonn af þorski tekin frá vegna línuívilnunar fisk- veiðiárið 2015-16 og voru 3327 tonn nýtt eða um 95%. Heimildirnar hafa dregist saman síðustu ár og á þessu fiskveiðiári var 1400 tonnum af þorski ráðstafað í línuívilnun. Í vikunni var búið að nýta 1069 tonn eða 76% heimilda. Miðað við veiðar í maí til ágúst í fyrra má gera ráð fyrir að heimildir í þorski dugi til loka fiskveiðiársins. Af einstökum byggðarlögum hafa útgerðir á Bolungarvík nýtt sér línuívilnun mest. Fram kom í skýrslu sem RR ráðgjöf tók saman fyrir Samtök sjávarútvegssveit- arfélaga fyrir þremur árum að sex sveitarfélög ná að jafnaði meira en 5% hlutdeild í afla sem veiddur hefur verið á grundvelli línuíviln- unar frá fiskveiðiárinu 03/04. Sam- anlögð hlutdeild þeirra var um 66% á tímabilinu. Mest var nýt- ingin í Bolungarvíkurkaupstað með um 19% og í Snæfellsbæ með um 17% aflans. Varhugavert að leggja línuívilnun af Í niðurlagi skýrslunnar segir: „Línuívilnun hefur haft umtalsverð áhrif í atvinnulífi þeirra staða þar sem hún hefur verið mest nýtt. Með minnkandi hagkvæmni veiða á handbeitta línu og minnkandi nýtingu á línuívilnun hafa horfið störf úr þeim sjávarbyggðum þar sem línuívilnun hefur haft mest áhrif. Þótt um talsverð verðmæti séu fólgin í þeim veiðiheimildum sem línuívilnun færir útgerðunum virðist það ekki duga til þess að stuðla að hagkvæmni beitning- araðferðarinnar fyrir útgerðar- aðila í samanburði við vélbeitningu um borð. Engu að síður eru enn mörg störf í beitningu um land allt og varhugavert væri að leggja af línu- ívilnun frá einu ári til annars, nema til kæmu mótvægisaðgerðir fyrir þann hóp fólks sem hefur lífsviðurværi af beitningu og þau sveitarfélög þar sem línuívilnun hefur verið nýtt. Barátta í upphafi aldarinnar Örn Pálsson minnist barátt- unnar fyrir línuívilnun í upphafi aldarinnar, en hann fór þá víða með kröfur Landssambands smá- bátaeigenda, sem hann kallaði boðorðin. Þar var meðal annars farið fram á að ívilnunin yrði miðuð við 80%, þannig að þegar einu tonni væri landað yrðu 800 kíló færð til kvóta. Rökin voru meðal annars þau að þetta fyrirkomulag væri sniðið að markmiðum laga um stjórn fisk- veiða („stuðla að verndun og hag- kvæmri nýtingu nytjastofnanna og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu“). Veiðarnar væru umhverfisvænar og atvinnuskap- andi í landi. Annar baráttumaður fyrir línu- ívilnun, Guðmundur Halldórsson á Bolungarvík, sagði í samtali við greinarhöfund í Morgunblaðinu fyrir tíu árum að línuívilnunin hefði verið „lykillinn að nýrri upp- byggingu hér í plássinu og hefur skipt sköpum fyrir mörg minni byggðarlög“. Guðmundur rekur í viðtalinu að á árunum í kringum aldamótin hafi margvísleg barátta verið fyrir framtíð atvinnulífs víða á lands- byggðinni. Varðandi línuívilnun hafi hann ákveðið að taka málið upp á vettvangi Sjálfstæðisflokks- ins. „Þar var tillaga um línuívilnun naumlega felld í sjávarútvegs- nefnd eins landsfundarins, en ég gafst ekki upp og bar tillöguna um línuívilnun upp á sjálfum lands- fundinum. Þar hafði ég sigur og ég var stoltur af flokknum,“ segir Guðmundur í samtalinu. Stöðugt færri nýta sér ívilnun - 65 línubátar úr 34 bæjum hafa notað heimildina í ár - Voru 300 fyrir 20 árum Morgunblaðið/Alfons Finnsson Á línu Örvar Marteinsson, skipstjóri á Sverri SH, tekur línubalana frá borði við löndun í Ólafsvík. Fjöldi báta með línuívilnun Fiskveiðiárin 2004-2005 til 2021-2022 350 300 250 200 150 100 50 0 '04- 05 '05- 06 '06- 07 '07- 08 '08- 09 '09- '10 '10- '11 '11- '12 '12- '13 '13- '14 '14- '15 '15- '16 '16- '17 '17- '18 '18- '19 '19- 20 '21- 22 Heimild: Landssamband smábátaeiegnda 300 65 88 217 BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Dagróðrarbátum sem nýta sér línuívilnun með því að beita um borð hefur stórlega fækkað á síð- ustu árum. Samkvæmt yfirliti sem Landssamband smábátaeigenda hefur tekið saman hafa 65 bátar nýtt sér þessa ívilnun í ár, en þeir voru 300 fiskveiðiárið 2004-5 þegar opnað var fyrir þennan möguleika á heilu fiskveiðiári. Fyrir 10 árum voru þeir 217. Fyrir einstakar útgerðir og bæjarfélög hefur línuívilnun skipt miklu máli og þannig verið mögu- legt að auka atvinnu og færa meiri afla að landi en sem nemur afla- marki. Í ár hafa bátar úr 34 bæj- arfélögum nýtt sér línuívilnun, þeir voru 52 þrjú ár í röð fiskveiðiárin 2011-14 og 50 fyrsta heila fisk- veiðiárið 2004-5. Alþingi samþykkti að taka upp línuívilnun með breytingum á lög- um um stjórn fiskveiða 15. desem- ber 2003. Breytingin kom til fram- kvæmda í ýsu og steinbít 1. febrúar 2004 og í þorski 1. sept- ember 2004. 1. júní 2010 var línu- ívilnun hækkuð úr 16% í 20%. 120 tonn gera 100 tonn í kvóta Í línuívilnun felst að hafi línan verið beitt í landi má landa 20% umfram þann afla sem reiknast til kvóta í þorski, ýsu og steinbít. Hafi línan verið stokkuð upp í landi má landa 15% umfram þann afla sem reiknast til kvóta hjá viðkomandi. Með öðrum orðum þýðir það að sá sem á 100 tonna kvóta og má veiða 120 tonn á landbeitta línu. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2022 Árlega eru 5,3% tekin af heild- arafla hverrar fisktegundar áður en aflamarki er úthlutað á grundvelli aflahlutdeildar. Á skiptimarkaði Fiskistofu er teg- undunum skipt í þorsk, ýsu, ufsa, steinbít, löngu, keilu og gullkarfa. Þeim tegundum er síðan ráð- stafað til strandveiða, línuíviln- unar, í almennan og sértækan byggðakvóta, rækju- og skel- bóta og til frístundaveiða. 5,3% pottur AFLAHEIMILDIR ELTAK sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Afurðaverð á markaði 11.maí 2022,meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 420,72 Þorskur, slægður 481,78 Ýsa, óslægð 388,91 Ýsa, slægð 365,69 Ufsi, óslægður 167,63 Ufsi, slægður 254,88 Gullkarfi 297,82 Blálanga, slægð 185,81 Langa, óslægð 256,72 Langa, slægð 257,01 Keila, óslægð 94,30 Keila, slægð 34,50 Steinbítur, óslægður 94,50 Steinbítur, slægður 171,57 Skötuselur, slægður 871,40 Skarkoli, slægður 353,01 Þykkvalúra, slægð 465,81 Langlúra, slægð 27,00 Sandkoli, slægður 117,00 Gellur 1.017,87 Grásleppa, óslægð 7,28 Hlýri, óslægður 200,00 Hlýri, slægður 299,57 Hrogn/langa 128,00 Hrogn/þorskur 20,00 Lifur/þorskur 87,00 Lúða, slægð 888,95 Lýsa, óslægð 7,70 Lýsa, slægð 124,60 Rauðmagi, óslægður 60,00 Skata, slægð 65,94 Stóra brosma, slægð 49,00 Stórkjafta, óslægð 134,00 Undirmálsýsa, óslægð 24,03 Undirmálsþorskur, óslægður 124,82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.