Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 51
MINNINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2022 ✝ Magnús var fæddur 19. júní 1938 í Stað- arhúsum í Borg- arhreppi. For- eldrar: Sigurlína Hjálmarsdóttir frá Fljótavík á Horn- ströndum og Guð- bjarni Helgason frá Hreimsstöðum í Norðurárdal. Syst- ir Sigrún Guð- bjarnadóttir, fædd 27.9. 1936, hennar maki er Steinar Ingi- mundarson, fæddur 28.10. 1930. Magnús fæddist í Stað- arhúsum, fluttist síðan 1939 í Straumfjörð í Álftaneshrepp með foreldrum sínum og systur. Tæpu ári eftir að þau fluttu í Straumfjörð féll móðir hans frá og ólst hann þá upp hjá föður sínum og föðurömmu, einnig voru vinnukonur á bænum. 1980 féll faðir hans frá og tók hann þá ákvörðun um að hætta með allar skepnur og fór að vinna í auknum mæli utan heimilis þó hann ætti ennþá heimili í Straum- firði. Seinna flutti hann svo í Borg- arnes. Hann vann t.d. í Sláturhúsinu Borgarnesi og fór á nokkrar vertíðir. Síðustu starfsárin vann hann í Loftorku í Borgarnesi. Hann var mikill áhugamaður um ferðalög og fór með Litla ferðaklúbbnum í margar ferðir um Ísland. Hann var ötull í sjálf- boðavinnu hjá Rauða krossinum í Borgarnesi. Útför hans fer fram frá Borg- arneskirkju í dag, 12. maí 2022, klukkan 14. Elsku Maggi bróðir. Nú ertu kominn í sumarlandið til mömmu, pabba og Bjarna frænda þíns. Við munum minnast þín um ókomna tíð. Blessuð sé minning þín elsku bróðir. Margs er að minnast margt er að þakka Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast margs er að sakna Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem) Sigrún systir. Elsku Maggi frændi. Fljótt skipast veður í lofti. Þú alsæll í þessari flottu umönnun á Brák- arhlíð þar sem þú naust þín í vinnu og föndri. Þú lendir í því að meiða þig og eitt leiðir af öðru, þú kveður, allt of snemma. Viljum við þakka öllu því frá- bæra fólki sem annaðist þig á Brákarhlíð kærlega fyrir. Ýmis- legt höfum við brallað saman í gegnum árin og margt hef ég lært af þér elsku frændi. Þú varst mjög fróður um allt, sögu Mýranna, verslun í Straumfirði, sjóslysasögu Mýraskerjagarðs- ins, eins og t.d. Pourqui-Pas og fleiri skipa. Örnefni í skerjagarð- inum og í landi, siglingaleiðir á fiskimið og á milli eyja. Oft fór- um við til fiskjar og notuðum við þá gömlu fiskimiðin sem þú kunnir. Þannig lærði ég af þér örnefni, fiskimið og siglingaleið- ir. Þú kenndir mér að fletja fisk og salta, þú kenndir mér margt um fuglalífið og dúntekjuna og verkun hans. Ég var 10 ára þeg- ar þú leyfðir mér að keyra trakt- or, það var mjög spennandi. Þú varst mikill bókamaður enda mjög fróður og vel gefinn. Það var t.d. gaman að spyrja þig hvað klukkan væri og þú svar- aðir kannski hana vantar 324 mínútur í tvö og við sátum eftir og reiknuðum, alltaf var það rétt hjá þér. Þú varst oft hjá okkur í skötuveislu á Þorláksmessu og möndlugraut í hádeginu á að- fangadag, svo þegar þú varst orðinn síðhærður þá komstu í mat til okkar og fékkst klippingu í desert. Allt voru þetta góðar samverustundir. Nú ert þú kom- inn í Sumarlandið, til foreldra þinna og Bjarna bróður. Ykkar munum við oft minnast. Guð blessi þig elsku frændi. Svanur og Elfa. Bjarni Magnús Guðbjarnason ✝ Hjörleifur Magnússon fæddist í Vest- mannaeyjum 13. júní 1938. Hann lést 30. apríl 2022 á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Foreldrar hans voru Eyjólfur Magnús Ísleifsson og Gróa Hjörleifs- dóttir. Systkini hans eru Jóhanna Ragna, Soffí Þóra og Magnús Ægir. Árið 1962 kvæntist Hjörleifur Guðbjörgu Guðmundsdóttur, f. 12. júní 1942. Þau eignuðust þrjár dætur. Þær eru: 1) Mar- grét, f. 14. febrúar 1961, maki Guðmundur Axelsson. 2) Gróa Björk, f. 12. desember 1966, maki Brynjar Huldu Harðarson. 3) Brynja, f. 6. júní 1968, maki Svavar Marteinn Kjartansson. Fyrir átti Hjörleifur: 1) Unn- stein Ómar, f. 18. maí 1956, maki Larisa Viktorsdóttir. 2) Sigrúnu Ölmu, f. 24. júlí 1958, maki Ólafur Árnason. Hjörleifur varð bæði afi og langafi. Hjörleifur ólst upp í Vestmanna- eyjum til sjö ára aldurs þegar hann flytur búferlum með foreldrum og systkinum til Kefla- víkur. Þar bjó hann alla sína tíð síðan. Hjörleifur gekk í barnaskóla en fór ungur að vinna. Hann kláraði síðar meistarapróf í vél- virkjun. Hjörleifur stundaði ýmis störf um ævina, í Dráttarbraut Keflavíkur, sjómennsku, m.a. í Norðursjó og á tímabili í Bandaríkjunum. Síðustu starfs- árin var hann starfsmaður Varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli. Útför Hjörleifs fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 12. maí 2022, og hefst klukkan 13. Í dag kveðjum við pabba okkar. Hann var fámáll maður, sjálfum sér nógur, mjög þver og sagði með stolti að hann væri nú einu sinni kominn af mestu þver- móðskuætt landsins. Pabbi var myndarlegur maður dökkur á brún og mjög handlag- inn. Hann þoldi ekki mismunun og stóð með minnimáttar. Hann var heiðarlegur, hlédrægur og með mikið skap. Það var ekki auðvelt að alast upp með pabba enda sá mamma aðallega um uppeldið. En fljótur var hann að kaupa malt ef við vor- um veikar sem kætti okkur mikið. Einnig var sunnudagsrúnturinn alltaf sá sami og endaði nær oftast á því að hann keypti 10 stk. af lakkrísrörum. Þegar pabbi var á Norðursjón- um og var 2-3 mánuði í burtu í einu þá kom hann oft með fallegt dót handa okkur. Hann kom líka stundum alskeggjaður til baka og vorum við hálfhræddar við þenn- an ókunnuga mann. Pabbi og mamma byggðu sér heimili á Heiðarbrún 7 og bjuggu þar í 53 ár. Hann var afar stoltur af húsinu sínu og hafði mjög gam- an af garðinum á meðan heilsan leyfði. Hann gróðursetti rósir sem hann fékk frá móður sinni sem og önnur litskrúðug blóm og tré. Hann vissi hvað allar plönturnar hétu. Pabbi sagðist ætla deyja í húsinu sínu en heilsubrestur gerði það að verkum að þau tóku ákvörðun um að selja húsið og fluttu á Víkurbraut 15 þar sem þau bjuggu sér fallegt heimili. Það var einstaklega gaman að gefa honum vöfflur með rjóma og úr varð rjómafjall. Við hvern bita stækkaði rjómafjallið því hann bætti alltaf við meira af rjóma. Það var eins með íslenskt smjör, hann smurði því ekki á rúgbrauðið heldur skar hann væna ræmu sem varð stundum þykkari en brauðið sjálft. Þau hjónin ferðuðust mikið og sólarferð til Benidorm var fastur liður. Eftir eina slíka sólarlanda- ferð kom pabbi heim með eyrna- lokk í eyranu og var montinn af. Lokkurinn vakti athygli hvar sem hann fór og var hann m.a. þekktur sem karlinn með eyrnalokkinn á deildinni á sjúkrahúsinu. Pabbi hafði mikinn áhuga á íþróttum. Hann fór á knatt- spyrnuleiki með Keflavík á þeirra gullaldarárum og horfði á alla leiki með Liverpool. Hann horfði á Ólympíuleika og hafði áhuga á hnefaleikum og lét sér að góðu að horfa á þá í ruglaðri útsendingu á Sýn. Í fyrrasumar gafst okkur tæki- færi á að kynnast annarri hlið á pabba og hann sagði okkar sögur úr æsku sinni. Ein saga gerðist þegar hann er sendur í sveit að Raufarfelli undir Eyjafjöllum það- an sem móðir hans var. Honum leið alls ekki illa í sveitinni nema að á næsta bæ bjó drengur sem var mjög vondur við pabba. Þegar pabbi var búinn að fá nóg af hon- um ákvað hann að strjúka. Hann faldi sig í mjólkurbílnum alla leið til Reykjavíkur, hljóp niður Laugaveginn og faldi sig í rútunni sem var á leið til Keflavíkur. Hjón- unum á Raufarfelli fannst þetta afar sárt og sendu fjölskyldunni heilan lambaskrokk í sárabætur. Pabbi og mamma áttu 60 ára brúðkaupsafmæli þann 23. apríl sl. Við dáðumst alltaf að kraftin- um, „skítt með hvað öðrum finnst“-hugsunum og hegðuninni hjá honum enda algjör nagli og töffari í gegn. Við höldum uppi minningum um pabba okkar í hjörtum okkar og kveðjum hann að sinni. Gréta, Gróa Björk og Brynja. Ég á bara góðar minningar af honum afa mínum, ég man að þeg- ar ég var yngri þá var ég mikil afa- stelpa. Mér fannst gaman að vera í kringum hann og hann lék við mig og systur mína. Ég og María Rose vorum oft í pössun hjá ömmu og afa þegar við vorum yngri, og ég mun aldrei gleyma þessum tíma. Afi var að vinna uppi á flug- velli og kom nánast daglega með einhvern mat frá vellinum og stundum eitthvert nammi, okkur systrum fannst það geggjað. Afi var ekki mikið að tjá tilfinningar sínar en við vitum vel að hann elskaði okkur mikið. Hann er kominn á betri stað og ég hlakka til að sjá hann þegar minn tími kemur. Þegar María Björk dóttir mín fæddist þá fór ég að klára stúdent- inn og amma og afi voru að passa fyrir mig, afi var alltaf að leika við hana og þau voru með teboð og skóleiki. Hún hélt mikið upp á langafa sinn. Ég var líka mjög dugleg að fara í heimsókn til þeirra eftir að ég kláraði skólann. Ég fór alltaf einu sinni í viku og afi var alltaf svo glaður að sjá hana og okkur. Svo þegar afi var orðinn mjög veikur þá fæddist Ísar sonur minn, við reyndum að fara reglu- lega í heimsókn og þegar afi sá hann þá var hann alltaf svo tilfinn- inganæmur og hann var oft nærri því að gráta, hann var svo glaður að sjá okkur. Svo yndislegt að sjá hann með börnunum mínum. Nína Carol Bustos. Það var alltaf nóg að gera í pössun hjá ömmu og afa. Annað- hvort var það teboðin, út í skúr með afa að tálga og saga spýtur eða spilandi ólsen ólsen. Bílskúr- inn á Heiðarbrúninni var alltaf heilagur staður fyrir afa og mátti ekki hver sem er fara þangað inn og fikta í dótinu en við barnabörn- in höfðum alltaf leyfi til að fara út í skúr að leika. Alltaf var líka gam- an að heyra endalausu sögurnar um utanlandsferðirnar hjá ömmu og afa þar sem þau söfnuðu skeið- um úr hverju landi sem þau fóru til. Það var líka alltaf gaman að leika líka við allskonar hatta sem hann safnaði. Afi var alltaf svo fyndinn með frasana sína, sumir voru „lag- anja“ í staðinn fyrir „lasagna“, „spakk og hagetti“, og alltaf segja „bless“ ekki „bæ“. Hjörleifur Sindri, Anton Freyr og Marteinn Frans Svavarssynir. Afi Hjölli var góður maður þótt hann hafi verið þeirri kynslóð sem talaði aldrei um tilfinningar og virkaði eflaust svolítið lokaður. Mér og fleirum í fjölskyldunni þótti þó gaman að sjá hvernig afi mildaðist með árunum og varð léttari í fasi. Afi Hjölli var í eðli sínu töffari. Á sínum yngri árum bar hann eina svaðalegustu rockabilly- greiðslu sem sést hefur. Hann þurfti líka að vera með lúkkið í lagi til að ná í ömmu Gógó sem var eins og ung Jackie Kennedy á þeim tíma sem þau kynntust. Flottara stjörnupar hef ég aldrei séð. Ég var langfyrsta barnabarnið og fékk blessunarlega mikla at- hygli frá ömmum og öfum báðum megin í fjölskyldunni og eyddi miklum og dýrmætum tíma með þeim. Ég man að afi Hjölli gaf mér alltaf Smarties þegar ég kom í heimsókn, sem var svo oft að ég fékk á endanum leið á því, ótrú- legt en satt. Ég á eina mjög dýrmæta minn- ingu frá því þegar afi fór með mig að veiða á Þingvöllum en bestu minningarnar sem ég á eru úr barnæsku minni þegar afi var að leyfa mér brasa í bílskúrnum. Það er alveg merkilegt hvað hann var þolinmóður við að kenna mér að nota verkfæri og smíða. Afi gaf mér spónaplötur og spýtur og hóf smíði á litlu geimskipi. Í fyrstu var þetta bara lítil plata með áföstum vængjum sem hann hjálpaði mér að saga en á geim- farinu sat ég og í huganum flaug ég um heima og geima. Í hverri heimsókn stækkaði og lengdist geimflaugin uns hún var farin að taka hálfan skúrinn. Flaugin var svo skreytt með tússpenna og á hana teiknaði ég mælaborð með óteljandi tökkum. Afi tók yfirtök- unni á skúrnum með stakri ró og hjálpaði mér alltaf að bæta nýjum fermetrum við geimflaugina, sem varð að endingu svo stór að það þurfti að reisa hana upp á hlið við vegginn þegar geimflaugasmiður- inn var ekki á svæðinu. Það er kannski engin furða að ég hafi alltaf fengið 10 í smíði í barnaskóla og að í seinni tíð hafi ég verið handlaginn. Það er án efa afa að þakka. Hann kveikti áhuga hjá mér og gaf mér sjálfstraust og verkvit til að prófa mig áfram í smíðamennskunni og fyrir það er ég ævinlega þakklátur. Elsku afi Hjölli, takk fyrir kennsluna og hjálpina við að setja hugvitið í hamarinn. Arnar Fells Gunnarsson. Afi og amma áttu fallegan garð á Heiðarbrúninni sem við lékum okkur mikið í. Við elstu barna- börnin gerðum mikið að því að klifra í fallegu, stóru trjánum sem þar voru, enda voru þetta „okkar tré“. Öðru hverju mátti sjá afa kíkja til okkar þar sem við sátum í trjánum okkar eða lágum á grúfu inni í „skóginum“ þeirra að bar- dúsa eitthvað, hvort honum þótti bara svona gaman að sjá okkur leika eða var að passa að við skæruliðarnir myndu ekki skemma blómabeðin veit ég ekki, en hvort sem er þá er það sæl minning. Við stelpurnar vorum ekki mik- ið í skúrnum með afa en okkur þótti gaman að hjálpa honum við garðyrkjuna. Eitt af því sem ég man sérstaklega vel eftir var þeg- ar ég og frænka mín vorum fengn- ar til að reyta arfann í garðinum, fyrir það fengum við hundraðkall hvor. Okkur þótti þetta þó fremur erfið vinna og erfitt var að fylla þennan risastóra ruslapoka af arfa, við ákváðum því að bæta smá mold og sandi í pokann til að fylla hann örlítið hraðar. Afi vissi pott- þétt af þessu prakkarastriki en fengum þó hundraðkallinn fyrir vinnuna. Afi var alltaf til staðar ef eitt- hvað þurfti að laga, hvort sem það þurfti að laga brotið leikfang eða pumpa þurfti lofti í dekkin á reið- hjólinu. Okkur þótti öllum vænt um hann og varðveitum vel þær minningar sem við höfum af afa Hjölla á Heiðarbrúninni. Barnabörnin komu saman og völdu þetta ljóð fyrir afa Hjölla: Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Sofðu rótt, elsku afi. Guðbjörg Guðmundsdóttir. Hjörleifur Magnússon Harpa Heimisdóttir s. 842 0204 Brynja Gunnarsdóttir s. 821 2045 Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær s. 842 0204 | www.harpautfor.is Sálm. 86.5 biblian.is Þú, Drottinn, ert góður og fús til að fyrirgefa, gæskuríkur öllum sem ákalla þig. Okkar ástkæri, EIÐUR PÁLL SVEINN KRISTMANNSSON, Skógarvegi 6, sem andaðist miðvikudaginn 27. apríl, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 13. maí klukkan 15. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Styrktar- og líknarsjóð Oddfellowa. Ólöf Gísladóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI GUÐMUNDSSON yfirlögregluþjónn, lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 1. maí. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 17. maí klukkan 13. Margrét Árnadóttir Guðmundur Kr. Gíslason Svanhildur Steingrímsdóttir Soffía M. Gísladóttir Ragnar Magnússon barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.