Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 2
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Vel staðsettar sjúkraþyrlur myndu valda byltingu í heilbrigðisþjón- ustu um allt land að mati Sveins Hjalta Guðmundssonar, þjálfunar- flugstjóra hjá Air Atlanta Ice- landic og fyrrverandi flugstjóra sjúkraflugvélar. Hann bendir á að í Reykjavík sé stærsta sjúkrahúsið og mesta getan til að bregðast við bráðum tilfellum og vandasömum. Þjónusta spítala úti um landið hafi dalað, skurðstofum víða verið lok- að og fæðingarþjónusta takmörk- uð. Stytta þarf útkallstímann „Ef heilbrigðiskerfið á að þjóna öllum landsmönnum jafnt þá þurf- um við að efla sjúkraflutninga og stytta útkallstíma og flutning bráð- veikra eða slasaðra á sjúkrahús,“ segir Sveinn. Hann leggur til að sérbúnar sjúkraþyrlur komi til við- bótar við sjúkraflugvélar Mýflugs og björgunarþyrlur LHG til að auka viðbragðsflýti. Ein sjúkra- þyrlan verði t.d. staðsett á Suður- landi, önnur á Höfn í Hornafirði, sú þriðja á Akureyri og sú fjórða í Stykkishólmi. Þessir staðir voru valdir út frá rekstrarlegum for- sendum. „Sjúkraþyrlur eru miklu hag- kvæmari í rekstri en hinar stóru björgunarþyrlur LHG. Flugtími sjúkraþyrlu kostar rétt rúmlega 100 þúsund krónur, sem er marg- falt minna en flugtími björgunar- þyrlu,“ segir Sveinn. Sjúkraþyrl- urnar munu fyrst og fremst sinna bráðatilfellum á sínum svæðum en ekki almennum sjúkraflutningum. Björgunarþyrlur sinni áfram krefj- andi verkefnum enda eru þær t.d. búnar afísingarbúnaði. Sjúkraflug- vélar sinni áfram sjúkraflutningum í lofti. Hann segir að í þeim löndum sem við miðum okkur gjarnarn við séu alls staðar gerðar út sjúkra- þyrlur auk björgunarþyrlna og sjúkraflugvéla. Í Þýskalandi er t.d. viðbragðsnet sjúkraþyrlna sem eiga að komast á vettvang hvar sem er í landinu innan 15 mínútna. Sveinn skrifaði grein um málið sem birtist nýverið á vef Eyja- frétta (eyjafrettir.is) ásamt þeim Sæunni Magnúsdóttur og Hannesi Kristni Sigurðssyni, en þau eru í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn til bæjarstjórnar í Eyjum, og eins alþingismönnunum Vilhjálmi Árna- syni og Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Skjót viðbrögð eru mikilvæg Þar er sagt að þegar um bráða- tilfelli sé að ræða sé oft talað um „gullnu stundina“ – fyrstu klukku- stundina eftir slys eða bráð veik- indi. Snögg viðbrögð og læknis- hjálp geta bjargað lífi eða forðað frá örorku. Það þarf því ekki mörg slík tilfelli, þar sem tekst að koma í veg fyrir andlát eða örorku, til að jafna út kostnaðinn við sjúkraþyrl- ur sé einungis horft á peningahlið- ina. Mýflug hefur sinnt sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum frá árinu 2010 en þá var hætt að hafa þar fasta viðveru sjúkraflugvélar. Sveinn kveðst ekki gagnrýna það að miðstöð sjúkraflugs sé á Akur- eyri, en sjúkraflugvélarnar séu óneitanlega langt frá Vestmanna- eyjum. Samkvæmt tölum um sjúkraflug árið 2015 liðu að með- altali 137 mínútur frá útkalli sjúkraflugvélar frá Akureyri þar til sjúklingur í Eyjum var kominn á áfangastað í forgangi F1 og F2 (tveimur hæstu viðbragðsstigum sjúkraflutninga). „Það er of langt á milli Akureyrar og Vestmannaeyja með tilliti til bráðaútkalla. Annað- hvort þarf að vera sjúkraflugvél nær Vestmannaeyjum eða sjúkra- þyrla,“ segir Sveinn. Hann telur að Airbus H145 geti hentað vel hér á landi sem sjúkra- þyrla. Hún er rúmgóð og nógu afl- mikil til að ráða við krefjandi veðuraðstæður. Flughraði hennar er um 250 km/klst. þannig að hún er 30-35 mínútur á milli Vest- mannaeyja og Reykjavíkur. Þörf er fyrir sér- stakar sjúkraþyrlur - Munu stytta viðbragðstíma - Eru hagkvæmar í rekstri AFP/Juan Barreto Airbus H145 Þyrlur af þessari tegund eru víða notaðar til sjúkraflutninga. Þyrlurnar eru sérstaklega útbúnar til að veita sjúklingum bráðaaðstoð. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vestmannaeyjar Sjúkraflugvél þarf að koma frá Akureyri sé útkall. 2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2022 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík u. At h. að ve rð ge tu rb re ys tá n fy rir va ra . 23. maí í 10 nætur 595 1000 www.heimsferdir.is Krítar a. Stökktu 99.990 Flug & hótel frá Frábært verð! á mann 114.900 Flug & hótel frá Fyrir 2 á mann BÓKAÐU SÓL ALLUR PAKKINN Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Inga Lóa Guðjónsdóttir hefur fyrir hönd Loftkastalans ehf. kært borg- arstjórann í Reykjavík, Dag B. Egg- ertsson, til héraðssaksóknara en einnig embættismennina Björn Axelsson og Harra Ormarsson. Dagur er kærður fyrir brot á sveitarstjórnarlögum, stjórnsýslu- lögum, hegningarlögum og upplýs- ingalögum „fyrir að stuðla ekki að framfylgd í samræmi við skipulags- lög og skipulagsreglugerð“. Kæran á hendur Degi var lögð fram 7. apríl á þessu ári. Björn er skipulagsfulltrúi á um- hverfis- og skipulagssviði Reykja- víkur. Er hann kærður fyrir brot á hegningarlögum og „fyrir að fram- fylgja ekki skipulagslögum, skipu- lagsreglugerð og reglugerð um framkvæmdaleyfi“. Harri er lögfræðingur á umhverf- is- og skipulagssviði Reykjavíkur. Er hann kærður fyrir brot á hegn- ingarlögum og „fyrir að framfylgja ekki skipulagslögum og skipulags- reglugerð“. Kærurnar á hendur Birni og Harra voru lagðar fram 29. apríl á þessu ári. Stór mistök gerð hjá borginni að mati borgarfulltrúa Kærurnar koma í framhaldi af langvarandi deilum forsvarsmanna Loftkastalans ehf. við Reykjavíkur- borg. Forsaga málsins hefur áður verið rakin hér á síðum blaðsins en mál Loftkastal- ans er til með- ferðar hjá innri endurskoðun og ráðgjöf hjá Reykjavíkurborg. Loftkastalinn keypti tvær fast- eignir í Gufunesi og 1.800 fermetra lóð af borginni ásamt byggingar- rétti í janúar 2018. Eftir að kaupin voru frágengin var ákveðið að skipta lóðinni í tvennt og eigendum sagt að það hefði engin áhrif á neitt hjá þeim. Síðar kom í ljós að hækka átti baklóðina um 60 sentimetra. Inga Lóa og Hilmar Páll Jóhannesson hjá Loftkastalanum gátu ekki sætt sig við þessa hækkun og tjáðu Morgunblaðinu í fyrra að hún hefði aldrei verið nefnd í kynn- ingum sem þau fengu. Eigendur Loftkastalans ehf. fund- uðu síðasta mánudag með fulltrúum frá borginni. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, átti frumkvæði að fundinum en hún var eini kjörni fulltrúinn sem sat fund- inn. Ásamt henni, Ingu og Hilmari sátu fundinn embættismenn frá Reykjavíkurborg; tveir lögfræðing- ar og innri endurskoðandi. Þar lét borgarfulltrúinn bóka að Reykjavíkurborg „hafi gert stór mis- tök í málinu“. Morgunblaðið/Eggert Loftkastalinn Inga Lóa og Hilmar Páll Jóhannesson hafa staðið í deilum við borgina eftir kaup á fasteignum og lóð í Gufunesi árið 2018. Kæra borgar- stjóra fyrir brot - Mál Loftkastalans tekur nýja stefnu Dagur B. Eggertsson Karlmaður var dæmdur í 15 mán- aða fangelsi í Héraðsdómi Reykja- víkur í síðustu viku. Þar af eru 12 mánuðir skilorðsbundnir. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða 600 þúsund krónur í miska- bætur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Í ákæru héraðssaksóknara kem- ur fram að maðurinn hafi 11. sept- ember 2018 veist með ofbeldi að manni í bifreið sem var lagt í grennd við Reykjanesbæ og stung- ið hann með hníf í vinstri upp- handlegg og tvívegis í vinstra læri með þeim afleiðingum að hann hlaut þrjú eins sentímetra stungu- sár, eitt á hendi og tvö á fótum. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa hótað fjölskyldu mannsins ofbeldi ef hann leitaði til lögreglu. Við þingfestingu málsins féll ákæruvaldið frá lýsingunni um að hótanirnar hefðu beinst að fjöl- skyldu hans. Maðurinn játaði skýlaust brot sín eftir að ákærunni var breytt. Hann var dæmdur til að greiða fórnarlambinu 600 þúsund krónur í miskabætur, en farið var fram á eina milljón króna. Honum var einnig gert að greiða málsvarnar- laun skipaðs verjanda síns upp á 279 þúsund krónur. Dæmdur fyrir hættulega hnífstunguárás Karlmaður á fertugsaldri var í gær úrskurðaður í Héraðsdómi Reykja- víkur í fjögurra vikna gæslu- varðhald, eða til 8. júní, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á höfuð- borgarsvæðinu. Segir að maðurinn sé grunaður um mörg brot, m.a. nauðgun, ráns- tilraunir og líkamsárásir. Síðasta brotið var framið í austurborginni í fyrradag þar sem maðurinn var handtekinn. Þá kemur fram að gæsluvarðhaldið grundvallist m.a. á því að nauðsynlegt sé að verja aðra fyrir árásum hans. Í haldi til að verja aðra fyrir árásum Morgunblaðið/Þór Gæsluvarðhald Maðurinn er m.a. grunaður um nauðgun. Lögregla og sjúkraflutningalið voru kölluð að Hengifossi skömmu eftir hádegi í gær en þeim hafði borist tilkynning um veikan mann. Maðurinn reyndist látinn þegar lög- regla kom á vettvang og endurlífg- unartilraunir viðbragðsaðila báru ekki árangur. Dánarorsök liggur ekki enn fyrir en að sögn lögregl- unnar var um veikindi að ræða, lík- lega hjartaáfall. Hinn látni var er- lendur ferðamaður og að sögn lögreglunnar var maðurinn ekki einn á ferð. Erlendur ferðamaður lést við Hengifoss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.