Morgunblaðið - 12.05.2022, Síða 2

Morgunblaðið - 12.05.2022, Síða 2
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Vel staðsettar sjúkraþyrlur myndu valda byltingu í heilbrigðisþjón- ustu um allt land að mati Sveins Hjalta Guðmundssonar, þjálfunar- flugstjóra hjá Air Atlanta Ice- landic og fyrrverandi flugstjóra sjúkraflugvélar. Hann bendir á að í Reykjavík sé stærsta sjúkrahúsið og mesta getan til að bregðast við bráðum tilfellum og vandasömum. Þjónusta spítala úti um landið hafi dalað, skurðstofum víða verið lok- að og fæðingarþjónusta takmörk- uð. Stytta þarf útkallstímann „Ef heilbrigðiskerfið á að þjóna öllum landsmönnum jafnt þá þurf- um við að efla sjúkraflutninga og stytta útkallstíma og flutning bráð- veikra eða slasaðra á sjúkrahús,“ segir Sveinn. Hann leggur til að sérbúnar sjúkraþyrlur komi til við- bótar við sjúkraflugvélar Mýflugs og björgunarþyrlur LHG til að auka viðbragðsflýti. Ein sjúkra- þyrlan verði t.d. staðsett á Suður- landi, önnur á Höfn í Hornafirði, sú þriðja á Akureyri og sú fjórða í Stykkishólmi. Þessir staðir voru valdir út frá rekstrarlegum for- sendum. „Sjúkraþyrlur eru miklu hag- kvæmari í rekstri en hinar stóru björgunarþyrlur LHG. Flugtími sjúkraþyrlu kostar rétt rúmlega 100 þúsund krónur, sem er marg- falt minna en flugtími björgunar- þyrlu,“ segir Sveinn. Sjúkraþyrl- urnar munu fyrst og fremst sinna bráðatilfellum á sínum svæðum en ekki almennum sjúkraflutningum. Björgunarþyrlur sinni áfram krefj- andi verkefnum enda eru þær t.d. búnar afísingarbúnaði. Sjúkraflug- vélar sinni áfram sjúkraflutningum í lofti. Hann segir að í þeim löndum sem við miðum okkur gjarnarn við séu alls staðar gerðar út sjúkra- þyrlur auk björgunarþyrlna og sjúkraflugvéla. Í Þýskalandi er t.d. viðbragðsnet sjúkraþyrlna sem eiga að komast á vettvang hvar sem er í landinu innan 15 mínútna. Sveinn skrifaði grein um málið sem birtist nýverið á vef Eyja- frétta (eyjafrettir.is) ásamt þeim Sæunni Magnúsdóttur og Hannesi Kristni Sigurðssyni, en þau eru í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn til bæjarstjórnar í Eyjum, og eins alþingismönnunum Vilhjálmi Árna- syni og Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Skjót viðbrögð eru mikilvæg Þar er sagt að þegar um bráða- tilfelli sé að ræða sé oft talað um „gullnu stundina“ – fyrstu klukku- stundina eftir slys eða bráð veik- indi. Snögg viðbrögð og læknis- hjálp geta bjargað lífi eða forðað frá örorku. Það þarf því ekki mörg slík tilfelli, þar sem tekst að koma í veg fyrir andlát eða örorku, til að jafna út kostnaðinn við sjúkraþyrl- ur sé einungis horft á peningahlið- ina. Mýflug hefur sinnt sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum frá árinu 2010 en þá var hætt að hafa þar fasta viðveru sjúkraflugvélar. Sveinn kveðst ekki gagnrýna það að miðstöð sjúkraflugs sé á Akur- eyri, en sjúkraflugvélarnar séu óneitanlega langt frá Vestmanna- eyjum. Samkvæmt tölum um sjúkraflug árið 2015 liðu að með- altali 137 mínútur frá útkalli sjúkraflugvélar frá Akureyri þar til sjúklingur í Eyjum var kominn á áfangastað í forgangi F1 og F2 (tveimur hæstu viðbragðsstigum sjúkraflutninga). „Það er of langt á milli Akureyrar og Vestmannaeyja með tilliti til bráðaútkalla. Annað- hvort þarf að vera sjúkraflugvél nær Vestmannaeyjum eða sjúkra- þyrla,“ segir Sveinn. Hann telur að Airbus H145 geti hentað vel hér á landi sem sjúkra- þyrla. Hún er rúmgóð og nógu afl- mikil til að ráða við krefjandi veðuraðstæður. Flughraði hennar er um 250 km/klst. þannig að hún er 30-35 mínútur á milli Vest- mannaeyja og Reykjavíkur. Þörf er fyrir sér- stakar sjúkraþyrlur - Munu stytta viðbragðstíma - Eru hagkvæmar í rekstri AFP/Juan Barreto Airbus H145 Þyrlur af þessari tegund eru víða notaðar til sjúkraflutninga. Þyrlurnar eru sérstaklega útbúnar til að veita sjúklingum bráðaaðstoð. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vestmannaeyjar Sjúkraflugvél þarf að koma frá Akureyri sé útkall. 2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2022 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík u. At h. að ve rð ge tu rb re ys tá n fy rir va ra . 23. maí í 10 nætur 595 1000 www.heimsferdir.is Krítar a. Stökktu 99.990 Flug & hótel frá Frábært verð! á mann 114.900 Flug & hótel frá Fyrir 2 á mann BÓKAÐU SÓL ALLUR PAKKINN Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Inga Lóa Guðjónsdóttir hefur fyrir hönd Loftkastalans ehf. kært borg- arstjórann í Reykjavík, Dag B. Egg- ertsson, til héraðssaksóknara en einnig embættismennina Björn Axelsson og Harra Ormarsson. Dagur er kærður fyrir brot á sveitarstjórnarlögum, stjórnsýslu- lögum, hegningarlögum og upplýs- ingalögum „fyrir að stuðla ekki að framfylgd í samræmi við skipulags- lög og skipulagsreglugerð“. Kæran á hendur Degi var lögð fram 7. apríl á þessu ári. Björn er skipulagsfulltrúi á um- hverfis- og skipulagssviði Reykja- víkur. Er hann kærður fyrir brot á hegningarlögum og „fyrir að fram- fylgja ekki skipulagslögum, skipu- lagsreglugerð og reglugerð um framkvæmdaleyfi“. Harri er lögfræðingur á umhverf- is- og skipulagssviði Reykjavíkur. Er hann kærður fyrir brot á hegn- ingarlögum og „fyrir að framfylgja ekki skipulagslögum og skipulags- reglugerð“. Kærurnar á hendur Birni og Harra voru lagðar fram 29. apríl á þessu ári. Stór mistök gerð hjá borginni að mati borgarfulltrúa Kærurnar koma í framhaldi af langvarandi deilum forsvarsmanna Loftkastalans ehf. við Reykjavíkur- borg. Forsaga málsins hefur áður verið rakin hér á síðum blaðsins en mál Loftkastal- ans er til með- ferðar hjá innri endurskoðun og ráðgjöf hjá Reykjavíkurborg. Loftkastalinn keypti tvær fast- eignir í Gufunesi og 1.800 fermetra lóð af borginni ásamt byggingar- rétti í janúar 2018. Eftir að kaupin voru frágengin var ákveðið að skipta lóðinni í tvennt og eigendum sagt að það hefði engin áhrif á neitt hjá þeim. Síðar kom í ljós að hækka átti baklóðina um 60 sentimetra. Inga Lóa og Hilmar Páll Jóhannesson hjá Loftkastalanum gátu ekki sætt sig við þessa hækkun og tjáðu Morgunblaðinu í fyrra að hún hefði aldrei verið nefnd í kynn- ingum sem þau fengu. Eigendur Loftkastalans ehf. fund- uðu síðasta mánudag með fulltrúum frá borginni. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, átti frumkvæði að fundinum en hún var eini kjörni fulltrúinn sem sat fund- inn. Ásamt henni, Ingu og Hilmari sátu fundinn embættismenn frá Reykjavíkurborg; tveir lögfræðing- ar og innri endurskoðandi. Þar lét borgarfulltrúinn bóka að Reykjavíkurborg „hafi gert stór mis- tök í málinu“. Morgunblaðið/Eggert Loftkastalinn Inga Lóa og Hilmar Páll Jóhannesson hafa staðið í deilum við borgina eftir kaup á fasteignum og lóð í Gufunesi árið 2018. Kæra borgar- stjóra fyrir brot - Mál Loftkastalans tekur nýja stefnu Dagur B. Eggertsson Karlmaður var dæmdur í 15 mán- aða fangelsi í Héraðsdómi Reykja- víkur í síðustu viku. Þar af eru 12 mánuðir skilorðsbundnir. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða 600 þúsund krónur í miska- bætur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Í ákæru héraðssaksóknara kem- ur fram að maðurinn hafi 11. sept- ember 2018 veist með ofbeldi að manni í bifreið sem var lagt í grennd við Reykjanesbæ og stung- ið hann með hníf í vinstri upp- handlegg og tvívegis í vinstra læri með þeim afleiðingum að hann hlaut þrjú eins sentímetra stungu- sár, eitt á hendi og tvö á fótum. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa hótað fjölskyldu mannsins ofbeldi ef hann leitaði til lögreglu. Við þingfestingu málsins féll ákæruvaldið frá lýsingunni um að hótanirnar hefðu beinst að fjöl- skyldu hans. Maðurinn játaði skýlaust brot sín eftir að ákærunni var breytt. Hann var dæmdur til að greiða fórnarlambinu 600 þúsund krónur í miskabætur, en farið var fram á eina milljón króna. Honum var einnig gert að greiða málsvarnar- laun skipaðs verjanda síns upp á 279 þúsund krónur. Dæmdur fyrir hættulega hnífstunguárás Karlmaður á fertugsaldri var í gær úrskurðaður í Héraðsdómi Reykja- víkur í fjögurra vikna gæslu- varðhald, eða til 8. júní, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á höfuð- borgarsvæðinu. Segir að maðurinn sé grunaður um mörg brot, m.a. nauðgun, ráns- tilraunir og líkamsárásir. Síðasta brotið var framið í austurborginni í fyrradag þar sem maðurinn var handtekinn. Þá kemur fram að gæsluvarðhaldið grundvallist m.a. á því að nauðsynlegt sé að verja aðra fyrir árásum hans. Í haldi til að verja aðra fyrir árásum Morgunblaðið/Þór Gæsluvarðhald Maðurinn er m.a. grunaður um nauðgun. Lögregla og sjúkraflutningalið voru kölluð að Hengifossi skömmu eftir hádegi í gær en þeim hafði borist tilkynning um veikan mann. Maðurinn reyndist látinn þegar lög- regla kom á vettvang og endurlífg- unartilraunir viðbragðsaðila báru ekki árangur. Dánarorsök liggur ekki enn fyrir en að sögn lögregl- unnar var um veikindi að ræða, lík- lega hjartaáfall. Hinn látni var er- lendur ferðamaður og að sögn lögreglunnar var maðurinn ekki einn á ferð. Erlendur ferðamaður lést við Hengifoss

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.