Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 61
KÖRFUBOLTINN
Aron Elvar Finnsson
aronelvar@mbl.is
Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður
Tindastóls í körfubolta, var á kafi í
lærdómi þegar blaðamaður Morg-
unblaðsins heyrði í honum í gær.
Tindastóll leikur þriðja leik sinn við
Val í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í
Origo-höllinni á Hlíðarenda í kvöld.
Staðan í einvíginu er 1:1. Valur
vann fyrsta leikinn á sínum heima-
velli en Tindastóll svaraði með sigri
í Skagafirðinum á mánudagskvöld.
Pétur segist ánægður með varnar-
leik liðsins í báðum leikjunum hing-
að til, en lykillinn að því að vinna
Val liggi í sókninni.
„Ég tel lykilinn að því liggja svo-
lítið sóknarlega, að finna út úr því
hvernig við eigum að brjóta þá. Ég
held að flestir séu sammála um það
að þessi tvö lið hafa spilað besta
varnarleikinn í úrslitakeppninni
svo ég held að þetta liggi í því að
finna opin skot og setja þau niður.“
Stuðningurinn sem liðið hefur
fengið undanfarið hefur hreinlega
verið ótrúlegur. Pétur segir alla
standa þétt við bakið á sér og
stemningin í sveitarfélaginu sé gíf-
urlega mikil.
„Stemningin hefur stigmagnast
núna í ansi langan tíma. Hún byrj-
aði eftir landsleikjahléið í leik á
móti Keflavík. Við unnum náttúr-
lega Keflavík í 8-liða úrslitunum
þar sem voru þvílík læti. Það
standa allir við bakið á okkur og við
erum mjög þakklátir fyrir það.“
Sjáum núna hvað var
leiðinlegt í Covid
Og það er ekki bara í Skagafirði
sem stemningin er mikil. Uppselt
var á þriðja leik liðanna um einum
og hálfum sólarhring fyrir leik en
ofan á það horfa gífurlega margir í
sjónvarpi.
„Þetta er náttúrlega bara geggj-
að. Þetta er líka bara gaman fyrir
íþróttina í heild. Við sjáum það
núna hvað það var leiðinlegt í
Covid! Það eru allir orðnir þyrstir í
það að fá smá spennu í líf sitt og
körfubolti er íþrótt sem býður upp
á ansi mikið af henni.“
Tindastóll hefur aldrei orðið Ís-
landsmeistari en í liðinu eru margir
Skagfirðingar. Hungrið hlýtur að
vera gríðarlega mikið þegar þið
eruð komnir svona langt?
„Já, klárlega. Við erum nokkrir í
liðinu sem höfum farið tvisvar eða
þrisvar saman í úrslit. Ég held að
það séu allir sammála um að ætla
að klára dæmið núna en það er gott
lið sem stendur í vegi fyrir því. Við
þurfum bara að sýna það á vellinum
að við getum unnið þetta.“
Er núverandi lið Tindastóls
besta lið sem Pétur hefur spilað
fyrir?
„Já, ég held það megi alveg færa
rök fyrir því. Deildin hefur auðvit-
að verið að styrkjast frá ári til árs
alveg síðan ég kom upp í meistara-
flokk. Núna fáum við Sigtrygg Arn-
ar og Sigurð Gunnar sem eru báðir
landsliðsmenn. Við erum hérna
heimamenn, ég, Axel, Helgi, Viðar
og Hannes. Svo fáum við þessa þrjá
frábæru útlendinga. Svo já, ég held
að það sé alveg hægt að færa rök
fyrir því að þetta sé besta lið sem
ég hef spilað með.“
Besta Tinda-
stólslið sem ég
hef spilað með
- Pétur Rúnar segir lykilinn að því að
vinna Val liggja í sóknarleiknum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hlíðarendi Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Pétur Rúnar Birgisson með
augun á Valsmanninum Callum Lawson í fyrsta úrslitaleik liðanna.
Hið magnaða einvígi Vals og
Tindastóls um Íslandsmeist-
aratitil karla í körfubolta heldur
áfram í kvöld og þar kraumar
spennan, innan vallar sem á
áhorfendapöllunum.
Eins merkilegt og það er þá
enduðu þessi lið ekki í tveimur
efstu sætum úrvalsdeildarinnar í
vetur. Þar voru Njarðvík og Þór
úr Þorlákshöfn.
En þegar saga úrslitakeppn-
innar er skoðuð á frábærri upp-
lýsingasíðu um hana á vef KKÍ
sést að þetta þarf ekki að koma
á óvart.
Ekkert lið hefur frá árinu
2017 náð að fylgja eftir sigri í úr-
valsdeildinni og standa uppi sem
Íslandsmeistari eftir úr-
slitakeppnina. Fram að því hafði
KR reyndar unnið tvöfalt fjögur
ár í röð og Grindavík tvö ár þar á
undan.
Árið 2010 varð Snæfell meira
að segja Íslandsmeistari eftir að
hafa endað í sjötta sæti deild-
arinnar um veturinn.
Verstu útreið deildarmeist-
ara fengu þó Grindvíkingar árið
1998 þegar þeir voru slegnir út í
8-liða úrslitum af Skagamönnum
sem höfðu endað í áttunda sæti.
Úrslitakeppnin er allt ann-
að mót en deildakeppnin og
bæði Valur og Tindastóll komu
reykspólandi inn í hana. Tvö fé-
lög sem eru langeyg eftir Ís-
landsmeistaratitli. Valsmenn
unnu hann síðast 1983, ári áður
en úrslitakeppnin var tekin upp.
Íslandsbikarinn hefur hins
vegar aldrei komið í Skagafjörð-
inn nema þegar andstæðingum
Tindastóls hefur verið afhentur
hann þar. Sem hefur gerst þrisv-
ar!
Nú dreymir Skagfirðinga hins
vegar um að vinna á Hlíðarenda í
kvöld og verða meistarar á
heimavelli á sunnudagskvöldið.
Þá fyrst yrði skagfirsk sveifla í
Síkinu!
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
_ Hrannar Björn Steingrímsson, einn
reyndasti leikmaður KA í fótboltanum
undanfarin ár, hefur verið lánaður til
uppeldisfélags síns, Völsungs, og leik-
ur með því í 2. deildinni í ár. Hrannar
hefur verið lengi frá vegna meiðsla og
ekkert spilað með KA síðan í júní á síð-
asta ári. Áki Sölvason fer einnig til Völ-
sungs í láni frá KA.
_ Garðar B. Gunnlaugsson, knatt-
spyrnumaðurinn reyndi frá Akranesi,
er kominn aftur í hóp ÍA, 39 ára gam-
all. Garðar lék síðast með ÍA 2018 en
síðan með Val árið eftir og tvö und-
anfarin tímabil með Akranesliðinu
Kára í 2. deildinni.
_ Guðrún Brá Björgvinsdóttir at-
vinnukylfingur er stödd í Bangkok í Taí-
landi þar sem hún
hóf snemma í
morgun, eða klukk-
an 03.40 að ís-
lenskum tíma,
keppni á Aramco
Team Series-
golfmótinu sem er
liður í Evr-
ópumótaröðinni.
Þar er liðakeppni tvo fyrri dagana og
Guðrún er í liði með Marianne Skarp-
nord frá Noregi og Lindu Wessberg frá
Svíþjóð, auk þess sem einum áhuga-
manni er bætt við í hvert lið.
_ Þróttur úr Reykjavík, sem féll niður í
2. deild karla í fótboltanum síðasta
haust, hefur fengið reyndan Úkraínu-
mann í sínar raðir. Hann heitir Kosty-
antyn Yaroshenko, 35 ára gamall
miðjumaður sem hefur m.a. leikið með
Shakhtar Donetsk og Mariupol í Úkra-
ínu og var í tvö ár með Ural í rússnesku
úrvalsdeildinni þar sem hann var sam-
herji Sölva Geirs Ottesens, fyrrverandi
fyrirliða Víkings. Landi hans, Kostyan-
tyn Pikul, 26 ára varnarmaður, er einn-
ig kominn til Þróttar.
_ Axel Bóasson er efstur eftir tvo
hringi á Rewell Elisefarm-golfmótinu
sem stendur yfir í Höör í Svíþjóð og er
hluti af Nordic Golf-mótaröðinni. Axel
lék báða dagana á 68 höggum og er á
átta höggum undir pari, tveimur högg-
um á undan næsta manni. Aron Snær
Júlíusson er í 6.-9. sæti á þremur
höggum undir pari og Bjarki Pét-
ursson er í 17.-26. sæti á einu höggi
undir pari. Andri
Björnsson, Böðvar
Bragi Pálsson og
Aron Bergsson
komust ekki í
gegnum nið-
urskurðinn í gær.
_ Marcela Barber-
ic, 23 ára fram-
herji, er komin til liðs við úrvalsdeild-
arlið KR en hún kemur frá
Buffalo-háskóla í New York. Þá hefur
Afturelding fengið til liðs við sig
spænskan leikmann en Sara Jiménez
er komin til nýliðanna frá spænska C-
deildarliðinu Aldaia. Afturelding fékk
einnig lánaðar í gær þær Alexöndru
Soree frá Breiðabliki og Sólveigu Lar-
sen frá Val.
ÍÞRÓTTIR 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2022
Umspil kvenna
Annar úrslitaleikur:
ÍR – HK................................................. 21:24
_ Staðan er 2:0 fyrir HK og þriðji leikur í
Kórnum annað kvöld.
Meistaradeild karla
8-liða úrslit, fyrri leikir:
Flensburg – Barcelona ....................... 29:33
- Teitur Örn Einarsson skoraði 3 mörk
fyrir Flensburg.
París SG – Kiel...................................... 30:30
Þýskaland
Neckarsulmer – Sachsen Zwickau ... 32.25
- Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði eitt
mark fyrir Sachsen Zwickau sem er neðst
en stigi frá umspilssæti þegar þrír leikir
eru eftir.
E(;R&:=/D
HANDKNATTLEIKUR
Undanúrslit kvenna, þriðji leikur:
Hlíðarendi: Valur – KA/Þór (1:1) ............. 18
Framhús: Fram – ÍBV (2:0) ................ 19.40
KÖRFUKNATTLEIKUR
Þriðji úrslitaleikur karla:
Hlíðarendi: Valur – Tindastóll (1:1) .... 20.30
KNATTSPYRNA
Besta deild karla:
Keflavík: Keflavík – Leiknir R............ 19.15
Víkin: Víkingur R. – Fram................... 19.15
1. deild karla, Lengjudeildin:
Grindavík: Grindavík – Þróttur V....... 19.15
KR-völlur: KV – HK............................. 19.15
Í KVÖLD!
HK vann góðan 24:21-sigur á ÍR í
öðrum leik liðanna í umspili um
sæti í úrvalsdeild kvenna í hand-
knattleik í Breiðholti í gærkvöldi.
HK leiðir nú 2:0 í einvíginu og þarf
á einum sigri til viðbótar að halda
til þess að tryggja sæti sitt í deild-
inni.
HK fór með örugga forystu til
leikhlés, 13:8, eftir að hafa leikið
frábæran varnarleik. Í síðari hálf-
leik reyndi ÍR að koma sér betur
inn í leikinn en tókst aðeins að kom-
ast fjórum mörkum frá HK, eða allt
þar til í blálokin. Eftir gott áhlaup
tókst ÍR að minnka muninn niður í
tvö mörk, 23:21, en HK skoraði síð-
asta mark leiksins og vann þannig
þriggja marka sigur.
Markahæst í liði HK og í leiknum
var Elna Ólöf Guðjónsdóttir með
sjö mörk. Þar á eftir kom Jóhanna
Margrét Sigurðardóttir með fimm
mörk. Hjá ÍR var Karen Tinna
Demian markahæst með sex mörk
og næst á eftir henni kom Anna
María Aðalsteinsdóttir með fjögur
mörk.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Mark Elna Ólöf Guðjónsdóttir skorar fyrir HK gegn ÍR í Austurbergi.
HK vann ÍR aftur
Manchester City endurheimti
þriggja stiga forskot sitt á toppi
ensku úrvalsdeildarinnar í knatt-
spyrnu karla með gífurlega örugg-
um 5:1-útisigri á Wolverhampton
Wanderers í gærkvöldi. Belginn
Kevin De Bruyne kom Man. City
yfir á 7. mínútu en landi hans
Leander Dendoncker jafnaði metin
á 11. mínútu. Aðeins fimm mínútum
síðar var De Bruyne aftur á ferð-
inni og eftir 24 mínútna leik var
hann búinn að fullkomna þrennuna.
Staðan því 3:1 í leikhléi.
Í síðari hálfleik bætti De Bruyne
við fjórða marki sínu og Man. City
og kórónaði þar með hreint magn-
aða frammistöðu sína. Áður en leik-
urinn var úti skoraði Raheem Sterl-
ing fimmta markið og Man. City er
því áfram í toppsæti deildarinnar,
þremur stigum á undan Liverpool
þegar bæði lið eiga tvo leiki eftir.
Chelsea vann á sama tíma örugg-
an 3:0-útisigur á Leeds United.
Mason Mount kom Chelsea yfir
snemma leiks og hlutirnir versnuðu
til muna hjá Leeds á 24. mínútu
þegar Daniel James fékk beint
rautt spjald fyrir ljótt brot á Mateo
Kovacic, sem þurfti að fara meidd-
ur af velli nokkrum mínútum síðar.
Í síðari hálfleik bættu gestirnir við
tveimur mörkum þegar Christian
Pulisic og Romelu Lukaku komust
á blað. Leeds er eftir tapið áfram í
erfiðri stöðu í 18. sæti, fallsæti.
Í gærkvöldi vann Leicester einn-
ig öruggan 3:0-sigur á botnliði Nor-
wich City. Öll mörkin komu í síðari
hálfleik þar sem Jamie Vardy skor-
aði tvennu og James Maddison eitt
mark. Þá gerðu Watford og Ever-
ton markalaust jafntefli. Everton er
nú tveimur stigum fyrir ofan fall-
sæti og á leik til góða á Leeds.
Óstöðvandi De
Bruyne með fernu
AFP/Paul Ellis
Stórsigur Leikmenn City fagna
fimmta markinu gegn Wolves.