Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 50
50 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2022
✝
Hákon Einar
Júlíusson fædd-
ist í Reykjavík 29.
september 1985.
Hann lést á líkn-
ardeild LSH í Kópa-
vogi 29. apríl 2022.
Foreldrar hans
eru María Gunn-
laugsdóttir, f. 27.3.
1956, og Júlíus Ein-
ar Halldórsson, f.
12.10. 1950.
Alsystir Hákonar er Sunneva
Sigríður, f. 20.12. 1994, og sam-
mæðra systir var Katrín Emma
Maríudóttir Hale, f. 6.12. 1982, d.
2.7. 2003. Samfeðra systkin Há-
konar eru Brynjar, f. 19.8. 1972,
Sigríður, f. 9.1. 1975, Hans (Hans
Durch Bloch), f. 18.7. 1978, og Jó-
hanna (Johanna Rönnenberg), f.
9.7. 1980.
Hákon kvæntist hinn 22. nóv-
ember 2017 eftirlifandi eigin-
konu sinni, Ashley Marie
McNertney, samskiptastjóra al-
menningstengsla og samfélags-
miðla, f. 11.12. 1984. Þau settust
að á Íslandi í árslok 2017. For-
eldrar hennar eru Linda og
Michael McNertney, búsett í
verðlauna og vann til slíkra fyrir
verk sín.
Hákon útskrifaðist sem hljóð-
maður frá Tækniskóla Íslands í
janúar 2013 og vann sem slíkur
hjá Þjóðleikhúsinu frá árinu
2014 til 2015 en þá hélt hann til
Los Angeles þar sem hann stund-
aði nám í Film and Television
Scoring við LACM; Los Angeles
College of Music í Pasadena og
útskrifaðist þaðan með láði í tón-
smíðum fyrir sjónræna miðla í
apríl 2017.
Á tímabili á árinu 2017 var Há-
kon í starfsnámi hjá Remote
Control Productions/studio Hans
Zimmer’s, í Santa Monica, Kali-
forníu.
Eftir Hákon liggur fjöldi laga
og á hann m.a. langan lagalista á
Spotify. Eftir hann liggja einnig
tónstiklur og innslög í þáttum og
kvikmyndum, m.a. í heimilda-
myndinni „Mirgorod, í leit að
vatnssopa“ 2018.
Á árunum 2018 til 2021 vann
Hákon að tónsmíðum, hljóðritun
og hljóðvinnslu eigin verka og
vann einnig að slíku með öðrum
og fyrir aðra.
Hákon var nýráðinn tækni-
stjóri hjá Tjarnarbíói þegar hann
veiktist alvarlega í ágúst 2021 og
greindist þá með krabbamein á
háu stigi.
Hákon verður jarðsunginn frá
Árbæjarkirkju Reykjavík í dag,
12. maí 2022, klukkan 14.
Bandaríkjunum.
Hákon eignaðist
soninn Sigurð Ein-
ar, f. 24.2. 2004.
Móðir hans er Krist-
ín Gígja Sigurðar-
dóttir, f. 4.2. 1985.
Hákon eignaðist tvö
börn með fv. sam-
býliskonu sinni,
Jenný Rut Guðrún-
ardóttur, f. 2.2.
1985. Þau eru:
Emma Júlía, f. 29.10. 2010, og
Bjartur Snær, f. 29.7. 2014.
Hákon ólst upp í Reykjavík
með árs viðkomu í Danmörku og
einnig á Flateyri. Hann lauk
grunnskólaprófi í Reykjavík
2001 og stundaði margvísleg
störf og var við nám af ýmsu tagi
árin þar á eftir. Hann sótti m.a.
námskeið í gítar-, básúnu- og
trommuleik, var í Keili, í tölvu-
námi og í Tónlistarskóla FÍH.
Hákon tók þátt í að stofna
hljómsveitina Ourlives árið 2002,
var þar trommari og tók þátt í
lagasmíð sveitarinnar til ársins
2009. Hljómsveitin hélt tónleika í
Englandi, Skotlandi og á Íslandi
og hlaut bæði tilnefningar til
Að leiðarlokum – minningar
um ástkæran son
Elskulegi sonur minn lést
snemma um morgun föstudaginn
29. apríl, sex mánuðum fyrir 37 af-
mælisdaginn sinn í faðmi fjöl-
skyldu sinnar. Það er þyngra en
tárum taki að missa ástkæran son,
fjölskyldumann, tónlistamann og
róttækan samfélagsrýni. Það
sama get ég sagt fyri hönd náinna
ættingja Hákonar Einars, Ashley
eiginkonu hans, barnanna hans
þriggja og hálfsystkina, alsystur
hans Sunnevu og móður.
Helsta ástríða Hákonar var
tónlist en hann útskrifaðist úr tón-
listarskóla í Los Angeles fyrir um
tveimur árum og leit björtum aug-
um á framtíðina og átti hann
miklu ólokið á því sviði. En áður
stundaði hann tónlistarnám í
FÍH. Önnur ástríða hans var póli-
tík en hann var róttækur í skoð-
unum sínum og brann fyrir hags-
munum þeirra sem veikt stóðu i
samfélaginu, fátæks fólks, ör-
yrkja og þeirra sem órétti eru
beittir.
Ég minnist þess þegar Hákon
sagði mér frá því meini sem leiddi
hann til dauða að lokum. Eftir að
kviðarhol hans hafði verið opnað
voru læknarnir á því að hægt væri
að fjarlægja meinið. Hákon sagði
mér þá að hann hefði farið út á
svalir þar sem sólin og svalur and-
varinn lék við kinnar. Hann fyllt-
ist þá von um að ná aftur heilsu og
geta haldið áfram lífinu. „Þeir
segja að þeir geti skorið þennan
fjanda úr mér,“ sagði hann þá við
mig, en reyndin varð önnur. Í sjö
mánuði barðist hann við þennan
„fjanda“ eins og hann orðaði það.
Það var löng og kvalafull barátta
sem að lokum sigraði.
Hákon Einar var mikill fjöl-
skyldumaður. Það versta sem
hann varð vitni að var ill meðferð
á börnum. En Hákon gat verið
skapmikill og kom það helst í ljós
þegar börn og þeir sem veikt
stóðu í samfélaginu voru beittir
ofbeldi og órétti. Minnast fjöl-
margir samtala sem við áttum um
þjóðfélagsmál. En Hákon var rót-
tækur jafnréttissinni og gramdist
honum mikið hvernig íslenskt
þjóðfélag var orðið. Í landinu
bjuggu tvær þjóðir ef ekki fleiri;
ein sem lifði í vellystingum og
önnur sem lapti dauðann úr skel
og gat étið það sem úti fraus. Þjó-
fræði, svik og græðgi var það sem
einkenndi yfirstéttina á Íslandi,
fjármálaelítiuna og peningamenn
en þeir sem minna höfðu handa á
milli máttu lifa við okur á öllum
sviðum; húsaleigu sem náði
stjarnfræðilegum hæðum og sam-
hjálp sem var af skornum
skammti. Yfir öllu þessu vakti
stjórnmálayfirstéttin sem ætíð
tók sérhagsmuni hagsmunahóp-
anna fram yfir hagsmuni almenn-
ings.
Eg minnist þess þegar hann
var um 15 ára, en þá bað hann mig
að hjálpa sér að kaupa trommu-
sett. Þá var leið hans mörkuð á
tónlistarsviðinu en hann spilaði
með mörgum hljómsveitum þegar
hann var ungur að árum. Eg
minnist þess líka að hann lagði sig
í líma við að borga mér aftur að-
stoðina. En lífið tekur oft krappa
beygu og verður öðruvísi en mað-
ur væntir. Í mínum veikindum
sinnti hann mér af alúð með hug-
hreystingu og hluttekningu en
nokkrum vikum síðar veiktist
hann sjálfur sem að lokum leiddi
til dauða. Lát hans var mér mikill
harmur og yfirþyrmandi söknuð-
ur lagðist yfir mig.
Hvíl í frið elsku Hákon minn.
Faðir.
Ég var svo viss um að svona
myndi þetta ekki fara. Það gæti
bara ekki verið.
Myndarlegi og klári tónlistar-
maðurinn með fallega nafnið og
sterku og réttsýnu skoðanirnar,
hann Hákon Einar, er dáinn.
Mig langar svo að skrifa nokk-
ur orð um frænda minn sem mér
fannst alltaf svo kúl þegar ég var
lítil, hann fjórum árum eldri, ung-
lingur í allt of stórum hettupeys-
um. Mér fannst ég alltaf eiga svo
sæta stóru frændur. Ég man t.d.
þá Hákon og Arnar að syngja
„Hey-balúbba“, nýkomnir úr
sumarbúðum, þar sem við frænd-
systkinin fengum að vera saman í
bíl á leið í ferðalag. Mér fannst
þeir svo svakalega sniðugir. Mér
fannst líka alltaf svo töff hvernig
Hákon horfði skakkt á sjónvarpið,
hallaði höfðinu og hálflokaði öðru
auganu. Ég reyndi oft að herma
og fattaði svo seinna að þetta var
auðvitað einhver sjónskekkja,
sem ég hef ekki og þýddi því ekk-
ert að herma. Teikningarnar af
tveggja hæða flugvélunum sem
voru svo tæknilega nákvæmar sé
ég enn þá fyrir mér og man alltaf
hvað ég var dolfallin yfir þeim sem
barn. Listræni frændi minn.
Nú er hann bara farinn þrátt
fyrir að dauðinn hafi verið svo
fjarlægur fyrir aðeins nokkrum
vikum þegar við spjölluðum. Mik-
ið er ég þakklát fyrir það samtal.
Hvernig má það vera að Mæja
frænka mín þurfi nú að jarða sitt
annað barn? Eitt er víst að ég skil
ekkert í henni veröld. Ég skila
knúsi til Kötunnar okkar og við
munum öll hittast á ný í einhverri
mynd. Það bara verður að vera
þannig.
Elsku fallegu Hákonarbörn,
Ashley, Mæja, Sunna, Júlíus og
hálfsystkini, mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Mitt í lognu logni
leikur blær á sög.
Þar syngur fuglinn flogni
að frumvörpunum drög.
Guðir eru úr gasi
geimurinn er fat.
Veröldin er vasi
á vasanum er gat.
Auðinn eiga fæstir
ekki er miskunn sýnd.
Lásar eru læstir
lyklakippan týnd.
Mörg er harmflaug hönnuð
heims um ból er kíf.
Víða morðtól mönnuð
miðað er á líf.
Allir spyrja að einu:
Hver ákvað þennan veg?
Aðeins eitt á hreinu:
Ekki var það ég.
Þó tíminn togni
teika ég mitt skott
mitt í lognu logni.
Læt það heita gott.
(Þórarinn Eldjárn)
Þangað til næst,
Regína Björk Sigurðardóttir.
Kannski er það af gömlum
myndum eða úr frásögnum for-
eldra okkar en mér finnst ég
muna eftir Hákoni ljóshærðum
litlum og völtum í bláum jogging-
galla. Hlaupa upp litla grösuga
brekku og hlæja. Hlaupa niður og
detta. Kannski hefur hann verið
eins árs en ég fimm.
Eitt sumar þegar Hákon og
Kata og María og Júlíus bjuggu í
Danmörku og Sunneva var ný-
fædd var ég hjá þeim í kannski
viku. Mér þótti svo vænt um að
vera boðinn velkominn og fá að
vera hluti af heimilislífinu á
sveitalegan og sjálfsagðan hátt.
Við fórum í tívólí og örugglega
margt fleira. Ég man samt aðal-
lega eftir gosleiðöngrum okkar
Kötu og Hákonar út í búð með
örfáar krónur. Á leiðinni heim
drukkum við gosið og fífluðumst.
Og þegar gosið var búið og við
hálfnuð heim föttuðum við að það
væri hægt að skila glerinu og fá
meira gos – núna kannski eina
flösku fyrir þrjú gler. Og svo leit-
uðum við að meira gleri. Þannig
leið tíminn í sól og gosþambi og
fíflalátum og hamingju.
Hákon var líklega það okkar
frændsystkinanna sem hafði
mestan Hvilftarsvip. Og göngu-
lagið og limaburðurinn oft eins og
hann væri í þann mund að fara að
kasta bagga upp í jötu. Hann kall-
aði afa okkar oft Gulla. Mér fannst
það skrýtið. En kannski var hann
einfaldlega að ávarpa afa sinn eins
og einn bóndi ávarpar annan. Svo
var krafturinn. Bæði styrkur og
einhver óbeisluð orka. Það heyrð-
ist í Hákoni. Óánægja eða hrifning
fóru ekki fram hjá neinum. Engan
hef ég séð hrífast jafn mikið af
nokkru eins og Hákon 12 ára af
Fóstbræðrum í stofunni á Hvilft.
Gleðin og hláturinn yfirtóku hann
sjálfan og síðan húsið allt. Takk
fyrir að horfa með mér á Leigubíl-
stjóra dauðans. Takk fyrir hlátur-
inn.
Á milli okkar Hákonar var
Kata systir hans og svo Goggi
frændi okkar sem var oft með
okkur í sveitinni. Hákon var oft
mjög glaður en líka oft ósáttur –
fannst hann ekki fá að vera með,
fannst of mikils krafist af sér, ekki
nógu mikið hrósað. Og stundum
vorum við leiðinleg við hann. Þeg-
ar Hákon var að byrja að vera
unglingur og ég að ljúka þeirri af-
plánun var lífið ekki auðvelt.
Elsku Kata dó og seinna heyrði ég
af viðbjóðslegu einelti sem Hákon
var beittur í Hagaskóla. Ég hafði
ekki þroska eða pláss til að vera til
staðar. Á Hvilft, þar sem við vörð-
um mestum tíma saman, var á
þeim tíma meiri spenna, stælar og
metingur milli okkar. Minni gleði
og fíflalæti.
Svo leið ár eða tvö – ég man það
ekki. En þegar ég hitti Hákon aft-
ur var hann gjörbreyttur. Róleg-
ur og hlýr. Öruggur í eigin skinni.
Þroskaðri en ég sem var fjórum
árum eldri. Ég vissi ekki hvað
hafði gerst. Að eitthvað hafði
gerst var samt augljóst. Þegar ég
var kominn í blindgötu með mitt
eigið líf, svona tíu árum seinna,
varð Hákon mér fyrirmynd og
sönnun þess að það er til eitthvert
fallegt afl ofar mínum skilningi,
sem getur breytt öllu til hins
betra. Hann var góður frændi og
félagi.
Hákonar verður sárt saknað.
Ég votta fjölskyldu hans samúð
mína.
Kári Gylfason.
Ég man svo vel eftir öllum
flóknu teikningunum sem Hákon
Einar gerði sem lítið barn. Hann
gat teiknað heilu ævintýraheim-
ana frá unga aldri, fallega gert og
nákvæmlega útlistað. Sömuleiðis
öllum risaeðlunum sem hann
þekkti út og inn, nöfn þeirra og
eiginleika. Þessi fallegi drengur.
Hákon Einar var líflegt barn og
alltaf svo ljúfur og hlýr. Þegar
hann óx úr grasi komu listrænir
hæfileikar hans enn betur í ljós og
nutu sín í tónlistarflutningi og
–sköpun, tónlist sem ég get enda-
laust hlustað á. Réttsýni hans og
baráttuanda óx líka fiskur um
hrygg. Fram á síðustu stundu var
Hákon Einar ljúfur, kurteis,
þakklátur og hafði ekki tapað
húmornum sínum.
Fráfall Hákonar er ólýsanlegur
harmur öllum sem þekktu hann.
Eiginkonu, foreldrum, börnum,
tengdaforeldrum, systur og hálf-
systkinum ber ég mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Elsku syst-
ir, nú ert þú að missa þitt annað
barn. Því er erfitt að kyngja og
sorgin er ólýsanlega sár.
Horfinn er nú hörpusmiður.
Hljóð er þessi stund.
Kyrrð í dalnum, kvöldsins friður
kalla á Drottins fund.
Öllum vildi gott hér gera.
Greiða hvers manns braut.
Í sátt við lífið sýndist vera
sár þó væri þraut.
Langt er flug frá lágum ströndum.
Létt þó sólarsýn.
Sjáandi í sælulöndum
syngdu lögin þín.
(Anna M. Tryggvadóttir)
Þín
Birna frænka.
Hákon Einar
Júlíusson
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Faðir okkar,
SIGURBERG HRAUNAR DANÍELSSON,
Hrafnistu Hafnarfirði, áður til heimilis í
Dynsölum 4, Kópavogi,
lést fimmtudaginn 7. apríl. Útförin hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Guðmundur G. Sigurbergss. Laufey Karlsdóttir
Krístján D. Sigurbergsson Ásthildur G. Guðlaugsdóttir
Ingibjörn Sigurbergsson Guðrún Þóra Björnsdóttir
Laufey Sigurbergsdóttir Einar Gunnar Þórisson
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÞORVARÐUR BRYNJÓLFSSON
læknir,
lést á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn
7. maí. Útförin fer fram frá Lindakirkju
fimmtudaginn 19. maí klukkan 15.
Innilegar þakkir fyrir góða umönnun til starfsfólks Sólteigs
á Hrafnistu.
Brynjólfur Þorvarðarson
Stefanía María Dórudóttir Malcolm Biggart
Ragnheiður Á. Þorvarðard. Þórunn Guðjónsdóttir
Skúli Dór Þorvarðarson Veronica Thorvardarson
og barnabörn
Ástkær og elskulegur faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR KNÚTUR EGILSSON,
lést föstudaginn 29. apríl. Útförin fer fram
frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 13.
maí klukkan 15.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Sjávarhrauni Hrafnistu í
Hafnarfirði fyrir einstaka umönnun.
Slóð á streymi: https://promynd.is/gudmundur
Hlekk á steymi má einnig nálgast á mbl.is/andlat
Athöfnin verður túlkuð á táknmál.
Bryndís Guðmundsdóttir Árni Sigfússon
Magnús Guðmundsson Kajsa Arena
Ragnheiður E. Guðmundsd. Gunnar Salvarsson
Guðjón Gísli Guðmundsson
María Guðrún Guðmundsd. Steingrímur Sigurgeirsson
barnabörn og langafabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
INGA AÐALHEIÐUR
VALDIMARSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
laugardaginn 9. apríl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum
auðsýnda samúð og kveðjur. Sérstakar þakkir til allra sem
önnuðust Ingu í veikindum hennar.
Ólafur Örn Klemensson
Guðrún Ólafsdóttir Bjarni Þór Gíslason
Valdís Ólafsdóttir Thomas Lorentzen
Valdimar Klemens Ólafsson
Sigurður Jökull Ólafsson Kristbjörg H. Guðmundsdóttir