Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 42
42 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2022 Ég flutti aftur út á Seltjarnarnes fyrir áramótin og sé ekki eftir því. Bærinn er fallegur, honum er vel stjórnað og fjárhag- urinn traustur þótt álögur séu einar hinar lægstu á landinu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur birt stefnuskrá sína fyrir næsta kjör- tímabil. Hún er í senn djörf og raunsæ. Eins og áður er lögð áhersa á ábyrgð og festu í rekstri og góð samskipti við bæjarbúa, en mörg brýn og krefjandi verkefni eru fram undan. Ég nefni þessi: - Klára byggingu búsetukjarna fyrir fatlaða innst við Kirkjubraut, sem leysir af hólmi einbýlishús á Sæbraut. - Nýr hófstilltur leikskóli rís á Ráðhúsreit. Samráð verður haft við stjórnendur leikskólans þannig að skólinn standist ýtrustu kröfur um gæði. Áhersla verður lögð á skemmtileg, fjölbreytt og aðlað- andi leiksvæði fyrir börn og fjöl- skyldur. - 180 íbúðir rísa í Gróttubyggð, raðhús, blokkir og einbýli. Ekki verður byggt vestan við núverandi byggð eða fyrir vestan Ráðagerði. Síðustu dagar hafa verið bjartir og sól- ríkir. Mér þykir gaman að skjótast út á golf- völl og fylgjast með fuglalífinu. Margæsin er falleg og fjöldi hennar þvílíkur að ekki varð tölu á komið. Tildrur sá ég við Bak- katjörnina og svo er krían komin, – ein var með sandsíli í nefinu. Það er þessi frjálsa náttúra sem okkur hér á Nesinu er svo mikils virði, – ég vil segja líf- æðin í því mannlega samfélagi sem hér er. Og mér þykir vænt um, að Sjálfstæðisflokkurinn vill að stað- inn verði vörður um náttúruna og tryggt að íbúar geti notið hennar í sátt við umhverfið og fjölskrúðugt fuglalíf. Hugað verður að kostum þess og göllum að stækka frið- landið í Gróttu með verndun nátt- úrulífs að leiðarljósi. Það er gott að búa á Seltjarnarnesi Eftir Halldór Blöndal Halldór Blöndal »Eins og áður er lögð áhersa á ábyrgð og festu í rekstri og góð samskipti við bæjarbúa. Höfundur er fyrrverandi ráðherra. halldorblondal@simnet.is VIKUR Á LISTA 9 2 5 1 6 1 3 1 3 1 HUNDRAÐÓHÖPPHEMINGWAYS Höf. Lilja Sigurðardóttir Les. Lilja Sigurðardóttir, Örn Árnason ásamt öðrum leikröddum BRÉFIÐ Höf. Kathryn Hughes Les. Sara Dögg Ásgeirsdóttir MILLI STEINS OG SLEGGJU Höf. Maria Adolfsson Les. Birgitta Birgisdóttir ROBBI RÆNINGI - OG SKELFILEGA FJÖLSKYLDAN HANS Höf. Roope Lipasti Les. Guðmundur Felixson MEÐ GÓÐU EÐA ILLU Höf. Elsebeth Egholm Les. Sólveig Guðmundsdóttir HYLURINN Höf. Gróa Finnsdóttir Les. Lára Sveinsdóttir, Guðmundur Ingi Þorvaldson DAGBÓKKIDDAKLAUFA - SVAKALEGUR SUMARHITI Höf. Jeff Kinney Les. Oddur Júlíusson AFTURGANGAN Höf. Jo Nesbø Les. Orri Huginn Ágústsson ALLT EÐA EKKERT Höf. Simona Ahrnstedt Les. Álfrún Helga Örnólfsdóttir HELKULDI Höf. Viveca Stein Les. Hanna María Karlsdóttir 1. 2. 3. 4. 7. 8. 6. 10. 9. 5. - - › › › › TOPP 10 VINSÆLUSTU HLJÓÐBÆKURÁ ÍSLANDI VIKA 18 Mér blöskrar hvern- ig hamast er á Bjarna Benediktssyni, fjár- málaráðherra og for- manni Sjálfstæðis- flokksins, vegna sölunnar á hlut í Ís- landsbanka á dög- unum. Einna lengst held ég að rithöfundur nokkur hafi gengið í svívirðingum og órök- studdum dylgjum á Austurvelli sl. laugardag. Ummælin voru honum ekki til sóma, en að sjálfsögðu tók „RÚV okkar allra“ þau upp í kvöld- fréttum sjónvarps í samræmi við hlutleysisskyldu sína. Auðvitað er söngurinn um að Bjarni hafi selt pabba sínum banka út í hött. Til þess var Bankasýslan stofnuð á sínum tíma, að ráðherrar væru ekki með puttana í framkvæmd á bankasölu eða vali á kaupendum, enda er það margupplýst af öllum hlutaðeigandi aðilum að Bjarni Bene- diktsson hafði ekkert með það að gera hverjir keyptu hlut í bankanum. Benedikt faðir hans er vel þekktur og virtur fjárfestir, sem ekkert er at- hugavert við að hafi verið meðal rúm- lega 200 kaupenda á hlutum í bank- anum. Kerfið í kringum söluna er einmitt til þess fallið að ættar- eða vinatengsl einstakra manna við við- komandi ráðherra geti hvorki auð- veldað þeim né torveldað að taka þátt í útboði eins og því sem fram fór. Þingmennirnir sem hæst láta í um- ræðu um málið vita þetta allt. Þeir þekkja lögin um Bankasýsluna og til- ganginn með henni, og þeir fengu ít- arlega kynningu á fyrirkomulagi söl- unnar áður en hún fór fram án þess að gera nokkrar athugasemdir. Þetta liggur allt fyrir. Tilgangur þessara aðila með hamaganginum er fyrst og fremst sá að níða Sjálfstæðisflokkinn í aðdrag- anda borgarstjórnarkosninganna og halda umræðunni sem mest frá þeim málefnum sem meirihlutaflokkarnir eiga erfiðast með. Það eru t.d.: - Lóðaskortur vegna þéttingar- kreddustefnu sem hef- ur hleypt upp húsnæð- isverði og er ein meginástæða vaxandi verðbólgu. - Umferðarmál í ólestri. Lítið sem ekk- ert hefur verið gert undanfarinn áratug í gatnaframkvæmdum, annað en þrengja göt- ur, enda yfirlýst stefna meirihlutans að tor- velda sem mest notkun fjölskyldubílsins. - Lélegar strætisvagnasam- göngur og úreltur vagnafloti, þrátt fyrir yfirlýsta stefnu um áherslu á al- menningssamgöngur. - Peningum sóað í gæluverkefni og ómarkvissa stjórn framkvæmda á meðan grunnþjónusta situr á hak- anum, sorphirða, snjómokstur og al- menn þrif á götum og grænum svæð- um. - Öll skattheimta í hæstu hæðum. - Svikin loforð um aðgengi að leikskólum. Fleira mætti telja en læt staðar numið. Ég geri mér grein fyrir því að ekki verða allir sammála þessari grein- ingu, en hvet fólk í Reykjavík til að hugsa um þessi mál og önnur þau málefni sem heyra undir borg- arstjórn þegar gengið verður til kosninga á laugardaginn, en láta ekki ómálefnalegar dylgjur um óskyld mál villa sér sýn. Ég treysti Bjarna Benediktssyni Eftir Sigurgeir Þorgeirsson » Tilgangurinn er fyrst og fremst að níða Sjálfstæðisflokkinn í aðdraganda kosning- anna og halda um- ræðunni frá málefnum sem meirihlutinn á erf- iðast með. Sigurgeir Þorgeirsson Höfundur er eftirlaunaþegi. sigurgeir.thorgeirsson@gmail.com Fylgi mið- og vinstriflokkanna í Reykjavík hefur oft hangið á bláþræði. Í síðustu kosningum náði sambræðingur fjögurra flokka naum- um meirihluta með 12 fulltrúa af 23. Ef borg- arfulltrúum hefði ekki verið fjölgað úr 15 í 23 ætti VG engan borg- arfulltrúa nú í borgarstjórn og Sjálfstæðisflokkurinn hefði getað valið sér flokka til samstarfs í meirihluta, skrýtin sviðsmynd sem aldrei varð að veruleika. Óneit- anlega vekur hún samt spurningar um hverfulleika fulltrúalýðræð- isins. Jean-Jacques Rousseau taldi fulltrúalýðræði afleita hugmynd af því þar með afsalaði hinn sjálfstætt hugsandi borgari sér valdi til ann- arra í stað þess að fjalla sjálfur gagnrýnið um eigið samfélag. Full- trúalýðræði þýðir að kosnum fulltrúum er falið að rýna í og af- greiða þau flóknu mál sem þeim eru falin, en að sama skapi þarf hinn al- menni borgari ekki frekar en hann vill að taka afstöðu til þess sem full- trúarnir sýsla með. Hugsanlega mættu ungir kjósendur nútímans taka sér 300 ára gamlar hugmyndir Rousseau til fyrirmyndar í stað þess að verja vökustundum sínum í að glápa á sjálfa sig og „lækin“ í símunum sínum. Böggull fylgir skammrifi Hinum kosnu fulltrúum gengur ef- laust gott eitt til með áætlunum sínum og aðgerðum. En þrátt fyrir góð fyrirheit fylgir böggull skamm- rifi. Áætlanir og að- gerðir meirihlutans hafa leitt okkur út í al- varlegasta skuldafen, sem þekkst hefur í íslenskri pólitík. Auk þess má ljóst vera að stærstu aðgerðirnar eru líklegar til að stangast hver á við aðra. Borg- arlínuverkefnið stangast til dæmis óhjákvæmilega á við markmið borg- arinnar um kolefnishlutleysi og það sjálfsagða markmið, sem nú er krafist um heim allan, að draga úr sóun verðmæta. Næstu árin útheimtir borg- arlínan býsnin öll af orkufrekum vinnuvélum til verkefna um alla borg knúnum jarðefnaeldsneyti með tilheyrandi loftmengun – keyrsla þeirra er reyndar þegar hafin við þéttingu byggðar. Ryðja þarf úr vegi fjölda heilla bygginga og samgöngumannvirkja með til- heyrandi kolefnislosun og ófyr- irséðum umhverfisáhrifum. Þetta brölt vekur spurningar um heild- arskipulag umferðar, þar með al- menningssamgangna, á meðan allt verður sundurgrafið. Sama á við um veitulagnir og fleira. Einurð meirihlutans í þessu máli er aðdáunarverð; hún minnir helst á ákafa systranna í ævintýrinu um Öskubusku, sem voru tilbúnar að skera af sér tær og hæla til að ná markmiðum sínum. Vistvænar samgöngur Áætlanir um vistvæn, hrein og græn svæði eru vissulega áhuga- verðar. Borgarlínu er ætlað að skapa rólegt og mannvænt um- hverfi ofan jarðar innan um göngu- og hjólreiðastíga á meðan önnur umferð skal m.a. fara um Miklu- brautarstokk. Bílar knúnir jarð- efnaeldsneyti eiga að víkja fyrir raf- bílum. Mislæg gatnamót skulu vera víkjandi, bílastæði helst hvergi sjá- anleg ofan jarðar og þrengingum og gangbrautarljósum fjölgað. Til að trufla ekki íbúa í hverfum nálægt Sundabraut á hún helst að leggjast í jarðgöng, ekki yfir brú. Enn fylgir hér böggull skamm- rifi. Framleiðsla rafbíls krefst meiri losunar gróðurhúsalofttegunda en bíls sem þarf jarðefnaeldsneyti og förgun rafbílageymis er kostn- aðarsöm og hættuleg bæði um- hverfinu og þeim sem við hana starfa. Við þetta má bæta að fram- boð liþíums, málmsins sem nauð- synlegur er rafbílageymum, er tak- markað í heiminum. Bílaumferð hér á landi hefur aldrei verið meiri en nú og mun aukast enn með fjölgun ferðamanna. Því meir sem reynt er að hindra og tefja fyrir henni, þeim mun meiri hlýtur losun gróðurhúsa- lofttegunda að verða og önnur til- heyrandi mengun. Loks þetta: Meirihlutinn hefur – hugsanlega fyrir misskilning – gert lagningu Sundabrautar illfram- kvæmanlega vegna þéttingar byggðar í Gufunesi og Vogabyggð. Það er löngu sannað að Sundabraut er hagkvæm og nauðsynleg sam- gönguaðgerð. Miðað við þróun bíla- umferðar hefði í raun þurft að hefja framkvæmdir við hana mun fyrr og jafnvel fleiri hliðstæðar brautir meðfram allri strandlengju nessins sem borgin stendur á. Það hefði gefið hugmyndum um vistvænar samgöngur byr undir báða vængi. Að velja aðgerðir í umhverfismálum Í áhugaverðu viðtali um loftslags- og umhverfismál 4. maí síðastliðinn lýsti Stefán Gíslason áhyggjum af þeirri tilhneigingu okkar að velja aðgerðir í umhverfismálum sem virka sannfærandi, til dæmis að flokka úrgang og banna plastpoka. Það dugir þó ekki til að mati Stef- áns, við þurfum jafnframt að skoða neysluna okkar um leið og við flokk- um og einnig hvað fer í plastpokana. Við þurfum m.ö.o. að horfa á heild- armyndina og innihaldið. Það sama hlýtur að gilda um þær örlagaríku pólitísku fyrirætlanir sem hér hefur verið lýst. Lausnin er varla sú að fylla göturnar af rafknúnum Teslum og bylta ásýnd borgar- landsins með eldsneytisfrekum vinnuvélum. Það væri eins og að fylla marga plastpoka af dóti sem engin þörf væri fyrir. Hógværð og yfirvegaðar ákvarðanir er það sem skiptir hér máli. Umræddar fyrirætlanir og að- gerðir eru teknar af naumum meiri- hluta þeirra sem kosnir voru árið 2018. Allt hefði farið á annan veg hefði þeim ekki verið fjölgað – full- trúalýðræði getur verið brigðult og í vissum skilningi ósanngjarnt. Hverfulleiki fulltrúalýðræðisins Eftir Meyvant Þórólfsson » Við þurfum að horfa á heildar- myndina og innihaldið … Hógværð og yfirveg- aðar ákvarðanir er það sem skiptir hér máli. Meyvant Þórólfsson Höfundur er háskólakennari á eftirlaunum. meyvantth@gmail.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.