Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 53
MINNINGAR 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2022 ✝ Kristinn Karls- son fæddist 18. febrúar 1935 í Reykjavík. Hann lést 28. apríl 2022 á Hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ. Foreldrar hans voru hjónin Karl Guðmundsson raf- vélavirkjameistari og sýningarstjóri í kvikmyndahúsum, ættaður af Rauðasandi, og Margrét Tómasdóttir ljós- móðir, ættuð úr Flóanum. Kristinn var sjötti í röð níu systkina, þau voru: Ásta Guð- rún, f. 1926, Guðmundur, f. 1927, Anna Kristjana, f. 1932, Margrét Björk, f. 1933, Tómas, af fyrra hjónabandi), Kristín Margrét Norðfjörð, f. 1996 (barnsfaðir Elfu: Hermann Norðfjörð, f. 1951, d. 2015), og Logi, f. 2002. 2) Karl, f. 1968, maki: Linda María Ólafsdóttir, f. 1972, börn þeirra: Katrín María, f. 1997 (sonur Katrínar: Styrmir Elí, f. 2020, barnsfaðir: Stefán Orri Arnarsson, f. 1997), Kristinn, f. 2002, og Elma Lind, f. 2005. Kristinn útskrifaðist frá Iðn- skólanum í Reykjavík með sveinspróf í vélvirkjun 1956 og vann alla sína starfsævi við iðn sína hjá Vélsmiðju Jóns Sig- urðssonar, sem lengst af var við Borgartún. Kristinn var hagmæltur eins og hann átti kyn til og orti ófá- ar tækifærisvísurnar. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag, 12. maí 2022, klukkan 13. f. 1937, Einar, f. 1939, og Ragnar, f. 1942. Þau eru öll látin. Árið 1968 kvæntist Kristinn Kristínu Stefáns- dóttur, f. 1929, ættaðri úr Ísa- fjarðardjúpi en hún lést úr krabba- meini 2004. Þau bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík, fyrst á Grettisgötu 58b, síðan í Gyðu- felli 14 og í Hamrabergi 12 í Efra-Breiðholti. Börn þeirra: 1) Elfa, f. 1962, maki: Viðar Ófeigsson, f. 1958, börn þeirra: Ragnar, f. 1982, Jakob, f. 1985, og Óskar, f. 1987 (synir Viðars Elsku pabbi, nú ertu búinn að fá langþráða hvíld. Síðast- liðin fjögur ár voru þér og okk- ur fjölskyldunni erfið þegar alzheimersjúkdómurinn var farinn að herða verulega á. „Þegar ég hætti að geta keyrt bíl, þá er þetta búið!“ sagði hann við mig fyrir nokkrum ár- um og það reyndist rétt hjá honum. Pabbi varð ekkjumaður 69 ára gamall og voru það örugg- lega mikil og erfið viðbrigði fyrir hann. Hann var af þeirri kynslóð sem kvartaði aldrei. Hann fylgdist vel með málum líðandi stundar og hafði mjög ákveðnar pólitískar skoðanir á mönnum og málefnum. Pabbi ólst upp í níu systkina hópi á Nönnugötu 1 í Reykjavík og minntist hann æskuáranna ávallt með gleði þótt þau væru ár kreppu og hafta. Á sínum ungdómsárum æfði pabbi fim- leika og handbolta með Ár- manni. Hann var valinn úr hópi 45 bestu handknattleiksmanna Íslands til að keppa fyrir Ís- lands hönd á heimsmeistara- móti í handknattleik sem fram fór í Austur-Þýskalandi 1958 og var það í fyrsta sinn sem Ís- lendingar kepptu á slíku móti. Pabbi var með mikla veiði- dellu og hafði sérstaka ánægju af silungsveiði en hann stund- aði einnig laxveiði og skotveiði. Í mörg dásamleg sumur dvöld- um við í veiðihúsi við Krossá á Skarðsströnd. Honum leið vel úti í náttúrunni og þegar hann var að veiða vildi hann helst vera einn og í friði. Ég sé þig fyrir mér, elsku pabbi, í sum- arlandinu, við fagurt vatn með stöng í hendi og mamma situr í sólskininu á teppi skammt frá og bíður eftir að þú gefir þér tíma til að fá þér kaffisopa. Takk fyrir allt og allt. Hvíl í friði. Þín dóttir, Elfa. Elsku afi, þá er komið að kveðjustund. Þakklæti er það sem er mér efst í huga þegar ég hugsa um þig og óteljandi minningar fullar af kærleika, hlýju og hlátri streyma fram. Ég var svo heppin að hafa þig í lífi mínu í tæp 26 ár og þvílík forréttindi sem það eru. Afi var mikill húmoristi og hafði mikinn húmor fyrir sjálf- um sér, hann var fljótur að skjóta gríni inn í samræður og ég fékk oft verk í kinnarnar eftir að hafa brosað of mikið þegar hann var í vissum gír. Hann var líka með smitandi prakkaraglott sem glitti alltaf í þegar maður hitti hann. Þegar ég hugsa um afa þá tengi ég hann við gleði, ég var alltaf glöð að sjá hann og hann var alltaf glaður að sjá mann. Afi var líka mjög ákveðinn maður, hann gat verið þrjóskur og hafði sterkar skoðanir, sem eru einfaldlega partar af þeim stóra karakter sem hann var. Hann var mikill spjallari og það var yndislegt að tala við hann og hlusta á hann segja sögur frá gömlum tímum. Honum fannst þó líka gott að sitja í ró og horfa á sjónvarpið eða hlusta á fréttir og ég mun ávallt sjá hann ljóslifandi fyrir mér fyrir framan sjónvarpið í Hamra- berginu með kaffibolla sér við hlið. Afi var líka alltaf á ferð- inni alveg þangað til hann gat það ekki lengur, hann var mikið að skutlast og gera og græja og var alltaf til í að keyra eða sækja okkur barnabörnin. Hon- um fannst gott að vera í kring- um fólk og lenti iðulega á löngu spjalli úti í búð. Hann var líka lúmskur bílakarl og hafði mjög gaman af því að veiða. Ég á ótal yndislegar minningar um afa úr Hamraberginu með hon- um og ömmu, samverustund- irnar í Bæjargilinu, Kópalind- inni og heima í Flóa, bíóferðir, bakarís- og búðarferðir, bíltúra, – listinn er ótæmandi og færir það mér enn meira þakklæti. Ég nefndi það oft við afa að hann hefði líklega fæðst á kol- röngum áratug, þar sem hann hafði nokkurn áhuga á tækni og spáði mikið í hversu mikil gæðin á flatskjánum hans voru eða hversu góðan síma hann átti, og var þá jafnvel að bera símann sinn saman við minn til að athuga hvort hann væri ekki örugglega í nýjustu tækninni og hvort okkar væri að standa sig betur í þeim málum! Hann tók líka mikið af myndum og prentaði mikið af þeim út sjálf- ur og gaf svo viðfangsefnum sínum myndirnar, sem voru lík- lega oftast við barnabörnin – enda mjög stoltur afi. Það er sárt að þurfa að kveðja þig, elsku afi, maður vill eiga fólkið sitt að eilífu en þannig virkar lífið víst ekki þó minningarnar endist manni og hlýi út ævina. Ég veit að þú ert hvíldinni feginn eftir veikindin og áttir þú langa og viðburða- ríka ævi. Ég fann hvað þú saknaðir ömmu sem lést fyrir tæpum 18 árum og eruð þið nú loks sameinuð á ný. Þú varst mér svo kær og mikilvægur partur af mínu lífi, og ég vil þakka þér fyrir allt sem þú kenndir mér, takk fyrir að vera alltaf til staðar, alla ástina, minningarnar og vil ég einfald- lega fá að segja takk fyrir að vera þú. Við sjáumst aftur einn daginn, elsku afi minn. Kristín Margrét Norðfjörð. Elsku afi og langafi, við vilj- um þakka þér fyrir allar ómet- anlegu stundirnar okkar saman og fyrir þau miklu forréttindi að hafa átt svona frábæran afa og langafa. Þú kenndir okkur svo ótrúlega margt og varst alltaf til staðar fyrir okkur og erum við þakklát fyrir að eiga ótal góðar minningar um þig til að ylja okkur við. Það er skrýt- in og óraunveruleg tilfinning sem fylgir því að missa svona mikilvægan og stóran karakter úr lífi sínu sem hefur fylgt manni alla ævi og eigum við svo sannarlega eftir að sakna þín mikið. Minning þín mun lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð, takk fyrir allt, við elskum þig. Katrín María, Kristín Margrét, Logi, Kristinn, Elma Lind og Styrmir Elí. Kristinn, kær móðurbróðir minn, hefur kvatt okkur, síð- astur níu systkina. Hann var alla tíð stór hluti af lífi mínu. Þegar ég fyrst man eftir mér bjó hann heima hjá ömmu og afa. Ég var þar mikið fyrsta ár- ið og svo eftir að ég gat farið ein í strætó, sem var talsvert fyrr en gerist í dag. Kristinn hafði herbergi á efri hæðinni og bar herbergið áhugamálum hans glöggt vitni. Á súðinni voru skíði og snjóþrúgur, á sumrin voru veiðistangirnar aldrei langt undan. Kristinn var mikill útivistarmaður og góður veiðimaður og naut stór- fjölskyldan góðs af. Ég man eftir mörgum máltíðum hjá ömmu og afa þegar borðstofu- borðið var lengt eins og hægt var og stólum og píanóbekkn- um troðið í kring. Mikið var talað og hlegið. Kristinn gat verið mjög stríðinn. Lengi var talað um jólin þegar hann fékk möndl- una. En hann leyndi henni þar til allur grautur var búinn úr skálinni og einhverjir farnir að skammast yfir því að gleymst hefði að setja möndluna í grautinn. Þá fyrst kom hún í ljós. Hann stríddi mér líka á uppbretta nefinu. Einnig kall- aði hann mig hrossafluguna þegar ég tók að vaxa mjög hratt. Þetta var samt aldrei neitt sem meiddi. Kristinn var barngóður. Á jólum, þegar börn áttu erfitt með að bíða eftir pökkum, sá hann til þess að ég og Kalli heitinn frændi minn fengjum einn pakka fyrir kvöldmat. Systir mín minntist þess að þegar hún var lítil og Kristinn unglingur – að vinna með skóla og í fríum – þá keypti hann alltaf fyrir hana bók á jólum og afmælum. Þá er mér það minn- isstætt að hann fór með mig í búð á 10 ára afmælinu og keypti handa mér rafmagns- vekjaraklukku sem var hægt að slökkva á. En sú hringdi aftur eftir 10 mínútur. Ég hafði aldr- ei vitað af öðru eins og þetta kom sér oft vel. Þegar ég sjálf var komin með börn heimsótti hann okkur reglulega og þau fögnuðu honum innilega. Afar þeirra voru báðir látnir þegar börnin fæddust þannig að Kristinn varð þeirra afaígildi. Sá yngsti sagði líka einu sinni þegar hann sat í fangi Kristins: „Kristinn frændi, þú ert afi minn.“ Kristinn var hagmæltur og hafði gaman af að setja saman tækifærisvísur. Öll eigum við vísur sem hann gaukaði að okk- ur við ýmis tækifæri. Á seinni árum var hann bæði frændi og vinur. Hann leit oft inn hjá okkur, borðaði stund- um, en oftar var hann bara að kíkja. Þegar Hrefna systir hans var komin á vistheimili með alz- heimer vildi hann að ég styddi hann í að hugsa um hana. Við fórum saman að kaupa á hana föt og ég var með honum þegar fylla þurfti út skýrslur og gera skattframtöl. Hann annaðist systur sína einstaklega vel. Kom til hennar nánast á hverj- um degi og hjálpaði henni að matast. Ég komst stundum í heimsókn og var sem betur fer ekki í vinnu þegar hún lá bana- leguna. Við gátum þá bæði ver- ið hjá henni. Hann sagði nokkr- um sinnum við mig að hann vildi ekki fara svona, en við ráðum víst engu um það. Sem betur fer þurfti hann ekki að lifa lengi með þennan hörmu- lega sjúkdóm. Ég þakka frænda mínum samferðina og tryggðina við okkur systur og fjölskyldur okkar og við vottum fjölskyldu hans innilega samúð. Ástrós Arnardóttir. Kristinn Karlsson ERUM FLUTT Eyrartröð 16, 220 Hafnarfirði sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Eyrartröð 16 220 Hafnarfirði Opið kl. 11-16 virka daga FALLEGIR LEGSTEINAR Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og hlýju við andlát ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, EVU ÞÓRÐARDÓTTUR sjúkraliða, hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, áður til heimilis í Sæviðarsundi 16, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Höfða, Akranesi, fyrir einstaka umönnun. Margrét Magnúsdóttir Marinó Þór Tryggvason Þórður Magnússon Olga Magnúsdóttir Helgi Ómar Þorsteinsson Þórdís Guðný Magnúsdóttir Elskulegur bróðir minn og frændi okkar, TÓMAS HÖGNI JÓN SIGURÐSSON, Reykjavíkurvegi 52a, Hafnarfirði, lést 3 maí. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 17. maí klukkan 13. Hermann Sigurðsson Ragnhildur Stefánsdóttir Ingibjörg Sif Stefánsdóttir Elsku pabbi okkar, tengdapabbi, afi, langafi og langalangafi, ÁSGEIR J. GUÐMUNDSSON húsgagnasmiður, Gullsmára 9, Kópavogi, lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 10. maí. Sigmundur Ásgeirsson Kristín Ottesen Guðmundur Ásgeirsson Jónína Magnúsdóttir Þóra Ásgeirsdóttir Þorvaldur Gíslason Ásgeir Ásgeirsson Berglind Harðardóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, vinkonu, ömmu og langömmu, EDDU LAUFEYJAR PÁLSDÓTTUR, Fróðengi 1, Reykjavík, áður Hafnarbergi 16, Þorlákshöfn. Laufey Elfa Svansdóttir Tor Ulset Páll Kristján Svansson Kristín Berglind Kristjánsd. Guðrún I. Svansdóttir Bjarni Jónsson Árni Vilhjálmsson barnabörn og barnabarnabörn Þökkum innilega auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar okkar elskulegu eiginkonu, móður, tengdamóður, systur og ömmu, INDÍÖNU SIGFÚSDÓTTUR, sem lést fimmtudaginn 31. mars. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Gullbergs á Hrafnistu við Sléttuveg fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Gylfi Guðmundsson Þóra Björg Gylfadóttir Davíð Rúrik Ólafsson Gylfi Jens Gylfason Berglind Guðmundsdóttir Sigurður Jón Sigfússon og barnabörn Við þökkum innlega öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegrar móður okkar, KLÖRU GUÐMUNDSDÓTTUR, Hraunvangi 7, Hafnarfirði. Bestu þakkir eru færðar starfsfólki á Bylgjuhrauni, Hrafnistu í Hafnarfirði, fyrir góða umönnun. Sturla Haraldsson Anna Ólafsdóttir Guðmundur Haraldsson Rannveig Jónsdóttir Hildur Haraldsdóttir Ingvar Ásgeirsson Ingimar Haraldsson Bjarnfríður Ósk Sigurðardóttir og fjölskyldur Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSU GUÐBJÖRNSDÓTTUR, Hömrum, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hamra sem sinnti henni af alúð og hlýju. Kristín Dagný Þorláksdóttir Ásgeir Þorláksson Eva Hildur Kristjánsdóttir Vilhjálmur Þorláksson Sigrún Guðmundsdóttir Þorgeir Pétursson barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.