Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 56
56 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2022 Elsku pabbi minn. Þakklæti er mér efst í huga á okkar kveðjustund. Mikið er ég heppin að hafa fengið að vera dóttir þín. Þú varst svo hlýr og faðmlagið þitt var það besta sem ég vissi um. Þú varst pabbi minn og vin- ur, traustur og hvetjandi og ég gat alltaf leitað til þín. Ef ég var í vafa sagðir þú mér að láta vaða, ef ég hringdi og var í vanda eða bara langaði að hitta þig sagðir þú „ég fer í skóna“ og varst mættur stuttu seinna. Þegar ég var um 10 ára þurfti ég að fara í smá aðgerð á eyrum. Ég kveið því mjög og vildi ekki fara en þú sagðir við mig: „Ef þú ferð skal ég kaupa handa þér 13 páskaegg þegar við erum búin.“ Ég fór og eftir aðgerðina keypt- um við 13 páskaegg. Svo fórum við út um allan bæ og gáfum fólki egg, frændfólki, ókunnugu fólki, vinum og ég fékk að eiga eitt egg. Þú kenndir mér gjafmildi og að það er allt í lagi að líða eins og manni líður. Maður á sína góðu og slæmu daga. Ég fékk að róa með þér til sjós og ég smurði heilt samlokubrauð af samlokum með kæfu á meðan þú fiskaðir. Þú Gunnar I. Guðjónsson ✝ Gunnar I. Guð- jónsson fæddist 5. september 1941. Hann lést 12. apríl 2022. Útför hans fór fram 28. apríl 2022. passaðir upp á mig. Það er ekki skrít- ið að fólk laðaðist að þér, þú dæmdir aldrei aðra og varst æðrulaus gagnvart áliti annarra á þér. Það lifði allt og dafn- aði í höndum þér, bæði dýr og gróður og líka vinabönd. Þú hafðir gaman af því að sjokkera svolítið og hræra í pottunum og fórst þín- ar eigin leiðir, hvort sem var í list- sköpun eða klæðaburði. Málverkin þín eru jafn litrík og þú; yfirnáttúruleg, hlý, óvænt, gáskafull, einstök og sköpuð af ástríðu og innri þörf. Þau voru hluti af þinni veröld og verða allt- af hluti af okkar veröld, yndisleg minning um hversu heppin við vorum að hafa þig í lífi okkar. Þú leiddir hönd mína í gegnum lífið og ég fékk að halda í höndina þína á meðan þú tókst þinn síð- asta andardrátt. Fyrir allt sem við áttum saman verð ég ævin- lega þakklát, fyrir allar stundirn- ar, sögurnar, hlýjuna og allt sem þú kenndir mér, börnunum mín- um og Sigga. Minning þín mun lifa í hjarta okkar og ég trúi því að lífsglaði andinn þinn svífi nú eins og dúfa yfir Þingvallavatni, Ægisíðunni, Snæfellsnesinu og undraperlum náttúrunnar. Bless á meðan pabbi minn. Þín dóttir, Ásdís Birta. Góður félagi og vinur Egill Ólafs- son, fyrrverandi slökkviliðsmaður og slökkviliðs- stjóri, er fallinn frá. Við kynntumst í slökkviliði Keflavíkurflugvallar og störfuð- um þar saman um árabil. Egill var mikill félagsmálamaður og starfaði við ýmis félagsmál og lét sig mikið varða öryggismál og þá sérstaklega brunamál. Hann var um árabil formaður Landssambands slökkviliðs- manna. Hann átti meðal annars góð samskipti við breska Slökkviliðsmannasambandið og sat fundi með þeim að því er varðaði uppbyggingu bruna- mála. Egill Ólafsson ✝ Egill Ólafsson fæddist 17. ágúst 1951. Hann lést 1. maí 2022. Útför hans fór fram 11. maí 2022. Egill var slökkvi- liðsstjóri í Sandgerði um árabil og starfaði að ýmsum skóla- og sveitarstjórnarmál- um og félagsstörfum innan Slökkviliðs Keflavíkurflugvall- ar. Hann var einnig lengi umboðsmaður Samvinnuferða- Landsýnar á Suður- nesjum en starfaði síðast við öryggisgæslu á Kefla- víkurflugvelli Egill var ákveðinn og fastur fyrir í skoðunum en var samt alltaf tilbúinn að ræða málin. Það var alltaf ánægjulegt að hitta Egil því hann var alltaf hrókur alls fagnaðar og fljótur að slá á létta strengi og tók mik- inn þátt í öllum félagsmálum slökkviliðsmanna. Kæra fjölskylda, megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Guðmundur Haraldsson. Andrés var svo heilsteyptur og ynd- islegur maður og þau Jensína voru í okkar huga hin full- komnu hjón. Þær voru ekkert fáar stundirnar sem við eyddum hjá þeim sem börn og alltaf leið manni svo vel, svo örugg, og hvorug okk- ar minnist þess nokkurn tímann að hafa séð þau reið, hvað þá rifist. Það fór ekki mikið fyrir Andrési enda hógværðin uppmáluð en hann átti sín yndislegu augnablik. Það er sagt að sumir tali og tali en segi ekki neitt en hann Andrés var akkúrat öfugt; maður tók mark á því sem hann sagði og oft á tíðum minnti hann okkur mjög mikið á mömmu og Jensínu því hann hafði einstakan húmor og mjög góð skot sem hittu beint í mark. Man að fyrir ekki svo löngu hitti ég þau í Bónus, það fyrsta sem fór í körf- una voru kleinuhringir og svo sagði hann: „Jæja, þá er þetta komið,“ og glotti. Þetta lýsti hon- um svo vel. Þau hjónin voru og eru gest- risnin uppmáluð og alltaf þegar við komum í heimsókn var eldhús- borðið hlaðið kræsingum. Já, öndvegis fólk og frábærir foreldrar enda bera börnin þeirra þess glöggt merki hversu gott uppeldi þau fengu; hvert öðru yndislegra og lík foreldrum sínum. Andrés Sigurðsson ✝ Andrés Sig- urðsson fædd- ist 18. mars 1934. Hann lést 17. apríl 2022. Útförin fór fram 4. maí 2022. Já úff, svo góður maður er fallinn frá. Elsku Jensína og fjölskylda, við vott- um ykkur okkar dýpstu samúð. Megi elsku Andrés vaka yfir ykkur. Ég vil gjarnan lítið ljóð láta af hendi rakna. Eftir kynni afargóð ég alltaf mun þín sakna. (Guðrún V. Gíslad.) Hólmfríður (Fríða) og Bragi Þór. Kvaddur er í dag elsku tengda- faðir minn Andrés Sigurðsson. Í þau rúm 40 ár sem við þekkt- umst varð okkur aldrei sundur- orða. Alltaf var hægt að leita til hans með hin ýmsu smíðaverk og var hann algjör snillingur í hvers kon- ar smíðavinnu og eldsnöggur að mæla allt út og vandvirkur. Hann var sívinnandi alla daga vikunnar. Hans áhugamál og helstu hvíldarstundir voru að horfa á enska boltann og þegar sást til sólar gat hann legið í sól- baði svo tímunum skipti. Hann reyndist barnabörnum sínum og barnabarnabörnum góð- ur afi og þeim þótti afar vænt um hann eins og okkur öllum. Góður maður er genginn eftir farsælt ævistarf. Takk fyrir góða samveru og góða ferð á næsta tilverustig elsku tengdapabbi. Guð geymi þig. Rósa. ✝ Einar Þ. Hjaltalín Árna- son fæddist 18. jan- úar 1928 á Hóli við Raufarhöfn. Hann lést á Dvalarheim- ilinu Hlíð 28. mars 2022. Foreldrar hans voru Árni Pálsson, f. 2. október 1899, d. 17. september 1990, og Friðný El- ísabet Þórarinsdóttir, f. 21. mars 1903, d. 21. nóvember 1983. Einar var næstelstur í hópi sex systkina en þau eru: Páll Hjaltalín, f. 12. mars 1927, d. 19. janúar 1999, kvæntur Unu Hólmfríði Kristjánsdóttur, f. 12. apríl 1931; Ingveldur, f. 22. des- ber 1966 Sigurlínu G. Stef- ánsdóttur, f. 4. desember 1939, d. 6. október 2014. Börn Einars og Sigurlínu eru Þórlaug, f. 4. september 1967, og Jón Stefán Hjaltalín, f. 7. febrúar 1970, giftur Lorenu N. Hjaltalín, f. 17. ágúst 1978. Stjúpdætur hans eru Ásgerður Ingibjörg Jóns- dóttir, f. 25. október 1961, gift Kjartani Haukssyni, f. 6. júlí 1955, og Jóhanna Rósa Jónsdóttir, f. 22. júlí 1964, gift Ríkarði Guðjónssyni, f. 29. september 1963. Barnabörn Einars eru Einar Már, Selma, Elvar Örn Hjaltal- ín, sem lést árið 2020, Hildur Rún, Borgþór, Bjarki, Arnar, Sigurlína Rut, Stefán Hjaltalín og Einar Hjaltalín. Einar átti fjögur langafabörn, þau Jón Inga, Hönnu Maríu, Emelíu Rí- keyju og Emelíu Hrönn. Útför Einars fór fram í kyrr- þey að hans ósk hinn 6. apríl 2022 frá Höfðakapellu á Ak- ureyri. ember 1929, d. 11. júní 2015, gift Pálma Héðinssyni, f. 18. júlí 1930, d. 3. maí 2014; Þórlaug, f. 20. nóvember 1931, d. 7. júní 1948; Hulda, f. 7. júní 1935, d. 15. september 1935; Ragna, f. 16. júní 1945, gift Sigurði Pálmasyni, f. 12. september 1943. Árið 1963 flutti Einar frá æskustöðvum sínum til Ak- ureyrar og hóf störf hjá Kaup- félagi Eyfirðinga þar sem hann starfaði þar til hann lét af störf- um fyrir aldurs sakir. Einar giftist hinn 5. desem- Nú er pabbi farinn í sitt hinsta ferðalag. Hann gekk mér og yngri systur minni í föðurstað þegar við vorum fimm og tveggja ára en þá var mamma orðin ekkja með tvær ungar dætur. Við systur gátum ekki verið heppnari með stjúpföður og mamma með eiginmann en hann var alltaf hlýr og traustur og reyndist okkur ávallt vel. Eft- ir að þau giftu sig bættust tvö systkini í hópinn. Þegar gesti bar að garði á heimili okkar og börn voru með í för var það segin saga að þau voru strax komin til pabba, hann var einstaklega barngóður og börnin löðuðust að honum. Barna- og barnabarnabörnin nutu svo sannarlega góðs af hjartahlýju hans en hann var ævinlega tilbúinn til að gera eitt og annað með þeim, spila, lesa fyrir þau, bregða á leik og fara í gönguferðir. Svo var það afaísinn góði, ís- blóm með jarðarberjasultu, sem þau barnanna sem eldri eru gleyma trúlega aldrei en hann passaði alltaf upp á að eiga hann til og eru margar skemmtilegar minningar tengdar ísstundunum. Pabbi var víðlesinn og átti heilmikið af bókum. Hann hafði gaman af að ferðast en mest ferðaðist hann í gegnum bæk- urnar. Ég dáðist að því hvernig hann gat ferðast um allt land og út fyrir landsteinana með því að kynna sér staði og staðhætti með lestri og gat hann lýst stöðum sem hann hafði aldrei komið á eins og hann hefði verið þar. Pabbi var ótrúlega minnugur á löngu liðna atburði og hafði gaman af að segja sögur úr sveitinni og víðar að, en á Hóli/ Höfða átti hann sterkar rætur þar sem hann bjó fram á fertugs- aldurinn og starfaði við búskap en einnig vann hann við ýmis önnur störf eins og smíðar og sjómennsku. Í sveitinni myndaði hann sterk tengsl við hestana sína sem hann skildi við þegar hann fluttist til Akureyrar. Eftir að hafa búið á Akureyri til margra ára eignaðist hann aftur hesta og hann og bróðir minn keyptu hesthús sem þeir gerðu upp og var það honum mjög dýrmætt. Þegar við hjónin eignuðumst sumarbústað við Skjálfandafljót áttu þau pabbi og mamma af- drep þar í litlu gestahúsi þar sem þau dvöldu oft nokkra daga í senn meðan heilsan leyfði og nutu þeirrar náttúruparadísar sem þar er og erum við þakklát fyrir þann tíma sem við áttum með þeim í sveitinni þótt árin þar hafi verið allt of fá. Síðustu æviárin dvaldi hann á Hlíð þar sem honum leið vel og naut frábærrar umönnunar á Eini- og Grenihlíð og talaði oft um það hve starfsfólkið væri ein- staklega gott og hugsaði vel um hann. Þar stytti hann sér stundir með lestri og prjónaskap en þau eru ófá sokka- og vettlingapörin sem vinir og vandamenn hafa notið góðs af í gegnum árin. Þær voru líka allnokkrar lopapeys- urnar sem þau pabbi og mamma prjónuðu saman á árum áður og ekki má gleyma húfunum fínu en til margra ára vildi yngsta barn- ið mitt bara vera með húfur sem afi hans hafði prjónað. Síðustu mánuðina leitaði hug- ur hans æ meir á æskustöðv- arnar og minningar um lífið þar voru honum ofarlega í huga. Ég kveð með söknuði og ljúf- um minningum um góðan pabba. Þín dóttir, Ásgerður. Mig langar að minnast elsku- legs stjúpföður míns sem gekk mér og systur minni í föðurstað eftir að faðir okkar lést í hörmu- legu sjóslysi við Reykjanes árið 1965. Þegar hann kom inn í líf okkar mæðgna tók hann okkur systrum opnum örmum og ól okkur upp sem sínar eigin dætur ásamt yngri systkinum mínum. Hann var einstakur maður, ljúf- ur, þolinmóður með mikið jafn- aðargeð. Hann var mikill fjöl- skyldumaður og elskaði alla í fjölskyldunni sinni skilyrðislaust og leitaði ævinlega eftir því góða í hverjum og einum. Barnabörn- in löðuðust að honum öll sem eitt enda átti hann alltaf tíma fyrir þau og valdi frekar að leika við þau, spila eða fara út á leikvöll eða göngutúr frekar en að sitja og spjalla við fullorðna fólkið. Áhugamál fyrir utan fjöl- skylduna voru nokkur, m.a. var hann með hesta, var í karlakór, las mikið og átti nokkuð stórt bókasafn. Hann prjónaði mikið sokka og vettlinga og voru flestir okkar vettlingar og sokkar systkinanna prjónað af honum. Mikið var ég stolt þegar ég sagði að pabbi minn hefði prjónað vettlingana mína því það var fremur fátítt að pabbar prjónuðu í þá daga. Það eru ófáir vett- lingar og sokkar sem hann hefur prjónað og gefið vinum og vandamönnum. Hann prjónaði alveg þar til heilsan leyfði það ekki lengur. Margar góðar minn- ingar á ég um yndislega pabba minn sem ég geymi í hjarta mínu og mikið verður skrýtið að fara ekki lengur á Hlíð til að heim- sækja hann þar sem hann dvaldi sl. 6-7 ár við góða umönnun og hlýju starfsfólks Eini- og Greni- hlíðar. Þakka þér elsku pabbi fyrir það sem þú gafst mér og varst mér og fjölskyldu minni. Hvíl í friði. Þín Jóhanna (Hanna) Rósa. Einar Þ. Hjaltalín Árnason Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 Elsku amma mín. Þú valdir held- ur betur fallegasta daginn til að kveðja. Þetta var fyrsti hlýi, bjarti og sólríki dagur ársins. Þannig minnist ég þín, hlý, björt, með þinn dillandi hlátur og rík að sól og fegurð. Nóttina áður en þú kvaddir dreymdi mig svo skýran draum, en það var hestastóð sem stóð á beit í haga með rauðglóandi hrauni allt í kring sem færðist nær og nær stóðinu. Þegar ég leit nánar á hraunið þá voru þetta þúsundir rauðra rósa. Á endanum runnu rósahraunið og stóðið saman í eitt líkt og þið afi væruð að sameinast á ný. Þegar mamma gekk með mig þá dreymdi þig konu sem þú þekktir sem hét Marta. Þig dreymdi að hún kæmi til þín með fangið fullt af rauðum rósum og hún lagði þær í fangið þitt. Þá viss- irðu að ég myndi heita Marta. Þú sagðir mömmu frá þessum draumi eftir að ég fékk nafnið mitt og allt- af kallaðir þú mig rósina þína. Þegar ég svo vaknaði um morg- uninn þá vissi ég að þú værir að kveðja. Ég fann það svo sterkt. Þessi sára tilfinning var ljúfsár eins og sorgin nú, að kveðja þig á sólríkum vordegi umlukt birtu og að minnast þín með söknuði en með þakklæti og kærleika yfir öllu sem þú gafst mér. Allar bernskuminningarnar með þér og afa í Sigluvoginum. Rifsberj- arunninn, sleikjóarnir í skápnum, Agnes Jóhannsdóttir ✝ Agnes Jó- hannsdóttir fæddist 19. janúar 1927. Hún lést 7. apríl 2022. Útför hennar fór fram 23. apríl 2022. hámhorf á gömul ára- mótaskaup á spólum uppi í sjónvarpsher- bergi. Pálmabrauð með smjöri og osti, Al- pen í morgunmat, servíettusafnið sem var eins og gull, labbit- úr út í sjoppu að kaupa túbutyggjó. Álftanes, kakóið á aðfangadags- kvöld, rommý, tenn- urnar í glasinu, dóta- skápurinn, Audi-inn sem ég man enn þá ilminn af, ömmuís, fiskirönd, páskaföndrið, prjónuðu peysurnar og allt þar á milli. Að rifja þetta allt saman upp tekur mig til baka og ég verð lítil stelpa á ný. Eftir að þið fluttuð í Efstaleitið kom ég og litaði á þér augabrún- irnar og þá áttum við dásamlegar stundir saman tvær þar sem við kjöftuðum um allt milli himins og jarðar. Það sem ég kunni mest að meta við þig var hreinskilni þín og beinskeytni og þinn einstaki „kefl- íski“ húmor. Ég sé fyrir mér ykkur afa sam- an í sveiflu á Borginni, viltu gefa honum koss á kinn og eitt blikk frá mér. Bænina þína held ég áfram að tileinka mér og kenna dætrum mínum. Trúðu á tvennt í heimi, tign sem æðsta ber. Guð í alheims geimi, Guð í sjálfum þér. (Steingrímur Thorsteinsson) Ég mun sakna brossins þíns og þíns hlýja faðms sem var svo gott að knúsa. Það er svo margt sem ég mun geyma í hjarta mínu að eilífu elsku amma mín. Takk fyrir að hafa auðgað líf mitt. Rósin þín, Marta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.