Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 38
BAKSVIÐ
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
N
ú eru aðeins tveir dagar til
sveitarstjórnarkosninga
og leikar teknir að æsast,
svona eins mikið og unnt
er að vona (eða óttast). Hitinn í kosn-
ingunum er hins vegar mismikill. Í
tveimur sveitarfélögum er sjálfkjörið,
þar sem aðeins barst eitt framboð, en
í 13 eru óhlutbundnar kosningar, þar
sem allir eru í kjöri.
Í þeim 49 sveitarfélögum, þar
sem fram fer hlutbundin kosning –
kjósendur velja milli hefðbundinna
lista – er stjórnmálalandslagið ærið
misjafnt. Flokkar, sem sitja á Alþingi,
bjóða allir fram einhvers staðar í eig-
in nafni og sumir með „óháðum“, en
eru þó mjög misduglegir við það. Þar
er Sjálfstæðisflokkurinn í sérflokki ef
svo má segja, hann býður fram í 35
sveitarfélögum. Framsókn er næst-
duglegust og býður fram í 26 sveit-
arfélögum, en síðan kvarnast úr.
Samfylking býður fram í 13, Mið-
flokkur og Vinstri-græn í 11 hvort,
Píratar í sjö, Viðreisn í fimm og
Flokkur fólksins í tveimur sveitar-
félögum.
Það er þó ekki svo að alltaf séu
sterk pólitísk skil á framboðum í ein-
stökum sveitarfélögum.
Það er helst í fjölmennustu bæj-
um og sveitarfélögum, þar sem lið-
skipting stjórnmálaflokkanna ræður
miklu, og á henni ber langmest í höf-
uðborginni og sveitarfélögunum þar í
grenndinni.
Engum dylst að baráttan er
hörðust í borginni. Fyrst og fremst
milli stóru flokkanna þar, Sjálfstæð-
isflokks og Samfylkingar, þótt þar
séu bæði Framsókn og Píratar að
gera sig gildandi ef marka má skoð-
anakönnun Prósents, sem birt var í
Fréttablaðinu á dögunum, en hún
sýndi svo mikið fylgistap Sjálfstæð-
isflokks að Píratar fengu þar meira
fylgi, og Framsókn á góðri siglingu.
Óvissar kannanir
Það þarf hins vegar að undir-
strika það „ef marka má“. Þar ræddi
um netkönnun, þar sem úrtakið var
stórt (1.750 manns) en svarhlutfallið
aðeins um 50% og vikmörkin há.
Óvissa um úrtakið skapar annan
vanda, en í netkönnunum reynist ald-
ursdreifing svarenda iðulega önnur
en raunin er meðal þýðisins. Þegar
um er að ræða könnun fyrir kosn-
ingar þarf svo jafnframt að hafa í
huga að skipting kjósenda eftir aldri,
kyni, tekjuhópum o.s.frv. getur verið
verulega frábrugðin.
Það er því ástæða til þess að
taka slíkum könnunum með fyrirvara
og forspárgildi þeirra um niðurstöðu
kosninga takmarkað. Hins vegar
geta þær sýnt vel hreyfingu á fylgi,
en þá þarf helst að hafa eitthvert við-
mið af fyrri könnunum í aðdraganda
kosninga og því er ekki að heilsa.
Það breytir ekki því að í Reykja-
vík eru greinilega æsispennandi
kosningar fram undan. Sjálfstæðis-
flokkurinn á ljóslega við ramman reip
að draga og þar hefur ekki staðið á
skýringum síðustu daga, þar sem ein
útilokar ekki aðra. Sumir segja
Bankasýslumálið hafa spillt fyrir,
aðrir að Hildur Björnsdóttir höfði
ekki til allra í flokkskjarnanum, sum-
um finnst annars duglegir þingmenn
í kjördæmunum ekki hafa beitt sér
sem skyldi (þótt margir frambjóð-
endanna hafi tengingar við þá) og svo
segja aðrir að könnunin sé beinlínis
röng.
Sem fyrr segir kann að vera
skekkja í henni, frásagnir af eigin
könnunum stóru framboðanna benda
til þess þótt menn verjist allra fregna
um niðurstöður þeirra.
Taugatitringur víðar
Sjálfstæðismenn eru þó ekki
einir um að vera uggandi vegna um-
ræddrar könnunar. Samfylkingin
undir forystu Dags B. Eggertssonar
borgarstjóra er þar í námunda við
hefðbundið kosningafylgi, en hún
hefur tilhneigingu til þess að ofmæl-
ast í könnunum. Það á þó enn frekar
við um Pírata, sem hafa sögulega
fengið mun minna upp úr kössunum
en kannanir hafa gefið til kynna.
Hins vegar hafa bæði Framsókn og
Flokkur fólksins iðulega reynst und-
irmæld í könnunum og Sósíalistar
hljóta að vera bjartsýnir um sitt
gengi, þótt auðvitað sé það sýnd veiði
fram á sunnudagsnótt.
Auðvitað ríkir spenna víðar en í
Reykjavík, en frekar hófleg þó í flest-
um sveitarfélögum öðrum en Hafn-
arfirði. Þar er mál manna að Sam-
fylkingin hafi mjög sótt í sig veðrið
undir forystu gamla bæjarstjórans
Guðmundar Árna Stefánssonar.
Önnur skoðanakönnun Prósents
virðist staðfesta að hann eigi ekki
langt í að skáka Rósu Guðbjarts-
dóttur, en þar var aðeins byggt á um
320 svörum, sem er langt undir því
sem þarf til þess að segja fyrir um úr-
slit af einhverju öryggi. Allt galopið
enn.
Í Kópavogi, Garðabæ, Mosfells-
bæ og Seltjarnarnesi virðist rólegra
yfir, en þar skyldi þó enginn útiloka
neitt fyrr en síðasta atkvæðið er talið.
Á síðustu metrum
kosningabaráttu
2022
Sveitarstjórnakosningar 2022
Tilhögun kosninga í 64 kosningum á laugardag
Hlutbundin kosning
Óhlutbundin kosning
Sjálfkjörið
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Samgöngur á
höfuð-
borgar-
svæðinu hafa farið
versnandi á undan-
förnum árum eins
og flestir þeir sem
aka til og frá vinnu
verða varir við. Þeir dvelja mun
lengur í bílum sínum en áður og
ástæðan er einföld, borgaryfir-
völd hafa hafnað því að greiða
einkabílnum leið og hafa þvert
á móti þrengt götur og tafið
umferð.
Þessi stefna er rekin þrátt
fyrir að um 3⁄4 borgarbúa noti
einkabíl til að komast á milli
staða og því augljóst að einka-
bíllinn er í raun sá ferðamáti
sem almenningur velur sér
helst og þess vegna hinar einu
raunverulegu almennings-
samgöngur.
Aðrir ferðamátar skipta þó
einnig máli en þar vega fót-
gangandi langþyngst, því að
16-20% hafa valið þann ferða-
máta á liðnum árum. Langt þar
á eftir koma reiðhjólin og enn
neðar strætisvagnarnir með
4-5% notkun.
Afar sérkennilegt er að þeim
3⁄4 sem velja einkabílinn sé sinnt
jafn illa og raun ber vitni og að
borgaryfirvöld skuli jafnvel
hafa horn í síðu þeirra og reki
beinlínis þá stefnu að koma al-
menningi út úr bílum sínum.
Fyrir nokkrum árum urðu
þessi sérkennilegu sjónarmið
til þess að meirihlutinn í
Reykjavík fór að berjast fyrir
léttlestum eða ofurstrætis-
vögnum og varð síðari kost-
urinn ofan á og kallast nú borg-
arlína. Barátta meirihlutans í
Reykjavík leiddi illu heilli til
þess að aðrir gáfu eftir og nú
stefnir í að líklega yfir eitt
hundrað millj-
örðum króna verði
eytt í þetta verk-
efni, auk rekstrar-
kostnaðar sem
verður hár en hef-
ur ekki verið reikn-
aður.
Það er út af fyrir sig sér-
kennilegt að þegar síauknar
niðurgreiðslur á strætis-
vögnum og fjölgun sérstakra
akreina fyrir vagnana hafa
engu skilað í aukinni notkun
skuli vera ákveðið að bæta í og
halda enn lengra í sömu átt.
Þetta verður þó enn sér-
kennilegra þegar horft er til
þess að frá því að léttlestar- og
borgarlínuhugmyndirnar komu
fyrst fram hefur orðið ein veru-
leg breyting í samgöngum á
höfuðborgarsvæðinu sem ætti
að verða til að menn stöldruðu
við og endurskoðuðu áformin.
Á allra síðustu árum hafa
rafskútur bæst við og fer notk-
un þeirra sífellt vaxandi. Talið
er að á þessu ári verði farnar
allt að 12 milljónir ferða á slík-
um farartækjum, sem er svip-
aður fjöldi og ferðast með
Strætó á ári. En munurinn er
sá að ferðir með Strætó eru að
langstærstum hluta niður-
greiddar á meðan rafskúturnar
eru ýmist í eigu þeirra sem
nota þær eða í eigu einkafyr-
irtækja sem leigja þær út á
fullu verði.
Það gefur augaleið að þegar
slík breyting hefur orðið með
ferðamáta sem keppir við
strætisvagna hljóta forsendur
fyrir því að búa til nýtt ofurst-
rætisvagnakerfi að vera gjör-
breyttar og væntanlega brostn-
ar, jafnvel út frá þeim hæpnu
forsendum sem lagðar voru til
grundvallar þeim áformum.
Gamlar hugmyndir
um borgarlínu taka
ekki tillit til þeirrar
nýjungar sem
rafskúturnar eru}
Brostnar forsendur
Fréttir af óvæntum
fundum Borisar
Johnsons forsætis-
ráðherra með
starfsbróður í Sví-
þjóð og forseta
Finnlands vekja
mikla athygli.
Breski forsætisráðherrann lof-
ar öflugum stuðningi við löndin
verði af hernaðarlegum ögr-
unum Rússa gagnvart þeim.
Íslenskir áhugamenn um
ESB sögðu bankakreppu rétt-
læta íslenska umsókn í það.
Þegar sú furðuröksemd dó var
fáum árum síðar hrópað að árás
Rússa á Úkraínu kallaði á það
sama. Það átti að ráða úrslitum
um öryggi Íslands, stofnaðila í
NATÓ! Svíþjóð og Finnland eru
í ESB. Sú aðild styggði ekki
Rússa, enda ekki öryggismál.
En tal um inngöngu í NATÓ nú
hefur kallað fram alvarleg við-
brögð og hótanir.
ESB hefur ekki
brugðist við þeim
hótunum. En það
gerir Bretland, sem
nýverið varð laust
úr viðjum ESB!
Frá fyrstu
stundu var bullandi ágreiningur
innan ESB-ríkjanna um við-
brögð við innrás Rússa í Úkra-
ínu. Ríkin sem ráða öllu í ESB,
þegar þau leggja saman, Þýska-
land og Frakkland, gerðu sitt í
að hindra hernaðarlegan stuðn-
ing við Úkraínu og héldu áfram
hertólaviðskiptum við Rússa
fram undir miðjan apríl, uns það
hneyksli varð opinbert.
Bandaríkin og Bretland,
laust úr viðjum ESB, hafa haft
algjöra forystu um stuðning við
Úkraínu í baráttu þess við ofur-
eflið. Stuðningur við Finnland
og Svíþjóð nú er sama eðlis.
Skrítið er að sjá
hvernig æsingarhóp-
urinn um ESB hleyp-
ur á sig og jafnvel
við ímynduð tilefni}
Sláandi munur og meinlokur
R
eykjavík er að mörgu leyti frá-
bær borg að búa í. Hún er auð-
vitað stór á íslenskan mæli-
kvarða, en nógu lítil til að taka
vel utan um okkar og gera
okkur kleift að komast fljótt á milli staða.
Hér er öflugt menningarlíf og góðir veit-
ingastaðir sem hvort tveggja kallar fram
hughrifin af erlendum stórborgum – en hér
er líka stutt í náttúru og útivist. Við höfum
aðgang að nær allri þeirri þjónustu sem við
þurfum og getum hæglega notið þess besta
sem hagsældin sem við búum við býður upp
á. Það eru mikil forréttindi.
Af þessum ástæðum, og fleiri til, hefur
Reykjavík alla burði til að vera í forystu-
hlutverki, sem hún er því miður ekki í eins
og sakir standa. Borgin ætti að njóta þeirr-
ar stærðarhagkvæmni sem önnur sveit-
arfélög hafa ekki tök á að nýta, fjárhagur hennar ætti
að vera sterkur og stjórnsýslan ætti að vera öflug og
skilvirk.
Til að vera í forystuhlutverki þarf að efla þátttöku
almennings, fjölga valkostum, lækka álögur og einfalda
stjórnsýsluna. Íbúalýðræði felst ekki í því að leyfa íbú-
um að kjósa um lagfæringar á annaðhvort leikvöllum
eða göngustígum fyrir fjármuni sem eru aðeins brot af
rekstri borgarinnar, heldur um alvöru valkosti í mikil-
vægum málaflokkum sem skipta máli í lífi fólks, sem
og í leik- og grunnskólamálum, í heimaþjónustu fyrir
aldraða, þjónustu fyrir fatlaða og þannig mætti áfram
telja. Reykjavík hefur allt til þess að bera til að vera
með framúrskarandi skóla, góða þjónustu og
gott skipulag um borgina.
Til að vera í forystuhlutverki þurfa kjörn-
ir fulltrúar borgarbúa að finna alvöru lausn-
ir á samgöngumálum, lausnir sem miða að
því að einfalda samgöngur og gera þær skil-
virkari og fjölbreyttari – í stað þess að ætla
að kenna fólki lexíu um það hvernig lífsstíl
það eigi að velja sér.
Til að vera í forystuhlutverki þurfa kjörn-
ir fulltrúar að finna leiðir til að auðvelda
fólki að hefja fyrirtækjarekstur, vinna með
fyrirtækjum sem starfa nú þegar í borginni
og meta mikilvægt framlag þeirra til sam-
félagsins. Að sama skapi þurfa borgar-
fulltrúar að bera virðingu fyrir því fjár-
magni sem fólk og fyrirtæki færa þeim til
ráðstöfunar með dugnaði sínum og eljusemi
um hver mánaðamót.
Til að vera í forystuhlutverki þarf Reykjavík fólk
sem sér borgina fyrir sér í því hlutverki, fólk sem vill
sjá borgina og íbúa hennar skara fram úr og fólk sem
tekur hlutverk sitt alvarlega þegar kemur að því að
gera líf íbúa einfaldara og betra. Það er hægt að gera
svo mikið betur í þeim málum en gert hefur verið.
Til að þetta verði að veruleika þarf að skipta um
meirihluta í borginni og kjósa til forystu fólk sem deilir
þeirri sýn að borgin geti verði í forystuhlutverki. Það
gera þau sem leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
vík. aslaugs@althingi.is
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Það er hægt að gera mikið betur
Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen