Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2022
SMÁRALIND – KRINGLAN – DUKA.IS
GLEY MÉR EI
NÝ LÍNA
Viskastykki 3.490,-
Bolli 3.390,-
Kerti 2.490,-
Servíettur 1.190,-
„Á Íslandi eru tiltölulega fáir veiðimenn
miðað við stærð landsins og litlar skotveiðar
við votlendi. Gæsin er mest skotin á túnum,
rjúpan á heiðum og svartfugl á sjónum. Það
eru einungis sáralitlar anda- og heiðagæsa-
veiðar á heiðum sem fara fram við votlendi.
Vegna kuldans hér brotnar blý mjög hægt
niður. Hér er líka allt önnur skotveiðihefð en
annars staðar í Evrópu,“ segir Áki.
Í breytingareglugerð sem Guðmundur Ingi
Guðbrandsson, þáverandi umhverfis- og auð-
lindaráðherra, gaf út 15. nóvember 2021
kemur fram að reglugerðin sé sett til innleið-
ingar á þremur tilteknum EES-reglugerðum.
Ein þeirra er reglugerð
framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/57 frá
25. janúar 2021 um breytingu á viðauka við-
víkjandi blýi í skotfærum í eða umhverfis
votlendi.
Noregur fékk ekki undanþágu
Þessi breyting hefur nokkuð verið rædd í
Noregi. Tímaritið JAKT greinir frá því að
Noregur hafi óskað eftir undanþágu frá blý-
banninu vegna veiða í skógum og á fjöllum
en ekki fengið. Þar hefur notkun blýhagla við
votlendi verið bönnuð en leyft að nota þau
annars staðar við veiðar.
JAKT segir að ESB hafi innleitt nýja skil-
greiningu á því sem telst vera votlendi og
hún sé mjög víðtæk. Þá séu ekki lengur
veittar undanþágur eða aðlögun að stað-
bundnum aðstæðum. Norðmenn reyndu að fá
votlendi skilgreint á annan hátt en ESB ger-
ir, en það tókst ekki.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Notkun blýhagla verður bönnuð hér á landi
frá 15. febrúar 2023 líkt og annars staðar í
löndum Evrópusambandsins (ESB) og Evr-
ópska efnahagssvæðisins (EES). Samkvæmt
upplýsingum frá umhverfis-, orku- og lofts-
lagsráðuneytinu var reglugerð (ESB) 2021/57
innleidd hér með reglugerð 1340/2021.
„Við fréttum erlendis frá að þetta stæði til
en höfðum ekki hugmynd um að búið væri að
innleiða þetta hér. Ég furða mig á því að
þessi breyting skuli ekki hafa verið kynnt
okkur,“ segir Áki Ármann Jónsson, líffræð-
ingur og formaður Skotveiðifélags Íslands
(Skotvís). Hann segir að umrædd reglugerð
ESB hafi verið harðlega gagnrýnd vegna
skilgreiningar hennar á votlendi.
„Við höfum óskað eftir fundi með umhverf-
isráðherra til að fá skýring ar á því við hvaða
skilgreiningu á votlendi verður miðað hér.
Það skiptir miklu hvort miðað er við vel skil-
greind Ramsarsvæðin eða hvort hver einasti
drullupollur sem myndast á vorin og 100
metrar umhverfis hann telst vera votlendi
eins og ESB vill. Finnar og Svíar höfnuðu
skilgreiningu ESB á votlendi og miða við
Ramsarsvæði. Þeir sögðu ómögulegt að
framfylgja reglugerðinni eins og ESB sam-
þykkti hana,“ segir Áki. Á Íslandi eru sex
svæði skráð sem Ramsarsvæði: Andakíll,
Grunnafjörður, Guðlaugstungur, Mývatn og
Laxá, Snæfells- og Eyjabakkasvæðið og
Þjórsárver.
Blýhögl verða bönnuð á næsta ári
- Skotvís var ekki gert viðvart um breytinguna - Hafa beðið um fund með umhverfisráðherra
- Skilgreining ESB á votlendissvæðum þykir allt of víðtæk og hefur reglugerð verið gagnrýnd
Morgunblaðið/Ingó
Skotveiðar Skotvís segir lítið skotið við votlendi hér. Mest sé veitt á túnum, heiðum og á sjó.
Fulltrúar Sveitarfélagsins Ölfuss og
fulltrúar framkvæmdafélagsins Arn-
arhvols undirrituðu í gær samkomu-
lag um byggingu miðbæjar í Þor-
lákshöfn. Samkomulagið byggist á
gildandi aðalskipulagi með áherslu á
hvernig nýta má svæðið í kringum
Selvogsbrautina til að skapa mann-
eskjulegan og fallegan miðbæ. Þetta
kemur fram í tilkynningu.
Hinn nýi miðbær mun rísa norðan
Selvogsbrautar og mótast af 200
metra langri göngugötu þar sem
gert er ráð fyrir uppbyggingu á
skrifstofum, verslunum, þjónustu og
íbúðabyggð auk nauðsynlegra op-
inna svæða og torga sem styðja við
mannlíf og menningu.
Þá stefna aðilar samkomulagsins
að samvinnu um byggingu fjölnota
menningarsalar í hinum nýja miðbæ
sem myndi m.a. nýtast fyrir tónlist-
arviðburði og til sýninga á listmun-
um, ljósmyndum, safnamunum og
fleira. Samkomulagið er með þeim
hætti að Arnarhvoll skuldbindur sig
til uppbyggingar hins nýja miðbæjar
á grundvelli deiliskipulags sem að-
ilar vinni í sameiningu, þannig að á
svæðinu rísi eftirsóknarverð, hag-
kvæm og aðlaðandi byggð, eins og
segir í fréttatilkynningunni.
Þorlákshöfn Elliði Vignisson sveitarstjóri og Karl Þráinsson, fram-
kvæmdastjóri Arnarhvols, handsöluðu samkomulagið í gær.
Samið um nýjan
miðbæ í Þorlákshöfn
„Maður þarf að fá einhvern smá
fyrirvara ef á að banna notkun blý-
hagla,“ segir Jónas Þór Hall-
grímsson á Húsavík. Hann hefur
framleitt haglaskot undir merki
Hlaðs frá 1984 og selt í verslanir
víða um landið. Skotin eru með blý-
höglum. Jónasi hafði ekki borist
nein tilkynning um breytingu á
notkun blýhagla hér á landi.
„Maður þarf að panta hráefni í
skotin með löngum fyrirvara. Það
er búið að panta hráefni fyrir þetta
ár og að hluta fyrir næsta ár. Mér
finnst að það verði að gefa starf-
semi eins og okkar einhvern aðlög-
unartíma,“ segir Jónas. Hann telur
einnig eðlilegt að skotveiðimenn fái
að klára þau haglaskot sem þeir
eiga. „Hvað á annars að gera við
haglaskot með blýhöglum ef ekki
má lengur nota þau,“ spyr Jónas.
Hann segir að í stað blýs sé hægt
að nota stálhögl en þurfa að vera
grófari og fara hraðar en blýhögl
til að ná svipuðum slagkrafti. Einn-
ig hafa verið notuð högl úr t.d. bis-
mút og tungsten, en þau eru dýr.
„Ég get ekki hlaðið skot með stál-
höglum, er ekki með þannig vélar,“
segir Jónas. „Ætli framleiðslan hjá
okkur leggist ekki bara af og þetta
fari alfarið í innflutt haglaskot.
Þetta hefur verið mín aðalatvinna.“
Framleiðsla Hlaðs-
skota leggst líklega af
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðar
Jónas Þór Hallgrímsson í byssubúðinni Hlað á Húsavík
- Haglaskotin framleidd á Húsavík