Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2022 SMÁRALIND – KRINGLAN – DUKA.IS GLEY MÉR EI NÝ LÍNA Viskastykki 3.490,- Bolli 3.390,- Kerti 2.490,- Servíettur 1.190,- „Á Íslandi eru tiltölulega fáir veiðimenn miðað við stærð landsins og litlar skotveiðar við votlendi. Gæsin er mest skotin á túnum, rjúpan á heiðum og svartfugl á sjónum. Það eru einungis sáralitlar anda- og heiðagæsa- veiðar á heiðum sem fara fram við votlendi. Vegna kuldans hér brotnar blý mjög hægt niður. Hér er líka allt önnur skotveiðihefð en annars staðar í Evrópu,“ segir Áki. Í breytingareglugerð sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þáverandi umhverfis- og auð- lindaráðherra, gaf út 15. nóvember 2021 kemur fram að reglugerðin sé sett til innleið- ingar á þremur tilteknum EES-reglugerðum. Ein þeirra er reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/57 frá 25. janúar 2021 um breytingu á viðauka við- víkjandi blýi í skotfærum í eða umhverfis votlendi. Noregur fékk ekki undanþágu Þessi breyting hefur nokkuð verið rædd í Noregi. Tímaritið JAKT greinir frá því að Noregur hafi óskað eftir undanþágu frá blý- banninu vegna veiða í skógum og á fjöllum en ekki fengið. Þar hefur notkun blýhagla við votlendi verið bönnuð en leyft að nota þau annars staðar við veiðar. JAKT segir að ESB hafi innleitt nýja skil- greiningu á því sem telst vera votlendi og hún sé mjög víðtæk. Þá séu ekki lengur veittar undanþágur eða aðlögun að stað- bundnum aðstæðum. Norðmenn reyndu að fá votlendi skilgreint á annan hátt en ESB ger- ir, en það tókst ekki. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Notkun blýhagla verður bönnuð hér á landi frá 15. febrúar 2023 líkt og annars staðar í löndum Evrópusambandsins (ESB) og Evr- ópska efnahagssvæðisins (EES). Samkvæmt upplýsingum frá umhverfis-, orku- og lofts- lagsráðuneytinu var reglugerð (ESB) 2021/57 innleidd hér með reglugerð 1340/2021. „Við fréttum erlendis frá að þetta stæði til en höfðum ekki hugmynd um að búið væri að innleiða þetta hér. Ég furða mig á því að þessi breyting skuli ekki hafa verið kynnt okkur,“ segir Áki Ármann Jónsson, líffræð- ingur og formaður Skotveiðifélags Íslands (Skotvís). Hann segir að umrædd reglugerð ESB hafi verið harðlega gagnrýnd vegna skilgreiningar hennar á votlendi. „Við höfum óskað eftir fundi með umhverf- isráðherra til að fá skýring ar á því við hvaða skilgreiningu á votlendi verður miðað hér. Það skiptir miklu hvort miðað er við vel skil- greind Ramsarsvæðin eða hvort hver einasti drullupollur sem myndast á vorin og 100 metrar umhverfis hann telst vera votlendi eins og ESB vill. Finnar og Svíar höfnuðu skilgreiningu ESB á votlendi og miða við Ramsarsvæði. Þeir sögðu ómögulegt að framfylgja reglugerðinni eins og ESB sam- þykkti hana,“ segir Áki. Á Íslandi eru sex svæði skráð sem Ramsarsvæði: Andakíll, Grunnafjörður, Guðlaugstungur, Mývatn og Laxá, Snæfells- og Eyjabakkasvæðið og Þjórsárver. Blýhögl verða bönnuð á næsta ári - Skotvís var ekki gert viðvart um breytinguna - Hafa beðið um fund með umhverfisráðherra - Skilgreining ESB á votlendissvæðum þykir allt of víðtæk og hefur reglugerð verið gagnrýnd Morgunblaðið/Ingó Skotveiðar Skotvís segir lítið skotið við votlendi hér. Mest sé veitt á túnum, heiðum og á sjó. Fulltrúar Sveitarfélagsins Ölfuss og fulltrúar framkvæmdafélagsins Arn- arhvols undirrituðu í gær samkomu- lag um byggingu miðbæjar í Þor- lákshöfn. Samkomulagið byggist á gildandi aðalskipulagi með áherslu á hvernig nýta má svæðið í kringum Selvogsbrautina til að skapa mann- eskjulegan og fallegan miðbæ. Þetta kemur fram í tilkynningu. Hinn nýi miðbær mun rísa norðan Selvogsbrautar og mótast af 200 metra langri göngugötu þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu á skrifstofum, verslunum, þjónustu og íbúðabyggð auk nauðsynlegra op- inna svæða og torga sem styðja við mannlíf og menningu. Þá stefna aðilar samkomulagsins að samvinnu um byggingu fjölnota menningarsalar í hinum nýja miðbæ sem myndi m.a. nýtast fyrir tónlist- arviðburði og til sýninga á listmun- um, ljósmyndum, safnamunum og fleira. Samkomulagið er með þeim hætti að Arnarhvoll skuldbindur sig til uppbyggingar hins nýja miðbæjar á grundvelli deiliskipulags sem að- ilar vinni í sameiningu, þannig að á svæðinu rísi eftirsóknarverð, hag- kvæm og aðlaðandi byggð, eins og segir í fréttatilkynningunni. Þorlákshöfn Elliði Vignisson sveitarstjóri og Karl Þráinsson, fram- kvæmdastjóri Arnarhvols, handsöluðu samkomulagið í gær. Samið um nýjan miðbæ í Þorlákshöfn „Maður þarf að fá einhvern smá fyrirvara ef á að banna notkun blý- hagla,“ segir Jónas Þór Hall- grímsson á Húsavík. Hann hefur framleitt haglaskot undir merki Hlaðs frá 1984 og selt í verslanir víða um landið. Skotin eru með blý- höglum. Jónasi hafði ekki borist nein tilkynning um breytingu á notkun blýhagla hér á landi. „Maður þarf að panta hráefni í skotin með löngum fyrirvara. Það er búið að panta hráefni fyrir þetta ár og að hluta fyrir næsta ár. Mér finnst að það verði að gefa starf- semi eins og okkar einhvern aðlög- unartíma,“ segir Jónas. Hann telur einnig eðlilegt að skotveiðimenn fái að klára þau haglaskot sem þeir eiga. „Hvað á annars að gera við haglaskot með blýhöglum ef ekki má lengur nota þau,“ spyr Jónas. Hann segir að í stað blýs sé hægt að nota stálhögl en þurfa að vera grófari og fara hraðar en blýhögl til að ná svipuðum slagkrafti. Einn- ig hafa verið notuð högl úr t.d. bis- mút og tungsten, en þau eru dýr. „Ég get ekki hlaðið skot með stál- höglum, er ekki með þannig vélar,“ segir Jónas. „Ætli framleiðslan hjá okkur leggist ekki bara af og þetta fari alfarið í innflutt haglaskot. Þetta hefur verið mín aðalatvinna.“ Framleiðsla Hlaðs- skota leggst líklega af Morgunblaðið/Hafþór Hreiðar Jónas Þór Hallgrímsson í byssubúðinni Hlað á Húsavík - Haglaskotin framleidd á Húsavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.