Morgunblaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2022
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
LÝSTU
UPPMEÐ
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Ný þjóðarhöll fyrir inniíþróttir skal
rísa í Laugardalnum í Reykjavík.
Ríki og Reykjavíkurborg undirrit-
uðu viljayfirlýsingu þess efnis sl.
föstudag. Stefnt er að því að fram-
kvæmdum ljúki 2025 en sá tíma-
rammi er augljóslega knappur.
Þjóðarhöllin mun uppfylla kröfur
fyrir alþjóðlega keppni í innanhúss-
íþróttagreinum og stórbæta íþrótta-
aðstöðu fyrir skóla og íþróttafélög í
Laugardal. Horft hefur verið til stað-
setningar meðfram Suðurlands-
braut, nálægt Laugardalshöllinni.
Skýrsla starfshóps um þjóðar-
leikvang fyrir inniíþróttir var kynnt í
september 2020, en í forystu hans
var Guðmundur B. Ólafsson, formað-
ur HSÍ. Í skýrslunni er litið til
norskrar hallar, Trondheim Spek-
trum, sem fyrirmyndar.
Við mat á því hvort þörf væri á
nýju mannvirki í stað þess að nýta
þau mannvirki sem til eru var kallað
eftir upplýsingum frá Handknatt-
leikssambandi Íslands (HSÍ) og
Körfuknattleikssambandi Íslands
(KKÍ) um hvaða kröfur eru gerðar í
alþjóðlegri keppni.
Í megindráttum eru gerðar svip-
aðar kröfur til alþjóðakeppni í hand-
knattleik og körfuknattleik. Með því
að uppfylla kröfur gagnvart KKÍ og
HSÍ sé öruggt að þær eru meiri en
gagnvart öðrum íþróttum, t.d. blaki
og futsal. Svipaðar kröfur eru gerðar
til keppni í fimleikum.
Hér á eftir er samantekt á helstu
kröfum sem gerðar eru til að halda
alþjóðakeppni á vegum HSÍ og KKÍ,
en þau sambönd annast framkvæmd
alþjóðlegra kappleikja hérlendis:
- Flatarmál húss: 120x150 metr-
ar, (18.000-20.000 fermetrar). Loft-
hæð yfir keppnisvelli verði 12 metrar
að lágmarki.
- Anddyri: 5.000 m² lágmarks-
krafa. Hér er átt við almenningsrými
sem nær til allra hæða.
- Áhorfendur: Svipaðar kröfur
eru gerðar til HSÍ og KKÍ. Lágmark
í alþjóðakeppnum er frá 2-4.000 en
er mismunandi eftir mótum. Í riðla-
keppni í lokamóti hjá HSÍ er miðað
við 5-6.000 áhorfendur. Í Meistara-
deild félagsliða er miðað við 5.000
áhorfendur. Fyrir undankeppni Ól-
ympíuleika er gerð krafa um að lág-
marki 8.000 áhorfendur.
- Aðstaða verði fyrir 50-150
blaðamenn með góða yfirsýn yfir
völlinn. Aðstaða fyrir lýsendur, 10
básar með tvö sæti í hverjum bás.
Fimm stæði fyrir útsendingarbíla
o.fl.
Starfshópurinn skoðaði nokkra
staðarvalsmöguleika í Reykjavík og
ennfremur í Vetrarmýri í Garðabæ.
Starfshópurinn var sammála um
Laugardal sem fyrsta val fyrir stað-
setningu Þjóðarleikvangs. Laugar-
dalur sé ákjósanlegur fyrir mann-
virki af þessari stærðargráðu.
Aðgengi umferðar sé gott en fyrir-
huguð borgarlína um Suðurlands-
braut tengi úthverfi við Laugardal-
inn. Einnig eru svæði fyrir bílastæði
sem hægt væri að nýta, en bílastæði í
Laugardal eru um 1.700.
Þá eru í hverfinu þrír grunnskólar
sem gætu nýtt mannvirkið að degi til
og Knattspyrnufélagið Þróttur og
Glímufélagið Ármann eru á svæðinu
sem nýta myndu mannvirkið, sem
gæti leyst húsnæðismál þessara fé-
laga. Nálægð við önnur íþróttamann-
virki sé einnig mikill kostur. Þá beri
að nefna að með staðsetningu í
Laugardal gefist möguleiki á að nýta
mannvirkið undir almenningsíþróttir
og hafa húsið opið að hluta til frjálsr-
ar íþróttaiðkunar fyrir almenning.
Kostnaður 10 milljarðar?
Starfshópurinn fékk Verkís verk-
fræðistofu til að gera úttekt á kostn-
aði við þjóðarleikvang sem uppfyllir
þau skilyrði sem gerð eru til alþjóð-
legrar keppni. Við matið var hafður
til hliðsjónar þjóðarleikvangur í
Þrándheimi í Noregi (Trondheim
Spektrum) sem tekinn var í notkun í
janúar 2020 í Evrópukeppninni í
handbolta. Húsið uppfyllir öll skil-
yrði og er einnig nýtt sem tónlistar-
og sýningahús.
Húsið í Þrándheimi tekur 8.600
áhorfendur í sæti (3.600 í föst sæti og
5.000 í útdraganleg sæti) og 12.000
áhorfendur á tónleikum.
Við mat á kostnaði var óskað eftir
að metinn væri kostnaður við 5.000
áhorfenda hús en einnig þótti rétt að
fá mat á kostnaði á sambærilegu húsi
og byggt var í Þrándheimi.
Miðað við grunnkröfur myndi
stærra mannvirkið vera um 19.000
m2 að stærð og af því fara 5.100 m2
undir íþróttasal.
Heildarkostnaður var metinn
samtals 8,7 milljarðar króna. Miðað
við grunnkröfur myndi minna mann-
virkið vera um 18.240 m2 að stærð.
Heildarkostnaður var metinn sam-
tals 7,9 milljarðar króna. Því er lítill
munur á kostnaði, eða 800 milljónir.
Skýringin er sú að grunnflötur yrði
sá sami og kostnaðaraukinn fælist í
hækkun hússins. Kostnað þarf að
uppfæra miðað við verðlag í dag.
Ekki er óeðlilegt að telja kostnað
fara í 10 milljarða eða þar yfir.
Höll í Noregi verði fyrirmynd
- Þjóðarhöll fyrir inniíþróttir rísi í Laugardalnum - Horft er til 8.600 manna hallar í Þrándheimi
Morgunblaðið/sisi
Laugardalur Helst er hoft til þess að hin nýja þjóðarhöll rísi sunnan við Laugardalshöllina, við Suðurlandsbraut.
Þrándheimur Handboltaleikur í Trondheim Spektrum. Uppselt var á leik-
inn eins og sjá má. Nú er það spurning hvort svona glæsihöll rísi hérlendis.
Endurhæfing – þekkingarsetur, í
samvinnu við Sjúkratryggingar Ís-
lands og Hjálpartækjamiðstöð og
Æfingastöð SLF, sendi nýlega hjálp-
artæki fyrir fötluð börn og ung-
menni frá stríðshrjáðum svæðum í
Úkraínu. Má þar nefna hjólastóla,
göngugrindur og fleira.
Hjálpartækin fóru m.a. til Poznañ
í Póllandi en mikill fjöldi barna hef-
ur fengið aðstoð við að flýja frá
Úkraínu til Póllands. Mörg hver eru
munaðarlaus og án allra nauðsyn-
legra hjálpar- og stoðtækja.
Hjálpartækin voru flutt frá Ís-
landi til Lublin í Póllandi í leiguflugi
og greiddi sendiráð Úkraínu í Finn-
landi fyrir flugið, að því er fram
kemur í fréttatilkynningu. Var þetta
gert í samvinnu við dr. Marek Jozwi-
ak, yfirlækni við Wiktor Dega-
ndurhæfingarstofnunina í Poznan,
og Polish Academy of Childhood Di-
sability (PANDa). Tóku þessir að-
ilar, með aðstoð Lionsklúbbs Pozn-
an, að sér að dreifa hjálpartækjun-
um þar sem þörfin var mest, bæði í
Póllandi og í Kiev og Lviv í Úkraínu.
Golfsamband Íslands, Jónar
Transport og Rótarýhreyfingin á Ís-
landi aðstoðuðu við að pakka tækj-
unum og koma þeim áleiðis úr landi.
Aðstoð Hjálpartæki innpökkuð og tilbúin á leið til Póllands.
Aðstoð við fötluð
börn frá Úkraínu
- Hjálpartæki frá Íslandi til Póllands