Morgunblaðið - 12.05.2022, Side 59

Morgunblaðið - 12.05.2022, Side 59
DÆGRADVÖL 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2022 Útsölustaðir: Apótek, heilsuhillur stórmarkaða og Heimkaup.is Inniheldur 22 nauðsynleg vítamín og steinefni ásamt jurtunum túrmerik, aswagandha, bacopa monnieri, rósmarín extract,ginkgo biloba, sítrónólín og co-enzyme Q10. Góður kostur fyrir þá sem vilja NEUBRIA er fáanlegt í fjórum öðrum tegundum. NEUBRIA MEMORY OFUR BLANDA Fyrir skýrleika og einbeitingu „BÍLLINN ER EKKI ALVEG JAFNBREIÐUR OG HANN VAR.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... að halda í fjallgöngu saman. ÉG HEF VERIÐ AÐ HUGSA MÁLIN Í ALVÖRU? ÆTTIR ÞÚ EKKI AÐ LÁTA EINHVERN ANNANOG FÆRARI UM AÐ STANDA Í ÞVÍ? HVAÐ GERÐI ÉG SEM REITTI ÞIÐ SVONA TIL REIÐI? EF ÞÚ VEIST ÞAÐ EKKI ÆTLA ÉG EKKI AÐ SEGJA ÞÉR ÞAÐ! HVERNIG Á ÉG AÐ UPPHUGSA EINHVERJA AFSÖKUN EF ÞÚ SEGIR MÉR ÞAÐ EKKI? „ÉG VANN HJÁ DISNEY UM TÍMA. ÉG VAR REKINN ÞEGAR ÉG FÉLL Á LYFJAPRÓFI. ÉG VAR JÁKVÆÐUR FYRIR ROTTUEITRI.“ STARFSMANNA- STJÓRI Fjölskylda Eiginkona Jóns Yngva er Sig- þrúður Gunnarsdóttir, f. 8.6. 1971, ritstjóri hjá Forlaginu. „Við kynnt- umst í MH og við höfum verið sam- an síðan. Við giftum okkur árið 1997 þannig að við eigum silfurbrúðkaup 19. júlí næstkomandi. Við búum við Laugalæk, en Laugarneshverfið hefur verið okkar heimkynni næst- um alla okkar búskapartíð, frá því að við byrjuðum að búa í kjallaran- um hjá tengdaforeldrum mínum við Hrísateig.“ Foreldrar Sigþrúðar: Silja Aðalsteinsdóttir, f. 3.10. 1943, og eiginmaður hennar, Gunnar Karlsson prófessor, f. 26.9. 1939, d. 28.10. 2019. Börn Jóns Yngva og Sigþrúðar eru: 1) Valgerður, myndlistarmaður í Reykjavík, f. 28.9. 1993, hún er í sambúð með Magnúsi Magnússyni. Sonur þeirra er Eyvindur Yngvi, f. 20.7. 2020; 2) Silja, myndlistarnemi í Reykjavík, f. 10.3. 1998; 3) Steinunn, sagnfræðinemi í Reykjavík, f. 13.9. 1999. „Við erum mjög náin fjöl- skylda, borðum oft saman, erum saman og gaman að fylgjast með hvað dæturnar eru að gera.“ Hálfsystur Jóns Yngva eru Sig- ríður Jóhannsdóttir tækniteiknari, f. 12.1. 1969, og Sigurrós Jóhanns- dóttir sálfræðingur, f. 10.8. 1976. Móðir Jóns Yngva er Valgerður Jónsdóttir, f. 8.5. 1950, kennari. Hún starfaði mestalla starfsævi sína sem handavinnukennari, við Húsmæðra- skólann á Varmalandi, við grunn- skólana í Bolungarvík og á Ísafirði og við Melaskóla í Reykjavík. „Hún býr nú í Reykjavík, skammt frá mér, börnum og barnabörnum þannig að fjölskyldan hittist oft.“ Faðir Jóns Yngva er Jóhann Jóhannsson, f. 24.11. 1948. Hann starfaði lengst af við Útlendingaeftirlitið, lengi sem framkvæmdastjóri þess. Hann er giftur og býr í Garðabæ. Jón Yngvi Jóhannsson Hjörtur Þorkelsson sjómaður og netagerðarmaður í Keflavík Magnea Guðrún Jensdóttir húsmóðir í Keflavík Jóhann Hjartarson húsgagnasmiður í Keflavík Sigríður Jónsdóttir húsmóðir í Keflavík Jóhann Jóhannsson fyrrverandi forstöðumaður Útlendingaeftirlitsins, búsettur í Reykjavík Jón Sigurðsson bóndi og sjómaður í Keflavík Ágústa Sigurjónsdóttir húsmóðir í Keflavík Eiríkur Jónsson bóndi og oddviti í Vorsabæ Kristrún Þorsteinsdóttir húsfreyja í Vorsabæ Jón Eiríksson bóndi og oddviti í Vorsabæ Emelía Kristbjörnsdóttir húsfreyja í Vorsabæ á Skeiðum Kristbjörn Hafliðason bóndi á Birnustöðum Valgerður Jónsdóttir húsfreyja á Birnustöðum á Skeiðum Ætt Jóns Yngva Jóhannssonar Valgerður Jónsdóttir fyrrverandi handavinnukennari, búsett í Reykjavík Á þriðjudaginn birtist hér í Vísnahorni limran Besserviss- er eftir Helga R. Einarsson en þó þannig að eina línu vantaði. Ég biðst velvirðingar á því og birti hér limruna rétta: Það er best að þegja þegar vitrir segja ekki neitt og yfirleitt auk þess fussa og sveia. Síðan bætir Helgi við: „Það getur verið vandlifað í henni veröld. Þessi limra varð til er ég sagði óvart að það væri gott að búa á Íslandi og þar með ætluðu tvær kvensur mig lifandi að drepa í gufunni. Annað eins hefur nú komið upp á hér á landi.“ Hér er limran „Sorgarsaga“ eftir Helga: Fögur fannst honum hlíðin, mjög falleg náttúrusmíðin, en örlögin snúin því ólukkans frúin var alls ekki nógu hlýðin. Í Prestavísum segir: „Sr. Bjarni Jónsson vígslubiskup á að hafa sagt eftir suðurgöngu til Rómar: Þegar ég var í heimsókn hjá páfanum heyrði ég að maður nokkur spurði annan mann: - Hvaða maður er þetta sem stendur við hliðina á séra Bjarna? Sigurkarl Stefánsson mennta- skólakennari kvað: Í páfagarði þau undur urðu að enginn vissi en margir spurðu: Hver er hann þessi herra þarna við hliðina á honum séra Bjarna? Sr. Sigurður Norland í Hindisvík orti er hann hafði heyrt skáldskap eftir mann, sem hann taldi að færð- ist meira í fang en hann réði við: Þeir sem geta ekki ort af því rímið þvingar ættu að stunda annað sport eða hugrenningar. Og sr. Sigurður heldur áfram: Rímlaust kvæði að réttum sið ritgerð fyrr var kallað en sem kvæði álitið ákaflega gallað. Hallmundur Kristinsson yrkir: Á baukinn fékk karlinn í kotinu sem konuna áreitti í skotinu. „Sú bjargar sér,“ sagði hann mér, þegar hann raknaði úr rotinu. Og hér er limra eftir Björn Ing- ólfsson: „Þegar við komum á Kjalveg af kulda og langsvelti skalf ég,“ sagði Halla og hló, „ég hafði það þó. En Eyvindur króknaði alveg.“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Sorgarsaga og í páfagarði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.