Morgunblaðið - 12.05.2022, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 12.05.2022, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2022 Eigendur Þróunarfélags Grundar- tanga og fyrirtækin sem starfa á svæðinu skrifuðu í gær undir vilja- yfirlýsingu um uppbyggingu græns iðngarðs með svonefndri hringrásar- hugsun. Að félaginu standa Hval- fjarðarsveit, Akraneskaupstaður, Reykjavík, Borgarbyggð, Skorra- dalshreppur og Faxaflóahafnir. Guðlaugur Þór Þórðarson, um- hverfis-, orku- og loftslagsráðherra, var viðstaddur undirritunina en hann er verndari verkefnisins. Við undirritunina í gær var kynnt greining KPMG á tækifærum á Grundartanga sem græns iðngarðs. Áætlað er að ávinningurinn verði margþættur fyrir fyrirtækin á svæð- inu og muni m.a. skila sér í lágmörk- un umhverfisáhrifa og betri nýtingu hráefna. Til greina hefur t.d. komið að nýta betur varmann frá Elkem og Norðuráli með stofnun hitaveitu. Á Grundartanga starfa að jafnaði um 1.100 manns og afleidd störf eru um þúsund talsins. Grænir iðngarðar á Grundartanga - Varmi frá Elkem og Norðuráli verði nýttur Morgunblaðið/Eggert Grundartangi Ólafur Adolfsson, bæjarfulltrúi á Akranesi, og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, voru kátir í gær. Morgunblaðið/Jakob Fannar Hjólhýsabyggð Yndislundur við Laugarvatn en framhaldið óljóst. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar ákvað í vikunni að fresta ákvörðun um framtíð hjól- hýsasvæðsins við Laugarvatn. Um- ræða hefur verið að undanförnu um framtíð svæð- isins, sem er í skógarlundi rétt fyrir innan Laugarvatn. Til skamms tíma voru áform um að rýma svæðið, meðal annars vegna eldhættu og ófullnægjandi brunavarna. Vegna þessa hefur verið kurr meðal eig- enda hýsanna, sem vilja málamiðlun af hálfu Bláskógabyggðar. Eigend- urnir hafa með sér hagsmunasamtök og fulltrúar þeirra kynntu sveitar- stjórn nú í vikunni breytingar á byggingarreglugerð, en nú þarf ekki lengur að sækja um og fá bygging- arleyfi fyrir hjóla- og stöðuhýsum sé staðsetning í samræmi við deili- skipulag. Einnig voru reifaðir mögu- leikar sveitarfélagsins á að þekkjast boð eigenda hýsanna um að kosta úrbætur á svæðinu gegn því að fá að vera áfram í lundinum við Laugar- vatn. Um 200 hýsi voru á svæðinu þegar mest var, en um fjórðungur þeirra er nú farinn. „Nú er ný sveitarstjórn að taka við. Okkur finnst því rétt að hún taki ákvörðun í þessu máli, faglega, út frá öllum þeim gögnum sem borist hafa að undanförnu,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti í Bláskóga- byggð. sbs@mbl.is Hjólhýsin fá frestinn - Bið á Laugarvatni Helgi Kjartansson Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Foreldrar í Hlíðaskóla og Háteigs- skóla hafa lýst yfir áhyggjum af fyr- irætlunum borgarinnar um að sam- eina unglingastig Hlíða-, Háteigs- og Austurbæjarskóla í einn safn- skóla, í Vörðuskóla á Skólavörðu- holti. Foreldrafélög Hlíða- og Háteigs- skóla hafa skilað sinni umsögninni hvort um skýrslu skóla- og frí- stundasviðs um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Austur- bæjarskóla, Háteigsskóla, Hlíða- skóla og Vörðuskóla. Þar kemur fram að meirihluti for- eldra í skólunum er alfarið á móti fyrirætlununum. Hjá foreldrafélagi Háteigsskóla var lögð fram könnun meðal foreldra og bárust 142 svör. „Svörin sem við fengum frá for- eldrum voru mjög afgerandi. Þessar hugmyndir um að setja þennan Vörðuskóla á laggirnar og hafa í honum krakka úr Háteigsskóla féllu alls ekki í kramið. Andstaða var al- gjörlega yfirgnæfandi,“ segir Atli Viðar Thorstensen hjá foreldrafélagi Háteigsskóla. 83,8% vilja frekar hverfisskóla „Foreldrar og forráðamenn sem svöruðu könnuninni voru í 90% til- vika búnir að kynna sér skýrsluna, þar sem gerð var grein fyrir þessum tillögum, svo þetta er ígrunduð af- staða.“ Í könnuninni kom fram að 83,8% svarenda segja að þau vilji að barn þeirra geti verið í 1.-10. bekk í sama grunnskólanum innan hverfis, en 16,2% svarenda segjast vilja að barn þeirra útskrifist úr hverfisskólanum eftir 7. bekk og sæki nám í 8.-10. bekk í safnskóla. Það sama er upp á teningnum í könnun sem lögð var fyrir forráða- menn í Hlíðaskóla. Þar bárust 174 svör. „Helsta niðurstaða þessarar könnunar er sú að foreldrar Hlíða- skóla eru afdráttarlaust mótfallnir hugmyndum sem kynntar eru um flutning unglingadeildar í Vörðu- skóla og einnig eru flestir almennt mótfallnir hugmyndum um safn- skóla,“ segir í umsögninni. Ástæðurnar eru að sögn Atla helst tvær: „Við höfum áhyggjur af um- ferðaröryggi og að þetta sé ekki í flútti við tillögur borgarinnar um græn og sjálfbær hverfi. Svo finnst okkur óvarlegt að vera að senda börn sem einhver tilraunadýr inn í þessa skólabyggingu þar sem ljóst er að þarf að gera endurbætur vegna myglu. Það hræðir okkur dá- lítið.“ Í umsögn foreldranna í Hlíðaskóla er vísað í uppkast að skýrslu Mann- vits frá mars 2019 þar sem fram kom að vísbendingar væru um myglu í húsinu og sem ástæða þætti til að skoða betur. Þórey Björk Sigurðardóttir, hjá foreldrafélagi Hlíðaskóla, segir þetta tal um safnskóla í Vörðuskóla „glórulaust“, sem og allur tíminn og peningurinn sem hafi farið í það mál, þegar ekki sé vitað í hvaða ástandi húsnæðið er og vísar þar til mygl- unnar sem fundist hefur. „Það er bara allt rangt við þetta.“ Hún lýsir, eins og Atli, einnig yfir áhyggjum af fjarlægðinni og um- ferðaróöryggi. Ekki fengið nein viðbrögð „Við erum óánægð með að það hafi ekki verið skoðaðir neinir aðrir möguleikar en Vörðuskóli.“ Hún nefnir sem dæmi húsnæðið sem kennt er í við Kennaraháskólann í Stakkahlíð. Atli tekur undir það og nefnir einnig möguleika á viðbygg- ingu við Háteigsskóla. Borgin festi kaup á Vörðuskóla árið 2020 og borgarráð heimilaði umhverfis- og skipulagssviði nýverið að bjóða út framkvæmdir vegna endurbóta og viðgerða á gluggum, útihurðum og þaki, loftræstikerfi og raflögnum. Kostnaðaráætlun er 370 milljónir króna. Nú er skýrsla SFS um framtíð Vörðuskólans í umsagnarferli hjá borginni svo foreldrafélögin bíða svara. „Við höfum til þessa ekki fengið nein viðbrögð við okkar umsögn. Það var haldinn fundur þar sem við komum þessu munnlega á framfæri líka en við höfum ekkert heyrt meira frá borginni um hvort til standi að halda þessum fyrirætlunum til streitu í andstöðu við foreldra- samfélagið eða hver næstu skref verða í framhaldinu,“ segir Atli. Þá var settur af stað vinnuhópur með unglingum í hverfinu þar sem þessi mál voru rædd. Þar segir Þór- ey að varpað hafi verið fram „glans- myndum af stærra skólastarfi“. Andstaða foreldra við Vörðu- skólahugmynd afdráttarlaus - Foreldrafélög Hlíðaskóla og Háteigsskóla lýsa yfir áhyggjum í umsögnum Morgunblaðið/sisi Vörðuskóli „Svo finnst okkur óvarlegt að vera að senda börn, sem einhver tilraunadýr, inn í þessa skólabyggingu þar sem ljóst er að þarf að gera endurbætur vegna myglu. Það hræðir okkur dálítið,“ segir faðir í Háteigsskóla. 249 g AV 747 JAST
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.