Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Page 9

Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Page 9
Vil cg nota þetta tækifæri til þcss að )>akka öllum þeim, scm að verkinu liafa unnið og stutt hafa það með fjárframlögum. Hafa sum þcirra komið mjög á óvart, svo sem dánargjöf frá íslenzkri konu vestan hafs, en sú gjöf nam nær 70 þúsund krónum. Siiga málsins Ekki cr hægt að scgja, að flanað hafi vcrið að þessum fram- kvæmdum, því að þær voru í undirbúningi f 5—6 ár, áður en fyrsti grunnsteinninn var lagður. Hér á Blönduósi var áður h'tið og að flcstu leyti mjög ófullkomið sjúkraskýli úr timbri, reist á árunum 1922—32, en læknishúsið sjálft var reist af Júlíusi Halldórssyni lækni um síðustu aldamót og því orðið elzta læknissetur landsins í opinbcrri eign. A þessu litla sjúkraskýli höfðu að vísu verið gcrðar margar læknisaðgerðir, sjálfsagt yfir 1000 holskurðir frá því fvrsta, en öllum var þó Ijóst, að það var orðið mjög á eftir tímanum, vinnuskilyrði þröng og afar erfið, húsið illa sett í bæn- um,. mitt í umferðinni, sem ókst með ári hverju, gert úr timbri og innan um önnur timburhús, sem eldhætta stafaði af. Læknis- húsið var orðið hrörlegt og með öllu óboðlegt, þegar miðað er við nýrri Iæknisbústaði, og hlaut það citt að spilla fyrir því, að hæfir læknar fengjust til að líta við héraðinu, næst þegar lækna- skipti yrðu. Flestir eða allir héraðsbúar voru sammála um það, að reisa þyrfti nýtt sjúkrahús og læknisbústað, en hugmyndir manna um stærð og tilhögun voru að vonum á reiki. Mér fyrir mitt leyti var ljóst, að ekki væri hægt að fara í einu og öllu eftir þeim fyrir- myndum, sem til voru, utan lands og innan, heldur yrði að sníða stakkinn eftir því máli, sem hentaði Húnvetningum og húnvetnsk- um staðháttum. Hér eins og víðar var talsverður áhugi fyrir stofn- un elliheimilis, sem sýndi sig m. a. annars í því, að Geitaskarðs- hjónin, Sigríður Arnadóttir og Þorbjörn Björnsson, gáfu sýslunni 10 þúsund krónur í þessu skyni á sextugsafmæli Þorbjarnar, 12. jan. 1946. Var helzt til þess ætlast af þeim, að slíku heimili yrði komið upp í sveit. Nú er þörf á sérstöku heimili fyrir heilbrigð og vinnu- fær gamalmenni víðast hvar ekki mikil og minni en margur hygg- ur, en hjúkrunarheimili verður að hafa sem næst læknissetri. Rekst- urskostnaður sjúkrahúss og hjúkrunarheimilis fyrir gamalmenni hlýtur að verða óhóflegur og erfiður, þcgar um er að ræða litlar 7

x

Ársritið Húnvetningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársritið Húnvetningur
https://timarit.is/publication/1679

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.