Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Page 13
Fjárfestingarleyfi var ckki fengið, cn næsta ár tókst að herja ut
leyfi til að steypa kjallara hússins og var það gert sumarið 1952.
Veturinn 1951—2 var unnið að ýmsum breytingum á teikning-
unni og ræddum við Flalldór Halldórsson svo að segja hvert smá-
atriði hennar áður en gengið var frá því til fullnustu, enda þurfti
litlu sem engu að breyta, eftir
að verkið hófst, en slíkur tví-
verknaður er því miður ekki
óvanalegur. Eg fékk skólabróð-
ur niinn, Finnboga R. Þorvalds-
son, prófessor í mannvirkja-
fræði, til að koma norður og
scgja fyrir um, hvernig gengið
skyldi frá undirstöðum hússins,
og að ráði hans var möl úr
Kleifahorninu, sem er nokkr-
um hundruð metrum ofar við
Svínvetningabraut, send At-
vinnudeild Háskólans til rann-
sóknar, sem sýndi, að hún var
ágætlcga fallin til steinsteypu,
og, urðu malarflutningar því
miklu ódýrari cn til þeirra
húsa, scm áður höfðu vcrið
rcist hcr, því að möl í þau hafði
verið sótt upp í Langadal.
Einnig voru send til rannsókna sýnishorn af hraunmöl úr Grá-
borgarhrauni og norðan úr Mývatnssveit, og valin sú síðarnefnda,
þótt nokkru dýrari væri, í ýmis lausaskilrúm. Arkitektinn og cg
skoðuðum í félagi þau sjúkrahús, sem voru nýreist eða í byggingu,
til samanburðar og hliðsjónar, en fröken Sigríður Bachmann, for-
stöðukona Hjúkrunarkvennaskólans, var í ráðum með ýmsa tilhög-
un innanhúss, sem áhrif hefur á dagleg vinnubrögð starfsfólks.
Læt eg þessa alls getið til að sýna, að að engu var hrapað og reynt
að vanda sem mest til alls undirbúnings.
Vorið 1952 var Sveinn Ásmundsson byggingameistari, frá Ás-
búðum á Húnaskaga, ráðinn til þess að standa fyrir verkinu, og
reyndist það mikið happaspor, því að hann er kappsmaður inn
mesti, reyndur og hagsýnn byggingameistari, úrræðagóður og
Svcinn Ásmundsson by ggmganieistari
11