Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Page 20

Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Page 20
Dagstofa sjúklinga á 2. hœð. snyrtiklefi, en þaðan liggur stigi upp í forstofuna á 2. hæð og þaðan til svefnherbergjanna á 3. hæð. Á þessari hæð eru auk les- stofunnar dagstofa með stóru, bogadregnu gluggaútskoti, borð- stofa og eldhús ásamt búri, en svalir eru út af borðstofunni yfir inngangsdyrum læknisíbúðanna. Mikill munur er á þessari íbúð og gamla læknishúsinu, sem orðið var elzta læknissetur í opin- berri eign, en þó er sá munur að sínu leyti ekki eins mikill og munurinn á gamla sjúkrahúsinu og þessum nýja spítala. Þessi íbúð má samt kallast glæsileg, og tekur hún fram flestum öðrum læknis- setrum, þótt hún sé sízt of stór fyrir lækni með fjölmennt skyldu- lið. Við tilhögun hússins var lögð á það mikil áherzla að sjá öllu starfsfólki spítalans fyrir sem beztu og vistlegustu húsnæði, því að rekstur hans í framtíðinni veltur mjög á því, að góðir starfs- kraftar hænist að honum og haldist þar. Á það ekki sízt við um væntanlega yfirlækna. Glerveggur skilur forskálann inn af aðaldyrunum frá stigahús- 18

x

Ársritið Húnvetningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársritið Húnvetningur
https://timarit.is/publication/1679

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.