Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Síða 23
Skurðstofa.
þar dvcljast. Hinuni megin við |icssa garðönd cr íbuð hjúkrunar-
kvenna, yzt í suðurálmu hússins. Er það rúmgóð forstofa með
stóru sólskýli, fjórum íbúðarherbergjum, baðherbergi og litlu eld-
húsi, með sérstökum skápi fyrir borðbúnað hvcrrar hjúkrunar-
konu, Hafa [vær því þarna sitt hcimili út af fyrir sig.
///. hυ
Á 3. hæð er aðalsjúkradeild spítalans með fjórum fjórbýlisstof-
um, tveimur þríbýlisstofum, fjórum tvíbýlisherbergjum og sér-
stakri fæðingarstofu, sem er einangruð frá aðalgangi og öðrum
sjúkrastofum, svo að ónæði hljótist ekki af því, sem þar fer fram.
Þarna cr því rými fyrir 31 sjúkling, ef hvert rúm er skipað. Auk
þess er varðstofa, opin fram í göngin til auðveldara eftirlits, bað-
herbergi, sérstök salerni fyrir karla og konur, skolklefi með borð-
um úr ryðfríu stáli, býtibúr með uppþvottavél og línskápar. Þá
21