Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Page 32

Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Page 32
MAGNÚS BJÖRNSSON: HELGA — Slysfararsaga úr Laxárgljúfri — Um miðaftansbil laugardaginn 13. júní 1874 bar ferðafólk að lestavaðinu á Laxá á Skagaströnd. Það kom úr Höfðakaupstað og var þrennt í förinni. Þar var Hjörtur Jónasson, búsettur frammi í sveit, en bjó síðar á ýmsum stöðum ytra. Með honum var vinnu- kona frá Miðhópi í Víðidal, Helga að nafni Jóhannesdóttir. Um þriðja mann í þessari för ber heimildum ekki saman, en fleiri telja það hafa verið Guðmund, son Semings Semingssonar á Skinnastöðuni. Hjörtur var þéttkenndur og teymdi reiðingshest með trjáviðardrögum. Helga hafði ráðið för sína til Vesturheims um sumarið. Hún hafði tekið út ýmislegt í kaupstaðnum, er hún þurfti vegna fararinnar vestur og reiddi vænan böggul við söðul- bogann. Alikil leysing var til fjalla um daginn og hljóp vöxtur í ár. Laxá valt fram bakkafull, mórauð af leðju. Neðan við vaðið eru strengir í ánni og flúðir, áður en hún stevpist í djúpt gljúfur, sem fyrst er þröngt en víkkar, er lengra dregur niður. Þar sem gljúfrið er þrengst, rétt neðan við fossinn, var áin brúuð síðar. Hjörtur reið fyrstur á ána og teymdi dröguhestinn og Helga þegar eftir honum. Er þau voru að leggja út í kom enn fólk að ánni, Einar bóndi Árnason á Breiðavaði, Kristjana Kristófersdóttir kona hans og Eggert bóndi Eggertsson í Vatnahverfi. Eóru þau af baki við ána og horfðu eftir þeim, sem á undan fóru. Straumur lagðist fast á drögurnar og hrakti hestinn. Veittist honum örðugt og óð hægt. Hestur Helgu óð hraðar og er kom í miðjan árstreng- inn hnaut hann eða rasaði um driigurnar. Við það liraut hún 30

x

Ársritið Húnvetningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársritið Húnvetningur
https://timarit.is/publication/1679

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.