Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Page 36
JÓN PÁLMASON:
Stutt yfirlit um samgöngubætur
og aðrar opinberar framkvæmdir
í Austur-Húnavatnsýslu síðustu 22 árin.
Húnavatnssýsla hefur löngum verið talin eitt af beztu héruðum
landsins. Valda því mörg atriði, en einkum þessi:
1. Þar eru um allar sveitir víðlend og frjósöm gróðurlönd, ágæt
til ræktunar og beitar fyrir allan fénað.
2. Afréttarlönd eru þar víðlendari og gróður meiri en í flestum
sýslum öðrum og er sá kostur mikilsverðari en flestir gera sér
grein fyrir.
3. í ám og vötnum bæði á afréttum og í sveitum er mikið um
nytjafiska og önnur hlunnindi eru all-víða í sýslunni, svro óvíða
er eins.
4. í Húnavatnssýslu eru oft veðurgæði meiri en víðast annars
staðar á landinu og svipað má segja um Skagafjörð. Hefur þetta
sýnt sig mjög greinilega að undanförnu. Þegar harðindi voru
sumar og vetur hér á árunum um Austurland og Norðausturland,
þá náðu þau eigi til Húnavatns- og Skagafjarðarsýslna og eigi
heldur vestar eða sunnar. Þegar svo koniu á síðasta ári frámuna-
leg votviðri um Suðurland og Suðvesturland, þá slapp Húnavatns-
sýsla og líka Skagafjörður tiltölulega vel, þó miklu betra væri þá
tíðarfarið norðar og austar. Þetta og þessu líkt hefur oftar skeð.
Þessi tvö systurhéruð Húnavatnssýsla og Skagafjörður verða sjald-
an fyrir hinum verstu áföllum þegar staðbundin harðindi eru í
landi. Þó hafa á fyrri öldum verið undantekningar frá þessu. F.n
einungis þá, þegar hafís lá fyrir öllu Norðurlandi um lengri tíma
eins og var hvað eftir annað á árabilinu 1880—90.
5. Sjávarafli hefur aldrei verið eins öruggur á Húnaflóa sem á
34
j