Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Page 38

Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Page 38
þau einu í okkar héraði til samgöngubóta frá sjó og er að þeim mikil framför frá því sem áður var. En á næstunni er mjög áríð- andi, að ljúka við það nauðsynlegasta við hafnargarðinn á Skaga- strönd. Það er áætlað að kosti hálfa aðra milljón króna. 2. Vegabætur. A umræddu tímabili hefir verið unnið meira að vegabótum í sýslunni en á mörgum öldum áður. Eftir síðustu vegalagabreytingu eru þjóðvegir í sýslunni 259.7 km. Þar af talið akfært 232.4 km. Sýsluvegir munu vera 76.5 km og hreppsvegir 49.3 kílómetrar. Þessir kafiar hafa verið teknir í þjóðvegatölu á tímabilinu: 1. Vatnsdalsvegur frá Undirfelii um brú á VTatnsdalsá hjá Gríms- tungu og út að austan á Norðurlandsveg hjá Aralæk. 2. Reykjabraut: Af Norðurlandsvegi hjá Giijá um Reyki að Tindum. 3. Flugvallarvegur: Af Norðuriandsvegi að flugveilinum við Húnavatn. 4. Svínvetningabraut frá Svínavatni um Blöndubrú á Norður- landsveg norðan Svartárbrúar. 5. Bugsvegur frá Syðri-Löngumýri að Eiðsstöðum. ~6. Blöndudalsvegur frá Blöndubrú að Austurhlíð. 6. Svínadalsvegur: Af Reykjabraut við Svínavatn um Grund og Auðkúlu á Svínvetningabraut í Stóradalsflóa. 7. Svartárdalsvegur frá Bólstaðarhiíð að Stafnsrétt. 8. Skagastrandarvegur frá Skagaströnd að sýslumörkum austan Ásbúða. 9. Laxárdalsvegur: Af Skagastrandarvegi hjá Lækjardal að Skrapatungu. 10. Norðurárdalsvegur: Af Skagastrandarvegi upp Norðurárdal að sýslumörkum. Þessi mikla breyting hefur haft í för með sér og mun hafa stór- kostlega þýðingu fyrir héraðið. En að öðru leyti verður það stórmál, sem vegalagningarnar eru, eigi rætt hér að þessu sinni. 3. Brúargerðir: Þrjár stórbrýr og sjö smábrýr hafa verið byggð- ar í sýslunni á umræddu tímabiii. Stórbrýrnar eru: Blöndubrú, Vatnsdalsbrú og Laxárbrú hjá Skrapatungu. Smábrýrnar eru á þessum stöðum: Kornsá, Álftaskálará, Tunguá, Skriðugili, Torfa- iæk, Harastaðaá og Fossá. Á þessu ári er áætlað að brúa Svínadalsá. Eru þá eftir þessar ár, sem brúa þarf í héraðinu: Laxá í Nesjurn, Svartá lijá Fjósuní, 36

x

Ársritið Húnvetningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársritið Húnvetningur
https://timarit.is/publication/1679

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.