Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Page 39

Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Page 39
Sléttá og Gilsá. Eru þetta allt frekar litlar brýr og allar á þjóð- vegum nema Svartárbrúin. Hér verður því eigi lýst hvílík framför er að því að fá árnar brúaðar. Það vcit allt fólk. En nauðsynin er enn meiri nú en áður, siðan allir flutningar fóru að verða með bifreiðum. Nýja brúin á lilöndu hjá l-öngwnýri. ^Ljósm. Bjarni Jónsson). 4. Flugsamgöngur. Þegar flugvöllurinn við Húnavatn var byggð- ur árið 1949, þá varð lítið vart áhuga í héraðinu fyrir því verki. Síðan hefur þó mjög vaxið skilningur manna á því, hvílíkt fram- faraspor þar var stigið. Nú vilja helzt öll héruð fá flugvelli, og mörg verða að borga háar upphæðir í því skyni. En Austur- Húnavatnssýsla hefur engu þurft til að kosta. 5. Símalagningar. Um hundrað sveitabæir og mjög mörg hús kauptúnanna hafa fengið síma á umræddu tímabili. Er nú svo ánægjulega komið þessu vandamáli, að líkur cru til, að þeir fáu úæir, scm eftir cru í héraðinu, geti fengið síma á þessu ári. En ckki er alveg víst, að þeir kæri sig allir um það. 6. Verksmiðjur og vélahús. Stærsta og dýrasta framkvæmd, sem gerð hefur verið í Húnavatnssýslu fyrr og síðar, er Síldarverk- smiðjan á Skagaströnd. Hún kostaði um 19 milljónir króna með lýsisgeymum og mjölhúsum Nú mundi hún lcosta að minnsta kosti þrefalt verð. Svo raunarlega hefur farið að þessu, að þessi mikla framkvæmd hefur að litlum notum komið, eftir því sem efni standa til. Veldur því hinn hörmulegi síldveiðibrestur fyrir Norð- urlandi alla stund síðan verksmiðjan var byggð. Því ráða æðri 37

x

Ársritið Húnvetningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársritið Húnvetningur
https://timarit.is/publication/1679

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.