Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Page 43

Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Page 43
RÓSBERG G. SNÆDAL: Gengið á Víðidal Lágir eru bautasteinar niargra kotbændanna íslenzku. Vallgrón- ar þúfur, garðbrot eða hóll er víða það eina, sem kynslóð okkar er sýnilegt af lífsstarfi þeirra og stríði. Og þó eru það tíðast margir seni eiga hlut í þessum grónu minnisvörðum. Maður eftir mann, kynslóð eftir kynslóð hefur erjað og amstrað, byggt og ræktað, barizt látlausri baráttu fyrir tilveru sinni og sinna, út við strendur eða inni á milli fjallanna. Hver gróin dalskora að heita má, Iiefur einhverntíma verið numin og gerð að sveit, og jafnvel langt inni á heiðum og afréttum voru býli byggð og túnkragar ræktaðir. Frelsisþráin rak löngum hina fátæku og umltomulausu í faðm fjallanna. Sekir skógarmenn leita á vit öræfanna og leynast þar í hellum og gjótum. Þreyja þar langa fannavetur, hungraðir og hrjáðir, en njóta þess á milli frelsis og dásemda hinna skömmu sumra, og gjörnýta þá alla möguleika til bjargræðis og forðaöfl- unar. Líf og dauði heyja látlausa og tvísýna baráttu. En fagurt er þó á fjöllum. Lágsveitunum var snemma skipt í stóra deila milli þeirra sem betur máttu sín, þeirra sem höfðu orðið ofan á, ýmist fyrir eigin dugnað og ágæti eða skákað gátu í skjóli arfs og ættar. Hinurn, öllum fjöldanum, sem ekkert land á, er boðið þjónustustarf á góðbúinu fyrir spón og bita. Hlutskipti hins nafnlausa fjölda verð- ur að taka því boði og ævin líður í þjónustu og þögn — engin saga verður til og engin veggjabrot í afréttinni. Aðrir hafa áræði og aðrar þrár í barmi. Fjármaðurinn þekkir fjöllin. Hann veit að þau geyma lítinn dal bak við brúnina. Þar eru sumarhagar góðir og smjör drýpur af hverju strái. Og smalastúlkan þekkir 41

x

Ársritið Húnvetningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársritið Húnvetningur
https://timarit.is/publication/1679

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.