Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Side 48

Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Side 48
sem er um 200 m langur, enda var ekki unnið þar nema í 1—2 daga á ári hverju og þá aðeins af fáum mönnum. Nú eru ræsin tvö sem á vegi þessum voru, löngu brotin niður og við það hafa myndazt hin verstu fen, sem eru enn verri yfirferðar en keldumar voru upphaflega. Þannig fer margt á aðra lund en ætlað er. Okkur sofnaðist vel þarna í tjaldinu og ekki heyrðum við neitt í úthurði þeim, sem gamlir menn greindu mér frá í æsku að héldi til í Vesturáarmónum og vældi aumkunarlega undan veðrum. En það var annað en iitburðarvæl, sem varnaði okkur svefns strax og morgna tók, og það var spóinn. Hann vall án afláts rétt við tjaldið svo okkur var meinað að sofa lengur en til kl. 5. Við vor- um því nokkuð árla uppi og höfðum langan dag fyrir okkur, og mest var það að þakka spóanum í Votahvammi. Við ákváðum að skilja tjaldið þarna eftir og mestan farangur okkar og freista þess að ná í tjaldstað að kvöldi. Um sexleytið héldum við af stað fram dalinn og fórum ofan við flóana og bæina. Refsstaðir verða fyrst fyrir okkur. Það var ein af stórjörðum Laxárdals. Þar standa enn miklir og ramgerir grjótveggir, enda voru miklar byggingar á Refsstöðum á gamla vísu og stundum búið þar stórt, tún er þar greiðfært og engjar miklar og véltækar. A móti Refsstöðum, vestan við ána voru býlin Kárahlíð og Grundarkot. Á Grundar- koti bjó um skeið Skúli sonur Bólu-Hjálmars. Sagt er að Hjálmar kæmi eitt sinn í heimsókn þangað og fyndist lítið til um búskap sonar síns, því hann orti þá þessa vísu: „Mæðukúlur kembandi kropinn að heljarsnaga. Allskyns fúla og andstreymi andar úr Skúla rassgati.“ Nokkuð kaldar kveðjur frá föður til sonar. Síðasta jörðin í Laxárdal, sem verður á leið okkar, er Litla- Vatnsskarð. Hún er við mynni samnefnds skarðs, sem liggur þar austur í fjöllin, og það skarð ætluðum við að fara til Víðidals. Litla-Vatnskarð er um 4 km á lengd og var mikil samgönguleið milli sýslna áður fyrr. Það er greiðfært og ekki hærra í botninn en Laxárdalur. Hrikahá fjiill eru beggja vegna skarðsins, einkum að norðan og gróðurlaus hið efra. Botn skarðsins er hins vegar allur gróinn og skiptast þar á þurrar og greiðfærar grundir, skrið- 46

x

Ársritið Húnvetningur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársritið Húnvetningur
https://timarit.is/publication/1679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.