Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Page 50

Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Page 50
silungur í læknum. Frá Móbergsseli er skammt austur á Víðidal. Grundirnar austur frá túninu bera glögg merki mikillar umferðar. Þar er gata við götu á breiðri spildu. Senn erum við staddir á Þröskuldi, en svo heitir þar sem skarð- inu lýkur og Víðidalur liggur þvert við, allmiklu dýpri en skarðið. Séð norðnr Víðt dtú frá Þiífna- völlum. Fjarst fyrir miðju er Hryggjafjall. Víðidalur liggur nálega frá hásuðri til hánorðurs og er bcinn að kalla. Dalurinn er þröngur um þetta bil, undirlendi lítið utan deiglend nes við Víðidalsá. Rúmlega helmingur Víðidals liggur sunnan Litla-Vatnsskarðs, og er sá hluti hans þröngur og ekki byggilegur. Allur er dalurinn um 15 km á lengd og breikkar út og er búsældarlegur allra yzt og öll þau býli, sem vitað er um að á Víðidal hafi verið, voru norðan I.itla-Vatnsskarðs. Mjög fáar heimildir er að finna um byggð á Víðidal á fyrri öldum og ekki verður fengin nein vitneskja um íbúa hans nema á cinni jörðinni Gvendarstöðum, sem er yzt í dalnum og var í byggð fram undir síðustu aldamót. En munnmælin segja að dal- urinn hafi eitt sinn verið þétt setinn, en eyðst í Svartadauða 1402—1403. Flestar sögur segja að býlin hafi verið 14 og þá tölu nefnir Gísli Konráðsson fræðaþulur. Heldur verður að telja ósenni- legt að Víðidalur hafi nokkru sinni getað státað af svo mörgum býlum, því það eru þó ekki nema rúml. 7 km af lengd hans, sem talizt getur byggileg sveit. Munnmælin tilgreina aðeins 5 bæja- nöfn og öll þau nöfn cru cnn þá studd af nokkrum merkjum um byggingar og ræktun. Það er sennilegast að munnmælasagan um 48

x

Ársritið Húnvetningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársritið Húnvetningur
https://timarit.is/publication/1679

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.