Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Page 57

Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Page 57
„Dal í þröngum drífa stíf dynur á svöngum hjörðum. Það er öngum ofgott líf uppi í Gönguskörðum.“ En þarna vildi þetta fólk fremur búa, en að bíta náðarbrauð niðri í góðsveitunum, og það vissi, „að hvergi vorsólin heitar skín, cn hamrafjöllunum undir“. En rétt sem ég er sokkin ofan í hugleiðingar um fólkið í fjöll- unum, rekur þokubólstra framan Víðidalsfj öll og beint í fang okkur, og eftir augnablik er kominn liryðjuskúr. Regnið er svo stórfellt að ég verð gegnvotur á svipstundu. Regninu fylgdi kaldur fjallavindur. Trúað get ég því hér eftir að veður séu válynd í Himalajafjöllum, fyrst þau skiptast svo skjótt í lofti hér, á fjalli, sem ekki nær Mont Evrest nema í hæsta lagi í hné. Vegna þokunnar sláum við okkur lítið eitt norður á bóginn og ákveðum að taka Tröllabotna, sem liggja vestur í fjöllin gegnt Vesturáarskarði, og cr nokkur lægð í fjallið þar sem botnarnir niætast. Þegar við komum upp í Tröllabotna er skúrinn og þokan L’cngið hjá og aftur komið bezta veður og útsýni. Og von bráðar sjáum við niður í Laxárdal af Þröskuldi. Við sjáum yfir Langa- dalsfjöllin, vestur yfir Ása, dali og heiðar allt suður til Hofsjökuls og austur til Eyjafjarðarfjalla. Tjaldstað náðum við um 7 leytið að kvöldi og hafði þá ganga okkar staðið í 13 klukkustundir með hægri yfirfcrð og góðum hvíldum. 55

x

Ársritið Húnvetningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársritið Húnvetningur
https://timarit.is/publication/1679

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.