Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Side 61

Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Side 61
Fólksflutningar hafa ekki orðið miklir á árinu; þó flutti einn bóndi burtu ur sveitinni með fjölskyldu sína. A árinu var lokið við byggingu á tveimur íbúðarhúsum úr steinsteypu. Er annað á Neðri-Harastöðum og hitt í Höfnum, og á Tjöm er í byggingu ibúðarhús úr steinsteypu. Komst það undir þak í haust. Skurðgrafa vann í hreppnum síðastliðið sumar, og einnig sumarið áður. Hefur hún unnið að framræslu á vegum Búnaðarsambands Húnavamssýslu á svæðinu austan Blöndu undanfarin ár og lauk við umferðina í haust. Einnig vann jarðýta talsvert í hreppnum í sumar. Að vegagerð var nokkuð unnið á árinu, og var, auk aðkallandi viðhalds, undirbyggður vegur á svokölluðum Sviðningsrinda; einnig nokkuð lagaður sneiðingur í Tjarnarbrekku, sem var ill yfirferðar. A síðastliðnu ári voru keyptar í lireppinn þrjár dráttan'élar, en áður voru aðeins þrjár til og þrjár jeppabifreiðar. Síðastliðið haust andaðist eftir langa legu Vilhjálmur Beilediktsson, bóndi a Brandaskarði; var hann atorkusamur starfsmaður meðan heilsa leyfði, bætti jorð sína mikið og húsaði myndarlega. Viðmótsgóður var hann, skemmtinn °g vel skáldmæltur. Munu margir sakna hans. I janúar 1956. Sigvmndur Bencdiktsson. FRÉTTABRÉF ÚR HÖFÐAHREPPI Janúar. Tíðarfar var fremur milt þennan mánuð. Vetranærtíð hófst hér á Skagaströnd um miðjan janúar. Gerðir voru út vélbátar, og er stærð þcirra frá 30—40 smálestir. Bátarnir voru þessir: Aðalbjörg, formaður Stefán Pálsson; Auðbjörg, formaður Óli Jón Bogason; Asbjörg, formaður Kristinn Jóhanns- son, Afli var sæmilegur. Febrúar. Miklar frosthörkur voru, og komst frostið í 28 stig á Celsíus. Snjór var fremur lítill. Sigfús Þorsteinsson, ráðunautur Búnaðarsambands A.- Húnvetninga, stofnaði hér sauðfjárræktarfélag. Marz. Tíðarfar var frernur stillt en töluvcrt frost. Guðni Sveinsson, fvrrum bóndi í Hvammi á Laxárdal í Bólstaðarhlíðarhrcppi átti sjötugsafmxli þann •9. marz. Apríl. Allmikil frost, cn snjólítið. Ólína Sigurðardóttir, fyrrum ljósmóðir, andast, 85 ára að aldri. Hjólreiðakeppni skólabarna fór fram á sumardaginn fyrsta. Skólabörnin sýndu sjónleikinn „Dóttur skýjakonungsins“. Maí. Frídags verkamanna, 1. maí, var minnzt mcð ræðu, cr formaður Verka- lýðsfélags Skagastrandar, Björgvin Jónsson, flutti. Enn fremur sýndi Björn Bergmann, kennari á Blönduósi, kvikmyndir. Karlakórinn „Húnar" á Blöndu- osi söng, undir stjórn Guðmanns Hjálmarssonar trésmíðameistara. Einsöngv- ari ltórsins var Fljálmar Eyþórsson bifrciðastjóri. Að lokum var dansað. UMF „Frani“ á Skagaströnd sýndi sjónleikinn „IIappið“ cftir Pál J. Árdal þann 6. 59

x

Ársritið Húnvetningur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársritið Húnvetningur
https://timarit.is/publication/1679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.