Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Side 64
laxastiga í gljúfrum Laxár, fyrir landi Höskuldsstaða. Er hann hið mesta
mannvirki sinnar tegundar hér á landi, og hefur smíði hans staðið í þrjú
sumur. Voru fyrst sprengdir stallar í bergið, en áin svarf þá burt, strax á
næsta vetri. Þá var hafizt handa um að steypa tvo stiga, annan í fossinn með
8 kerum og hinn við hlaupið með 11 kerum, svo laxinn geti hvílt sig á göngu
sinni. En alls var hér urn að ræða 9 metra hæðarmismun í Laxá. Binda
menn miklar vonir við þessar framkvæmdir, en vatnasvæði Laxár er mikið,
auk þess sem Norðurá fellur í hana. Félagið Fossar í Rvík hefur framkvæmt
þetta, en fengið Laxá og Norðurá til umráða í 15 ár að launum, hjá veiði-
félaginu Hængur. Það er félag þeirra bænda, er eiga land við ár þessar.
Samkomuhús sveitarinnar er í Armótum, þar sem Norðurá fellur í Laxá,
er það eign ungmennafélagsins Vorblær, en form. þess er Jónas Hafsteinsson,
Nj álsstöðum.
Kvenfélag Höskuldsstaðasóknar gaf vandað kirkjuorgel til Höskuldsstaða-
kirkju á þessu ári, formaður félagsins er Soffía Sigurðardóttir, Njálsstöðum.
Biskup landsins herra Asmundur Guðmundsson vísiteraði Höskuldsstaða-
kirkju 10. júlí, var mannfjöldi mikill við þá messugjörð.
Lestrarfélög starfa tvö í hreppnum, Framsókn fyrir Strandabæina, og
Morgunroðinn fyrir býlin á Laxárdal.
Búnaðarfélag Vindhælishrepps, en formaður þess er Magnús Björnsson,
gekkst fyrir stofnun Sauðfjárræktarfélags fyrir hreppinn á þessu ári. For-
maður þess er Hafsteinn Jónasson, Njálsstöðum. En ráðunautur félagsins er
Sigfús Þorsteinsson.
Undanfarin ár hefur Þórir Haukur Finarsson, stúdenr, verið farkennari í
hreppnum, en hvarf að læknanámi í haust. Þá var ráðinn Sveinbjörn Magnús-
son, kennari, frá Syðra-Hóli.
Sjúkrasamlag Vindhælishrepps er hér starfandi, formaður Pétur Ingjaldsson.
Hreppstjóri, oddviti og sýslunefndarmaður er Magnús Björnsson, Syðra-
Hóii. Aðrir hreppsnefndarmenn eru: Ingvar Pálsson, Balaskarði, Þórarinn
Þorleifsson, Neðstabæ, Björn Jónsson, Ytra-Hóli, Magnús Daníelss. Syðri-Ev.
Þann 3. nóvember varð 80 ára Brynjólfur Lýðsson, f. 1875 að Stað í Hrúta-
firði, ólst hann upp með foreldrum sínum, Lýði Jónssyni og Onnu Magnús-
dóttur, er lengst bjuggu í Skriðnesenni í Bitru. Brynjólfur kvæntist Kristínu
Indriðadóttur frá Ytri-Ey í Vindhælishreppi. Þau fluttu til Ytri-F.yjar 1901,
eignuðust þau sex börn öll hinn mannvænlegustu. Þau hjón sátu hið forna
sýslumanns- og kvennaskólasetur með prýði. Bætti Brynjólfur jörðina og
reisti mikið steinhús 1930, sem lengi vel var hið stærsta hér í hreppi. Brynjólf-
ur var yfirsmiður sjálfur, því hann er þjóðhagi á tré og járn, sem hann á
kyn til. Hóf hann smíðar 19 ára gamall og var eftirsóttur til smíða. Reisti
hann 6 steinhús og smíðaði við mörg timburhús. Hús þau er Brynjólfur
smíðaði hafa reynzt vönduð og hlý. Brynjólfur nússti konu sína 1941, hann
62